Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2014, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2014, Blaðsíða 13
Vikublað 1.–3. apríl 2014 Fréttir 13 Engin svör um heimsókn Davíðs S igurður Már Jónsson, upp­ lýsingafulltrúi ríkisstjórnar­ innar, svarar því ekki hvort Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og núver­ andi ritstjóri Morgunblaðsins, hafi heimsótt Sigmund Davíð Gunn­ laugsson forsætisráðherra í for­ sætisráðherrabústaðinn á Þingvöll­ um á yfirstandandi kjörtímabili. DV sendi fyrirspurn í tíu liðum á forsætisráðuneytið hinn 13. mars síðastliðinn. Þar var meðal annars spurt hversu oft Sigmundur Davíð hefði dvalið í forsætisráðherrabú­ staðnum það sem af er kjörtímabili, hverjir hefðu heimsótt hann þangað og hvort Davíð Oddsson hefði ver­ ið einn af þeim. Þá var einnig spurt hver kostnaðurinn við rekstur bú­ staðarins hefði verið. Í svari Sigurðar Más sem DV barst tólf dögum síðar, eða hinn 25. mars, kemur fram að kostnaði vegna reksturs ráðherrabústaðarins sé ekki haldið aðgreindum frá öðr­ um kostnaði ráðuneytisins. Þá seg­ ir að ekki sé haldin skipulögð skrá yfir viðveru forsætisráðherra í bú­ staðnum. Það vakti nokkra athygli á dögunum þegar Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður fullyrti að Sigmundur og Davíð hefðu nýlega dvalið næturlangt í bú­ staðnum á Þingvöllum þar sem þeir hefðu meðal annars gætt sér á viskíi sem Ólafur Thors hélt mikið upp á. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðar­ maður Sigmundar, sagðist ekki vita hvað væri hæft í þessu en ítrekaði þó að Sigmundur drykki ekki viskí. Þrátt fyrir að lítið sé um svör sér upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar­ innar þó ástæðu til þess að fara yfir sögu ráðherrabústaðarins: „Fyrir lýðveldishátíðina 1974 voru byggð­ ar tvær burstir til viðbótar við þær þrjár sem fyrir voru við Þingvalla­ bæinn en hann hafði verið reistur 1930 eftir teikningu Guðjóns Samú­ elssonar. Í viðbótarbyggingunni hef­ ur forsætisráðherra síðan haft opin­ beran sumardvalarstað, sem kom í stað þeirrar aðstöðu sem forsætis­ ráðherra hafði áður í gamla Kon­ ungshúsinu sem brann, og getur hann notað þá aðstöðu hvort sem er til einkaafnota eða við embættis­ störf, svo sem fundahalda og mót­ töku gesta.“ n Upplýsingafulltrúi fer yfir sögu ráðherrabústaðarins í svari við fyrirspurn DV Lítið um svör Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi rík- isstjórnarinnar, svarar því ekki hvort Davíð Oddsson hafi heimsótt Sigmund Davíð í ráðherrabústaðinn. Hann fer þó yfir sögu ráðherrabústaðarins. Mynd Sigtryggur Ari„Ég er nú bara dýra- vinur, væni minn“ n Anna ber sig vel eftir árás n Elskar dýrin í hverfinu n Ekki hrædd í árásinni n Vill ekki að Guðlaugur komi aftur Langur sakaferill Guðlaugs Flutti á Njálsgötuna fyrir stuttu n Maðurinn sem réðst á Önnu Guðjóns- dóttur heitir Guðlaugur Helgi Valsson og er 33 ára. Hann var nágranni hennar á Njálsgötu, leigði húsnæði einu húsi frá Önnu og hafði gert í nokkra mánuði. Guðlaugur hefur ítrekað komið við sögu hjá lögreglu og á að baki sér marga dóma. n Guðlaugur Helgi ræddi við DV í sept- ember síðastliðnum í tengslum við um- fjöllun um fanga sem afplána á Vernd, en hann var þá að afplána síðustu daga fangelsisdóms sem hann hafði hlotið nokkru áður. Þá var hann á leið af Vernd og átti að fá rafband sem sett er um ökkla hans. Þangað hafði hann komið frá Litla-Hrauni og Hlaðgerðarkoti. Í viðtalinu sagðist Guðlaugur vilja ná bata frá vímuefnamisnotkun og þráði að snúa við blaðinu. Þar greindi hann frá því að hann hefði síðast brotið af sér í desember 2012 og sagði þau afbrot sem hann hafði tengst í gegnum tíðina yfirleitt tengjast fíkniefnum og neyslu. n Árið 2010 var Guðlaugur dæmdur, fyrir Héraðsdómi Austurlands, fyrir margvísleg brot. Þar kom fram að hann hefði hlotið fjórtán dóma og fimm sinn- um gengist undir viðurlög fyrir dómi og hjá lögreglu fyrir brot gegn almennum hegningarlögum, umferðarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni. n Árið 2008 var hann dæmdur fyrir líkamsárás og missti bílprófið. Þá hafði hann nokkru áður verið dæmdur fyrir ýmis auðgunarbrot og önnur umferð- arlagabrot. Með dómnum árið 2010 var hann sakfelldur fyrir níu þjófnaðarbrot, þar af fjögur í félagi við annan mann. Þá var hann sakfelldur fyrir hótanir í garð afgreiðslufólks í verslun Nettó á Austurlandi, en Guðlaugur Helgi hótaði því bæði lífláti og barsmíðum. hurðina og segir henni hver var að hringja, þar á meðal vinkona dóttur Önnu sem hringir alla leið frá Nor­ egi til að heyra í henni. „Þetta er búið að vera svona alla helgina. Fjölskyldan og vinir að hringja og svo auðvitað fjölmiðlar,“ segir Anna og hlær. n Stórt mar Eins og sést á meðfylgjandi mynd stórsér á Önnu. Hún kveinkar sér þó ekki en segist hafa fengið svolítinn höfuðverk á föstu- daginn. Mynd Sigtryggur Ari Veit ekki hvers vegna þeir gerðu þetta Arnór Dan Arnarson tónlistarmaður greindi á dögunum frá líkamsárás sem hann varð fyrir að nóttu föstudagsins langa árið 2012 í miðborg Reykjavíkur. Arnór greindi frá því í viðtali við Fréttablaðið að hann hefði verið fyrir utan skemmtistaðinn Factory umrætt kvöld að ræða við systur sínar þegar gripið var í hann aftan frá. Arnór fékk spark í andlitið og við það fékk hann heilahristing. Arnór komst við illan leik á sjúkrahús. Það tók langan tíma að útkljá málið fyrir dómstólum en að auki var Arnór ítrekað að rekast á árásarmenn sína þar sem hann var í vinnu sem tónlistarmaður og þeir störfuðu hjá öryggisfyrirtæki sem sinnti dyravörslu. „Ég veit samt ekki hvort þetta var persónuleg árás eða algjör tilviljun. Þetta mál er búið að bíða í tvö ár og ég veit enn ekki af hverju þeir gerðu þetta,“ sagði Arnór við Fréttablaðið í mars 2014. Íslenskt tal leiðbeinir notanda um allar aðgerðir Nú þegar eru fjöldi Íslendinga í fullu fjöri sem startað hefur verið í gang með hjartastuðtækjum frá Donnu. Samaritan PAD hjartastuðtæki kosta aðeins frá kr. 199.600 m/vsk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.