Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2014, Síða 21
Umræða 21Vikublað 29. apríl–1. maí 2014
Ég er pínulítið
yfir kjörþyngd
Við berum ábyrgð Hann er bara
átta ára
Oddur Helgi bölvar stundum vigtinni. – DV Sædís Sif og Laufey Sif gerðu heimildamynd um meðferðarúrræði. – DV Ungur drengur fékk ekki bók á safni vegna skuldar. – DV
Skuldalækkun lítil og ranglát
F
yrirhuguð skuldalækkun
ríkis stjórnarinnar er nú far-
in að skýrast nokkuð en þó
ekki að fullu. Það er þó orðið
ljóst, að það verður aðeins 72
milljörðum varið í skuldalækkun-
ina. Þetta er miklu lægri upphæð en
Framsókn lofaði í kosningabarátt-
unni en þá var talað um 300 millj-
arða, sem fengnir yrðu frá kröfuhöf-
um föllnu bankanna (þar á meðal
frá vogunarsjóðum). Kosningalof-
orðið um 300 milljarða skuldalækk-
un heimilanna, sem fjármagnað
yrði með fjármunum frá þrotabúum
bankanna, hefur verið svikið. Í stað-
inn er komin upphæðin 72 milljarð-
ar, sem greiðist á fjórum árum eða
18 milljarðar á ári sem taka á úr rík-
issjóði! Ekkert er nú lengur minnst
á, að að peningarnir eigi að koma úr
þrotabúum bankanna. Það er alvar-
legt mál að kosningaloforð um 300
milljarða skuldalækkun heimilanna
skuli hafa verið svikið. En fullyrða
má, að mikil fylgisaukning Fram-
sóknar í síðustu þingkosningum hafi
átt rætur sínar að rekja til loforðsins
um 300 milljarða skuldalækkun
heimilanna. Þetta kosningaloforð,
þessi miklu kosningasvik, fleyttu
Framsókn til valda. Þegar nú er ljóst,
að Framsókn ætlar ekki að efna þetta
kosningaloforð, ætti flokkurinn að
segja af sér úr ríkisstjórn.
Á Jóhanna heimsmetið
en ekki Sigmundur?
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
forsætisráðherra sagði,að skulda-
niðurfelling heimilanna yrði svo
mikil, að um heimsmet yrði að ræða.
Annað eins hefði aldrei gerst. Stað-
reyndin er hins vegar sú, að skulda-
niðurfelling ríkisstjórnarinnar er
minni en skuldaniðurfelling ríkis-
stjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.
Skuldaniðurfelling Jóhönnu nam
80 milljörðum króna og eru þá ekki
meðtaldar skuldaniðurfellingar
bankanna samkvæmt dómsmálum.
Ef um „heimsmet“ í skuldaniðurfell-
ingu er að ræða, er það Jóhanna en
ekki Sigmundur, sem hefur sett það
heimsmet. Hins vegar hefur ríkis-
stjórn Sigmundar sett met í gorti,
lúðrablæstri og miklum áróðurssýn-
ingum um skuldalækkunina. Ríkis-
stjórn Jóhönnu lét sér nægja að halda
rólega fundi, án áróðurs, til þess að
kynna sínar skuldalækkanir. Til þess
að skuldalækkanir ríkisstjórnarinn-
ar litu betur út brá ríkisstjórnin á
það ráð að bjóða almenningi að nota
hluta af sínum eigin séreignarlíf-
eyrissparnaði til þess að greiða inn
á húsnæðisskuldir sínar. Skattfrelsi
var boðið á þessar úttektir til þess
að ginna fólk til þess að taka út sér-
eignasparnað sinn. Ríkisstjórnin
segir, að á þennan hátt geti almenn-
ingur lækkað húsnæðisskuldir sínar
til viðbótar um 80 milljarða á þremur
til fjórum árum. Ríkis stjórnin legg-
ur þessa 80 milljarða við framan-
greinda 72 milljarða og segist vera
að lækka skuldir almennings um 150
milljarða! Ef almenningur ákveður
að nota sinn eigin séreignarsparnað
til þess að lækka húsnæðisskuld-
ir sínar er það ekki skuldaniðurfær-
sla ríkisstjórnarinnar. En mikið vafa-
mál er, hvort það er rétt að fólk taki út
lífeyrissparnað sinn til þess að nota
í greiðslu húsnæðisskulda. Með því
er verið að rýra framtíðarlífeyri, sem
nota átti á eftirlaunaárum.
Stórir hópar skildir út undan
Það hefur nú verið rakið, að upp-
hæðin, sem ganga á til lækkunar
húsnæðisskulda, er miklu minni en
lofað var í kosningunum síðastliðið
ár. Þetta er lítil upphæð, 18 milljarð-
ar á ári í fjögur ár en henni er einnig
ranglátlega skipt. Það er verið að
dreifa þessari upphæð til hluta milli-
stéttarinnar en þeir lægst launuðu fá
enga aðstoð. Margir fá aðstoð, sem
ekki þurfa á henni að halda. Tekið er
fram í frumvarpi að lögum um höf-
uðstólslækkun skulda, að hún taki
ekki til lögaðila, aðeins til einstak-
linga. Það vill segja, að félög, sem
leigja út húsnæði fá enga aðstoð þó
þau séu með verðtryggð lán á bak-
inu og leigan endurspegli hækkan-
ir lána vegna verðtryggingarinnar.
Leigjendur fá enga aðstoð hjá ríkis-
stjórninni en það er sá hópur, sem er
einna verst staddur. Námsmenn eru
einnig skildir út undan, svo og eldri
borgarar, sem leigja hjá húsnæðis-
samvinnufélögum eða hafa keypt
íbúðir á kaupleigugrundvelli. Það
eru stórir hópar í þjóðfélaginu skild-
ir út undan í þessari leið. Þess vegna
er hún ranglát. Það er verið að hjálpa
þeim betur settu en hundsa þá verr
settu. Það er svo önnur saga, hvort
það er yfir höfuð réttlætanlegt, að
ríkið sendi ákveðnum hópi í þjóðfé-
laginu peninga á kostnað skattgreið-
enda. Nær hefði verið að nota þessa
72 milljarða til þess að lækka skuldir
ríkisins og þar með vaxtabyrðina. Þá
hefðu allir notið þess.
Engin viðmiðun í frumvarpinu
Í nóvember síðastliðnum þegar
skuldalækkunin var kynnt var sagt,
að lækka ætti húsnæðisskuldir
einstaklinga um 13 prósent. Nú er
engin slík tala nefnd, þar eð það er
eftir að ákveða verðbólguviðmiðun-
ina. Það er engin verðbólguvið-
miðun í frumvarpinu um skulda-
lækkunina heldur sagt, að ráðherra
muni ákveða hana. Þetta er nokkuð
mikil hrákasmíð. Samkvæmt þessu
getur fjármálaráðherra ráðið því,
hvort hver og einn fær mikla eða litla
skuldalækkun. Mér er til efs, að það
standist stjórnarskrána að framselja
svo mikið vald frá Alþingi til ráð-
herra. Margir fræðimenn hafa á
undanförnum árum gagnrýnt harð-
lega mikið framsal valda frá Alþingi
til ráðherra. n
„Það er verið að
hjálpa þeim betur
settu en hundsa þá verr
settu.
Björgvin Guðmundsson
form. kjaranefndar Félags eldri borgara
Aðsent
1 „Dagurinn sem átti að vera minningardagur og
eins góður og hægt var endaði
í martröð“ Gréta Jónsdóttir, sem
hyggst kæra meint lögregluofbeldi í kjöl-
far orðaskaks og átaka á veitingastaðn-
um Núðluhúsinu á laugardagskvöldið.
Gréta segir lögregluþjóna hafa veist að
tveimur sonum hennar af hörku, en eig-
andi Núðluhússins segir fjölskyldu Grétu
hafa sýnt af sér dónaskap. „Ég hef aldrei
séð svona, aldrei á ævinni,“ segir Ævar
Hallgrímsson, eigandi Núðluhússins.
33.416 hafa lesið
2 Veitingastaður hefur engu rusli hent í tvö ár
Allt rusl veitingastaðarins Sandwich
me in í Chicago er endurunnið og hefur
veitingastaðurinn einungis látið frá sér
30 lítra af rusli á tveimur árum. Það er
magn sem flestir veitingastaðir henda á
einni klukkustund.
25.534 hafa lesið
3 Hélt að Richard Gere væri róni og gaf honum kalda
pítsu Karine Gombeau, 42 ára Parísar-
búi, varð steinhissa þegar hún sá mynd af
sér í bandaríska blaðinu New York Post,
þar sem hún gaf leikaranum Richard Gere
kalda pítsu. Gere var að róta í ruslatunnu
í grennd við pítsustað sem Gombeau
hafði verið á ásamt fjölskyldunni, en hún
taldi að hann væri róni. Gere reyndist
vera í upptökum á kvikmynd.
20.729 hafa lesið
4 Sprengdi upp ólétta kærustu sína Li Moulian,
36 ára kínverskur maður, og kærasta
hans, Xu Fan, 21 árs, voru flutt á spítala
í Huizhou-borg í Kína eftir að Moulian
batt gaskút við hana og lagði eld að
honum. Sprenging varð í kjölfarið og
hlutu þau bæði lífshættuleg brunasár.
Fan er ólétt og gengin sex mánuði.
18.178 hafa lesið
5 Fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús Hælisleitandinn
Ghasem frá Afganistan hefur verið
færður á sjúkrahús en hann hefur verið
í hungurverkfalli. Vinur Ghasems segir í
samtali við DV að hann geti ekki talað,
hann sé svo veikburða. Ghasem komst
til meðvitundar á sunnudagskvöld, en
hann var of veikburða til að tala.
13.708 hafa lesið
Mest lesið
á DV.is
Myndin Eldur í Rimaskóla Nemendum var safnað saman í íþróttahúsi Rimaskóla eftir að eldur braust út í tveimur skólastofum á skólalóðinni, laust fyrir hádegi á mánudag. Mynd SiGtRyGGUR ARi