Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2014, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2014, Side 20
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Reynir Traustason • Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Viktoría Hermannsdóttir • Umsjónarmaður helgarblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir • Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson • Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéttASkot 512 70 70FR jál S t, ó Háð DAg b l Að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AðAlnÚmeR RitStjóRn áSkRiFtARSími AUglýSingAR Sandkorn 20 Umræða Vikublað 29. apríl–1. maí 2014 Það var svolítið sérstakt Mér líður hryllilega Við kynntumst á Ölstofunni Ég var mjög ung Sextán ára á flótta Tobba og Kalli byrjuðu saman fyrir fjórum árum. – DV Íslensk kona sem leiddist út í vændi fann enga hjálp. – DV M anst þú hvað þú varst að gera sextán ára? Þegar þú rifjar það upp, getur þú sett þig í spor sextán ára stráks sem lagði á sig flótta frá Afganistan þegar íslenskir jafnaldrar hans voru að hefja mennta- skólanám? Stráks sem á engan að og óttast um líf sitt snúi hann aftur til þess sem áður var heima. Ímyndað þér hvernig það er að eiga hvergi heima? Kannski er ekki hægt að ætlast til þess að við sem fæðumst í friðsælu allsnægtalandi getum skilið til fulls hvernig það er að alast upp við stríð eða búa við slíkar hörmungar að það er varla hægt gera sér þær í hugarlund. Kannski skortir okkur skilning til þess að geta sett okkur í spor þeirra sem leita hér skjóls frá og óska sér einskis nema öryggis. Kannski er það ekki mannfyrir- litning heldur skilningsleysi sem er ástæðan fyrir svona athugasemdum við fréttir af hælisleitanda í hungur- verkfalli: „Mér finnst þetta bara frekja í fólki.“ „Hættum þessari linkind yfir þeim sem eru að koma hingað ólög- lega til að lifa á okkur. Notum frekar aurinn til að halda uppi öllum þeim sem virkilega þurfa á honum að halda.“ „Það eiga allt of mörg íslensk börn bágt á Íslandi.“ „Sendan heim.“ „Bara öllu þessu fólki úr landi og fara að hjálpa Íslendingum meira. Óþol- andi að annar hver einstaklingur hér á landi er útlendingur.“ „Já, já, verður horfinn á mánudag. Þá geta þeir sent hann í umslagi á póstinum, ódýrara þannig.“ Óhugnanlegur skortur á sam- kennd blasir við. Öllu verri er þó van- virðan sem kerfið sýnir hælisleitend- um. Þeir eru tortryggðir, fangelsaðir og sendir unnvörpum úr landi eftir að hafa hírst hér á landi svo mánuðum og jafnvel árum skiptir í einhvers kon- ar einskismannslandi, réttindalausir og utangarðs, án þess að fá svo mik- ið sem að segja sögu sína. Hvernig er hægt að réttlæta slíka framkomu? Hvernig getur það gerst vestur í bæ að ungur maður liggi þar veikburða í hungurverkfalli afskiptalaus svo dög- um skiptir? Maður sem hefur ekki annað til saka unnið en að óska eftir hæli hér á landi og borið upp þá einu bón að mál hans verði tekið til efn- islegrar endurskoðunar áður en hon- um verður vísað úr landi. Tvítugur maður sem ætti með réttu að vera að leggja drög að framtíðinni en er orðið sama hvort hann lifir eða deyr. Ghasem Mohammadi leitað hingað eftir hjálp en hefur misst von og vilja vegna þess tómlætis sem hann mætti. Í tvö ár hefur hann hírst í íbúð með öðrum hælisleitendum. Hver á eftir öðrum hafa þeir verið sendir úr landi á grundvelli Dyflinnarreglu- gerðarinnar. Hann gerir ekki ráð fyrir öðru en að hann verði næstur. Okkur reynist kannski erfitt að skilja, en það er skylda okkar að reyna. „Við þurfum að sýna pínu mannúð og mildi,“ sagði innanríkisráðherra rétti- lega um hælisleitendur. Má biðja um að mannúðin verði sýnd í verki. Að hælisleitendum verði sýnd sú lágmarksvirðing að það sé hlustað á það sem þeir hafa að segja. Að kom- ið verði fram við þá af virðingu. Eins og manneskjur sem eru einhvers virði, en ekki bara pappír sem hægt er að afgreiða hugsunarlaust á grundvelli reglugerðar sem heimilar okkur að senda þá úr landi. Að við öxlum ábyrgð á skyldum okkar um leið og við nýt- um okkur heimildirnar. Hafi hælisleit- andi dvalið sex mánuði eða lengur á landinu er íslenska ríkinu skylt að taka mál hans til efnislegrar umfjöllunar. Það er engin mannúð fólgin í því að láta hælisleitendur dvelja hér á milli vonar og ótta í lengri tíma, öðlast ef til vill einhverja von, læra tungumál- ið og komast inn í samfélagið, aðeins til þess að komast að því að hér áttu þeir aldrei möguleika. Að hér voru þeir bara geymdir þar til tími gæfist fyrir skriffinnskuna svo hægt yrði að senda þá úr landi. Það er ekki einu sinni „pínu“ mannúð heldur fullkom- inn skortur á mannúð og mildi. Stefna stjórnvalda þarf ekki að felast í því að senda alla, sem hægt er, úr landi. Það er ekkert sem krefst þess. Þarf einhvern að undra að ör- væntingin heltaki þessa menn? Ghasem er bara einn af mörgum. Saga hans er ekki undantekningin held- ur reglan – spegillinn sem við þurf- um að fara að horfast í augu við. Af því að þegar hælisleitendur eru eitt sinn komnir hingað þá berum við ábyrgð gagnvart þeim. Það er undir okkur komið að tryggja öryggi þeirra, líf og heilsu. n Viðkvæmur ritstjóri Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, er súr yfir því að fjöl- miðill hans sé tengdur við er- lenda kröfuhafa og því jafnvel haldið fram að hrægammarnir séu á meðal eigenda. Ritstjórinn skrifar leiðara um þetta og er helsta tilefnið grein sem birtist í Morgunblaðinu með dylgjum af þessum toga. Ekki er sú skoðun almenn að svona sé farið með Kjarnann og því spurning hvort ekki sé um óþarfa viðkvæmni að ræða hjá ritstjóranum. Framboð Björns Því fer fjarri að Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, sé sestur í helgan stein þótt aldur hafi færst yfir með tilheyr- andi eftirlaunum. Björn hefur verið duglegur að skrifa á Evrópuvaktina á opinberum styrkj- um. Einnig lætur hann sig málefni sveitar sinnar undir Fljótshlíð talsvert varða. Þannig er hann nú kominn í framboð fyrir Sjálfstæð- isflokkinn en hann hefur haldið kyrru fyrir eftir að Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður lagði hann í prófkjöri forðum. Heima- menn hafa þó líklega ekki talið ráðlegt að hafa hann ofarlega á lista því hann er fjarri því að eiga möguleika á sæti í sveitarstjórn. Útþrá Ólafs Vangaveltur um verðandi for- mann Nýja Sjálfstæðisflokks- ins eru miklar og ýmsir sótraft- ar á sjó dregnir. Þeirra á meðal er Ólafur Steph- ensen, ritstjóri Fréttablaðsins, sem hermt er að vilji glaður losna úr starfi sínu sem húskarl Ingibjargar Pálma- dóttur og fylgifiska hennar í 365. Þá er horft til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, fyrrverandi vara- formanns Sjálfstæðisflokksins, sem slapp frá hrunstjórninni með óskaddaða ímynd þótt kúlu- lán eiginmannsins hafi verið milli tannanna á fólki. Horft til Halldórs Víst er að margar kanónur af hægri vængnum vilja ganga til liðs við Nýja Sjálfstæðisflokk- inn. Þeirra á meðal er Jórunn Frímannsdóttir, frambjóðandi gamla flokksins til borgarstjórnar, sem krefst þess að vera afmáð af lista flokksins. Vitað er að leiðtoginn í Reykjavík, Halldór Halldórsson, er eindreginn Evrópusinni. Ein- hverjir vænta þess að hann taki í fyllingu tímans stökkið yfir í fyrir- heitna flokkinn. Nú árið er liðið N ú þegar að liðið er ár frá kosningum er ekki úr vegi að líta aðeins til baka og velta fyrir sér stöðunni sem ríkir hér á landi. Mað- ur skynjaði það eftir kosningarnar á síðasta ári að það ríkti mikil eft- irvænting meðal íbúa landsins um að nú færi landið að rísa og hlutirn- ir að gerast. Það kom ekkert á óvart ekki síst í ljósi þeirra hástemmdu loforða og yfirlýsinga sem núver- andi stjórnvöld buðu upp á í að- draganda kosninga og eftir þær. En hvernig er staðan í dag eftir fyrsta ár þessarar ríkisstjórnar þeirra Sig- mundar og Bjarna? Hafa hjól at- vinnulífsins farið að snúast hraðar en fyrr? Hefur henni tekist að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn því sundurlyndi og tortryggni sem einkennt hefur íslensk stjórn- mál og umræðu í samfélaginu um nokkurt skeið? Hefur hún með að- gerðum sínum náð að eyða þeirri pólitísku óvissu sem hefur verið of áberandi þáttur í íslensku þjóðlífi á undanförnum árum? Hefur ríkis- stjórnin náð þeirri víðtæku sátt við aðila vinnumarkaðarins um þró- un vinnumarkaðar og uppbyggingu til framtíðar sem hún boðaði? Hef- ur hún með verkum sínum gert landsmönnum kleift að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem þeir standa frammi fyrir, þjóðinni allri til heilla? Stórt er spurt Þetta eru stórar spurningar og ef- laust eru svörin mismunandi eftir því hvar menn standa í stjórnmálun- um en að mínum dómi hefur henni ekki tekist að uppfylla neitt af þess- um góðu markmiðum sínum. Aftur á móti hefur hún lækkað skatta og gjöld á þá sem vel eru aflögufærir en skorið svo heiftarlega niður í vel- ferðarkerfinu að undan svíður. Hjól atvinnulífsins hafa ekkert snúist hraðar en áður og því miður virðist sem að samtakamáttur þjóðarinnar hafi sjaldan verið minni, sundur- lyndi og tortryggni í stjórnmálunum og umræðunni hefur náð nýjum hæðum og pólitísk óvissa er alls- ráðandi. Samningar náðust við ASÍ og umbjóðendur þeirra um síðustu áramót og samningar við framhalds- skólakennara náðust eftir nokkurra vikna verkfall en lög hafa verið sett á verkfall undirmanna á Herjólfi og önnur virðast vera í undirbúningi á flugvallastarfsmenn. Fleiri stétt- ir vinnandi fólks eru að setja sig í stellingar og hyggjast boða til verk- falla á næstu vikum. Þannig að það er langt frá því að tekist hafi víðtæk sátt við vinnandi stéttir í landinu og stefnir í enn frekari átök í haust þegar að samningar verða lausir hjá verkalýðnum. Að mati okkar í Bjarti framtíð og fjölmargra annara þá fólst eitt stærsta tækifærið sem þjóð- in stóð frammi fyrir til þess að auka velsæld og hag hennar í því að ljúka viðræðum við ESB og leggja samn- inginn fyrir þjóðina. Það stóra tæki- færi hyggst ríkisstjórnin binda endi á þrátt fyrir yfirlýst loforð, eru það að mati góðra og grandvarra manna ein mestu svik í stjórnmálasögu lands- ins. Þrátt fyrir að ég sé ekki sáttur við þær aðgerðir sem þessi ríkisstjórn hefur einbeitt sér að þá virði ég að hún var lýðræðislega kjörin og hef- ur góðan meirihluta á þinginu. En ég vil hvetja hana og þingflokka hennar til þess að standa við yfirlýsingar og loforð sín og efla samskipti og auka samráð við minnihlutaflokkana á þinginu. Í störfum okkar í þinginu höfum ég og félagar mínir í Bjartri framtíð hvatt til aukinnar virðingar, samráðs og bættari starfshátta. Bætum okkur Dr. Páll Skúlason segir á einum stað í bók sinni Ríkið og rökvísi stjórnmála að við Íslendingar höfum tamið okk- ur slæma stjórnsiði og stjórnarhætti í gengum tíðina og að „við höfum ekki byggt upp samfélag okkar að skyn- semi, heldur göslast áfram og skað- að bæði sjálf okkur og aðra.“ Dr. Páll telur að við eigum að bylta íslenskum stjórnmálum með því að tileinka okk- ur gjörbreytta stjórnarhætti og að stórefla stjórnskipun ríkisins en hefta möguleika ríkisvaldsins á að hygla sérhagsmunum og ganga gegn mann- réttindum. Hann vill að skólar lands- ins, allt frá leikskólum til háskóla, sinni eiginlegri stjórnmálamenntun svo lýðræði nái smám saman að festa rætur meðal þjóðarinnar og að við forgangsröðum af viti þegar við ákveðum hvernig við nýtum skattpen- inga okkar með áherslu á almanna- heill. Almannheill er lykilorðið þegar stjórnmál eru annars vegar og ég vona að okkur auðnist að fara eftir þessum ráðleggingum dr. Páls. n „Hefur hún með verkum sínum gert landsmönnum kleift að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem þeir standa frammi fyrir, þjóðinni allri til heilla? Páll Valur Björnsson þingmaður Bjartar framtíðar Aðsent Séra Jóna Lovísa keppti með dóttur sinni í fitness. – DV S. Shawkan frá Írak verður sendur úr landi. – DV Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is Leiðari „Saga hans er ekki undan- tekningin heldur reglan MynD SIGTryGGur ArI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.