Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2014, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2014, Side 18
Vikublað 29. apríl–1. maí 201418 Fréttir Erlent n Hætturnar á hæstu tindunum leynast víða n Verstu slysin síðustu áratugina Níu hörmuleg slys á fjöllum A ð ganga á fjöll getur verið krefjandi og jafnvel lífs- hættulegt eins og mýmörg dæmi sanna, nú síðast þann 18. apríl þegar sex tán létust í snjóflóði á Mount Everest. Í fjallamennsku leynast hætturnar víða; veikindi geta komið upp, skriðuföll og snjóflóð geta orðið og í bröttum hlíðum og skiptir máli að vera vel skóaður til að missa ekki fót- anna og detta. DV skoðar hér nokkur hörmuleg slys sem orðið hafa á fjöll- um undanfarna áratugi en vefurinn Listverse.com tók saman. n einar@dv.is Pamírfjöll Land: Kirgisistan Hæð: 7.134 metrar Mannskaði: 40 n Eitt versta fjallgönguslys sögunnar varð þann 17. júlí 1990 þegar 40 manns létust þegar þeir reyndu að komast á Leníntind í Pamírfjöllum. Alls voru 140 göngumenn í hópnum sem reisti búðir í sex þúsund metra hæð, á svæði sem kallað er Steikarpannan. Þar dundu ósköpin yfir er snjóflóð féll á hópinn. Alls létust 40 manns, þar af 27 Sovétmenn. Hinir sem létust voru frá Tékkóslóvakíu, Ísrael, Sviss og Spáni. Nanga Parbat Land: Pakistan Hæð: 8.126 metrar Mannskaði: 16 n Nanga Parbat er níunda hæsta fjall heims og talið eitt það hættulegasta í heimi. Árið 1937 fjármögnuðu nasistar leiðangur þýsks hóps á fjallið. Til stóð að fara sömu leið og Willy Merkl, þýskur göngugarpur, fór þegar hann lést á fjallinu þremur árum fyrr. Þann 14. júní þetta ár féll snjóflóð í búðir gönguhópsins og létust sjö Þjóðverjar úr hópnum og níu sjerpar, samtals sextán manns. Mount Hood Land: Bandaríkin Hæð: 3.426 metrar Mannskaði: 9 n Þann 12. maí 1986 héldu 19 manns á topp Mount Hood í Oregon-ríki. Stuttu eftir að lokakaflinn hófst sneru sex til baka vegna veikinda og þreytu. Hinir þrettán komust í 3.000 metra hæð en urðu frá að hverfa vegna aftakaveðurs. Veðrið var orðið það slæmt að göngu- mennirnir ákváðu að grafa sig í fönn. Daginn eftir komust tveir úr hópnum niður til að sækja hjálp. Leitarhópar voru kallaðir út og þann 14. maí fundust þrír úr hópnum sem frosið höfðu í hel. Hinir átta fundust þann 15. maí, sex þeirra höfðu hlotið sömu örlög en tveir voru á lífi. Af þeim fjórum sem komust lífs af hlutu þrír alvarleg kalsár. Fjarlægja þurfti báða fótleggi af einum þeirra. Mount Everest Land: Nepal Hæð: 8.848 metrar Mannskaði: 8 n 11. maí 1996 létust átta í tilraun til komast á topp fjallsins. Um var að ræða tvo hópa, alls 33 göngumenn. Lagt var af stað um miðnætti en klukkan 14.00 næsta dag höfðu margir ekki náð toppnum. Um 14.30 voru göngumenn enn á leið á toppinn veður fór versnandi. Þeir síðustu komust ekki á toppinn fyrr en um 15.45. Þá sáu þeir ekki handa sinna skil og margir týndu áttum. Daginn eftir kom í ljós að þrír höfðu króknað úr kulda, tveir hrapað til bana og þrír farist er þeir reyndu að komast á topp fjallsins frá Indlandi. K2 Land: Pakistan/Kína Hæð: 8.611 metrar Mannskaði: 11 n K2 er næsthæsta fjall jarðar og af mörgum talið það erfiðasta til að ganga á. Tölfræðin segir að fyrir hverja fjóra sem komast á toppinn deyi einn. Þann 1. ágúst 2008 létust ellefu göngumenn á fjallinu og þrír slösuðust alvarlega. Um var að ræða versta slysið á fjallinu síðan það var fyrst klifið árið 1954. Fyrst hrapaði einn göngumaður til bana og í björgunar- aðgerðum hrapaði annar til bana. 18 komust á toppinn þennan dag en á niðurleiðinni féll íshella sem klippti klifurkaðla í sundur og voru göngu- mennirnir því fastir í hinu svokallaða dauðabelti, sem er í yfir 8.000 metra hæð. Sumum tókst að komast niður að næturlagi en aðrir biðu átekta. Ís- hellur héldu áfram að hrynja og þegar upp var staðið lágu ellefu í valnum. Mount Manaslu Land: Nepal Hæð: 8.156 metrar Mannskaði: 15 n Manaslu, sem tilheyrir Himalaya-fjöllum, er áttunda hæsta fjall jarðar. Fyrstir til að klífa fjallir voru Japanarnir Toshio Imanishi og Gyalzen Norbu, árið 1956. Árið 1972 hélt suðurkóreskur hópur á fjallið og gerði tilraun til að komast upp norðausturhlið fjallsins. Í 6.500 metra hæð dundu ósköpin yfir þegar snjóflóð féll á tjaldbúðir hópsins. Fimmt- án göngumenn, þar á meðal tíu sjerpar, létu lífið. Mount Temple Land: Kanada Hæð: 3.400 metrar Mannskaði 7 n Þann 11. júlí varð eitt versta fjallaslys í sögu Kanada þegar sjö ungir Bandaríkjamenn létust á suðvesturhluta fjallsins. Alls lögðu ellefu af stað en um var að ræða óvana og illa klædda göngu- menn sem nutu engrar leiðsagnar reynds fjallgöngumanns. Í um 2.700 metra hæð ákvað hópurinn að réttast væri að halda niður. Ekki voru mennirnir langt komnir þegar snjóflóð féll á hópinn. Tíu drengir á aldrinum 12 til 16 ára lentu í flóðinu, þar af létust sjö. Mont Blanc Land: Ítalía/Frakkland Hæð: 4.810 metrar Mannskaði: 8 n Mount Blanc er hæsta fjall Alpanna en einnig hæsta fjall Vestur-Evrópu. Þann 24. ágúst 2008 var 47 manna hópur á norðvesturhluta fjallsins þegar snjóflóð féll í um 3.600 metra hæð. Snjóflóðið var um 200 metrar á breidd og hreif með sér fimmtán göngumenn. Átta af þeim fóru með flóðinu niður snarbrattar hlíðar fjallsins og létust þeir. Hinir sjö slösuðust misalvarlega. Dhaulagiri Land: Nepal Hæð: 8.167 metrar Mannskaði: 7 n Dhulagiri er 7. hæsta fjall jarðar og var fyrst klifið árið 1960. Að morgni 28. apríl 1969 héldu sex Bandaríkjamenn og tveir sjerpar þeim til aðstoðar úr ísfallinu svokallaða, í um 4.000 metra hæð, til að bera birgðir upp í næstu búðir. Á leið sinni þurfti hópurinn að komast yfir sprungu og til þess þurfti að brúa hana. Þegar sú vinna stóð yfir féll snjóflóð á hópinn og létust sjö manns. Einn úr hópnum komst lífs af.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.