Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2014, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2014, Blaðsíða 6
6 Fréttir Vikublað 29. apríl–1. maí 2014 50% afsláttur af nammibarnum alla föstudaga og laugardaga Ódýrasti ísinn í hverfinu! Söluturn Ísbúð Vídeóleiga Réttarholtsvegi 1 • 108 Reykjavík • Sími 553 5424 Kúlan KÚLAN KLIKKAR EKKI KaKKalöKKum fjölgar á Íslandi n Bólfesta merki um óþrifnað n Flytjast milli íbúða í gegnum loftrásir H úsakakkalakkinn, eða þýski kakkalakkinn eins og hann er einnig kallaður, er sú tegund kakkalakka sem hefur gert sig heimkomna á Íslandi um árabil. Tilvikum þar sem sú tegund kakkalakka nær ból- festu í húsakynnum virðist fjölga með hverju árinu ef marka má annir meindýraeyða. Vandamálið er land- lægt að sögn skordýrafræðings. „Það er meira í ár en í fyrra og í fyrra var meira en árið áður,“ segir Steinar Smári Guðbergsson hjá fyrir- tækinu Meindýraeyðir Íslands. Hann segir að hægt og rólega hafi útköllum farið fjölgandi í Reykjavík. Slæmt í fjölbýlishúsum Á þessu ári hefur Steinar tíu sinnum verið kallaður út vegna kakkalakka og það er meira en hefur verið. „Það er rosalega slæmt ef þetta kemur í fjölbýlis hús. Þá er þetta að dreifa sér yfir í hinar íbúðirnar og yfir allt í gegn- um loft- rásirnar. Þeir skríða út úr einni loftrás og þá eru þeir komnir inn.“ Steinar segir að ef kakka- lakki sest að í íbúðarhúsnæði sé það merki um óþrifnað. „Ef hon- um líður vel þá fær hann nóg að éta, fær hita og vatn að drekka, ef hann hefur allt þetta þrennt og nóg af því þá fer hann að fjölga sér heima hjá þér. Þetta er aðallega hjá fólki sem er ekki að þrífa mikið heima hjá sér, svo sem hjá fólki þar sem matarleifar detta mikið á gólfið og enginn þrífur þær upp. Eða gengur ekki frá matn- um og hefur hann uppi við.“ Steinar segir að ef kakkalakki festi rætur í einni slíkri íbúð í fjölbýlis- húsi geti hann farið að dreifa sér um bygginguna. Á þessu ári hefur mein- dýraeyðirinn tvisvar þurft að eyða kakkalökk- um úr fjölbýl- ishúsi. Kakkalakkinn erfiður Aðspurður um fjölgun kakka- lakka segir Ólafur Sigurðsson hjá Meindýraeyðingu Reykjavíkur að þeim hafi fjölgað jafnt og þétt með árunum. Hann segir stund- um taka nokk- ur skipti að eyða þeim. Þeir séu næmir á eitr- ið og geti flúið í önnur herbergi. „ Málið með kakkalakk- ann er að hann er erfiður, eins og veggjalúsin. Þetta er með því erfiðara sem maður á við. Sérstaklega þegar fólk hefur látið þetta grass- era mjög lengi þá höfum við þurft að eitra hátt og lágt í heilu húsunum,“ segir Ólafur en dæmi eru um að kakkalakkar fari jafnvel á milli stigaganga í blokkum. Ólafur segir kakkalakkana berast með fólki sem er að koma að utan. Fólk af erlendu bergi brotið er lík- legra til að sjá kakkalakka í heima- landi sínu og finnst það því síður til- tökumál að sjá þá Íslandi, á meðan Íslendingar séu líklegri til að kippa sér upp við einn. „Þetta hefur svolítið verið vandmálið, þetta hefur grass- erað umfram það sem ætti að gera. Það er bara hvernig fólk skynjar um- hverfið sitt á annan hátt.“ n Salka Margrét Sigurðardóttir salka@dv.is Kakkalakki á Íslandi Einn þeirra kakkalakka sem Steinar hefur þurft að takast á við. Mynd Steinar SMári Ungur kakkalakki Kakkalakki á upp- vaxtarárum Mynd Steinar SMári GUðberGSSon Búið að greiða verktökum Feðgar skulduðu vegna byggingar Stracta-hótelsins á Hellu A llir verktakar sem áttu eftir að fá greitt frá þeim feðgum Hreiðari Hermannssyni og Hermanni Hreiðarssyni, hafa nú fengið greitt. Í byrj- un mars greindi DV frá því að mikill hiti hefði verið í verktökum sem voru saman komnir á veitingastaðnum Kanslaranum á Hellu í hádegismat, en þangað leggja margir leið sína sem vinna við byggingu hótels sem þeir feðgar byggja. Ástæðan var sú að margir fengu ekki greitt fyrir sína vinnu, en Hreiðar viðurkenndi þá að illa gengi að fá lán til þess að hægt væri að greiða verktökunum. Hreiðar segir í samtali við DV að engir reikningar séu útistandandi, nú þegar fjármögnun sé klár og lána- lína hafi verið opnuð. Framan af gekk mjög illa að fá fjármögnun, en afgreiðsla umsóknar þess efnis var lengi í afgreiðslu. „Hver einasti aðili hefur fengið greitt, alveg sama hvort það eru verktakar eða birgjar. Það er mjög alvarlegt að menn séu að halda svona fram, þetta er hundrað prósent lygi. Inni á okkar reikningi eru hund- ruð milljóna og hvers vegna ætti ég ekki að greiða reikninga? Menn gátu kvartað frá því í janúar og fram í mars eða byrjun apríl, því ég var í vandræð- um með lausafé. Síðan þá hef ég selt eignir og fengið lánalínu. Ég dreg enga reikninga,“ segir Hreiðar. Hreiðar segist ekki skilja hver ástæðan sé fyrir því að afgreiðsla um- sóknarinnar hafi tafist svo. „Fólk hef- ur trú á því sem við erum að gera og lánalínan sem hefur nú verið opnuð sýnir það líka. Eins gefur það góð fyrir- heit að búið er að bóka hótelið frá júní fram í september, og við erum farn- ir að horfa á næstu verkefni.“ Hreið- ar og Hermann greindu frá því í lok janúar að þeir stefndu að tæplega 18 milljarða fjárfestingu í hótelum víðs vegar um landið, sem verða partur af Stracta-hótelkeðjunni. Hótelin eru að mestu byggð með húseiningum sem áður voru starfsmannaíbúðir hjá Fjarðaáli í Reyðarfirði. n rognvaldur@dv.is Stracta- hótelið á Hellu Vill reykinga- bann í Kópavogi Ákvæði um að banna reykingar á opnum svæðum í Kópavogi er í nýrri lögreglusamþykkt sem er nú undir höndum bæjarstjórnar Kópavogs. Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks- ins, stendur fyrir ákvæðinu. Bæjarstjórn Kópavogs hyggst ræða tillöguna þann 8. maí en í samtali við Morgunblaðið þorði Ómar ekki að segja til um hvort einhugur væri í stjórninni um reykingabannið. Ómar telur að ákvæðið myndi hvetja reykinga- fólk til þess að taka tillit til þeirra sem reykja ekki. Ekki synda í Pollinum Gera má ráð fyrir töluverðri skólpmengun í Pollinum og við Oddeyrartanga næstu daga vegna framkvæmda við fráveitu- kerfið á Akureyri. Sjórinn og ströndin verða því ekki hæf til sjósundsiðkunar eða útivistar á þessum tíma. Slökkva þarf á skólpdælu- stöðvum í Hafnarstræti, við Torfunef, í Laufásgötu og á Silfurtanga, en með því mun skólp fara á yfirfallsútrásir í ná- grenni viðkomandi stöðva, það er að segja, það endar í sjónum. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra mun fylgjast með ástandi sjávar við strandlengjuna og færa inn upplýsingar á heima- síðu sína.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.