Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Blaðsíða 2
Helgarblað 9.–12. maí 20142 Fréttir 50% afsláttur af nammibarnum alla föstudaga og laugardaga Ódýrasti ísinn í hverfinu! Söluturn Ísbúð Vídeóleiga Réttarholtsvegi 1 • 108 Reykjavík • Sími 553 5424 Kúlan KÚLAN KLIKKAR EKKI S kagfirski karlakórinn Heimir mun syngja þjóð­ sönginn á Austurvelli 17. júní næstkomandi. Um­ talsverður kostnaður fylgir því að flytja sextíu manna kórinn til höfuðborgarinnar og mun for­ sætisráðuneytið greiða allan þann aukakostnað. Upphæðin, umfram venjulegan kostnað, nemur um hálfri milljón króna. Síðastliðin ár hefur ríkið borg­ að kórum tvö hundruð þúsund krónur fyrir flutninginn en í ár er upphæðin nærri fjórfalt hærri, sjö hundruð þúsund krónur. Þar til ársins 2011 var þó hefð fyrir því að karlakórar tækju að sér verkefnið greiðslulaust. Er þetta í fyrsta skipti sem karlakór af landsbyggðinni er fluttur til Reykjavíkur gagngert til flytja þjóðsönginn á þjóðhátíðar­ daginn. Segir ekkert óeðlilegt við kostnað „Já, það er meiningin að við syngjum,“ segir Gísli Árnason, formaður karla­ kórsins Heimis, í samtali við DV og staðfestir með því að kórinn muni flytja Ó guð vors lands á Austur­ velli eftir rúman mánuð. Hann seg­ ir þó ekkert óeðlilegt við kostnaðinn sem fylgi komu kórsins og muni falla á ríkis sjóð. „Mér er sagt að kórar hafi fengið ákveðna þóknun fyrir að gera þetta á 17. júní. Það hefur alltaf verið þannig að þetta væru kórar sem eru á svæðinu, en þetta er náttúrlega ferða­ kostnaður hjá okkur. Það kostar tals­ vert að flytja sextíu karla norðan úr landi. Það er ekkert annað óeðlilegt að bak við þetta, nema bara ferðakostn­ aðurinn,“ segir Gísli. Kórum greitt frá 2011 „Já, það er náttúrlega dýrt að flytja sex­ tíu manna kór þvert yfir landið,“ segir Benóný Ægisson, verkefnisstjóri þjóð­ hátíðarhaldanna, í samtali við DV. Að hans sögn hafi kórum verið greitt fyr­ ir að flytja þjóðsönginn síðan viðburð­ ir við Austurvöll á 17. júní urðu ríkis­ athöfn í stað borgarathafnar árið 2011. „Það voru til skiptis yfirleitt Karlakór Reykjavíkur og Fóstbræður sem tóku þetta að sér. Kvennakórinn kom svo inn í þetta á tímabili. Eftir að þetta varð ríkisathöfn í stað borgarathafn­ ar þá hefur þetta breyst nokkuð. Við höfum verið með barnaskór frá Kópa­ vogi og Hamrahlíðarkórinn þannig að þetta er breytt umhverfi,“ segir hann. „Auka fjárveiting frá forsætisráðuneytinu“ Aðspurður svarar Benóný því neitandi að kostnaður vegna kórsins sé svipað­ ur og á síðastliðnum árum. Segir hann að ferðakostnaður í tengslum við komu kórsins til Reykjavíkur verði um fimm hundruð þúsund krónur auk hefðbundnari tvö hundruð þúsunda króna þóknun. „Nei, við erum náttúr­ lega að greiða fyrir ferðir og fæði fyrir kórinn. Það kemur auka fjárveiting frá forsætisráðuneytinu í það,“ segir Benóný. Að hans var ákvörðunin tek­ in í samstarfsnefnd Alþingis, stjórn­ arráðsins, og framkvæmda aðilanna. „Reykjavíkurborg sér um þetta fyrir forsætisráðuneytið og Alþingi. Við erum rótarar,“ segir Benóný. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í fulltrúa forsætisráðuneytisins í sam­ starfsnefndinni við vinnslu fréttar. Af orðum Benonýs er ljóst að um er að ræða pólitíska ákvörðun sem fyrst og fremst er tekin af framkvæmda­ valdinu. n n Skagfirskur kór flytur þjóðsönginn á 17. júní n Kostnaður 700 þúsund„Kostar talsvert að flytja sextíu karla norðan úr landi Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is Forsætisráðuneytið borgar fyrir karlakór Karlakórinn Heimir Þónokkur aukakostnaður fylgir því að flytja skagfirska kórinn til höfuð- staðarins vegna hátíðarhalda á 17. júní. mynd HoF.iS 16 ára kærði hópnauðgun Vísir greindi frá því á fimmtu­ dag að fimm drengir hefðu verið leiddir fyrir dómara, vegna ásak­ ana um hópnauðgun. Hún á að hafa átt sér stað í Breiðholti aðfaranótt sunnudags, en all­ ir drengirnir eru undir átján ára aldri. Samkvæmt heimildum Vísis kærði fórnarlambið, 16 ára menntaskólastúlka, árásina á miðvikudag. Lögregla fór fram á gæsluvarðhald í viku yfir piltun­ um, en dómari gaf sér frest til föstudagsmorguns til að ákveða hvort hann yrði við kröfunni. Drengirnir voru því í haldi nætur­ langt hið minnsta, frá fimmtu­ degi til föstudags. Dæmdur í ársfangelsi Gunnar Þ. Andersen, fyrrver­ andi forstjóri FME, hefur verið dæmdur í ársfangelsi fyrir brot á þagnarskyldu. Hann hafði áður verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjarvíkur en dómnum var áfrýjað. Þar var hann dæmdur til greiðslu tveggja milljóna sekt­ ar, en Hæstiréttur breytti þeim dómi. Fangelsisvistin er skilorðs­ bundin til tveggja ára. Gunnar er sakfelldur fyrir að hafa komið gögnum um kaup Landsbankans á Bogmanninum, félagi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns, til DV. Taldi dómurinn það hafa verið gert til þess að koma höggi á Guðlaug Þór, sem Gunnar taldi sig eiga sökótt við. Ó lafur Arnarson, hagfræðingur og fjölmiðlamaður, segir að „kerfið“ hafi slegið „skjald­ borg“ um seðlabankastjórana sem stýrðu Seðlabanka Íslands um haustið 2008. Þetta kemur fram í bók hans, Skuggi sólkonungs: Er Davíð Oddsson dýrasti maður lýðveldis­ ins?, sem kemur út í dag, föstudag. Í bókinni fjallar Ólafur um feril Davíðs Oddssonar síðustu árin. Meðal þess sem fjallað er um í bókinni er af hverju ákæruvaldið á Íslandi ákvað að höfða ekki saka­ málarannsókn á hendur Davíð Oddssyni eftir íslenska efnahags­ hrunið árið 2008. Rannsóknarnefnd Alþingis taldi Davíð Oddsson hafa gerst sekan um vanrækslu í starfi sínu í Seðlabanka Íslands. Orðrétt segir um þetta í bókinni: „Ekki leið þó á löngu eftir að skýrsla rann­ sóknarnefndar Alþingis birtist vorið 2010 áður en Björn Bergsson, settur ríkissaksóknari, sem settur hafði verið til að fara yfir mögulegar forsendur fyrir sakamálarannsókn á hendur seðlabankastjórum, lýsti því yfir að hann teldi ekki ástæðu til að hefja sakarannsókn á grundvelli þeirra vanrækslusynda, sem rann­ sóknarnefnd Alþingis hafði komist að raun um að seðlabankastjórar væru sekir um.“ Ólafur dregur svo ályktun af þeirri staðreynd að ákveðið hafi ver­ ið að hefja ekki sakamálarannsókn á hendur Davíð og segir: „Þannig virðist kerfið hafa slegið upp þeirri skjaldborg, sem aldrei var slegin um heimilin í landinu. Kerfið sló upp skjaldborg um seðlabankastjórana, sem settu Seðlabankann á haus­ inn einan seðlabanka í heiminum í bankahruninu 2008.“ n ingi@dv.is Segir kerfið hafa varið Davíð Bók Ólafs Arnarsonar um davíð oddsson kemur út í dag „Skjaldborg“ um davíð Ólafur Arnar- son segir í bókinni að „kerfið“ á Íslandi hafi slegið „skjaldborg“ um Davíð vegna meintra brota hans í starfi í Seðlabanka Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.