Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2014, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2014, Side 12
Vikublað 29. apríl–1. maí 201412 Fréttir L andsbanki Íslands lánaði Eignarhaldsfélaginu AV ehf. fyrir kaupverði Íslenskra að­ alverktaka árið 2003 og var hluti lána félagsins hjá bank­ anum tryggður með ríkisábyrgð. Ríkisábyrgðin á lánum félagsins hélst eftir að eignarhaldsfélagið Samson keypti Landsbanka Íslands og eins eftir að íslenska ríkið seldi Íslenska aðalverktaka. Þetta kemur fram í yfirliti frá Landsbanka Íslands yfir stórar áhættuskuldbindingar í bankan­ um í árslok 2003. Á yfirlitinu eru einungis tveir aðilar sem eru með ríkisábyrgð á skuldbindingum sín­ um í bankanum. Annars vegar ís­ lenska ríkið og svo hins vegar Eignarhaldsfélagið AV ehf. Yfirlitið er hluti af miklu gagna­ magni úr Landsbanka Íslands sem DV hefur undir höndum. Um er að ræða yfirlit yfir allar afskriftir í bankanum á árunum 2003 til 2008, fundargerðir bankaráðsins á sama tíma, fundargerðir áhættunefndar, endurskoðunarnefndar auk yfirlits yfir stærstu áhættuskuldbindingar bankans á tímabilinu. DV mun á næstunni fjalla um þessi gögn með ítarlegum hætti. Meðal þess sem er áhugavert í gögnunum eru þau mál sem kaup­ endur Landsbankans, Björgólfs­ feðgar, erfðu frá ríkisbankanum, meðal annars umrætt lán til Eignarhaldsfélagsins AV ehf. og eins afskriftir á lánum til tiltekinna viðskiptavina bankans. 1.600 milljóna ríkisábyrgð Í árslok 2003 námu heildarskuld­ bindingar Eignarhaldsfélagsins AV ehf. í bankanum samtals rúmlega 5,3 milljörðum króna og voru 1.600 milljónir af þessari upphæð með ábyrgð ríkisins. Ástæðan fyrir þessu liggur ekki fyrir. Kaupendur Íslenskra aðal­ verktaka árið 2003 voru þáver­ andi stjórnendur félagsins, meðal annars forstjórinn Stefán Friðfinns­ son og stjórnarformaðurinn Jón Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Kaupendur ÍAV fengu ríkisábyrgð n Lánveiting vegna Íslenskra aðalverktaka fyrir einkavæðingu Landsbankans n Ríkið árbyrgðist 1.600 milljónir „Foringinn“ Helgi S. Guðmundsson var stjórnarformaður Landsbankans þegar ákveðið var að lána kaupanda ÍAV fyrir kaupunum á fyrirtækinu. Í símtali til áhugasams aðila sagði Helgi að „foringinn“ Halldór hefði verið búinn að ákveða hver fengi að kaupa fyrirtækið. „En auk þess má ég auð- vitað ekkert tala um þessa hluti af því ég er bundinn bankaleynd Halldór J. Kristjánsson lykilmaður Landsbankinn fjármagnaði einkavæðingu Íslenskra aðalverktaka og var gengið frá láninu áður en bankinn var seldur til Björgólfs Guð- mundssonar. Lykilmaðurinn í lánveitingum til aðila tengdum Framsóknarflokknum var Halldór J. Kristjánsson bankastjóri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.