Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2014, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2014, Side 8
Vikublað 29. apríl–1. maí 20148 Fréttir Dreginn fyrir dóm vegna æðardúns n Þjóðkirkjan stefnir landeiganda n Kári á jörðina en kirkjan vill tekjurnar É g er nú maður um áttrætt og ekki við góða heilsu. Mér brá mest við að þessi ágæta kirkja skyldi nota páskana til að stefna mér. Það þykir mér helvíti hastarlegt,“ segir Kári H. Jónsson sem Kirkjumálasjóður Þjóðkirkjunnar hefur nú stefnt fyr- ir Héraðsdóm Vesturlands. Þjóð- kirkjan telur sig eiga heimtingu á dúntekjuhlunnindum af æðar- varpi á grundvelli ítaks í hólma á jörð Kára og að hefð hafi mynd- ast fyrir því að sóknarpresturinn á Staðarstað á Snæfellsnesi njóti góðs af. Kári hefur um árabil barist við Biskupsstofu um dúninn en nú er málið komið fyrir dóm þar sem kirkjan vill fá viðurkennt að hún eigi rétt á tekjum af fjórum kílóum af dúni á ári. Ítakinu aldrei þinglýst DV sagði fyrst frá deilunni árið 2010 en þá hafði Kári, sem á jörðina Haga, kært sóknarprestinn á Staðarstað fyrir dúntöku í leyfisleysi í Gamlahólma í Hagavatni sem til- heyrir jörð Kára. Í gegnum aldirnar hefur Þjóð- kirkjan eignast ítök í jörðum um allt land, en ítök ganga út á að kirkj- an hefur nýtingarrétt af tiltekn- um auðlindum eða hlunnindum í landi annarra. Árið 1952 setti Al- þingi hins vegar lög um að kirkj- an og aðrir þeir sem teldu sig eiga ítök í jörðum sem eru í annarra eigu yrðu að lýsa þeim ítökum formlega. Þau áttu þó ekki að taka gildi fyrr en sýslumaður væri búinn að þing- lýsa þeim. Í umfjöllun DV í septem- ber 2010 kom fram að biskup Ís- lands hefði skömmu síðar lýst ítaki í Gamlahólma í Hagavatni þó ekki hafi verið kveðið sérstaklega á um dúntöku í hólmanum. Hins vegar hafi komið fram í svari sýslumanns- ins í Snæfells- og Hnappadalssýslu til biskups að frekari gögn um ítak- ið vantaði og því var ekki hægt að þinglýsa ítakinu á þeim tíma. Kári fékk síðar staðfest hjá sýslumanni að kröfum kirkjunnar um nýtingar- rétt í hólmanum hafi aldrei verið þinglýst. Réttur kirkjunnar til að tína dún þar hafi því fallið niður árið 1953. Kirkjan talar um hefð Kirkjan vill láta reyna á þetta fyrir dómi þó viðurkennt sé í stefnunni að ekki liggi ljóst fyrir „hvernig fór með skráningu þeirra ítaka sem lýst var og hugsanlega hefur sú skráning ekki verið framkvæmd með þeim hætti sem lög buðu.“ Í stefnunni sem DV hefur undir höndum segir að ef ekki verði fallist á að ítakið hafi verið skráð lögum samkvæmt þá sé byggt á því að hefð hafi myndast fyr- ir ítakinu enda var dúntöku haldið áfram óslitið frá 1954. Segir að „um aldir“ hafi verið talið að æðarvarp í Gamlahólma tilheyri kirkjujörðinni Staðarstað enda hafi „þessi hlunnindi alla tíð verið nýtt hverju sinni af sitj- andi presti á Staðarstað. Um aldir hefur því verið litið á æðarvarpið í Gamlahólma og hlunnindin af því sem kirkjuítak.“ Þannig hafi sóknar- presturinn á Staðarstað getað tínt æðardún í hólmanum, selt hann sjálfur og stungið ágóðanum í eig- in vasa. Harkan með ólíkindum Þannig hafði þetta gengið fyrir sig ágreiningslaust um áratugaskeið eða þar til Kári eignaðist jörðina Haga árið 2007. Þá fór hann að vinna í því að fá hlunnindi vegna æðarvarps skráð á jörð sína. Svo fór að Þjóðskrá Íslands féllst fyrir nokkrum árum á beiðni Kára um að skrá fjögur kíló dúntekjuhlunn- inda á ári á jörðina Haga. Þessar aukatekjur, sem að sögn Kára geta numið í mesta lagi rúmlega 400 þúsund krónum á ári, virðist Þjóð- kirkjan eiga erfitt með að sleppa. „Það er eiginlega með ólíkind- um hversu hart þeir ganga fram til að vinna aftur ítak sem er fallið úr gildi og hefur verið fært yfir á jörðina mína. Og nota til þess öll tiltæk brögð eins og bregða fyrir sig hefðar- lögum,“ segir Kári í samtali við DV. Slegið á sáttarhönd Stefnan var þingfest í Héraðsdómi Vesturlands fyrr í þessum mánuði og er næsta fyrirtaka fyrirhuguðu þann 3. júní næstkomandi. Kári, sem sjálfur er búsettur í Lúxemborg, viðurkennir að hafa gert mistök því honum hafi ekki verið birt stefn- an löglega heldur hafi hann aðeins fengið hana í tölvupósti. „Ég vissi það ekki og mætti því eins og álfur í héraðsdóm,“ segir Kári sem kveðst hafa rétt kirkjunni sáttarhönd í mál- inu áður en til þessa kom. „Ég bauð þeim að við mynd- um semja um þetta frekar en að gera úr þessu dómsmál og ég var þá til búinn að greiða þeim eitthvað ákveðið til að „settla“ málin. En því var aldrei svarað öðruvísi en með stefnu.“ n Sigurður Mikael Jónsson mikeal@dv.is „Það er eiginlega með ólíkindum hversu hart þeir ganga fram Vilja sækja dún í greipar Kára Þjóðkirkjan hefur stefnt Kára Jóns- syni vegna dúntökuhlunninda sem hann hefur þó fengið skráð á jörðina sína. Kirkjan vill meina að hefð sé fyrir því að sóknarpresturinn á Staðarstað njóti góðs af æðarvarpi í Gamlahólma. Mynd Sigtryggur Ari Þjóðkirkjan í hart Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands.Kærði sóknarprestinn Kári kærði sóknar-prestinn á Staðarstað til lögreglu árið 2010 fyrir ólögmæta dúntöku. DV fjallaði um málið. Þefaði uppi kannabis- ræktun Lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á rúmlega hundrað kanna- bisplöntur um helgina. Lögreglu- menn voru við hefðbundin eftir litsstörf í umdæminu þegar þeir fundu mikla kannabislykt sem lagði út á götu. Lyktin leiddi þá að bílskúr fimmtugs manns sem viðurkenndi í samtali við lögreglu að hafa ræktað plönturnar með sölu í huga. Lögreglan stöðvaði kannabisræktunina og haldlagði ýmis ræktunartól. Sterar fundust einnig á heimili mannsins. Í fréttatilkynningu lögreglunn- ar minnir hún á fíkniefnasímann þar sem má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Baunatíta á grænmeti Þetta græna skordýr er skortíta sem heitir baunatíta (nezara viri- dula) og er skaðvaldur í ræktun í matjurtagörðum hitabeltislanda og á tempruðum svæðum í öll- um heimsálfum. BB.is greinir frá, en baunatítan er jurtaæta sem lif- ir á ýmsum tegundum grænmet- is. Hún gefur frá sér illa lyktandi vökva úr kviðkirtlum sem varnar- viðbragð. Títan fannst á grænmeti sem keypt hafði verið í búð á Vestfjörð- um. Títan lifir ekki hér á landi, en hefur fundist á stöku stað á landinu. Hún getur ekki lifað af ís- lenska veturinn, þegar meðalhiti fer undir 5°C. Engar siðareglur Þingmenn hafa enn ekki komið sér saman um siðareglur, nær þremur árum eftir að þeir sam- þykktu breytingar á þingsköpum sem gerðu ráð fyrir að slíkar regl- ur skyldu settar. RÚV greinir frá þessu, en þar er bent á að þing- sköpum var breytt í júní 2011. Samkvæmt breytingunum ber forsætisnefnd að undirbúa og leggja fram þingsályktunartillögu um siðareglur fyrir þingmenn. Ekki náðist samstaða um siða- reglurnar á síðasta kjörtímabili og þær hafa enn ekki verið sett- ar. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir að um sé að ræða verkefni sem bíði forsætisnefndar Alþingis. Það hafi verið rætt, en vinnunni sé ekki lokið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.