Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Blaðsíða 36
Helgarblað 9.–12. maí 201436 Fólk Viðtal Þ orvaldur Davíð er salla rólegur þrátt fyrir miklar annir. Hann kemur til fundar við blaða- mann á bjartviðrisdegi við gömlu höfnina í Reykjavík. Að kvöldi þessa dags er viðhafnarfor- sýning á Vonarstræti. Hann hefur séð myndina nærri því fullkláraða og er sáttur. Myndin hefur verið umtöluð síðustu daga en einn framleiðenda upplýsti að þekktur aðili og þátttak- andi í útrásinni hefði viljað fá lögbann á myndina vegna líkinda við sig. Ekk- ert hefur orðið af lögbanninu en Þor- valdur fer með hlutverk ungs manns sem teflir á tæpasta vað í góðærinu – íþróttamanns sem meiðist og finn- ur sér farveg í fjármálageiranum. Þor- valdur segist kannast við nokkra slíka. „Það er engin ein fyrirmynd að þeim sem fóru hamförum í góðærinu. Þær eru nokkrar. Sjálfur þurfti ég að kynna mér betur heim þeirra sem tóku þátt í góðærinu því ég tók svo sannarlega ekki þátt í því eins og í raun margir aðrir. Ég var fátækur námsmaður á lánum á þessum árum. En ég upp- lifði það sjálfur að sjá vini mína fara of geyst. Ég var í Verslunarskólanum og margir vina minna fóru að vinna í fjármálageiranum þar sem regluverk- ið var bilað. Margir vina minna komu út í vinnuferðum eða bara til að skemmta sér og hittu mig þá gjarnan. Þá var hringt í fátæka námsmanninn og hon- um boðið að koma út. Menn voru dug- legir að kaupa drykki og lifa hátt,“ segir hann og brosir góðlátlega. Skynjaði kulda „Ég veit að það er auðvelt að segja það eftir á, en það setti að mér ugg. Ég man sérstaklega eftir ákveðinni tilfinningu sem ég fann heima á Íslandi. Þá var ég á gangi í Borgartúninu sem var í örum vexti. Ég skynjaði kulda og fannst allt vera innihaldslaust. Það þyrmdi yfir mig og ég hugleiddi þá hversu hratt hlutirnir breytast. Ég fann að ég kunni ekki við þessa breytingu á samfélaginu og enn síður við þessa tilfinningu. Mér finnst íslenskt samfélag stundum vera eins og gítarstrengur og „tuner“-inn vanstilltur. Við sækjum í öfgar. Á þess- um tíma sóttust allir eftir því að verða ríkir og fóru í sömu áttina. Það mátti ekki gagnrýna eða hefja máls á inni- haldsleysinu. Það var algjört tabú. Svo skall kreppan á og þá fórum við í hina áttina. Þá fóru menn að láta sér vaxa skegg og byrja að ganga um eins og bændur niðri í bæ. Byrjaðir að versla beint við bónda og efla þjóðleg gildi. Sem er auðvitað gott og blessað en ég hef einhverja von um að við séum að finna hinn gullna meðalveg. Í fyrsta lagi að átta okkur á því hvaðan við komum, að líta til baka um leið og við lítum fram á veginn. Bera virðingu fyrir bakgrunninum, fyrir fátækum bænd- um og sjómönnum og þeim sem börð- ust fyrir hagsmunum landsins.“ Þroskasaga Þorvaldur nefnir að þótt myndin ger- ist vissulega í miðju góðæri þá sé hún á engan hátt uppgjör við hrunið. Hún sé öðru fremur þroskasaga aðalsöguhetj- anna. „Kvikmyndin er svona fléttu- saga og mig rekur ekki minni til þess að slík kvikmynd hafi verið gerð áður á Íslandi. Þetta er þroskasaga nokkurra einstaklinga og sögur þeirra fléttast saman. Við sjáum söguhetjur fara í þroskaferðalag, mæta krefjandi tíma- mótum og bregðast við þeim. Hera Hilmarsdóttir og Þorsteinn Bachmann fara með hlutverk söguhetja sem höfðu það alls ekki gott í góðærinu. Myndin á eftir að vekja umræðu og minnir okkur á að horfa í kringum okk- ur á hverjum tíma.“ Kynnti sér heim fjármála Í undirbúningi fyrir hlutverkið kynnti Þorvaldur sér hugarheim og umhverfi söguhetjunnar. „Mín söguhetja er atvinnumaður í knattspyrnu sem meiðist, flytur heim til Íslands og þarf að finna farveg fyr- ir drifkraftinn í sjálfum sér. Ég þurfti að kynna mér orðaforðann og líkams- tjáninguna, í fjármálum og í fótbolta,“ segir hann þótt blaðamaður þykist viss um að hann sé þónokkuð efnileg- ur í boltanum. „Ég þekkti ekki strúkt- úrinn á þessu bankakerfi og hafði litla innsýn í fjármálageirann. Þess vegna þurfti ég að kynna mér þennan heim. Ég reyndi líka að tengja við hið sammannlega.“ Hann hefur ákveðnar skoðanir á því hvers vegna svo margir fóru illa í hruninu. „Það er einhver lína sem menn stíga yfir einu sinni, svo færast mörk- in lengra og lengra. Vandamálið var regluverkið sem var meingallað. Ef það eru ekki lög og reglur í heimi sem er drifinn áfram af svona miklum krafti þá þrífst breyskleikinn. Þeir sem settu reglurnar bera ábyrgð, við setjum reglur til að koma í veg fyrir mistök sem við vitum að við getum gert.“ Beinn og breiður vegur … og þó En hvað um hans eigin drifkraft? Hann hefur látið marga drauma rætast þótt ungur sé. Þegar hann var lítill strák- ur sótti hann um vinnu hjá Útvarp- inu. Hana fékk hann. Þar lék hann í útvarpsleikriti og fljótlega fann hann sér stað á sviðinu. Þá talsetti hann eftirminnilega ljónið Simba í teikni- myndinni Lion King og lét að sér kveða. Hann hugði á nám í leiklist og fékk inngöngu í Leiklistarskóla Ís- lands. Hæfileikar hans fleyttu hon- um þó mun lengra og stuttu seinna fékk hann inni hjá frægasta listahá- skóla heims – Juilliard. Fréttnæmt varð að skólagjöldin fékk hann greidd af styrktarsjóði Roberts Williams. Hann fór út til náms í miðju góðæri en þrátt fyrir að hafa fengið skólagjöldin greidd rétt svo skrimti hann á námslánunum. Juilliard er á Manhattan og þar er líf- ið ekki ókeypis. Eftir hrunið stóð hann uppi slyppur og snauður eins og aðrir námsmenn víða um veröld. „Þetta var rosalega sérstakur tími. Dollarinn var 50 krónur og svo allt í einu var krónan einskis virði. Skólinn greiddi fyrir skólagjöldin og ég var á fullum skólastyrk en ég þurfti samt að greiða leigu upp á 200 þúsund krónur. Námslán dugðu ekki fyrir henni. Ís- lendingar voru í miðdepli. Það voru allir meðvitaðir um þetta í skólanum. Bæði nemendur og kennarar spurðu mig hvort það væri allt í lagi með mig. Kennarinn minn stakk inn á mig fjöru- tíu dollurum. Mér fannst það óþægi- legt en tók samt við þeim. Ég átti aldrei pening síðustu tvær vikur mánaðar- ins. Þá var lítið borðað heima annað en hrísgrjón. Sem betur fer þá var oft ókeypis matur á boðstólum í skólanum. Ég hugsa að það hafi verið meðvitað. Nemendahópurinn í Juilliard er alls staðar frá. Það kaupir sig enginn inn í Juilliard. Nemendur komast inn í skól- ann á eigin verðleikum og eru þess vegna ekkert endilega efnaðir. Ég fékk fjárhagsaðstoð að heiman og styrki úr sjóðum. En ekkert mikið. Ég hef aldrei þurft mikið. Eftir á að hyggja var þessi tími ekk- ert mikið sjokk hvað mig varðar. Ég er nægjusamur en ég var einn í stór- borginni á þessum tíma og því var ástandið kannski meira yfirþyrmandi.“ Gisti í koju og hlustaði á Chopin Fyrst um sinn dvaldi hann á heimavist skólans í koju en seinna fluttist hann í litla íbúð í nágrenninu. Námið var krefjandi en gjöfult. Margar þeirra að- ferða sem hann nam hjá lærifeðrum sínum notar hann bæði í leiklistinni og í lífinu sjálfu. „Námið var mjög krefjandi frá morgni til kvölds. Það komst ekkert annað að. Ég naut þess að búa í New York. Hún er svo margbrotin, ég bjó á Manhattan en engu glæsilífi. Fyrst um sinn á heimavistinni og svaf þá í koju. Sem betur fer var herbergisfé- laginn hinn besti drengur – píanó- leikari frá Chicaco sem kenndi mér að meta Chopin. Það var fínt að búa þröngt en fá líka að vera í þessari fal- legu fjölmenningu, það er svo gaman að verða hluti af jafn litríku mannlífi og er í þessari borg. Ég er minn harðasti gagnrýnandi. Þótt námið sé strangt þá var ég ekki tekinn sérstaklega fyrir. Ég held að fólk hafi fundið hvað að ég var harður við sjálfan mig. Það hefði ekki haft neitt upp á sig að leggja harðar að mér en ég gerði sjálfur. Kennarar skólans reyndust mér vel og eru þrautreyndir. Richard Feldman, listrænn stjórnandi, var einn þeirra, ofboðslega fallega þenkjandi maður. Hann er búinn að kenna svo lengi að hann þarf ekki að hafa mörg orð um kennsluna. Stundum sat hann með lokuð augun, hálfsofandi á meðan við fórum með senur. En svo allt í einu rankar hann við sér og stoppar okkur. Þá fann hann á sér hvenær senan fór úrskeiðis. Þá er mér minnisstæð ræðan sem kennslustjóri skólans hélt fyrir okkur. Ég hef hana enn hugfasta og nota inn- takið bæði í leiklistinni og í lífinu. Hann sagði við okkur að í nám- inu væri engin ein greið leið, rétt eins og lífinu. Hérna færum við í gegnum fjögurra ára nám og markmið kennara við skólann væri að gefa okkur liti. Við kæmum kannski með fimm liti í farteskinu en þegar náminu væri lok- ið færum við með fleiri liti. Hann sagði: Það er okkar hlutverk að gefa ykkur eins marga liti og mögulegt er. Ég hugsa því oft í alls konar aðstæð- um, nei sko – hérna er litur sem ég get notað.“ Fékk enga fyrirgreiðslu Þorvaldur er ekki alinn upp í leikhús- inu og í fjölskyldu hans hefur hingað til ekki verið iðkuð leiklist að neinu marki. Áhuginn er sjálfsprottinn þótt hann hafi óneitanlega fengið innblástur frá frjóum föður sínum og festuna til að stefna að settu marki frá móður sinni. „Ég hafði engin tengsl eða fyrirgreiðslu til þess að láta drauminn rætast,“ segir hann og brosir breitt. „Foreldrar mínir eru ekki leikarar eða tengdir leikhúsheiminum á nokkurn hátt. Mamma var í kór og pabbi hefur alltaf verið skapandi og starfað við ritsmíðar. Hann hefur alltaf haft djúpan áhuga á fólki og starfaði sem blaðamaður á hinum ýmsu dag- blöðum og tímaritum. Hann tók mig oft með í verkefni og ég held það hafi gert mér gott. Ég man til dæmis eftir því þegar hann tók viðtal við Vigdísi Finnbogadóttur. Mér fannst hún allra merkilegasta manneskja sem ég hafði hitt og fékk hjá henni Seven-up. Þá hitti ég óteljandi stjórnmálamenn sem lítill gutti með pabba. Ég hlustaði og horfði. Í þessu fagi sem ég starfa við þá er það góður eiginleiki. Það hefur gert mér gott að spyrja og hlusta. Það er grunnurinn í leiklist. Að taka inn og gefa svo.“ Vorkennir þeim sem fá allt Foreldra sína, Kristján Þorvaldsson og Helga Jóna Óðinsdóttir, segir Þorvald- ur búa yfir ólíkum kostum. „Mamma og pabbi eru mjög ólík. Þau eru hálf- gerðar andstæður en á góðan hátt. Mamma starfar á verkfræðistofu og vill hafa allt í röð og reglu. Hún er akker- ið mitt í lífinu. Alltaf til staðar. Það er ekki sjálfgefið. Á meðan gaf pabbi mér þennan innblástur sem ég þurfti á að halda og bý enn að. Ég er þakklátur fyr- ir kontrastinn. Ég held að ég hafi verið mjög heppinn strákur og ég vorkenni þeim sem hafa fengið allt upp í hend- urnar. Ég finn í dag hvað ég er sterk- ur vegna þess hve ég hef þurft að hafa mikið fyrir hlutunum.“ Spilaði vist og hlustaði á gufuna Þorvaldur er gömul sál. Ofnotuð klisja, en hvað skal segja, einhvern veginn skera þær sig úr hópnum þessar gömlu. Talsmátinn er annar og fasið oft yfirvegaðra en hjá þeim hvatvísari. Rósemdina sem hann býr yfir hefur hann fengið í meðgjöf því í ljós kemur að Þorvaldur eyddi miklum tíma með afa sínum og ömmu í æsku og í stað þess að ganga í leikskóla hlustaði hann á gufuna og spilaði vist. „Ég var alltaf með afa og ömmu þegar ég var lítill. Ég var eiginlega ekk- ert á leikskóla heldur var bara heima hjá þeim. Ég hlustaði á gömlu gufuna og fór í tindátaleik með ömmu eða spilaði við hana tveggja manna vist. Afi og amma voru miklar andstæður eins og mamma og pabbi. Afi kom af góðu fólki sem lenti í kreppunni á nítjándu öld. Hann var fæddur 1908. Amma kemur úr sveit, eins mikilli sveit og hægt var, Þorvaldsstöðum í Breiðadal. Þau hittust á Fáskrúðsfirði. Þau störfuðu við hin ýmsu störf í gegnum árin á Fáskrúðsfirði áður en þau fluttu á mölina. Amma var mikið náttúrubarn enda alin upp í sveit ásamt 12 systkinum. Systkinin voru látin drekka úr lýsistunnu á hverjum morgni, var mér sagt, því þá þótti gott að vera ekki horaður. Amma notaði þessa línu líka óspart þegar hún var að lýsa einhverjum á jákvæðan hátt: „Hann er feitur og fallegur.“ Amma og afi samsvöruðu sér þó afar vel og voru alls ekki í neinum vandræðum Vill ekki búa í Hollywood Þorvaldur Davíð Kristjánsson fer með hlutverk gulldrengs sem fer geyst í góðærinu í kvikmynd sem frumsýnd verður í maí, Vonarstræti. Sjálfur er hann nokkurs konar gulldrengur sem hefur þó barist fyrir sínu og komist áfram á eigin verðleikum. Hann sóttist eftir leiklistarferli í Hollywood en kýs frekar að vera hér heima. Kristjana Guðbrandsdóttir ræddi við Þorvald um uppvöxtinn og draumana, árin í Julliard og frægðina. Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is „Ég hand­ þvoði alltaf sömu nærföt og sokka einu sinni á dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.