Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Side 2
Helgarblað 9.–12. maí 20142 Fréttir 50% afsláttur af nammibarnum alla föstudaga og laugardaga Ódýrasti ísinn í hverfinu! Söluturn Ísbúð Vídeóleiga Réttarholtsvegi 1 • 108 Reykjavík • Sími 553 5424 Kúlan KÚLAN KLIKKAR EKKI S kagfirski karlakórinn Heimir mun syngja þjóð­ sönginn á Austurvelli 17. júní næstkomandi. Um­ talsverður kostnaður fylgir því að flytja sextíu manna kórinn til höfuðborgarinnar og mun for­ sætisráðuneytið greiða allan þann aukakostnað. Upphæðin, umfram venjulegan kostnað, nemur um hálfri milljón króna. Síðastliðin ár hefur ríkið borg­ að kórum tvö hundruð þúsund krónur fyrir flutninginn en í ár er upphæðin nærri fjórfalt hærri, sjö hundruð þúsund krónur. Þar til ársins 2011 var þó hefð fyrir því að karlakórar tækju að sér verkefnið greiðslulaust. Er þetta í fyrsta skipti sem karlakór af landsbyggðinni er fluttur til Reykjavíkur gagngert til flytja þjóðsönginn á þjóðhátíðar­ daginn. Segir ekkert óeðlilegt við kostnað „Já, það er meiningin að við syngjum,“ segir Gísli Árnason, formaður karla­ kórsins Heimis, í samtali við DV og staðfestir með því að kórinn muni flytja Ó guð vors lands á Austur­ velli eftir rúman mánuð. Hann seg­ ir þó ekkert óeðlilegt við kostnaðinn sem fylgi komu kórsins og muni falla á ríkis sjóð. „Mér er sagt að kórar hafi fengið ákveðna þóknun fyrir að gera þetta á 17. júní. Það hefur alltaf verið þannig að þetta væru kórar sem eru á svæðinu, en þetta er náttúrlega ferða­ kostnaður hjá okkur. Það kostar tals­ vert að flytja sextíu karla norðan úr landi. Það er ekkert annað óeðlilegt að bak við þetta, nema bara ferðakostn­ aðurinn,“ segir Gísli. Kórum greitt frá 2011 „Já, það er náttúrlega dýrt að flytja sex­ tíu manna kór þvert yfir landið,“ segir Benóný Ægisson, verkefnisstjóri þjóð­ hátíðarhaldanna, í samtali við DV. Að hans sögn hafi kórum verið greitt fyr­ ir að flytja þjóðsönginn síðan viðburð­ ir við Austurvöll á 17. júní urðu ríkis­ athöfn í stað borgarathafnar árið 2011. „Það voru til skiptis yfirleitt Karlakór Reykjavíkur og Fóstbræður sem tóku þetta að sér. Kvennakórinn kom svo inn í þetta á tímabili. Eftir að þetta varð ríkisathöfn í stað borgarathafn­ ar þá hefur þetta breyst nokkuð. Við höfum verið með barnaskór frá Kópa­ vogi og Hamrahlíðarkórinn þannig að þetta er breytt umhverfi,“ segir hann. „Auka fjárveiting frá forsætisráðuneytinu“ Aðspurður svarar Benóný því neitandi að kostnaður vegna kórsins sé svipað­ ur og á síðastliðnum árum. Segir hann að ferðakostnaður í tengslum við komu kórsins til Reykjavíkur verði um fimm hundruð þúsund krónur auk hefðbundnari tvö hundruð þúsunda króna þóknun. „Nei, við erum náttúr­ lega að greiða fyrir ferðir og fæði fyrir kórinn. Það kemur auka fjárveiting frá forsætisráðuneytinu í það,“ segir Benóný. Að hans var ákvörðunin tek­ in í samstarfsnefnd Alþingis, stjórn­ arráðsins, og framkvæmda aðilanna. „Reykjavíkurborg sér um þetta fyrir forsætisráðuneytið og Alþingi. Við erum rótarar,“ segir Benóný. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í fulltrúa forsætisráðuneytisins í sam­ starfsnefndinni við vinnslu fréttar. Af orðum Benonýs er ljóst að um er að ræða pólitíska ákvörðun sem fyrst og fremst er tekin af framkvæmda­ valdinu. n n Skagfirskur kór flytur þjóðsönginn á 17. júní n Kostnaður 700 þúsund„Kostar talsvert að flytja sextíu karla norðan úr landi Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is Forsætisráðuneytið borgar fyrir karlakór Karlakórinn Heimir Þónokkur aukakostnaður fylgir því að flytja skagfirska kórinn til höfuð- staðarins vegna hátíðarhalda á 17. júní. mynd HoF.iS 16 ára kærði hópnauðgun Vísir greindi frá því á fimmtu­ dag að fimm drengir hefðu verið leiddir fyrir dómara, vegna ásak­ ana um hópnauðgun. Hún á að hafa átt sér stað í Breiðholti aðfaranótt sunnudags, en all­ ir drengirnir eru undir átján ára aldri. Samkvæmt heimildum Vísis kærði fórnarlambið, 16 ára menntaskólastúlka, árásina á miðvikudag. Lögregla fór fram á gæsluvarðhald í viku yfir piltun­ um, en dómari gaf sér frest til föstudagsmorguns til að ákveða hvort hann yrði við kröfunni. Drengirnir voru því í haldi nætur­ langt hið minnsta, frá fimmtu­ degi til föstudags. Dæmdur í ársfangelsi Gunnar Þ. Andersen, fyrrver­ andi forstjóri FME, hefur verið dæmdur í ársfangelsi fyrir brot á þagnarskyldu. Hann hafði áður verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjarvíkur en dómnum var áfrýjað. Þar var hann dæmdur til greiðslu tveggja milljóna sekt­ ar, en Hæstiréttur breytti þeim dómi. Fangelsisvistin er skilorðs­ bundin til tveggja ára. Gunnar er sakfelldur fyrir að hafa komið gögnum um kaup Landsbankans á Bogmanninum, félagi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns, til DV. Taldi dómurinn það hafa verið gert til þess að koma höggi á Guðlaug Þór, sem Gunnar taldi sig eiga sökótt við. Ó lafur Arnarson, hagfræðingur og fjölmiðlamaður, segir að „kerfið“ hafi slegið „skjald­ borg“ um seðlabankastjórana sem stýrðu Seðlabanka Íslands um haustið 2008. Þetta kemur fram í bók hans, Skuggi sólkonungs: Er Davíð Oddsson dýrasti maður lýðveldis­ ins?, sem kemur út í dag, föstudag. Í bókinni fjallar Ólafur um feril Davíðs Oddssonar síðustu árin. Meðal þess sem fjallað er um í bókinni er af hverju ákæruvaldið á Íslandi ákvað að höfða ekki saka­ málarannsókn á hendur Davíð Oddssyni eftir íslenska efnahags­ hrunið árið 2008. Rannsóknarnefnd Alþingis taldi Davíð Oddsson hafa gerst sekan um vanrækslu í starfi sínu í Seðlabanka Íslands. Orðrétt segir um þetta í bókinni: „Ekki leið þó á löngu eftir að skýrsla rann­ sóknarnefndar Alþingis birtist vorið 2010 áður en Björn Bergsson, settur ríkissaksóknari, sem settur hafði verið til að fara yfir mögulegar forsendur fyrir sakamálarannsókn á hendur seðlabankastjórum, lýsti því yfir að hann teldi ekki ástæðu til að hefja sakarannsókn á grundvelli þeirra vanrækslusynda, sem rann­ sóknarnefnd Alþingis hafði komist að raun um að seðlabankastjórar væru sekir um.“ Ólafur dregur svo ályktun af þeirri staðreynd að ákveðið hafi ver­ ið að hefja ekki sakamálarannsókn á hendur Davíð og segir: „Þannig virðist kerfið hafa slegið upp þeirri skjaldborg, sem aldrei var slegin um heimilin í landinu. Kerfið sló upp skjaldborg um seðlabankastjórana, sem settu Seðlabankann á haus­ inn einan seðlabanka í heiminum í bankahruninu 2008.“ n ingi@dv.is Segir kerfið hafa varið Davíð Bók Ólafs Arnarsonar um davíð oddsson kemur út í dag „Skjaldborg“ um davíð Ólafur Arnar- son segir í bókinni að „kerfið“ á Íslandi hafi slegið „skjaldborg“ um Davíð vegna meintra brota hans í starfi í Seðlabanka Íslands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.