Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2014, Qupperneq 14
Vikublað 29. apríl–1. maí 201414 Fréttir
að stjórnarformaður Landsbanka
Íslands, Helgi S. Guðmundsson,
sem jafnframt var frammámað-
ur í Framsóknarflokknum, hringdi
í einn af væntanlegum tilboðs-
gjöfum í Íslenska aðalverktaka og
sagði honum að hann ætti ekkert
að hafa fyrir því að bjóða í fyrirtæk-
ið þar sem „foringinn“ væri búinn
að ákveða hver ætti að fá að kaupa
það. Með orðinu „foringinn“ vísaði
Helgi S. til Halldórs Ásgrímssonar.
Stakk upp á viðskiptum
Í gögnunum sem DV hefur undir
höndum eru fjölmörg dæmi um
aðgengi fyrirtækja tengdum Fram-
sóknarflokknum að lánsfé og við-
skiptum við Landsbankann.
Í fundargerð bankaráðs Lands-
banka Íslands frá 20. júní 2003
kemur til dæmis fram að Halldór
J. Kristjánsson hafi stungið upp á
því á fundinum að bankinn keypti
tæplega 50 prósenta hlut Íslenskra
aðalverktaka í fasteignafélaginu
Landsafli. Tekið skal fram að þegar
þessi fundur var haldinn var búið
að selja Íslenska aðalverktaka frá
ríkinu og til nýrra eigenda.
Orðrétt sagði í fundargerðinni
um viðskiptin við Íslenska aðal-
verktaka: „Halldór J. Kristjánsson
greindi frá vilja bankastjórnar til
að Landsbankinn kaupi 49,5% hlut
ÍAV hf í Landsafli. Eignarhlutur
Landsbankans eykst úr 13,5% í
63%. Bankaráð er upplýst um að
unnið verður að málinu á þessum
nótum.“
Selt með langtímaleigusamningi
Nýir eigendur Íslenskra aðal-
verktaka seldu svo hlut félagsins í
Landsafli til Landsbankans í kjöl-
farið á þessari tillögu Halldórs J.
Í ársreikningi Landsafls fyrir árið
2003 kemur fram að búið hafi ver-
ið að ganga frá því íslenska ríkið
myndi meðal annars leigja hús-
næði á Akureyri af Landsafli en
það var í byggingu á þessum tíma.
Um var að ræða langtímaleigu-
samninga ýmissa stofnana eins og
Matís og Háskólans á Akureyri við
Landsafl. Þessir leigusamningar
juku verðmæti Landsafls og gerðu
það að verkum að nýir eigendur Ís-
lenskra aðalverktaka gátu selt hlut
sinn í félaginu á hærra verði en ella
til Landsbankans.
Þannig voru nýir eigendur Ís-
lenskra aðalverktaka ekki aðeins
fjármagnaðir af Landsbankanum,
með umræddri ríkisábyrgð, heldur
högnuðust eigendurnir líka á við-
skiptum við bankann eftir að búið
var að einkavæða hann. Í báðum
tilfellum var Halldór J. Kristjáns-
son lykilmaður í samskiptunum við
forsvarsmenn félagsins.
Orðrétt segir um leigusamning-
ana í ársreikningi Landsafls: „Fé-
lagið hefur gert skuldbindandi
samning um að leigja fasteignum
ríkissjóðs Rannsóknar- og nýsköp-
unarhús á Akureyri frá og með 1.
M
eðal þess sem fram kem-
ur í gögnunum er að innri
endurskoðandi Lands-
bankans, Sigurjón G.
Geirsson, fetti fingur út í með-
ferð bankans á lánveitingu til
eignarhaldsfélagsins FAD 1830
ehf. Það félag var í eigu Einars
Benediktssonar, stjórnarmanns
í bankanum, auk Gísla Baldurs
Garðarsonar. FAD hafði þá fengið
lán til að kaupa Olís og var þriðji
stærsti skuldari bankans í árslok
2003 með rúmlega 7,5 milljarða
lán en einungis Landsbankinn í
Lúxemborg og Eimskipafélag Ís-
lands voru stærri skuldarar.
Ábendingar Sigurjóns
komu fram á fundi í endur-
skoðunarnefnd bankans í október
2003. Orðrétt segir í fundar-
gerðinni: „SGG gerði grein
fyrir ábendingum sínum til
bankastjórnar varðandi feril við
samþykkt bankaráðs um viðskipti
við venslaða aðila á þessu ári, en
lánveiting bankans til félagsins
FAD 1830 hefði t.a.m. ekki feng-
ið þá formlegu meðferð í banka-
ráði sem starfsreglur bankaráðs
gera ráð fyrir og ákvæði leið-
beinandi reglna FME gera kröfu
um. Ákveðið var í samráði við
bankastjóra að málefni FAD 1830
yrðu afgreidd á næsta bankaráðs-
fundi.“
Á næsta bankaráðsfundi gerði
Halldór J. Kristjánsson grein fyrir
lánveitingunni frá bankanum til
FAD 1830 og taldi hann ekkert
athugavert við úrvinnslu henn-
ar. Orðrétt segir í fundargerðinni:
„Halldór J. Kristjánsson gerði þá
grein fyrir málum FAD 1830 sem
tengist Einari Benediktssyni banka-
ráðsmanni sem meðeiganda þess
félags, sem á OLÍS. Skuldir þessa fé-
lags eru sennilega stærsta einstaka
skuldbinding á einn aðila í Lands-
bankanum í dag. Málið var upplýst
og samþykkt samhljóða af þremur
viðstöddum bankaráðsmönnum.
Upplýst var að lánið er á eðlilegum
markaðskjörum, auk þess tengj-
ast verulegar þóknunartekjur ver-
kefninu. Halldór J. Kristjánsson tók
fram að viðskipti við þessa vensl-
aða aðila væru áhugaverð og eftir-
sóknarverð en kölluðu á sérstaka
umfjöllun í bankaráði samkvæmt
opinberum reglum.“
Eftir hrunið 2008 kom í ljós að
skuldsetning FAD 1830 var í reynd
allt of mikil. Meirihlutinn í Olís
var þá seldur til útgerðarfélag-
anna Samherja og FISK Seafood
á Sauðár króki. FAD 1830 missti
þar með meirihluta sinn í olíufé-
laginu.
Fetti fingur út í Olíslán
Lánveitingin til móðurfélags Olís þótti ekki hafa verið samkvæmt reglum
október 2004. Fjárfestingin er áætl-
uð um 930 millj. kr. og hófust fram-
kvæmdir á vegum undirverktaka
í ágústbyrjun 2003. Á árinu 2003
voru eignfærðar 267 millj.kr. vegna
þeirra.“
Í ársreikningi Íslenskra aðal-
verktaka fyrir árið 2003 kom svo
fram að á árinu 2003 hafði félag-
ið selt hlutabréf í fjórum fyrirtækj-
um, Landsafli hf., Framtaki Fjár-
festingarbanka hf., Kögun hf. og
Bláa Lóninu hf. fyrir tæplega 1.800
milljónir og bókfærði verktakafyr-
irtækið söluhagnað upp á rúmlega
620 milljónir króna vegna þessara
viðskipta.
Nýir eigendur íslenskra aðal-
verktaka höfðu því selt verulegt
magn eigna á fyrsta rekstarári sínu
eftir einkavæðingu fyrirtækisins og
innleyst talsverðan hagnað. Auk
þess sem fjármögnun á kaupunum
á verktakafyrirtækinu kom frá ríkis-
banka sem á þeim tíma laut póli-
tískri stjórn framsóknarmanna að
hluta.
Sigurjón kom ekki að viðskiptunum
Í samtali við DV segir Sigurjón
Árnason, annar af bankastjórum
Landsbankans frá einkavæðingu
og fram að hruninu, að hann viti
ekkert um lánafyrirgreiðslu bank-
ans til Eignarhaldsfélagsins AV ehf.
eða viðskiptin með Landsafl. Hann
segist ekki hafa komið að þessum
viðskiptum heldur hafi Halldór J.
Kristjánsson séð um þau. Sigur-
jón segist heldur ekki vita af hverju
lán félagsins eru færð til bókar með
ríkis ábyrgð.
Ein af skýringunum á því af
hverju ríkisábyrgð var á láninu til
Eignarhaldsfélagsins AV ehf. var
sú að Landsbanki Íslands átti hlut í
félaginu á þeim tíma sem Íslenskir
aðalverktakar voru einkavæddir.
Þannig var ríkisbanki að hluta til
að kaupa ríkisfyrirtæki af íslenska
ríkinu í einkavæðingu verk-
takafyrirtækisins. Rúmi ári eftir
einkavæðingu Íslenskra aðalverk-
taka seldi bankinn svo hluta sinn
í verktakafyrirtækinu til annarra
eigenda þess. Hugsanlegt er að
þetta skýri af hverju eingöngu
hluti skulda Eignarhaldsfélags-
ins AV ehf. við Landsbankann var
með ríkisábyrgð.
Nokkuð sérstakt verður hins
vegar að teljast að einkafyrirtæki
hafi verið í samstarfi við ríkis-
banka um kaup á ríkisfyrirtæki og
að hluti skuldbindinga þess félags
hafi verið með ríkisábyrgð.
Engir ársreikningar
Í gögnunum sem DV hefur undir
höndum kemur ekki fram hvern-
ig lán Eignarhaldsfélagsins AV ehf.
voru gerð upp hjá Landsbankan-
um. Félagið hefur aldrei skilað árs-
reikningi þannig að ekki er hægt
að sjá hvernig félagið gerði upp
við lánardrottna sína. Þá hefur fé-
lagið sem tók við eignarhaldinu
á Íslenskum aðalverktökum af
Eignarhaldsfélaginu AV ehf., Drög
ehf., heldur aldrei skilað ársreikn-
ingi.
Eitt af umdeildustu málunum
sem tengjast einkavæðingu Ís-
lenskra aðalverktaka er að verð-
mæti eigna félagsins var vanmetið
í bókhaldi félagsins. Sérstaklega
var um að ræða hið svokallað
Blikastaðaland í Mosfellsbæ. Það
landsvæði var vanmetið um 3,5
milljarða í bókhaldi félagsins,
var metið á ríflega 800 milljónir
króna en var svo endurmetið upp
á nærri 4,4 milljarða króna í lok
árs 2003. Það var einkum vitneskja
stjórnenda ÍAV um undirliggjandi
verðmæti Blikastaðalandsins sem
varð til þess að einkavæðing verk-
takafyrirtækisins var dæmd ólög-
mæt árið 2008.
Selt á 6,2 milljarða
Í ársbyrjun 2008 seldi Eignarhalds-
félagið AV ehf. Blikastaðalandið
til eignarhaldsfélags í eigu Péturs
Guðmundssonar í Eykt, Holtasels
ehf. Kaupverðið nam 6,2 millj-
örðum króna og nam bókfærð-
ur munur á verðmati landsins í
einkavæðingunni 2003 og sölu-
verðinu árið 2008 meira en 5 millj-
örðum króna.
Sigurjón Árnason segir, án þess
þó að hann viti það fyrir víst, að
langlíklegast sé að Eignarhaldsfé-
lagið AV ehf. hafi gert upp skuld
sína við Landsbankann í kjölfar
sölunnar á Blikastaðalandinu. Líkt
og áður segir er hins vegar ekki
hægt að sjá nákvæmlega hversu
mikið Eignarhaldsfélagið AV ehf.
græddi á viðskiptum sínum með
Íslenska aðalverktaka og eignir
þess, né hvenær félagið gerði upp
skuldir sínar við Landsbankann,
þar sem engir ársreikningar eru til
um starfsemi félagsins. n
U
pplýsingarnar um fjár-
mögnun Landsbanka Ís-
lands á Eignarhalds-
félaginu AV ehf., og þá
ríkisábyrgð sem var á hluta skulda
félagsins, bætast við fyrirliggj-
andi upplýsingar um fjármögn-
un ríkis bankanna á einkavæð-
ingarverkefnum á síðasta áratug.
Fyrir hefur legið að Búnaðarbanki
Íslands fjármagnaði að hluta til
kaup eignarhaldsfélagsins Sam-
son á Landsbankanum, Lands-
bankinn fjármagnaði sömuleiðis
að hluta til kaup S-hópsins á Bún-
aðarbankanum og Landsbankinn
fjármagnaði einnig að hluta til
yfir töku S-hópsins á hlutabréfum
bankans í Vátryggingafélagi Ís-
lands síðla árs 2002.
Þannig fjármögnuðu ríkis-
bankarnir kaup einkaaðila á
þessum ríkiseignum á árunum
2002 og 2003.
Ríkisbankarnir lánuðu
fyrir einkavæðingunni
Lánuðu fyrir VÍS, Landsbankanum og Búnaðarbankanum og ÍAV
„Skuldir
þessa fé-
lags eru sennilega
stærsta einstaka
skuldbinding á
einn aðila í Lands-
bankanum í dag
Stjórnarformaðurinn Jón Sveinsson var
stjórnarformaður Íslenskra aðalverktaka
þegar fyrirtækið var einkavætt árið 2003 og
eins eftir einkavæðingu.
Forstjórinn Stefán Friðfinnsson var forstjóri Íslenskra aðalverktaka þegar fyrirtækið var
einkavætt en sú einkavæðing var dæmd ólögmæt í Hæstarétti Íslands árið 2008.