Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2014, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2014, Blaðsíða 18
Vikublað 1.–3. apríl 201418 Fréttir Erlent Kóngar í ríKi sínu n Mennirnir sem stjórna efnahag ríkja sinna n Ivanishvili er voldugastur í Georgíu N ærri öll ríki heims eiga að minnsta kosti einn millj­ arðamæring. Í sumum ríkj­ um eru þessir milljarða­ mæringar svo ríkir að það slagar upp í þjóðarframleiðslu við­ komandi ríkis á einu ári. Dæmi um þetta er Georgíumað­ urinn Bidzina Ivanishvili, en auðæfi hans nema 32 prósentum af þjóðar­ framleiðslu Georgíu á ári. Annað dæmi eru bræðurnir Najib og Taha Mikati frá Líbanon, en samanlagð­ ar eignir þeirra nema 14 prósentum af þjóðarframleiðslu Líbanon á ári. Annað dæmi um stóran fisk í lítilli tjörn er Kýpverjinn Suat Gunsel. Þótt hann sé ekki á meðal ríkustu manna heims nema auðæfi hans 137 milljörðum króna. Þetta jafn­ gildir sex prósentum af þjóðarfram­ leiðslu Kýpur á ári. Forbes tók á dögunum saman lista yfir voldugustu milljarðamær­ ingana með tilliti til hlutfalls af þjóðarframleiðslu þeirra ríkja sem þeir búa í. n Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is 1 Bidzina Ivanishvili Land: Georgía Eignir sem hlutfall af þjóðarframleiðslu: 32% Auður: 593 milljarðar króna Græddi á: Fjárfestingum n Ivanishvili, sonur fátækra námuverkamanna, fæddist árið 1956 í smá­ bænum Chorvila sem þá tilheyrði Sovétríkjunum. Þegar hann komst á þrí­ tugsaldurinn flutti hann frá bænum og stofnaði fyrirtæki sem seldi tölvur. Gróðann af því notaði hann til að opna banka og sópa til sín eignum sem áður tilheyrðu miðstýrðu kerfi Sovétríkjanna. Árið 2003 flutti hann aftur til Georgíu og varð forsætisráðherra Georgíu níu árum síðar. Hann lét af embætti ári síðar en þrátt fyrir það er flokkur hans enn við völd í Georgíu. 2 Najib og Taha Mikati Land: Líbanon Eignir sem hlutfall af þjóðarframleiðslu: 14% (6,9% hvor) Auður: 700 milljarðar króna (350 milljarðar hvor) Græddu á: Fjarskiptaiðnaði n Najib Mikati varð forsætisráð­ herra Líbanon árið 2011 þegar hann tók við af öðrum milljarðamæringi, Saad Hariri. Najib og bróðir hans, Taha, stofnuðu símafyrirtæki, sem einblíndi á gervihnattasíma, á áttunda áratug liðinnar aldar, þegar stríðsástand var í Líbanon. Á þeim tíma voru hefðbundnar símalínur oft bilaðar og góð ráð dýr. Þeir opn­ uðu sams konar fyrirtæki í Sýrlandi og í ríkjum Afríku áður en þeir seldu fjarskiptaveldi sitt árið 2006 fyrir 630 milljarða króna. 3 Aliko Dangote Land: Nígería Eignir sem hlutfall af þjóðarframleiðslu: 9% Auður: 2.850 milljarðar króna Græddi á: Sementi, sykri og hveiti n Dangote er fyrsti Afríkubúinn til að komast á lista yfir 25 ríkustu jarðarbúana. Dangote ræður lögum og lofum í nígerískum iðnaði og er fyrirtæki hans, Dangote Cement, eitt allra stærsta fyrirtæki Nígeríu. Þá er hann eigandi næststærstu verksmiðju heims á sviði sykur­ hreinsunar. Í þessum mánuði tilkynnti Dangote að hann hygðist láta 137 milljarða króna renna í góðgerðasjóð sem hann er með á sínum snærum, Dangote Found­ ation, en sjóðurinn vinnur náið með yfirvöldum í Nígeríu við að útrýma fátækt í landinu. 4 Rinat Akhmetov Land: Úkraína Eignir sem hlutfall af þjóðarframleiðslu: 7% Auður: 1.426 milljarðar króna Græddi á: Stáli, kolum n Akhmetov hefur verið áberandi í þjóðmálaumræðunni í Úkraínu á undanförnum árum, en lítið hefur þó farið fyrir honum í því krísu­ ástandi sem ríkt hefur í landinu. Akhmetov var bandamaður Viktors Yanukovich, fyrrverandi forseta, áður en kastaðist í kekki þeirra á milli á síðasta ári. Akhmetov er eig­ andi knattspyrnuliðsins Shakthar Donetsk en auk þess á hann yfir 100 fyrirtæki í stál­ og kolaiðnaði í Úkraínu. 5 Carlos Slim Helú og fjölskylda Land: Mexíkó Eignir sem hlutfall af þjóðarframleiðslu: 6% Auður: 8.215 milljarðar króna Græddi á: Fjarskiptafyrirtækjum n Carlos Slim Helu er annar ríkasti maður veraldar, á eftir sjálfum Bill Gates, sem náði honum í maí á þessu ári. Auðæfi Helu­ fjölskyldunnar má rekja til gríðar­ legra umsvifa hennar á fjarskipta­ markaði í Suður­Ameríku. América Móvil er mexíkóskt símafyrirtæki en fjölskyldan á einnig ýmiss konar iðnfyrirtæki, fjárfestinga­ og fjár­ málafyrirtæki. Hann á fasteignafyrir­ tæki og hlut í New York Times, svo nokkuð sé nefnt. Í fyrra bætti hann nokkrum íþróttaliðum í safn sitt. 6 Stefan Persson Land: Svíþjóð Eignir sem hlutfall af þjóðarframleiðslu: 6% Auður: 3.925 milljarðar króna Græddi á: H&M-fatakeðjunni n Persson er maðurinn á bak við fatakeðjuna sem allar mæður elska, H&M. Persson verður ríkari með hverju árinu sem líður enda fer virði hlutabréfa í keðjunni sífellt hækkandi. Samhliða auknum auð­ æfum hefur Persson sankað að sér eignum utan Svíþjóðar. Á síðasta ári keypti hann til dæmis 3.500 hektara landsvæði í sveitum Englands. 7 Petr Kellner Land: Tékkland Eignir sem hlutfall af þjóðarframleiðslu: 6% Auður: 1.255 milljarðar króna. Græddi á: Bankastarfsemi og tryggingum n Petr Kellner byggði veldi sitt upp hægt en örugglega. Hann byrjaði með nokkurs konar heildsölufyrirtæki fyrir skrifstofur. Út á þann rekstur tók hann lán og stofnaði fjárfestingarsjóð. Því næst keypti hann ráðandi hlut í tryggingafélagi, hlut sem hann seldi síðar fyrir háar fjárhæðir til ítalska tryggingarisans Generali. Í dag á hann tvær stórar eignir. Hann á lána­ fyritækið Home Credit, sem metið er á 456 milljarða króna og í fyrra keypti hann svo spænska fjarskiptarisann Telefónica's Czec. Sú eign er metin á 365 milljarða króna. 8 Suat Gunsel Land: Kýpur Eignir sem hlutfall af þjóðarframleiðslu: 6% Auður: 137 milljarðar króna. Græddi á: Fasteignaviðskiptum og háskóla n Gunsel á stærsta háskólann í norðurhluta Kýpur; Yakindogu. Hann hefur einnig fjárfest í bönk­ um, spítölum og olíufyrirtækjum, svo eitthvað sé nefnt. Hann er reyndar ekki ríkasti Kýpverjinn. Þrír þeir ríkustu eru búsettir á Bretlandseyjum og geyma megnið af fjármagni sínu á aflandseyjum. 9 Binod Chaudhary Land: Nepal Eignir sem hlutfall af þjóðarframleiðslu: 6% Auður: 126 milljarðar Græddi á: Hótel- og bankarekstri n Chaudhary er eini maðurinn í Nepal sem á meira en millj­ arð Bandaríkjadala. Hann stýrir Nabil­bankanum og á hótelkeðju sem teygir anga sína víðs vegar um Asíu; er meðal annars að reisa hótel í Úganda, Rúanda og Búrúndí. Chaudhary gekk aldrei í skóla en byggði þess í stað smám saman upp fjölskyldufyrirtæki og gerði það að stóru alþjóðlegu fyrirtæki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.