Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Blaðsíða 20
Helgarblað 9.–12. maí 201420 Fréttir
Tveir milljarðar afskrifaðir
eftir yfirtöku Jóns Ásgeir
S
kuldir upp á um tvo millj-
arða króna voru afskrifaðar
hjá fjölmiðlafyrirtækinu
Norðurljósum eftir kaup
Jóns Ásgeirs Jóhannessonar
á fyrirtækinu síðla árs 2003. Þetta
kemur fram í gögnum frá Lands-
banka Íslands sem DV hefur
undir höndum. Stærstur hluti af-
skriftanna var skuldir félagsins við
Kaupþing-Búnaðarbanka, samtals
um 1.500 milljónir króna. Norður-
ljós, sem í dag er fjölmiðlafyrirtæk-
ið 365, hafði áður verið í eigu Jóns
Ólafssonar sem seldi fyrirtækið svo
til Jóns Ásgeirs síðla árs 2003.
Í fundargerð frá lánanefnd
Landsbanka Íslands frá því í byrjun
desember 2003 segir að Landsbanki
Íslands hafi tekið þátt í fjárhagslegri
endurskipulagningu Norðurljósa
eftir sölu Jóns Ólafssonar á fyrirtæk-
inu. Þannig fengu Norðurljós lán
upp á 2,7 milljarða króna í bankan-
um til að greiða niður eldri lán fé-
lagsins sem á þeim tíma námu um
1.100 milljónum króna. Í fundar-
gerðinni segir að starfsmaður bank-
ans hafi kynnt „fyrirhugað 2.700
m.kr. langtímalán til félagsins sem
skiptist þannig að 1.400 m.kr. yrði
niðurgreiðslulán til 7 ára og 1.300
m.kr. kúlulán til 5 ára.“
Auglýsingar upp í skuldir
Skuldaaukning Norðurljósa við
Landsbanka Íslands varð í kjölfarið
1.600 milljónir: „Til niðurgreiðslu
kæmu öll lán í LÍ, um 1.100 m.kr.,
þannig að aukningin yrði um 1.600
m.kr.“
Niðurfellingin á skuldum félags-
ins var því ekki við Landsbanka Ís-
lands heldur aðra aðila, meðal
annars Kaupþing-Búnaðarbaka
sem hafði leikið lykilhlutverk í yfir-
töku Jóns Ásgeirs Jóhannessonar
á fjölmiðlafyrirtækinu. Um þetta
segir í fundargerðinni: „Samhliða
þessu verða felldar niður um 2.000
m.kr. af skuldum. um 700 m.kr.
af skuldum verður breytt í vaxta-
laust víkjandi lán til 7 ára og 1.000
m.kr. koma inn sem nýtt hluta-
fé. Þeir sem eru að fella niður lán
eru Kaupþing-Búnaðarbanki hf.
(KB) sem fellir niður 1.500 m.kr. og
breytir 150 m.kr. í auglýsingasamn-
ing, ABN Ambro lánið lækkar um
300 m.kr. og Sparisjóðir breyta um
150 m.kr. í breytiréttarbréf/auglýs-
ingasamninga. Þessu til viðbótar
breyta KB og Fons Eignarhaldsfélag
hf. lánum í víkjandi lán. Eftir þetta
verða skuldir félagsins (án við-
skiptaskulda) um 5.000 m.kr.“
Þannig fólst hluti fjárhagslegrar
endurskipulagningar fjölmiðla-
fyrirtækisins í skuldaafskriftum og
einnig því að Norðurljós seldu við-
komandi fjármálafyrirtækjum aug-
lýsingar upp í skuldirnar.
Þrír fyrirvarar
Til að af ofangreindri endur-
skipulagningu mætti verða
setti Landsbanki Íslands þrjú
skilyrði. Þessi skilyrði voru þau að
„fullvissa“ væri fyrir því að eigend-
ur félagsins kæmu inn með nýtt
hlutafé upp á einn milljarð króna;
að skuldir félagsins við aðra aðila
yrðu felldar niður eða þeim breytt
samkvæmt því sem kemur fram hér
að framan og að yfirlýsing kæmi
frá meirihlutaeigendum Norður-
ljósa um að Skífan yrði seld fyrir að
minnsta kosti 1.800 milljónir króna
og að 1.300 milljónir yrðu notað-
ar til að greiða niður skuldir við
Landsbankann.
Fons var stærsti eigandinn
Þegar verið var að afgreiða fjár-
hagslega endurskipulagningu
Norður ljósa inni í Landsbanka Ís-
lands var Jón Ásgeir Jóhannesson
hins vegar aldrei nefndur á nafn.
Fréttir höfðu hins vegar borist af því
að hann væri raunverulegur kaup-
andi Norðurljósa. Þetta kom með-
al annars fram í fundargerð banka-
ráðs Landsbanka Íslands, sem
greint var frá í DV á þriðjudaginn,
en ráðið hélt sérstakan fund um
fjárhagslega endurskipulagningu
Norðurljósa í nóvember 2003. Mis-
vísandi skilaboð höfðu þó komið
fram opinberlega um hver væri
raunverulegur kaupandi.
Í fundargerð lánanefndar
Landsbanka Íslands frá því í byrj-
un árs 2004 þar sem áfram var rætt
um fjárhagslega endurskipulagn-
ingu Norðurljósa kemur hins vegar
fram að þá hafi eignarhaldsfélagið
Fons hf., fjárfestingarfélag Pálma
Haraldssonar, verið langstærsti
hluthafi Norðurljósa en ekki félag á
vegum Jóns Ásgeirs Jóhannesson-
ar. Um þetta segir í fundargerðinni:
„Núverandi eigandi að um 80%
hlut í félaginu er Fons Eignarhalds-
félag hf. en ekki er búið að fullklára
endanlega hluthafalista.“
Samkvæmt þessu var það því
Pálmi Haraldsson, ekki Jón Ásgeir
Jóhannesson, sem var stærsti
óbeini hluthafi Norðurljósa á þess-
um tíma.
Jón Ásgeir í sjálfskuldarábyrgð
Tengsl Fons við Norðurljós og Jón
Ásgeir Jóhannesson á þessum tíma
vekja nokkra athygli og koma fram
á öðrum stöðum í fundargerðum
lánanefndar Landsbanka Íslands.
Þannig fékk Fons til dæmis yfir-
dráttarheimild í Landsbankanum
í desember 2003 upp á nærri hálf-
an milljarð króna til fjögurra daga.
Yfirdráttarheimildin var afgreidd á
milli lánanefndarinnar og tilkynnt
í fundargerð þann 10. desember
2003. Mikla athygli vekur að um-
rædd yfirdráttarheimild var veitt
með sjálfskuldarábyrgð Jóns Ás-
geirs Jóhannessonar.
Jón Ásgeir var ekki einn af
eigendum Fons á þessum tíma
og sat ekki í stjórn félagsins eða
kom að rekstri þess með nokkrum
hætti. Samt var í hann í ábyrgð fyr-
ir lánum félagsins. Fons var hins
vegar skráð sem eigandi meirihluta
hlutafjár í félagi sem Jón Ásgeir var
sagður hafa keypt.
Í sömu fundargerð kom fram
að Baugi hf., fjölskyldufyrirtæki
Jóns Ásgeirs, hafði verið veitt 350
milljóna króna yfirdráttarheimild
sem greiða átti þann 12. desember
2003.
Gengið frá endurskipu-
lagningunni
Eignarhaldið á Norðurljósum og
yfirdráttarheimildir Baugs og Fons
vekja mikla athygli í ljósi þess að
bæði félögin áttu síðar eftir að
verða hluthafar í Norðurljósum en
á þessum tíma var verið að ganga
frá fjárhagslegri endurskipulagn-
ingu og eignarhaldi félagsins.
Í lok janúar og byrjun febr-
úar 2003 gekk lánanefnd
Landsbankans frá láninu til
Norður ljósa og varð í kjölfarið
stærsti lánveitandi félagsins með
lán upp á rúmlega 2.700 milljónir
króna. Samhliða þessu voru færð-
ar niður skuldir Norðurljósa við
Kaupþing-Búnaðarbanka, líkt og
fram kom hér að framan. Í kjöl-
farið skuldaði Norðurljós Kaup-
þingi-Búnaðarbanka 900 milljón-
ir, íslenskum lífeyrissjóðum 600
milljónir og sparisjóðum 360, auk
skulda við aðra aðila upp á 230
milljónir króna.
Fjárhagslega endurskipulagn-
ingin hjá Norðurljósum, síðar 365,
hafði því gengið eftir með skulda-
afskriftum upp á um tvo milljarða
króna.
1.000 milljóna skammtímalán
Í byrjun febrúar 2004, á sama
tíma og verið var að ganga frá fjár-
hagslegri endurskipulagningu
Norðurljósa inni í Landsbankan-
um, var Norðurljósum veitt skamm-
tímalán upp á einn milljarð króna til
að greiða ótilgreindum eigendum
útgáfufélagsins Fréttar ehf. vegna
sölu þeirra á félaginu til Norður-
ljósa. Frétt ehf. gaf meðal annars út
Fréttablaðið og var meðal annars í
óbeinni eigu Jóns Ásgeirs Jóhannes-
sonar á þeim tíma en fyrirtæki hans,
Baugur, hafði eignast hlutabréf í
Frétt árið 2003. Þannig voru Norður-
ljós að kaupa Frétt ehf. að hluta til af
sömu aðilum og áttu Norðurljós.
Um þetta sérstæða lán segir í
fundargerð lánanefndar Lands-
banka Íslands: „BV kynnti beiðni
um 1.000 m.kr. lán í örfáar mín-
útur meðan hluthöfum Fréttar ehf.
eru greiddir út þessir fjármunir og
eigendur munu síðan greiða inn til
félagsins aftur. Framkvæmda verð-
ur eftirfarandi: Skrifað verður und-
ir útmiða af tékkareikningi félags-
ins upp á 1.000 m.kr. og innmiða á
eftir farandi félög.“
Þannig fékk Norðurljós lán fyrir
Frétt ehf., sem félagið keypti að
hluta af sömu eigendum og áttu
Norðurljós, hjá Landsbankanum og
svo endurgreiddu eigendurnir lán-
ið aftur til bankans í pörtum út frá
n Fyrirtæki Pálma Haraldssonar var skráð fyrir 80 prósentum í Norðurljósum n Fengu lán fyrir Frétt ehf.„Núverandi
eigandi að um
80% hlut í félaginu
er Fons Eignarhalds-
félag hf
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Kaupþing afskrifaði tvo
milljarða Strax eftir kaup
Jóns Ásgeirs Jóhannessonar
á Norðurljósum árið 2003
afskrifaði Kaupþing tveggja
milljarða skuldir hjá félaginu.
Mynd SIGtryGGur ArI
80 prósent eigandi Eignarhaldsfélag Pálma Haraldssonar var sagt vera 80 prósent
eigandi Norðurljósa. Mynd KArl PeterSSon
leynigögn úr Landsbankanum– 4. hluti –