Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2014, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2014, Blaðsíða 11
Fréttir 11 Vikublað 1.–3. apríl 2014 „Þeir borga sem njóta“ Dettifoss n 800 krónur Landeigendur Reykjahlíðar hafa áform um að rukka þá sem vilja skoða þrjá staði í þeirra landi. Þar er um að ræða hver austan við Námaskarð, Leirhnjúkasvæðið og svæði við Dettifoss. Áætlað er að um 15 manns fái vinnu vegna gjaldtökunnar í sumar, sem á að hefjast hinn 1. júní. Mannvirki við fossinn eru í eigu ríkis- ins, en vegur sem þangað var lagður nýlega endar á bílastæðum þar sem salerni eru. Landið sem fór undir bílastæðin tók ríkið eignarnámi og stendur í landi Reykjahlíðar. Þaðan liggur göngu- stígur að fossinum, sem lagður var í samráði við landeigendur. Þeir hyggjast nú rukka gjald fyrir aðgengi að fossinum eftir þeirri leið. Þjóðgarðsvörður Vatnajökulsþjóðgarðs hefur sagt að auð- velt sé að gera göngustíg sem er í landi þjóðgarðsins, þannig að öllum verði tryggður aðgangur að fossinum án endurgjalds, eða þá gegn því að hafa náttúrupassa verði hann að veruleika.Geysir n 600 krónur Umdeild gjaldtaka hófst við Geysi um miðjan mars, en málið hefur nú þegar ratað á borð sýslumanns vegna lögbannskröfu frá íslenska ríkinu. Úrskurður hans féll hins vegar Landeigendafélagi Geysis í vil, sem hóf í kjölfarið að rukka 600 krónur fyrir aðgang að svæðinu. Allir landeigendur á svæðinu tóku ákvörðun um gjaldtökuna að íslenska ríkinu undanskildu, sem á svæðið sem dregur að sér hundruð þúsunda ferðafólks á hverju ári. Málið mun líklega fara fyrir dómstóla, en á meðan heldur gjaldtakan áfram. Eftir fyrsta dag gjaldtöku upplýsti Landeigendafélagið að alls hefði gjaldið skilað hálfri milljón í tekjur þann daginn. Gagnrýni hefur einnig snúið að framkvæmd gjaldtökunnar, en fjöldi starfsmanna þykir of mikill og þá hefur það verið gagnrýnt að ferðamenn fái upplýsingabæklinga við hliðið, sem sjást svo á víð og dreif um svæðið. Einn ferðamað- ur sagðist ekki skilja til hvers þeir væru, þeir menguðu svæðið og að hann hefði séð bæklinga á botni hvera. Hveragarður n 200 krónur Bæjaryfirvöld í Hveragerði ákváðu vorið 2013 að rukka 200 krónur fyrir aðgang að Hvera- garðinum. Tólf ára og yngri greiða þó ekki neitt. Gjaldtakan er alfarið á ábyrgð sveitarfé- lagsins en umferð um garðinn hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Sigurdís Guðjóns- dóttir, forstöðukona Upplýsingamiðstöðvar Suðurlands, segir að ekkert samstarf hafi átt sér stað á milli sveitarfélagsins og atvinnuvegaráðuneytisins vegna fyrirhugaðs frumvarps um náttúrupassa. „Vegna aukinnar ásóknar opnum við fyrr nú í vor en áður, og þjónusta við ferðafólk í garðinum hefur verið aukin á undanförnum árum. Þetta gjald á að fjármagna ýmsar framkvæmdir á svæðinu, bætta klósettaðstöðu svo eitthvað sé nefnt. Svo erum við með starfsmenn sem fylgjast með svæðinu og sjá um að halda svæðinu fínu, taka á móti fólki og veita upplýsingar um svæðið. Auk þess er hægt að kaupa leiðsögn aukalega,“ segir Sigurdís. Rauði listinn Svæði sem merkt eru með rauðu á kortinu eru þau sem eru á sérstökum rauðum lista Umhverfisstofnunar. Svæðunum þarf að veita sérstaka athygli og hlúa þarf sérstaklega að þeim, en þau sem eru á listanum eru undir sérstaklega miklu álagi sem bregðast þarf strax við. n Reykjanesfólkvangur n Mývatn n Laugarás n Helgustaðanáma n Friðland að fjallabaki n Geysir Friðland að fjallabaki Mývatn Helgustaðanáma Laugarás Þríhnúkagígur n 37.000 krónur Árni B. Stefánsson setti fyrstur fram þá hugmynd árið 2004 að almenningi yrði gert kleift að skoða Þríhnúkagíg. Í kjölfarið var Þríhnúkagígur ehf. stofnað og hlaut fyrirtækið stuðning frá opinberum og einkaaðilum til að gera gíginn aðgengilegan, meðal annars með því að koma þar fyrir lyftu. Ferð ofan í gíginn er rándýr og kostar 37 þúsund krónur. Forráða- menn fyrirtækisins hafa sagt að ferðir ofan í gíginn séu aðallega hugsaðar fyrir erlenda ferðamenn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.