Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2014, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2014, Blaðsíða 38
Vikublað 29. apríl–1. maí 201438 Fólk Dóttirin stal senunni Leikarinn Jamie Foxx tók dóttur sína með sér á frumsýningu nýju Spider-Man myndarinnar í New York á dögunum. Hin fjögurra ára Annalise Bishop mætti á sýninguna mál- uð eins og persóna pabba síns úr myndinni, en hann leikur Electro, fjandmann Köngulóarmannsins. Foxx segir dóttur sína vera gríðarlegan aðdáanda ofurhetj- unnar og þegar sú stutta frétti að pabbi hennar ætti að leika óvin Köngulóarmannsins spurði hún að sjálfsögðu hvort Köngulóar- maðurinn lúskraði ekki örugglega á honum. „Ég svarað auðvitað ját- andi,“ bætti Foxx við hlæjandi. L eikkonan Meryl Streep er flestum kunn, enda spannar ferill henn- ar marga áratugi og hefur hún margsinnis unnið til verðlauna, meðal annars þrisvar sinnum til Ósk- arsverðlauna. Leikkonan hélt ræðu á dögunum þegar hún tók við heiðurs- doktorsnafnbót við Bloomington-há- skóla í Indianapolis og sagði með- al annars: „Ég held að ég hafi líklega verið eins og hver önnur stelpa sem klæðir sig í prinsessukjól og býst við að fá óskipta athygli allra í kring um sig, flestar okkar vaxa upp úr því. Ég var alltaf að leika í leikritum en ég taldi að það væri ómögulegt fyrir mig að starfa sem leikkona. Ég hélt að ég væri of ljót til þess. Gleraugu þóttu ekki fín í þá daga.“ Í ræðunni talaði hún til stúlkna sem eru óöruggar vegna útlits síns og sagði þeim að hafa ekki miklar áhyggjur. „Ekki hugsa svona mikið um þyngd- ina. Stelpur eyða allt of miklum tíma í það og það eru til mikilvægari hlutir en það. Það sem gerir okkur, bæði karla og konur, öðruvísi eða skrýtin er í raun styrkleikar okkar. Áður fyrr hataði ég til dæmis nefið á mér, en ég geri það ekki í dag. Það er bara allt í lagi.“ n Taldi sig of ljóta til að geta orðið leikkona Leikkonan segir ungt fólk of upptekið af útliti sínu Meryl Streep Leikkonan hafði ekki mikla trú á sjálfri sér til að byrja með. Ekki nógu sæt? Meryl Streep í kvikmyndinni Kramer vs. Kramer frá árinu 1979. Þessar eru fallegastar P eople Magazine valdi á dögunum 50 fegurstu kon- urnar í skemmtanabransan- um. Sú sem trónir á toppnum og prýðir forsíðu tímaritsins er engin önnur en leikkonan Lupita Nyong'o sem fékk Óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt í myndinni 12 Years a Slave. Í samtali við tímaritið sagði Lupita að það væri mikill heiður að vera valin en þegar hún hafi verið lítil hafi hún aldrei upplifað sig sem fal- lega. Hún ólst upp við það að ljósar konur með ljóst hár væru þær falleg- ustu. Móðir hennar hafi þó alltaf sagt henni að hún væri falleg en hún segist ekki hafa trúað henni fyrr en núna. n People Magazine valdi fallegustu konurnar 1 Lupita Nyong'o Leikkonan Lupita Nyong'o var valin sú falleg- asta af tímaritinu People. Lupita hefur heldur betur slegið í gegn undanfarið en hún fékk Óskarsverðlaunin fyrir hlutverk sitt í myndinni 12 Years a Slave. Lupita var ánægð með viðurkenn- inguna og sagði í samtali við People Magazine: „Þetta er spennandi og mjög, mjög mikið hrós.“ 2 Keri Russel 3 Jenna Dewan- Tatum 4 Mindy Kaling 5 Pink 6 Amber Heard 7 Gabrielle Union 8 Molly Sims 10 Kerry Washington 9 Stacy Keibler Fannst endirinn fínn Margir aðdáendur þáttanna How I Met Your Mother voru vonsviknir með lokaþáttinn sem sýndur var fyrir nokkrum vikum. Neil Patrick Harris, sem lék Barney Stinson í þáttunum, tjáði sig um lokaþátt- inn í þætti Davids Letterman á dögunum og sagðist vera sáttur við hvernig þáttaröðin endaði. „Framleiðendurnir voru fyrir löngu búnir að ákveða hvernig þátturinn myndi enda. Ég studdi þá heilshugar og er mikill aðdá- andi þeirrar ákvörðunar sem þeir tóku,“ sagði Harris í viðtalinu og bætti við að líkt og í lífinu þá fari hlutirnir ekki alltaf eins og við vilj- um að þeir fari. Kryddpíur í af- mæli Victoriu Kryddpíurnar hafa gefið það út að þær muni ekki koma saman á ný en það þýði ekki að þær séu ekki lengur vinkonur. Victoria Beckham hélt upp á fertugsaf- mæli sitt um helgina og komu þær Emma, Geri og Mel C í af- mælisfögnuðinn hennar. Það vantaði því bara Mel B til þess að allar kryddpíurnar væru sam- ankomnar á ný. Afmælisgleðin var haldin í Art Club í London á laugardaginn. Þær Mel C og Emma tóku meðfylgjandi sjálfs- mynd af sér á leið í fögnuðinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.