Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2014, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2014, Síða 13
Vikublað 29. apríl–1. maí 2014 Fréttir 13 Sveinsson. Báðir bjuggu þeir yfir upplýsingum um stöðu félagsins og raunverulegt verðmæti þess sem aðrir bjóðendur í fyrirtækið bjuggu ekki yfir. Jón Sveinsson sat auk þess í einkavæðingarnefnd fyrir hönd Halldórs Ásgrímssonar og hafði verið aðstoðarmaður Steingríms Hermannssonar, formanns flokks- ins, á árum áður. Halldór J. lykilmaður Meðal þess sem vekur athygli í gögn- unum er aðgengi viðskiptamanna sem tengdust Framsóknarflokknum, meðal annars kaupendum Íslenskra aðalverktaka, að lánum í Lands- bankanum fyrir einkavæðingu hans og eins eftir. Ein af skýringunum á þess- um góðu tengslum viðskipta- manna sem tengdust Framsóknar- flokknum, meðal annars nokkrum úr S-hópnum, við Landsbankann er að bankastjórinn Halldór J. Kristjánsson var handgenginn þeim. Halldór J. var gerður að bankastjóra Landsbankans eftir að hafa verið ráðuneytisstjóri í iðnaðarráðu- neytinu, meðal annars í ráðherratíð Finns Ingólfssonar. Stjórnarformað- ur bankans, Helgi S. Guðmundsson, var sömuleiðis handgenginn Finni og í raun hægri hönd hans í við- skiptum. Finnur Ingólfsson, sem kom bæði að kaupunum á hlutabréfum ríkisins í tryggingafélaginu VÍS og Búnaðar- bankanum með lánum frá Lands- bankanum, var því maðurinn á bak við tvo æðstu ráðamenn bankans. Hann bar ábyrgð á því að þeir fengu stöður sínar. Þegar gengið var frá lán- veitingum úr ríkisbankanum Lands- bankanum til S-hópsins til að kaupa hlutabréf bankans í VÍS og eins til að kaupa hlutabréf ríkisins í Búnaðar- bankanum voru þessir tveir menn æðstu ráðamenn bankans. Sömu sögu er að segja um lánveitingu til Eignarhaldsfélagsins AV ehf.: Geng- ið var frá henni fyrir einkavæðingu bankanna. Einn af viðmælendum DV sem þekkir vel til Landsbankans segir að Halldór J. hafi alltaf haldið vel utan um fyrirtækin sem áður höfðu verið hluti af Samvinnuhreyfingunni. Við- mælandinn segir að Halldór J. hafi alltaf þóst vera sjálfstæðismaður en hafi í raun verið framsóknarmaður. Þá ber að nefna, í því samhengi sem hér er rætt, að Halldór J. er góð- ur vinur Jóns Sveinssonar, stjórnar- formanns Íslenskra aðalverktaka fyr- ir og eftir einkavæðingu fyrirtækisins og fulltrúa Halldórs Ásgrímssonar í einkavæðingarnefnd. Tjáir sig ekki Halldór Jón, sem í dag starfar hjá fjármálafyrirtæki í Kanada, getur hvorki svarað fyrir lánveitinguna til Eignarhaldsfélagsins AV ehf. í samtali við DV né af hverju það var veitt með ríkisábyrgð að hluta til. „Nei, ekki neitt. Ég get ekkert tjáð mig um þetta. Ég þekki þetta bara ekki.“ Aðspurð- ur af hverju hann vilji ekki tjá sig um lánveitinguna, og hvort bankaleynd spili þar inn í eða hvort hann ein- faldlega bara muni þetta ekki, segir Halldór Jón: „Ja, hvort tveggja. Ég bara einfaldlega man þetta ekki. En auk þess má ég auðvitað ekkert tala um þessa hluti af því ég er bundinn bankaleynd.“ Eina ólöglega einkavæðingin Einkavæðing Íslenskra aðal- verktaka er líklega umdeildasta einkavæðing Íslandssögunnar, jafnvel þó að að einkavæðing bank- anna kunni að vera þekktari og um- talaðri. Hún er eina einkavæðingin sem dæmd hefur verið ólögmæt fyrir Hæstarétti Íslands. Tvö af fyrir- tækjunum sem boðið höfðu í Ís- lenska aðalverktaka höfðuðu málið á hendur íslenska ríkinu. Í dómi Hæstaréttar Íslands um aðkomu stjórnenda Íslenskra að- alverktaka sagði að stjórnendur Ís- lenskra aðalverktaka hefðu verið frumherjar sem ekki hefðu átt að koma að kaupum fyrirtækisins. Svo sagði að vegna þessa hefði ekki verið „tryggt jafnræði þeirra, sem tóku þátt í útboðinu eða réttra sam- skiptareglna gætt. Verður því að fallast á með áfrýjendum að fram- kvæmd útboðs stefnda á nefndum eignarhlut í Íslenskum aðalverk- tökum hafi verið ólögmæt.“ Með- al annars var þarna átt við aðkomu Jóns Sveinssonar að einkavæð- ingarferlinu og eins þátttöku Stef- áns Friðfinnssonar, forstjóra Ís- lenskra aðalverktaka. Báðir héldu þeir áfram störfum fyrir Íslenska aðalverktaka eftir einkavæðingu fyrirtækisins. Dómur Hæstaréttar hafði hins vegar ekki frekari eftirmála og var því í raun ekki annað en áfellis- dómur yfir einkavæðingu fyrirtæk- isins og vinnubrögðum hins opin- bera. Margs konar spilling Einkavæðing Íslenskra aðalverk- taka átti sér stað um vorið 2003 rétt eftir að nýir eigendur Landsbank- ans, Samson, tóku við eignarhaldi bankans af íslenska ríkinu. Í lok apríl það ár ákvað íslenska ríkið að ganga til viðræðna við Eignarhalds- félagið AV ehf. vegna sölunnar á Ís- lenskum aðalverktökum. Í aðdraganda þeirrar ákvörðun- ar hafði Halldór Ásgrímsson, þá- verandi utanríkisráðherra, hlutast til um sölu fyrirtækisins þegar hann lét þau boð berast inn á fund fram- kvæmdanefndar um einkavæðingu að hann teldi tvö tilboð sem bárust í félagið vera „sambærileg“. Baldur Guðlaugsson, fulltrúi fjármálaráð- herra í nefndinni, mótmælti þessu inngripi Halldórs og lét bóka í fundargerð að þau væru óeðlileg og brytu gegn verklagi nefndarinnar. Þessi afskipti komu fram í fundar- gerðum einkavæðingarnefndar sem gerðar voru opinberar eftir ís- lenska efnahagshrunið árið 2008. Eftir hrunið kom einnig fram Fjármagnaði OZ eftir yfirtökuna S kúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri OZ, afsalaði sér eignum sínum til Lands- banka Íslands árið 2002. Skúli hafði gengið í sérbankaþjón- ustu Landsbankans árið 2000, á meðan bankinn var í eigu ríkisins, og fékk hann lán í bankanum upp á 1.100 milljónir króna. Nærri 500 milljónir króna voru afskrifað- ar af skuldum Skúla árið 2003 og var hann meðal þeirra viðskipta- vina bankans sem hæstar afskrift- ir fengu á þessum tíma. Þetta er meðal þess sem kemur fram í gögnunum sem DV hefur undir höndum. Bankinn yfirtók strax árið 2001 um helming þeirra hlutabréfa Skúla sem bankinn átti veð í og lækkuðu skuldir Skúla í bankan- um þar með niður í um 500 millj- ónir króna. Í kjölfarið var svo gerður skuldauppgjörssamningur við Skúla þar sem hann afsalaði sér eignum sínum til bankans og leiddi það til lækkunar á skuldum hans. Eftirstöðvar skulda Skúla, samtals tæplega 470 milljónir króna, voru svo afskrifaðar. Nafn Guðjóns Guðjónssonar kemur einnig fyrir í gögnunum og liggur fyrir að hann fékk einnig af- skriftir, þá voru einnig afskrifaðar skuldir hjá OZ fyrirtækinu sjálfu, OZ Communication Inc. Meðal annars kemur fram afskrift upp á ríflega 45 milljónir króna á fyrri helmingi ársins 2003. Landsbank- inn hafði hins vegar haldið áfram að fjármagna OZ eftir að hafa tek- ið félagið, meðal annars hluta- bréf Skúla, og veitt félaginu með- al annars lán upp á 850 þúsund dollara í nóvember árs 2002. Þetta lán var svo afskrifað að mestu leyti í byrjun árs 2004 en þá höfðu Skúli og nokkrir aðrir fyrrverandi stjórnendur OZ eignast félagið aftur frá Landsbankanum. Skúli Mogensen fór því vel út úr viðskiptum sínum við Lands- bankann, þegar litið er til þess hversu há lán hann fékk í bankan- um og hversu mikið þurfti að af- skrifa hjá honum. Skúli og með- fjárfestar hans tóku svo leifarnar af OZ, eftir að fyrirtækið hafði far- ið í gegnum afskrifta- og endur- fjármögnunarvél Landsbankans, og unnu með félagið í nokkur ár áður en þeir seldu það til Nokia árið 2008 fyrir að minnsta kosti nokkra milljarða króna. Kaupendur Landsbankans, feðgarnir Björgólfur Guðmunds- son og Björgólfur Thor Björg- ólfsson, fengu svo um 700 millj- óna króna afslátt af kaupverðinu á bankanum frá íslenska ríkinu, meðal annars út af afskriftunum á skuldum Skúla Mogensen. Skúli Mogensen fékk afskriftir upp á 470 milljónir Kaupendur ÍAV fengu ríkisábyrgð n Lánveiting vegna Íslenskra aðalverktaka fyrir einkavæðingu Landsbankans n Ríkið árbyrgðist 1.600 milljónir „Ég get ekkert tjáð mig um þetta „Ég bara einfaldlega man þetta ekki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.