Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2014, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2014, Blaðsíða 6
Vikublað 1.–3. apríl 20146 Fréttir Fæst í apótekum, heilsubúðum, Krónunni og Celsus, Ægisíðu 121 Algjört orku- og næringarskot „ Með því að taka Lifestream Spirulina og AstaZan eykst krafturinn yfir daginn í vinnunni og æfingar seinni part dags eru ekkert mál. Vöðvarnir eru fljótari að ná sér eftir æfingar. Það að taka auka Spirulina sem er lífrænt fjölvítamín, fyrir leik er algjört orku- og næringarskot. Spirulina er líka frábær vörn gegn kvefi og flensum.“ Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir leikskólakennari og landsliðskona í íshokkí. lífræn bætiefni fyrir alla - heilsa til framtíðar TREYSTI Á LIFESTREAM BÆTIEFNIN! Apótek, heilsubúðir, Krónan, Hagkaup, Viðir, N ttó og Fríhöfnin. „Ég hafði enga aðkomu að því “ Illugi Gunnarsson spurður um álit ríkislögmanns á áminningu Hrafnhildar Ástu Þorvaldsdóttur Þ að er nokkuð langt í það að ég fari að tjá mig um full- yrðingar nafnlausra „heim- ildarmanna“,“ segir Illugi Gunnarsson menntamála- ráðherra spurður um hvort hann hafi rætt við Sigurð Inga Jóhannsson um áminninguna sem Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir fékk í starfi sínu í um- hverfisráðuneytinu áður en hún var afturkölluð. DV hefur heimildir fyr- ir þessu innan úr stjórnkerfinu og var frétt um málið sögð í helgarblað- inu í síðustu viku. Þegar sú frétt var prentuð aðfaranótt síðasta föstudags hafði Illugi ekki svarað spurningum blaðsins um málið. Illugi segir hins vegar að hann hafi ekki haft neina aðkomu að því hvern- ig áminningin var afturkölluð en að hann telji að Sigurður Ingi hafi tek- ið rétta ákvörðun þegar hann aftur- kallaði áminninguna. „En eins og þú veist þá var málið alfarið innan ráðu- neytis Sigurðar Inga, á ábyrgð hans alfarið og ég hafði enga aðkomu að því hvernig hann hélt á þessu máli. Mitt mat er reyndar að hann hafi gert rétt í því að leita til ríkislögmanns og í framhaldinu tekið rétta ákvörðun.“ Athygli vekur að Illugi játar því hvorki né neitar að hafa rætt áminn- inguna við Sigurð Inga áður en hann afturkallaði hana. Forsenda ráðningarinnar Afturköllun áminningarinnar var forsenda fyrir því að Hrafnhildur Ásta gæti fengið starf framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Ill- ugi skipaði hana í starfið í október á síðasta ári. Hrafnhildur Ásta er ná- frænka Davíðs Oddssonar, fyrrver- andi forsætisráðherra og ritstjóra Morgunblaðsins. Stjórn LÍN skilaði tillögu til Illuga Gunnarssonar með nöfnum þriggja umsækjenda sem hún mat hæfasta. Nafn Hrafnhildar Ástu var á þeim lista en stjórnin taldi að annar um- sækjandi um starfið, Kristín Egils- dóttir, væri hæfust og orðaði það mat sitt með skýrum hætti í tillögunni til Illuga. Athygli vekur að í tillögu stjórn- arinnar kemur ekki fram að búið hafi verið að afturkalla áminninguna þegar Illugi fékk hana inn á sitt borð. Illugi komst svo að annarri niður- stöðu en stjórn LÍN og var Hrafnhild- ur Ásta ráðin í starfið en ekki Krist- ín. Líkt og DV hefur fjallað um óskaði Kristín eftir rökstuðningi mennta- málaráðuneytisins fyrir ráðningu Hrafnhildar Ástu og ákvað hún í kjöl- farið að leita réttar síns í málinu. Kynnti sér álit ríkislögmanns Í viðtali við DV í síðustu viku sagði Illugi að álit sem embætti ríkislög- manns vann um áminninguna sem Hrafnhildur Ásta fékk í starfi vegna samskiptaörðugleika hefði skipt máli þegar áminningin var afturkölluð. DV hefur gert tilraunir til að fá þetta álit, bæði frá umhverfisráðuneytinu og eins frá ríkislögmanni sjálfum. Þær tilraunir hafa ekki borið árang- ur. Inntakið í álitinu var, samkvæmt þeim samtölum sem DV hefur átt, að líklega yrði íslenska ríkið bótaskylt út af áminningunni ef Hrafnhildur Ásta hefði leitað réttar síns vegna hennar. Illugi segir í svari við fyrirspurn DV að hann hafi kynnt sér álit ríkis- lögmanns um áminninguna en hann má skilja sem svo að þetta hafi gerst eftir að hún var afturkölluð. „Það er rétt að ég hef kynnt mér álit ríkislög- manns á málinu, enda er það áhuga- verð lesning. Fullyrðing þín um að ég hljóti að hafa gert það áður en áminning var afturkölluð er röng og úr lausu lofti gripin.“ Illugi var hins vegar ekki sammála því að það stæði hugsanlega utan við starfsskyldur hans sem mennta- málaráðherra að kynna sér álit ríkis lögmanns á áminningum sem starfsmenn annarra ráðuneyta hafa fengið. „Mér finnst þessi nálgun þín á hugtakinu „starfsskyldur ráðherra“ áhugaverð. Skil ég fullyrðingu þína rétt þannig að það sé þitt mat að það falli einhvern veginn fyrir utan starfs- skyldu ráðherra að kynna sér um- sækjendur sem sækja um starf sem ráðuneyti það sem hann fer með hef- ur auglýst laust til umsóknar, nema að hann hafi áður fengið til sín tillögu frá ráðgefandi/umsagnar aðila? Er það skoðun þín að ráðningarferlið sé ekki komið „inn á borð“ til ráðherra fyrr en ráðgefandi aðili hefur lokið yf- irferð sinni?“ n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Það er rétt að ég hef kynnt mér álit ríkislögmanns á málinu. Kallaði eftir álitinu Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra kallaði eftir álitinu um áminninguna. Kynnti sér álitið Illugi kynnti sér álit ríkislögmanns á áminningu Hrafnhildar Ástu og telur að Sig- urður Ingi Jóhannsson hafi staðið rétt að málinu. Mynd SIGtryGGur ArI Eldur á Eyrarbakka Slökkvilið, sjúkralið og lög- regla voru kölluð að íbúðarhúsi á Eyrarbakka rétt fyrir klukk- an ellefu á mánudagsmorgun vegna elds sem kom þar upp. Talsverður reykur var innandyra þegar viðbragðsaðilar komu á staðinn. Slökkviliðið réði niðurlögum eldsins og var hús- ið reykræst í kjölfarið. Húsið var mannlaust þegar eldurinn kom upp en talið er að kviknað hafi í út frá þvottavél. Samþykkja verkfalls- aðgerðir Þrjú af aðildarfélögum BSRB sem eiga félagsmenn sem starfa hjá Isavia ohf. hafa samþykkt boð- aðar verkfallsaðgerðir. Félögin sem um ræðir eru Landssam- band slökkviliðs- og sjúkra- flutningamanna, Félag flug- málastarfsmanna ríkisins og SFR-stéttarfélag í almannaþjón- ustu. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu sem BSRB sendi frá sér á mánudag. Þar kemur fram að 88 prósent sögðu já, en níu prósent nei. Auðir og ógildir seðlar voru þrjú prósent. Af þessu er ljóst að gripið verður til verkfallsaðgerða hinn 8. apríl næstkomandi, hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Á tímabilinu 8. til 25. apr- íl munu allir félagsmenn félag- anna hjá Isavia leggja niður störf í fimm klukkustundir, frá klukkan 4.00 til klukkan 9.00. Þetta verður gert þriðjudaginn 8. apríl, mið- vikudaginn 23. apríl og föstu- daginn 25. apríl. Klukkan 4 hinn 30. apríl hefst allsherjarverkfall allra félagsmanna félaganna hjá Isavia sem mun standa þar til annað verður ákveðið. Kostaði 1,7 milljónir Ferð Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra til Úkraínu K ostnaður við ferð Gunnars Braga Sveinssonar utanríkis- ráðherra til Úkraínu hinn 21. til 23. mars var tæplega 1,7 milljónir króna. Ferða- og dvalar- kostnaður utanríkisráðherrans var rétt rúmar 400 þúsund krónur en rúmar 1,2 milljónir voru greidd- ar fyrir föruneyti ráðherrans. Fjór- ir starfsmenn voru með í för: Sunna Marteinsdóttir, aðstoðarmaður ráðherrans, Urður Gunnarsdóttir, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðu- neytisins, og tveir starfsmenn al- þjóða- og öryggisskrifstofu ráðu- neytisins. Þá borgaði ráðuneytið 66.157 krónur fyrir hádegisverð með fulltrúum frjálsra félagasam- taka og túlkaþjónustu. Kostnaðurinn við ferðina er ekki mikill í samanburði við aðrar ferð- ir ráðherrans á kjörtímabilinu en ráðuneytið hefur mest greitt 3,75 milljónir fyrir ferð Gunnars Braga og fjögurra fylgdarmanna til New York á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í september í fyrra. Mikið var fjallað um heimsókn- ina í íslenskum fjölmiðlum en Heim- ir Már Pétursson fréttamaður og Val- garður Gíslason myndatökumaður voru með í för á vegum 365 miðla og Björn Malmquist fréttamaður og Freyr Arnarson tökumaður á vegum RÚV. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu tók það hins vegar ekki þátt í kostnaði fjölmiðlamanna. Í Úkraínu fundaði Gunnar Bragi meðal annars með Andrii Des- hchytisa, utanríkisráðherra landsins, fulltrúa seðlabankans, stjórnarand- stöðunnar, mannréttindasamtaka og hitti starfsmenn Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu. n kristjan@dv.is Vel skjalfest Ferð Gunnars Braga til Úkra- ínu var vel skjalfest, bæði í fjölmiðlum og á Instagram-svæði utanríkisráðuneytisins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.