Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Blaðsíða 62
Helgarblað 9.–12. maí 201462 Fólk „Svo nálægt sviðinu að ég gat komið við það“ Íslendingar á fremsta bekk í Eurovision trylltust af gleði þegar Ísland komst áfram V ið trylltumst algjörlega úr gleði,“ segir Agla Friðjóns­ dóttir, verkfræðingur hjá Icelandair, eigandi Sho­ jungle.is og sannkallað Eurovision­nörd um það hvern­ ig það var að sjá Ísland komast í úrslitakeppni Eurovision. Hún er í Kaupmannahöfn með vina­ hóp sínum, þeim Jón Cleon, Lóu Fatou Einarsdóttur, Lárusi Guðjóni Lúðvígssyni, Katrínu Ýri Magnús­ dóttur og Ármanni Árnassyni, sem öll fylgjast vel og vandlega með keppninni. Um er að ræða sanna aðdáendur sem eru meðlimir í evrópsku aðdá­ endasamtökum keppninnar. Flest keyptu þau miða á alla viðburði, það er að segja öll dómararennsli, undankeppnirnar tvær og svo auð­ vitað á úrslitin á laugardagskvöld. „Þetta hefur verið alveg ótrúlega skemmtilegt. Við ákváðum strax eftir að úrslitin voru ljós í fyrra að fara í ár,“ segir Agla en hópurinn býr svo vel að fá gistingu hjá félögum sínum búsettum í Kaupmannahöfn og eru þau öll í flatsæng í lítilli íbúð. Hittu Óttar í flugvélinni Fjölmargir Íslendingar eru búsett­ ir í Kaupmannahöfn en að auki eru margir sem hafa ákveðið að fara og fylgjast með keppninni. Borgin iðar öll af lífi og Eurovision­stemningin er í algleymingi. Hópurinn hef­ ur verið heppinn og hitti íslenska hópinn strax á kaffihúsi í Kaup­ mannahöfn fyrir ótrúlega tilviljun. „Þetta byrjaði reyndar á því að við flugum út með Óttari Proppé,“ segir Agla og hófst þar með Eurovision­ ævintýrið með hvelli. „Þetta popp­ ar allt upp hvar sem við förum.“ Sat við sviðið „Ég stóð svo nálægt sviðinu að ég gat komið við það,“ segir Agla, en þau fengu að vera með öðrum úr evrópska aðdáendaklúbbnum og nutu góðs af því. „Við vildum sjá Ísland tvisvar á sviðinu svo við fórum á dómararennslið fyrir undankeppnina. Svo stóðum við í salnum á sjálfri keppninni og fylgdumst með. Við ákváðum að klæða okkur í „pollapönks­ litina“ og ætlum að vera enn flott­ ari á sjálfri úrslitakeppninni,“ seg­ ir Agla sem var búin að afskrifa að Pollapönk kæmist upp úr riðlinum á þriðjudagskvöldið. „Ég hélt að það yrði Moldóva sem kæmi upp úr síðasta umslaginu, ég viður­ kenni það. Þetta var bæði óvænt og skemmtilegt. Eftir að Pollapönk kom svo aftur á sviðið og fagnaði þessu þá hlupu þeir til okkar.“ Hitti Frakkana Agla segist sérstaklega hrifin af franska laginu í keppninni. „Ég var búin að ákveða að markmið keppn­ innar væri að fá mynd af mér með franska söngvaranum. „Það tókst,“ segir hún en hópurinn rambaði inn á kaffihús í Kaupmannahöfn og hitti þar fyrir franska liðið. „Þau voru þarna að spila, bara á ein­ hverju pínu litlu kaffihúsi. „Þeir tóku svo „selfie“ yfir salinn og þar erum við öll á myndinni,“ segir hún. Skulda partí Eini ókosturinn við ferðalag þeirra er að Agla og vinkona hennar, Lóa Fatou, halda árlega Eurovision­ teiti sem sögur fara af en eðli málsins samkvæmt geta þær ekki gert það í ár. Vinum þeirra finnst þeir illa sviknir en Agla segir að vinkona þeirra ætli að hlaupa í skarðið í ár og sjá um skemmtana­ höldin. „Já, þeim fannst við ekki hugsa nógu vel um þá,“ segir Agla og hlær. Hún spáir Svíþjóð sigri, en segist hrifin af framlagi Frakk­ lands. „Ég vil að Frakkland vinni en veit að það er því miður ekki að fara að gerast – júrópólitíkin,“ segir hún og bendir á að Frakkland hafi ekki riðið feitum hesti frá keppninni undanfarin ár. Hún segir meðbyr­ inn vera með sænska laginu og telur líklegt að það geti reynst sigursælt. „Mér hefur aldrei fundist svona erfitt að spá, það getur allt gerst!“ n „Þetta poppar allt upp hvar sem við förum Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Áhugakona Agla er áhugasöm um Eurovison. Hún er hrifin af franska laginu en heldur að það sænska hafi sigur úr býtum. Á svæðinu Hópurinn mættur til Köben. Með frökkunum Hér sjást þær Katrín, Agla og Fatou með frönsku keppendunum. Í Eurovision-ljóma Agla er hér fyrir miðju, beint fyrir aftan frönsku söngvarana. Hún hitti þá fyrir tilviljun á litlu kaffi- húsi í Kaupmannahöfn. Myndir AglA FriðjÓnSdÓttir Yesmine fæddi dreng Sjónvarpskokkurinn, dansarinn og söngkonan Yesmine Olsson og eiginmaður hennar, tónlistar­ maðurinn Arngrímur Fannar Haraldsson, betur þekktur sem Addi Fannar úr Skítamóral, eign­ uðust sitt annað barn á dögun­ um. Hjónakornin, sem eiga fyrir dótturina Ronju Ísabel auk þess sem Addi Fannar á unglings­ dreng af fyrra sambandi, eignuð­ ust lítinn, fallegan og hárprúðan dreng. Sjónvarpsþættir Yesmine, Framandi og freistandi, vöktu mikla athygli þegar þeir voru sýndir í sjónvarpinu en nýlega var farið að sýna þættina í Finn­ landi og í Svíþjóð. Fékk gamalt númer Euro- vision-fara Silja Bára Ómarsdóttir, stjórn­ málafræðingur og aðjunkt við Háskóla Íslands, lenti í dálitlu veseni fyrir nokkrum árum þegar hún fékk sér nýtt símanúmer. Silja fékk þá nýtt númer sem vildi svo til að var áður skráð á rokkarann og Eurovision­farann Heiðar Örn Kristjánsson og var Silja sífellt að fá símtöl sem ætluð voru honum. Silja gantaðist með atvikið á Facebook­síðu sinni: „Þótt ég samgleðjist alveg öllum sem fylgjast með Júróvisjón, þá er ég kátust yfir því að hann virðist á einhverjum tímapunkti hafa látið fólk vita af breyttu númeri. Ég fékk símtöl sem voru til hans í svona fimm ár.“ Góð hugmynd að skila saursýni Hildur Lilliendahl Viggósdóttir er ein margra sem segist ósátt við það að björgunarsveitir safni lífsýnum fyrir Decode og finnst það prýðileg hugmynd að skila þeim saursýni í staðinn. „Viðar Þorsteins sagðist ætla að skila saursýni. Mér finnst það prýðileg hugmynd,“ segir hún á Facebook og bætir við: „Mér finnst þetta vafasamt og skrítið og sjúklega frekt og innrás og manipúlasjón og óþægilegt og bara allt sem er vont í heiminum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.