Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2014, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2014, Blaðsíða 15
Fréttir Viðskipti 15Vikublað 1.–3. apríl 2014 www.kebabgrill.is • Lækjargötu 10 Reykjavík • Sími 571-8800 Opnunartími: Mán-Fim 11-23, fös og lau 11-06, sun 13-23 Brauðið bakað á staðnum Smakkaðu besta Kebab í heimi! Grafa eftir auroracoin n flókið kerfi býr til nýja aura n Gengið hefur hríðfallið a uroracoin hefur nú verið í almennri umferð í viku, en svokallað „Airdrop“ byrjaði aðfaranótt þriðjudagsins 25. mars. Allir Íslendingar geta sótt sína aura, eins og rafmyntin er kölluð, og nú hafa rúmlega 24 þús- und manns aurana á heimasíðu Aur- oracoin. Myntina er hægt að geyma í svokölluðu rafrænu veski eða í út- prentuðu pappírsveski, en slíkt er í raun ekkert annað en löng runa stafa og talna. Við fyrstu sýn virðist notk- un á þessari rafmynt fremur flókin og hinn almenni borgari á í vandræð- um með að skilja hvernig hún virkar. Skapari myntarinnar, sem tjáir sig undir dulnefninu Baldur Friggjar Óð- insson, hefur sagt að myntin sé tæki- færi til að segja skilið við verðbólgu, gjaldeyrishöft og gengisfellingu hins hefðbundna fjármagnskerfis. Vörn gegn svikum Peningarnir verða til á hátt sem erfitt er að útskýra með einföldum hætti. Í raun eru það aðeins þeir sem eru vel að sér í tölvufræðum og for- ritun sem eiga auðvelt með að búa til aura, en þeir verða til með fyrir- fram ákveðnum hætti sem á tækni- málinu er kallað „mine“. Jóhann Ei- ríksson, talsmaður Auroracoin, segir að kerfið varni gegn svikum. „Það má líkja þessu við gullgröft, en ólíkt gull- greftri þá verður erfiðara að finna aur eftir því sem fleiri eru að grafa hverju sinni. Þetta spornar gegn svindli, það að vinna í gegnum eina blokk er erfitt og þessi vinna gerir það að verkum að ekki er hægt að svindla. Í raun mætti líkja þessu við lottómiða, tölvurnar vinna sig í gegnum heilmikið af upp- lýsingum og geta mögulega fundið aura í blokkunum.“ Jóhann viðurkennir að þetta sé eitthvað sem erfitt sé að útskýra án þess að nota hugtök tengd tölvunar- fræði. Getur hinn almenni borgari skilið Auroracoin eða rafmynt yfir- höfuð? „Það er áhugaverð spurning, þetta hljómar mjög flókið en það má ekki gleyma því að kerfið virkar fyrir hinn almenna notanda. Rétt eins og kerfið á bak við kreditkort til dæmis er gríðarlega flókið og ég geri mér ekki grein fyrir því hvernig þeir halda utan um tíu þúsund færslur á sekúndu.“ Hann segir það jafnframt mjög flók- ið að kynna sér nákvæmlega hvern- ig „mine“ virkar, en að hægt sé að treysta tölvunarfræðingum eins og honum sjálfum og að þeirra vinna sé sú sem haldi kerfinu gangandi. Vilja græða krónur Sem fyrr segir virðist notkun mynt- arinnar flókin, auk þess sem fáir taka við henni og því erfitt að nota hana til raunverulegra kaupa. Á þessum fyrstu dögum sem hinn almenni borgari hefur haft tækifæri til að ná í sinn hlut ókeypis hefur mikið bor- ið á því að fólk sé að selja hlutinn sinn eða skipta honum yfir í stöðugri rafmynt eins og bitcoin. Einnig eru margir sem sjá tækifæri til að græða krónur á auðveldan hátt, með því að bjóða aurana sína til sölu. Slíkt hefur verið mjög algengt í sérstökum hóp- um á Facebook og á markaðssíðunni bland.is. Gengi rafmyntarinnar hefur hríðfallið, meðal annars vegna þess hversu margir sjá tækifæri til að græða nokkur þúsund krón- ur með aurum sem fengust gefins. Vonir þeirra sem eru á bak við raf- myntina standa til þess að áhrifanna af gjöf Baldurs til íslensku þjóðarinn- ar muni breytast og að þeir sem sjái tækifæri til að græða krónur hafi að mestu leyti gert slíkt. Eftir standi þeir sem hafa sótt aurana og geyma þá, og eins þeir sem hafa keypt aura og hafa trú á því að gengið muni aftur hækka. Fallið er hins vegar gífurlegt og erfitt að spá fyrir um hvað gerist. Geng- ið hefur sveiflast mjög og jafnvel stór rafmynt á borð við Bitcoin hefur ekki haldið stöðugu gengi til lengri tíma litið. Hvetja til að selja á hærra verði Á Facebook eru nú að minnsta kosti tveir hópar, annar opinn en hinn lok- aður. Í þeim opna, sem heitir „Aur- oracoin Kaupa/Selja Vörur“, er hægt að sýsla fyrir aurana sína og kaupa alls konar hluti. Talstöðvar fyrir ung- börn, sjónvarpsþáttaraðir, tölvuleikir og jafnvel flugmiðar hafa verið til sölu á síðunni. Langalgengast er þó að fólk sé að bjóða aurana sína til sölu gegn krónum, svo algengt að stjórn- andi hópsins hefur fest skilaboð efst til notenda síðunnar. Þar er fólk hvatt til að selja aurana sína á hærra verði en markaðsverði, til þess að styrkja gengi rafmyntarinnar. Í kjölfarið var annar hópur stofn- aður, sem er lokaður og heitir „Technical Auroracoin/pælingar“. Á þeirri síðu er mikið talað um „mine“ og hvernig best sé að standa í slíku. Greinilegt er af umræðunni að þar fer hópur af tölvunarfræðingum eða áhugamönnum um tölvunarfræði sem er vel að sér í þessum heimi. Áhugasamir um „mine“ geta farið þar inn og aflað sér upplýsinga um hvernig best sé að standa að því, en það er þó ekki á færi hvers sem er. n Rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is Rífandi gangur á húsnæðis- markaði Verð á íbúðarhúsnæði hef- ur hækkað hratt undanfarna mánuði og er nú svo komið að tólf mánaða raunhækkun hefur ekki mælst meiri síðan fyrir hrun, eða í ársbyrjun 2008. Þetta kom fram í pistli sem birtur var á vef Greiningar Íslandsbanka. Nemur hækkunin á landinu öllu um 9,7 prósentum yfir síð- ustu tólf mánuði, en vísað er í gögn sem Hagstofan birti í síð- ustu viku. Að raunvirði hefur húsnæðisverð hækkað um 7,6 prósent. Aukinn kaupmáttur „Raunverðshækkun íbúðarhús- næðis undanfarið á sér, að því er virðist, nokkrar skýringar. Að hluta má rekja hækkunina til aukins kaupmáttar launa og bætts atvinnuástands. Kaup- máttur launa hefur aukist um 2,5% á síðustu tólf mánuðum og heildarvinnustundir voru 2,6% fleiri í hagkerfinu á fyrstu tveim- ur mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra. En hækkunin er um- fram það sem þetta tvennt skýrir. Til viðbótar kemur fólksfjölgun, vöxtur í ferðaþjónustu og verð- hækkun á verðbréfamörkuðum, svo eitthvað sé nefnt. Einnig er hugsanlegt að væntingar vegna skuldaaðgerða ríkisstjórnarinnar skýri þessa hröðu hækkun íbúða- verðs að einhverju marki,“ segir á vef Greiningar. Meiri velta Þá er þess getið að samhliða hækkandi íbúðaverði hafi veltan á íbúðamarkaði verið að færast í aukana. Fjöldi þinglýstra kaup- samninga með íbúðarhúsnæði var þannig 8,8 prósentum meiri í febrúar síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra. Veltan á íbúða- markaði var hins vegar 17,2 pró- sentum meiri. Þá er vísað í stór- kaupavísitölu Capacent Gallup sem birt var í síðustu viku. Sam- kvæmt henni hafa líkur aukist á því að íslenskir neytendur munu ráðast í íbúðakaup á næstu sex mánuðum. Sú undirvísitala stór- kaupavísitölunnar sem mælir þetta mælist nú 8,9 stig, sem er hæsta gildi hennar í sex ár. Þessi vísitala hefur lægst farið niður í 3,2 stig, sem var í árslok 2011, en frá upphafi mælinga hefur hún að meðaltali mælst 9,7 stig. „Það að vinna í gegnum eina blokk er erfitt Talsmaður Auroracoin Jóhann Eiríksson er tals- maður Auroracoin. Hann viðurkennir að erfitt sé að útskýra hvernig Auroracoin virkar á einfaldan hátt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.