Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Blaðsíða 11
Helgarblað 9.–12. maí 2014 Fréttir 11 „Mér leið eins og það væri verið að ráðast á Mig“ T vær þeirra kvenna, sem kvartað hafa undan Ed- ward, vilja ekki koma fram undir nafni. Reynslan sé of sár og of persónuleg. Þá hafi emb- ætti landlæknis brugðist þeim með því að úrskurða honum í vil, segja þær. Í öðru tilvikinu fór kona á fimmtugsaldri í legnámsaðgerð til Edwards. Ári síðar þurfti hún að leggjast aftur á skurðarborðið til þess að láta fjarlægja eggjastokk og mikla samgróninga eftir fyrri aðgerðina. Í dag er hún óvinnufær vegna krónískra verkja sem ná frá nafla og niður í lífbein. Niðurstaða landlæknis er sú að ekkert óeðli- legt hafi átt sér stað í aðgerðinni, þrátt fyrir varanlega örorku kon- unnar. Í hinu tilfellinu úrskurðaði landlæknir sömuleiðis lækninum í vil þrátt fyrir að konan sem um ræðir hafi verið hætt komin í kjöl- far aðgerðar. Hún baðst sömuleið- is undan viðtali og vildi ekki að sjúkrasaga hennar yrði gerð kunn í fjölmiðlum. Þriðja tilfellið er mál Hlédísar Sveinsdóttur en sami læknir og um ræðir, Edward Kiernan, ber ábyrgð á þeim mistökum sem urðu við fæðingu dóttur hennar í janúar 2011. n n Erla Kolbrún Óskarsdóttir telur sig hafa orðið fyrir læknamistökum n Upplifði ómældan sársauka n Tilkynnti til landlæknis S ami læknir og hér er til um- ræðu, Edward Kiernan, bar ábyrgð á læknamistökum sem gerð voru í tilfelli Hlé- dísar Sveinsdóttur sem Kastljós fjallaði ítarlega um í fyrra. Eins og frægt er orðið voru gerð mikil mis- tök á Heilbrigðisstofnun Vestur- lands við fæðingu dóttur hennar í janúar árið 2011. „Það var hann sem lagfærði læknaskýrslur, svo- kallað barnablað, augljóslega með það að markmiði að fría sig og stofnunina ábyrgð. Ef ég hefði ekki átt myndbandsupptöku af fæðingunni hefði hann með þessu haft allan bótarétt af Sveindísi dóttur minni. Hann er einnig maðurinn sem sagðist ekki hafa verið viðstaddur fæðinguna þó svo að hann hafi bæði rætt við mig, móður mína og síðast en ekki síst þreifað upp í fæðingarveg og tekið ákvörðun um að sprengja belginn,“ segir Hlédís í samtali við DV. Hún segir eitt að gera mistök við fæðingu og umönnun. Annað sé að eiga við læknaskýrslur. „Ef þetta hefði verið bílslys þá er mun minni dómur fyrir slys af gáleysi en fyr- ir að stinga af frá vettvangi, sem er auðvitað tilfellið í skjalafalsi.“ „Þeirra að taka á þessu“ „Ég ætlaði að kæra hann en þegar ég vissi að hann væri að fara að hætta þá hreinlega mat ég mína geðheilsu meira. Ég vissi að ég myndi ekki ná að stoppa hann áður en hann hætti sjálfur þannig ég ákvað að láta kyrrt liggja. Ég taldi mig vera búna að láta stjórn- endur spítalans og landlækni vita hvernig hans vinnubrögð voru í mínu tilfelli. Það er auðvit- að þeirra að taka á þessu,“ segir Hlédís. Þá er hún, líkt og Erla Kolbrún, einnig ósátt við framkomu Ed- wards. Nokkrum vikum eft- ir fæðinguna fór hún til hans í eftir skoðun sem hún var lengi að jafna sig á. „Hann kom svo illa fram. Þegar hann fattaði hver ég væri sagði hann við mig: „Leiðin- legt að stelpan þín hafi skemmst,“ eins og þetta hafi verið bíll sem ég hafi ætlað að framleiða en hann hafi óvart skemmst. Síðan sagðist hann skila kveðju frá mér til stelpnanna uppi, sem eru ljósmæðurnar, eins og þær væru einhverjar vin- konur mínar eftir allt sem á und- an hafði gengið. Þótt ég geri mér grein fyrir að þær hafi aldrei ætl- að sér að valda dóttur minni skaða, þá höfðu þær, hvorki þá né síðar, beðið mig eða dóttur mína fyrirgefningar. Ég var því alls, alls ekki tilbúin til að skila einhverri góðlátlegri kveðju. Ég bauðst til að koma og ræða við ljósmæður og aðra starfsmenn þegar umfjöllunin var í Kastljósi, segja þeim frá minni upplifun og gefa þeim tækifæri á að spyrja mig. Þannig væri kannski hægt að nota þessa gagnrýni mína til góðs. Það var ekki þegið því miður.“ Edward fékk áminningu frá landlækni í kjölfar mistakanna sem urðu við fæðingu Sveindísar en Hlédís sagðist ekki vita hvort sú áminning hafi haft einhverjar frekari afleiðingar. n „Það var hann sem lagfærði læknaskýrslur“ Sami læknir bar ábyrgð á mistökum við fæðingu Sveindísar Helgu D V náði tali af Edward Kiern- an en hann kannast ekki við að kvartanir gegn honum til landlæknis séu óvenju margar. Þar sem blaðamaður hef- ur ekki heimild til þess að gefa upp kennitölur þeirra tveggja kvenna, sem getið er hér til hliðar og koma ekki fram undir nafni, getur Ed- ward ekki gefið skýringar á þeirra tilfellum. Þá kannast hann ekki við málsatvik þeirra þegar þau eru rakin fyrir honum. Um tilfelli Erlu Kolbrúnar segir Edward: „Þetta er ekkert úrelt aðferð. Ég gerði þetta á nákvæmlega sama hátt og ég geri alltaf. En það hef- ur einhver taug komist í klemmu þarna. Ég geri þessa aðgerð enn í dag alveg nákvæmlega eins. Þetta er ekki á nokkurn hátt úrelt að- ferð,“ segir Edward í samtali við DV. Þegar blaðamaður greinir honum frá því hvernig núverandi læknir Erlu segir aðgerðina yfir- leitt gerða segir hann: „Það sem hún talar um er að þegar maður er búinn að leysa ristilinn þarna að aftan, og ýta honum frá, þá er saumað í bandvef undir ristlin- um. Síðan er saumað í vöðvann. En ég sauma bara beint í vöðvann eins og ég hef alltaf gert. Þetta er nú mjög algeng aðgerð þannig að þetta er algjört einsdæmi. Ég man ekki eftir öðru svona tilfelli,“ segir Edward. n „Ég gerði þetta á nákvæmlega sama hátt og ég geri alltaf“ n Edward segir kvartanir ekki óvenju margar n Aðferðin sé ekki úrelt brast algjörlega í kjölfar aðgerðar- innar. Þar greip Erla ekki í taumana fyrr en það var nærri því orðið of seint. „Ég vildi bara ýta þessu frá mér og gleyma þessu. Ég keyrði mig áfram á hörkunni, náði að út- skrifast sem stúdent og lyfjatækn- ir og byrjaði í nýrri vinnu sumar- ið eftir aðgerðina,“ rifjar Erla upp en eiginmaður hennar skynjaði að ekki væri allt með felldu og gekk á hana. Nokkrum dögum síðar var hún lögð inn á geðdeild. „Ég brotnaði algjörlega niður. Ég bara gat ekki hætt að gráta. Ég gat ekki klætt mig, gat ekki borðað og gat ekki séð um börnin mín. Veröldin hrundi. Þetta var hörmulegur tími. Ég lagðist alls tvisvar inn á geð- deild og í bæði skiptin var ég búin að skipuleggja hvernig ég ætlaði að enda líf mitt. Ég var búin að kveðja börnin mín.“ „Ég átti þetta ekki skilið“ „Líf mitt í dag er bara eitt stórt spurningarmerki. Sumir dagar eru bara það slæmir að ég get ekki sinnt börnunum mínum. Þetta er bara helvíti. Það er bara þannig,“ segir hún og gerir hlé á máli sínu. „Ég er eins og níræð kona að neð- an. Í hvert sinn sem ég fer út úr húsi þarf ég að passa mig á því að vera búin að hafa hægðir. Ég átti þetta ekki skilið. Börnin mín áttu þetta ekki skilið. Ég ætlaði mér alltaf að eignast eitt barn í viðbót en núna þurfum við að endurskoða það. Það er ekki víst að ég geti bor- ið annað barn. Þannig hann er líka búinn að taka það frá mér. Þetta er bara virkilega ósanngjarnt.“ Mál Erlu Kolbrúnar er enn í meðferð hjá landlækni en henni finnst ferlið nú vera farið að taka óbærilega langan tíma. Hún furð- ar sig einnig á því að Edward hafi fengið að halda áfram að fram- kvæma grindarbotnsaðgerðir á meðan mál hennar er til rannsókn- ar. „Ég er alltaf að hugsa um þessa konu í framtíðinni sem á eftir að lenda í honum. Mig dreymir oft þessa konu, þó ég sjái ekki framan í hana. Hún er ástæða þess að ég vil segja mína sögu því ég óska engum að lenda í því sama og ég.“ n „Ég var farin að missa meðvitund vegna verkja. „Ég átti þetta ekki skilið“ Erla Kolbrún hefur glímt við alvarlegt þunglyndi og sjálfsvígshugsanir í kjölfar aðgerðarinnar. Mynd Sigtryggur Ari „Ef ég hefði ekki átt myndbands- upptöku af fæðingunni hefði hann með þessu haft allan bótarétt af Sveindísi dóttur minni. Hlédís og Sveindís Sami læknir bar ábyrgð á læknamistökum sem gerð voru í tilfelli Hlédísar Sveinsdóttur við fæðingu dóttur hennar árið 2011. Þrjú önnur tilfelli Einhver taug komist í klemmu Edward Kiernan segir að aðferðin sem hann beitti við aðgerð Erlu Kolbrúnar sé ekki úrelt. Tilfelli hennar sé algjört einsdæmi. Mynd: www.lAk.iS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.