Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Blaðsíða 50
Helgarblað 9.–12. maí 201450 Sport Ögurstund í Evrópu n Spennan í stærstu deildum Evrópu er í algleymingi n Hörð barátta á toppi og botni K eppni í stærstu deildum Evrópu fer senn að ljúka en í flestum þeirra eru tvær umferðir eftir. Lín- ur eru því farnar að skýr- ast í titilbaráttunni, Evrópu- baráttunni og í fallbaráttunni. DV fer hér yfir stöðu mála í ensku, þýsku, spænsku, frönsku og ítölsku deildinni. Í þremur þessara deilda hafa meistarar þegar verið krýndir; PSG í Frakk- landi, Juventus á Ítalíu og Bayern München í Þýskalandi. Spennan í hinum deildunum er í algleym- ingi. n Ítalska úrvalsdeildin: Þrjú ár í röð Tvö félög hafa skarað fram úr á Ítalíu í vetur: Juventus og Roma. Juventus tryggði sér titilinn um liðna helgi og er með 96 stig í toppsætinu. Roma hefur fyrir löngu tryggt sér 2. sætið þar sem liðið er með 85 stig. Napoli fer í forkeppni Meistaradeildarinnar á meðan Fiorentina og Inter fara að líkindum í forkeppni Evrópudeildarinnar. Baráttan á botninum er gríðarlega hörð: Livorno og Catania eru í tveimur neðstu sætunum og þurfa að vinna helst báða sína leiki til að eiga möguleika á að bjarga sér. Sassuolo, Bologna og Chievo eru einnig í harðri fallbaráttu. Leikmaður tímabilsins: Paul Pogba hefur leikið óaðfinnanlega á miðjunni hjá Juventus í vetur, skorað sjö mörk og lagt upp sjö. Carlos Tevez og Giorgio Chiellini komu einnig til greina í valinu. Franska úrvalsdeildin: Meistari Zlatan Zlatan Ibrahimovic og félagar hans í PSG urðu Frakklandsmeistarar á miðvikudag þrátt fyrir tap gegn Rennes á heimavelli. Þó að tvær umferðir séu eftir getur Monaco, sem er í 2. sæti, ekki náð PSG að stigum. Enn bætist því í medalíusafn Svíans Zlatans Ibrahimovic sem verður alltaf landsmeistari með þeim liðum sem hann spilar með. Lille getur um helgina tryggt sér 3. sætið og þar með sæti í um- spili fyrir Meistaradeildina og Saint-Etienne sömuleiðis það fjórða sem tryggir sæti í Evrópudeildinni. Ajaccio er löngu fallið og sömu sögu má segja af Valenciennes. Sochaux, Evian, Guingamp, Nice og Montpellier geta einnig fallið þó þau tvö síðastnefndu séu nokkuð örugg með sæti sitt. Leikmaður tímabilsins: Zlatan Ibrahimovic er langmarkahæsti leikmaður deildarinnar með 25 mörk úr 30 leikjum. Næsti maður þar á eftir hefur skorað 16 mörk. Þá hefur Svíinn lagt upp 11 mörk, einu marki minna en James Rodriguez hjá Monaco. Spænska úrvalsdeildin: Atletico í lykilstöðu Það hefur ekki gerst oft á undanförnum árum að spenna sé í titilbaráttunni á lokasprettinum á Spáni. Það hefur heldur ekki gerst oft að Barcelona eða Real Ma- drid séu ekki með málin í sínum höndum. Atletico Madrid er á toppnum með 88 stig og verður meistari með því að vinna þá tvo leiki sem liðið á eftir. Barcelona er í öðru sæti með 85 stig og Real Madrid í því þriðja með 84 stig. Bæði lið eiga tvo leiki eftir. Um helgina mætir Atletico Malaga á heimavelli en heimsækir svo Barcelona í lokaumferðinni í leik sem gæti orðið úrslitaleikur í deildinni. Öll þessi lið hafa tryggt sér þátttöku- rétt í Meistaradeildinni að ári en auk þess hefur Athletic Bilbao tryggt sér sæti í forkeppninni. Sevilla og Real Sociedad fara að öllum líkindum í Evrópudeildina. Botnbaráttan er ekki síður spennandi en toppbaráttan. Real Betis er löngu fallið en sex lið berjast um að halda sæti sínu í deildinni. Þau eru Valladolid, Osasuna, Getafe, Almeria, Granada og Elche. Valladolid og Osasuna eru í verstri stöðu. Leikmaður tímabilsins: Lionel Messi verður að sætta sig við það að Cristiano Ronaldo hefur einfaldlega verið öflugri í vetur. Í 30 leikjum hefur hann skorað 31 mark og auk þess lagt upp níu. Ronaldo er bestur í heiminum í dag. Þýska Bundesligan: Barist um meistaradeildarsæti Bayern München hefur haft fádæma yfirburði á tímabilinu. Liðið hefur fyrir löngu tryggt sér titilinn enda unnið 28 af 33 leikjum í deildinni. Einni umferð er ólokið og fer hún fram um helgina. Bor- ussia Dortmund hefur tryggt sér annað sæti, og sæti í Meistaradeild Evrópu. Schalke stendur vel að vígi og nægir jafntefli gegn Nürnberg í lokaumferðinni til að tryggja sér Meistaradeildarsæti en Nürnberg er í þeirri stöðu að geta nappað umspilssæti af Hamburger, á botni deildarinnar. Á þeim liðum munar aðeins einu stigi svo líklegt er að leik- menn Nürnberg leggi allt í sölurnar gegn Schalke. Hamburger mætir hins vegar Mainz, sem hefur að engu að keppa. Bayer Leverkusen er sem stendur í fjórða sæti, og kæmist í forkeppni Meistara- deildarinnar ef sú yrði niðurstaðan. Leverkusen mætir Werder Bremen í lokaumferðinni og getur náð Schalke að stigum. Wolfsburg og Borussia Mönchengladbach, sem hafa tryggt sér sæti í Evrópudeildinni geta, með hagstæðum úrslitum, náð Leverkusen að stigum. Baráttan um Evrópusætin er því afar hörð. Á botninum er líka hart barist. Hamburger, Nürnberg eða Braunschweig verða í þremur neðstu sætunum en eitt þeirra gæti bjargað sér frá falli með því að vinna umspil gegn liði í deild fyrir neðan, líklega Greuther Furth. Hamburger stendur best að vígi en hin liðin tvö geta með hagstæðum úrslitum sett þá stöðu í uppnám. Leikmaður tímabilsins: Franck Ribéry hjá Bayern München hefur verið frábær eftir að hann sneri til baka úr meiðslum, og átt þátt í 20 mörkum í 18 leikjum. Miðjumaðurinn Marco Reus hlýtur hins vegar titilinn, að mati DV, en hann hefur skorað 16 mörk og lagt upp 13 fyrir Dortmund, og verið þeirra besti maður í vetur. Enska úrvalsdeildin: Úrslitin ráðast í lokaumferðinni Spennan á toppnum í ensku deildinni hefur verið næsta óbærileg. Eftir dæmalaust klúður Liverpool á móti Crystal Palace, sem vann upp þriggja marka forystu á 11 mínútum, nægir Manchester City jafntefli í lokaleiknum til að tryggja sér titilinn. City tekur á móti West Ham í lokaumferðinni. West Ham er sýnd veiði en ekki gefin. Liðið vann til dæmis Tottenham á dögunum. Á sama tíma heimsækir Newcastle Anfield en liðið hefur verið heillum horfið að undan- förnu. Svo gæti farið að úrslit deildarinnar réðust í uppbótatíma, eins og gerðist vorið 2012, þegar City stal titlinum af United, með marki á fimmtu mínútu í uppbótatíma gegn QPR. Liverpool og City eiga trygg sæti í Meistara- deildinni. Chelsea hefur einnig þegar tryggt sér sæti, auk þess sem Arsenal er komið í forkeppni Meistaradeildarinnar. Of mikill markamunur er á liðunum svo þau geti haft sætaskipti. Everton fer í Evrópudeildina. Enginn spenna þar á ferð. Á botni deildarinnar eru úrslitin einnig ráðin. Cardiff, Fulham og Norwich falla um deild en Sunderland, West Brom og Hull sleppa með skrekkinn. Það verða því aðeins tveir spennandi leikir um helgina; Liverpool – Newcastle og Manchester City – West Ham. Leikmaður tímabilsins: Enginn kemst með tærnar þar sem Luis Suarez, framherji Liverpool, hefur hælana. 31 mark og 12 stoðsendingar liggja eftir Suarez á tímabilinu, sem er fáheyrður árangur. Baldur Guðmundsson Einar Þór Sigurðsson baldur@dv.is/ einar@dv.is Spenna á Englandi City nægir jafntefli í lokaleiknum. Yfirburðir Enginn stenst Suarez snúning Sókndjarfur Marco Reus Sá besti Ronaldo er bestur í heimi um þessar mundir. Bestur á Ítalíu Paul Pogba Meistarar á Ítalíu Juventus er búið að sitja á toppi deildarinnar nær allt keppnistímabilið. Þeir bestu PSG er franskur meistari. Vinnur Atletico? Það væri saga til næsta bæjar ef hvorki Real Madrid né Barcelona ynni titilinn á Spáni. Langbestir Engin spenna hefur ríkt um það í Þýskalandi, hvaða lið verður meistari. Bayern er langbesta liðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.