Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2014, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2014, Síða 4
4 Fréttir Vikublað 29. apríl–1. maí 2014 Ungir drengir áreittir á kvennakvöldi „Er búin að vera vitni að því tvö ár í röð að miðaldra konur áreiti unga drengi kynferðislega,“ segir Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri hjá Barna- heillum. Hún varð vitni að áreitinu á kvennakvöldi Breiðabliks sem haldið var síðastliðinn föstudag. „Já, á kvennakvöldi Breiða- bliks fóru konur fram á það að drengirnir sem voru að þjóna færu úr að ofan og meira að segja átti að hefja uppboð á nokkrum þeirra,“ segir Margrét Júlía en hún fór fram á að þetta yrði stöðvað. Breiðablik sendi frá sér yfir- lýsingu í kjölfar málsins, þar sem þeir segjast harma þessa upplif- un Margrétar. „Það er afar miður að reynsla þessa gests á samkomu á vegum deildarinnar hafi verið með þeim hætti sem hún lýsir. Knattspyrnu- deild Breiðabliks vill hafa í heiðri siðareglur félagsins og jafnréttis- stefnu knattspyrnudeildarinnar. Hún mun kynna reglurnar fyrir aðstandendum samkomunnar og brýna fyrir þeim að gera það sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að upplifun gesta verði með þessum hætti,“ segir í yfirlýsingu frá knattspyrnudeild Breiðabliks. Margrét Júlía Rafnsdóttir Romm af stút á leið frá Kúbu Lenda þurfti flugvél sem var á leið frá Kúbu til Moskvu á Keflavíkurflugvelli um helgina vegna drukkins farþega. Konan kom ölvuð um borð og var tek- in ákvörðun um að selja henni ekki áfengi á leiðinni. Þá dró hún upp rommflösku og fór að drekka úr henni. Áhöfnin fór þess á leit við konuna að fá að geyma flöskuna. Hún brást illa við þeirri málaleitan og sýndi áhöfninni ógnandi tilburði. Lögreglunni á Suðurnesjum var gert viðvart og var konan vistuð í fangaklefa. Fórnarlamb Hjartar hætt störfum á 365 n Var boðið að vera án tengsla við Hjört sem mun starfa áfram hjá 365 S tarfsmaður 365 miðla sem Hjörtur Hjartarson, frétta- maður Stöðvar 2, réðst að í starfsmannateiti er hættur störfum hjá 365. Maður- inn þurfti að leita sér aðhlynningar í kjölfar atviksins, en hann fékk áverkavottorð frá lækni samkvæmt heimildum DV. Hjörtur mun hins vegar snúa aftur til starfa hjá fyrir- tækinu. Maðurinn leitaði til lögreglu vegna málsins, sem mælti með því að hann reyndi að leita sátta við Hjört, áður en farið yrði lengra með málið. Sáttaumleitun hans bar árangur, en í tilboði mannsins felst meðal annars að Hjörtur muni greiða honum ákveðnar bætur, samkvæmt heimildum DV. Í sam- tali við DV staðfestir Hjörtur að sátt sé komin í málið, en vill ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Fór á Vog Sem fyrr segir hefur Hjörtur nú snúið aftur til starfa hjá 365, eftir að hafa verið sendur í leyfi í vegna at- viksins. Hjörtur setti inn yfirlýsingu á Facebook-síðu sína strax í kjölfar þess að DV greindi frá málinu, þar sem hann sagðist vera á leið inn á Vog til að leita sér hjálpar. „Ég mun á morgun leggjast inn á Sjúkrahús- ið á Vogi og leita hjálpar hjá því góða fólki. Eitthvað sem ég hefði átt að gera fyrir löngu. Ég fór í viðtal þar í gær og fann að ég var á réttum stað. Það er það sem ég hef augun á núna, það er mitt fyrsta skref. Ég iðrast óendanlega fyrir það sem ég hef gert öðrum og ekki síður sjálf- um mér.“ Boðið að vera án tengsla við Hjört Starfsmenn 365 sem DV ræddi við vildu lítið tjá sig um málið, sem þeim þykir óþægilegt og mjög erfitt. Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, segist lítið geta tjáð sig um málið. „Það er erfitt fyrir fyrirtæki að gerast dómari um samskipti starfsmanna sinna, sem eiga sér stað utan vinnu og á allt öðrum vettvangi. Ef tilefni er til þurfa slík mál að fá úrvinnslu óháð því hvort fólk vinnur á sama stað eða ekki. Þá hefur Hjörtur leitað sér aðstoðar og starfsmanninum boðist að vera án tengsla við Hjört í sínum störfum,“ segir Ari í tölvupósti til DV. Maður- inn ákvað hins vegar að þiggja ekki það boð og hefur nú hætt störfum hjá fyrirtækinu. Þykir fær klippari Maðurinn, sem starfaði sem klipp- ari, þykir afar fær í sínu starfi og samkvæmt heimildum DV munu starfsmenn fyrirtækisins sjá eftir honum. „Mér finnst sárt að hann skuli vera að hætta og hef áhyggjur af því. Ég mun sakna hans, þetta er góður strákur og mjög gott að vinna með honum. Það er eiginlega það sem mér finnst sárast í þessu öllu saman,“ segir íþróttafréttamaður- inn Arnar Björnsson sem starfar hjá 365. „Ég hef áhyggjur af því að við séum að missa menn eins og þennan. Þetta er mjög þýðingar- mikið starf í þessu húsi, menn eru undir miklu álagi og mér þykir vænt um hvað þessir drengir eru boðnir og búnir til að gera það sem maður biður þá um,“ segir Arnar. Rekinn frá RÚV Hjörtur ræddi við DV í ágúst árið 2013, en honum var sagt upp hjá RÚV í byrjun ársins 2012. Ástæða uppsagnarinnar var atvik sem átti sér stað þegar íþróttamaður ársins var kynntur á Grand hótel. Edda Sif Pálsdóttir, sem þá var samstarfs- kona Hjartar, kærði hann fyrir lík- amsárás. Hún dró kæruna á end- anum til baka, en Hirti var hins vegar vikið frá störfum daginn eft- ir atvikið. Það olli ósætti hjá sam- starfsmönnum hans, sem hefðu viljað að hann hefði hlotið sann- gjarnari meðferð. Þó ríkti almenn- ur skilningur fyrir ástæðu upp- sagnarinnar. Ósáttur við uppsögnina „Ég mun aldrei verða sáttur við hvernig RÚV tók á þessu máli. Tíu tímum eftir að þessi atburður átti sér stað kölluðu Kristín Hálfdánar- dóttir, yfirmaður íþróttadeildar RÚV, og starfsmannastjóri mig á sinn fund. Þar var sagt við mig að í ljósi þess sem gerðist kvöldið áður hefði verið ákveðið að rifta ráðn- ingarsamningi mínum og að lög- fræðingur fyrirtækisins væri sam- þykkur þessu. Þær voru klárar með uppsagnarbréfið sem ég átti að skrifa undir. Þetta kom mér hrein- lega í opna skjöldu og ég trúði ekki að þetta væri að gerast,“ sagði Hjörtur við DV á síðasta ári. n Rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is Hjörtur Hjartarson Hjörtur mun áfram starfa hjá 365, þrátt fyrir atvik sem kom upp á milli hans og samstarfsmanns hans í byrjun apríl. Maðurinn hefur hins vegar hætt störf- um hjá fyrirtækinu. Mynd KRistinn MagnÚsson ari Edwald Segir erfitt fyrir 365 að gerast dómari í málum sem koma upp á milli sam- starfsmanna utan vinnustaðarins. „Það er erfitt fyrir fyrirtæki að ger- ast dómari um samskipti starfsmanna sinna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.