Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2014, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2014, Blaðsíða 20
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Reynir Traustason • Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Viktoría Hermannsdóttir • Umsjónarmaður helgarblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir • Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson • Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéttASkot 512 70 70FR jál S t, ó Háð DAg b l Að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AðAlnÚmeR RitStjóRn áSkRiFtARSími AUglýSingAR Sandkorn 20 Umræða Vikublað 1.–3. apríl 2014 Hef helst viljað læðast meðfram veggjum Hálf tvö við GeysiPabbi og mamma full og allir stútfullir af meðvirkni Samsekt ölmusumanns Snorri Snorrason átti erfitt með að höndla frægðina – DV Ögmundur Jónasson mótmælti gjaldtöku við Geysi og hvatti fólk til að mæta – ogmundur.isIlmur Kristjánsdóttir um alkóhólískt ráðhús – DV M argir þeirra sem ætla að nýta sér skuldaleiðréttingar ríkisstjórnarinnar standa frammi fyrir áleitinni spurningu. Í þessum hópi eru þær þúsundir Íslendinga sem kusu ekki Framsóknarflokkinn eða Sjálfstæð- isflokkinn, og þeir sem hafa gagn- rýnt kosningaloforð um skuldaleið- réttingar og þær útfærslur á þeim sem kynntar hafa verið síðustu mánuði, en geta samt nýtt sér þessi úrræði til að lækka skuldir sínar. Þeir sem ekki kusu ríkisstjórnarflokkana í fyrravor greiddu ekki atkvæði með neinum slíkum skuldaleiðrétting- um og þær eru ekki gerðar í þeirra umboði og koma jafnvel til fram- kvæmda þvert gegn vilja þeirra. Samt ætla einhverjir í þessum stóra hópi að nýta sér þessi úrræði og fá peninga í vasann. Óábyrg loforð Sá sem ekki kaus ríkisstjórnarflokk- ana í fyrra og sá sem hefur gagnrýnt kosningaloforðin um skuldaniður- fellingarnar og útfærslurnar á þeim getur varla nýtt sér þessa leiðir til að ná sér í peninga og á sama tíma gagnrýnt þær. Hann er orðinn sam- sekur; samsekur af því hann hefur tekið við fé sem aflað hefur verið og útdeilt með vafasömum aðferðum. Kosningaloforð Framsóknarflokks- ins voru óábyrg, ríkisstjórnin hef- ur ekki staðið við þau nema að litlu leyti og þær útfærslur sem kynntar hafa verið orka tvímælis og kunna að vera ólöglegar að hluta, til dæm- is boðuð skattlagning á þrotabú föllnu bankanna. Ég hef á síðustu mánuðum spjallað við Íslendinga sem gagn- rýna ríkisstjórnarflokkana og skuldaleiðréttingar hennar í einni setningu en tala svo um það í þeirri næstu hvernig þessi skuldaúrræði geti nýst þeim sjálfum. Þetta er ekki fólk sem kaus flokkana sem sitja í ríkisstjórn en það vill samt fá þá peninga sem það getur út úr þessu fjárhættuspili sem skuldaleið- réttingarnar eru. Þannig mun nokkur hluti þess fólks sem ekki kaus Framsóknar- flokkinn eða Sjálfstæðisflokkinn ljá flokknum og skuldaniðurfellingun- um stuðning sinn á borði með því að nýta sér umdeild úrræði henn- ar. Sá stuðningur er eiginlega verri og ábyrgðarlausari en stuðning- ur þess fólks sem kaus ríkisstjórn- arflokkana sem setja skuldaleið- réttingarnar fram þar sem stjórnin vinnur í umboði þessa fólks. Stuðn- ingur þess sem kaus ekki ríkis- stjórnarflokkana og gagnrýnt hefur tillögurnar er hins vegar án ábyrgð- ar og snýst um það eitt að viðkom- andi ætlar sér að taka peninga út úr fjárhættuspili sem það studdi ekki í lýðræðislegu ferli og sér jafnvel ekki glóru í. Dæmið gengur ekki upp Að mínu mati gengur ekki upp að kjósa ekki þessa tvo flokka, að gagnrýna þá fyrir skuldaleið- réttingarnar en á sama tíma að nýta sér þær til að fá út úr þeim fé. Þetta minnir á stöð- una sem enska orðatiltæk- ið lýsir svo vel: Að vilja éta kökuna og eiga hana líka; að vilja halda því besta eft- ir úr báðum heimum; að gagnrýna skuldaúrræðin en nýta sér þau líka af því maður græðir á því. Önnur og einfaldari leið til að orða þessa sömu hugsun er að segja að það lýsi hræsni að koma sér í þessa stöðu. Forsenda þessa er sú að allt, eða flest, sé leyfilegt einstaklingnum ef hann fær pen- inga út úr því. Þannig er hægt að réttlæta þessa þversögn: Hvort vil ég fá pening eða ekki fá pening? Ég vil fá pening. Sá sem er ósammála þessari túlkun og telur ekkert athugavert við að þiggja peninga úr skuldaleið- réttingarvél ríkisstjórnarinnar get- ur borið því við að leiðréttingin sé núna orðin að almennri aðgerð ríkisvaldsins og sé ekki lengur það flokkspólitíska deilumál sem hún var í aðdraganda kosninganna. Skuldaleiðréttingin er með öðrum orðum eins og hver önnur stjórn- valdsákvörðun. Þessi einstakling- ur gæti sagt að skuldaúrræðin séu í raun ekki ólíkar öðrum úrræðum sem hið opinbera býður upp á, til dæmis barna- eða húsaleigubæt- ur. Hann gæti sagt að einstaklingar í samfélaginu nýti sér oft og tíð- um slík opinber úrræði sem þeir eru í grunninn ósammála og hafa ekki ljáð stuðning með atkvæði sínu í kosningum og að framkoma við- komandi sé í slíkum tilfellum ekki talin siðferðilega ámælisverð. Barna- og húsaleigubætur, eða ákveðin úrræði í skattkerfinu, eru auðvitað pólitísk í eðli sínu, rétt eins og skuldaleiðréttingar núver- andi stjórnar. Öll úrræði hins op- inbera eru í grunninn pólitísk þó í mismiklum mæli sé. Gagnrýnum við einhvern — sama hvern — fyrir að nýta sér barna- eða húsnæðis- bætur til dæmis? Sami grautur í sömu skál? Gegn þessu sjónarmiði segi ég að skuldaleiðrétting núverandi stjórnar sé svo stórt flokkspólitískt mál að ekki sé að leggja það að jöfnu við margar aðrar stjórnvalds- ákvarðanir. Framsóknarflokkurinn náði fjórðungsfylgi og komst í rík- isstjórn á grundvelli kosningalof- orða sem flokkurinn hefur ekki staðið við en hefur síðan kynnt lágstemmdari að- gerðir og reynt að halda því fram að þær séu í reynd byggðar á sviknu loforðunum. Flokkurinn reynir að selja kjósendum þá hillingu að grauturinn sem þeir kynna nú sé sá sami og þeir lofuðu fyrir kosn- ingar — hann er meira að segja sagður vera í sömu skál. Með þessu reynir Framsóknarflokkurinn að viðhalda þeirri blekkingu sem vera hans í ríkisstjórn er byggð á. Sú spurning hvort kjósend- ur sem ekki bera ábyrgð á eða styðja þessa ríkisstjórn, og gagn- rýna hana jafnvel, eigi að gerast ölmusumenn hennar er alls ekki léttvæg. En spurningin er líka sú hvort það sé ósanngjarnt að ætl- ast til þess að hluti þeirra sjötíu þúsund heimila sem geta fengið skuldaleiðréttingu upp á að með- altali rúma milljón, samkvæmt ríkisstjórninni, eigi að sleppa því á þeim siðferðilegu forsendum sem hér eru ræddar. Hvort veg- ur þyngra í huga þessa stóra hóps, peningarnir sem um ræðir eða það sem er rétt. Með því að taka við ölmusunni verða kjósend- ur annarra flokka en þeirra sem mynda ríkisstjórnina orðnir sam- sekir og þar með samábyrgir fyrir skuldaleiðréttingunum. Í kjölfar- ið verða þeir að þegja um þær ætli þeir sér ekki enn meiri hræsni en þeir hafa þá þegar gerst sekir um með því að nýta sér skuldaúrræðin til að byrja með. Þá verðum við flest öll komin í þá stöðu að bera ábyrgð á viðundrinu Framsókn. Sú hugsun er ekkert sérstaklega geðsleg. n Nýi Sjálfstæðisflokkurinn Mikil gerjun er á meðal hægri- manna sem aðhyllast aðild að Evrópusambandinu. Foringj- ar þess afls, sem manna í milli nefnist Nýi Sjálfstæðisflokkurinn, eru Benedikt Jóhannesson og Þor- steinn Pálsson, fyrrverandi for- maður flokksins. Mikið er talað um skoðanakönnun sem and- stæðingar ESB eiga að hafa gert. Sú könnun á að hafa leitt í ljós að Nýi Sjálfstæðisflokkurinn sé svo stór að hann ógni gamla flokkn- um. Hermt er að farið sé með könnunina eins og mannsmorð. 365 titrar Titringur er innan 365 vegna til- komu sjónvarpsstöðva Sigmars Vilhjálmssonar, Miklagarðs og Bravó. Hermt er að nú sé í gangi skoðanakönnun fjölmiðlarisans þar sem spurt er um álit fólks á sjónvarps- stöðvunum og svo sérstaklega frammistöðu Péturs Jóhanns Sigfússonar sem þáttastjórnanda. Nýjar sjón- varpsstöðvar 365 á borð við Stöð 3 hafa litla athygli fengið og mun það vera áhyggjuefnið sem veld- ur þessum könnunum á and- stæðingnum. Þögn um draug Frétt DV um að Óperudraugur- inn yrði ekki á fjölum Þjóðleik- hússins eins og stefnt var að vakti mikla athygli. Fyr- ir leikhúsið var þetta skynsamlegt vegna þess kostn- aðar sem fylgir uppsetningunni. Fréttablaðið komst á snoð- ir um þetta mál fyrir nokkru en ákveðið var að upplýsa ekki um það. Gárungar innan 365 segja að það tengist því að Mikael Torfa- son aðalritstjóri var með leikrit sitt, Harmsögu, í New York ásamt Tinnu Gunnlaugsdóttur þjóðleik- hússtjóra sem lét setja leikritið upp í Þjóðleikhúsinu. Það hafi orðið þegjandi samkomulag um að þegja. Gert í brækur Níðvísur voru í eina tíð vinsælar og voru sumir sérhæfðir í slíku. Fullyrt er að vísan sem hér kem- ur á eftir sé ort að handan um áberandi stjórnmálamann sem margir telja að hafi klúðrað dug- lega ýmsum málum. Vísan er svo keimlík eitruðum vísum Stefáns heitins Jónssonar, sem var al- þingismaður og kunnur útvarps- maður á sinni tíð. Á honum farin er flestra trú, - feitur með rjóðar kinnar. Búinn að gera er bjáninn nú, í brækurnar þjóðar sinnar. Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Leiðari „Með þessu reynir Fram- sóknarflokkurinn að viðhalda þeirri blekkingu sem vera hans í ríkis- stjórn er byggð á Skuldir „Þetta er ekki fólk sem kaus flokkana sem sitja í ríkisstjórn en það vill samt fá þá peninga sem það getur út úr þessu fjárhættuspili sem skuldaleiðréttingarnar eru.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.