Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Blaðsíða 52
Helgarblað 9.–12. maí 201452 Það er aldrei að vita hverju Pilou tekur upp á. Mögulega fylgir hann fordæmi Dolphs Lund- gren, sem var kynnir 2010 í inn- anlandskeppninni í Svíþjóð. Þar söng hann lag eftir Elvis Presley og gerði karateæfingar um leið. „Plís“ Pilou. En hér að neðan er listi yfir eftirminnilega kynna í Eurovision og efst er uppáhald margra, Anke Engelke. Anke stal senunni Anke Engelke 2011, Dusseldorf, Þýskaland n Í maímánuði 2011 var Anke Engelke kynnir í Eurovision sem haldin var í Dusseldorf í Þýska- landi. Henni til aðstoðar voru Stefan Raab og Judith Rakers. Fáir muna eftir þeim, en allir muna eftir Anke sem geystist um sviðið, hávær og skemmtileg. Hún stal aftur senunni þegar hún kynnti stig frá Þýskalandi í Eurovision- keppni ári seinna, þeirri sem haldin var í Baku, Aserbaídsj- an í skugga mannréttindabrota. Áður en hún gaf stig frá þýsku dómnefndinni tjáði hún sig um mannréttindamál í landinu og sagði: Í kvöld gat enginn kosið fyrir eigið land. En það er gott að geta kosið. Og það er gott að eiga val. Gangi ykkur vel á vegferð ykkar Aserbaídsjan. Evrópa fylgist með ykkur.“ Anke var sú eina sem minntist á mannréttindabrot þetta kvöld og fékk ýmist lof fyrir eða botnlausar skammir. Súpermódel til bjargar Vodianova og Andrey Malahov/ Alsou og Ivan Urgant 2009, Moskva, Rússland: Natalia n Aumingja súpermódelið Natalia Vodianova, stolt Rússa, er ávallt dregið fram við hvers lags tækifæri. Líklega hvort sem henni líkar betur eða verr. Hvort sem það eru Ólympíuleikar eða Eurovision, þá er súpermódelið mætt til bjargar. Krútt-Finnar Jaana Pelkonen og Mikko Leppilampi 2007 Helsinki, Finland n Þessu finnska tvíeyki tókst að segja brandara án þess að áhorf- endur heima í stofu langaði til að kýla í gegnum sjónvarpsskjá- inn. Auk þess eru finnsku nöfnin skemmtileg framburðar út af fyrir sig. Einstakt atvik í Eurovision- sögunni frá upphafi. Eftirminni- legir kynnar Krútt-Finnar og súpermódel Borgen-stjarna gerir allt vitlaust í Eurovision P ilou Asbæk, alvarlegi leikar- inn sem helst er þekktur fyr- ir hlutverk sitt í stjórnmála- dramaþáttunum Borgen, er kynnir á hinni léttgeggj- uðu og poppuðu Eurovision-hátíð. Margir hafa orðið til að velta vöng- um yfir þessu vali stjórnenda há- tíðarinnar og í viðtölum er hann gjarnan spurður: Hvað er alvarleg- ur og hæfur leikari eins og þú að gera í Eurovision? Pilou svarar því oftast til að hann myndi aldrei vilja sleppa góðu partíi og hefur þegar sýnt að hann getur vel hrist af sér noir-drungann og haldið uppi góðu Eurovision-stuði. Að vera kynnir í Eurovision- söngvakeppninni er líklega nokkurs konar sirkuslist. Svo virðist sem karlkynnirinn verði ávallt að dást óhemju mikið að kvenkynninum. Gamaldags daður á sviðinu, tíma- skekkja sem virðist ætla að vera lífseig í Eurovision ár eftir ár. Útlits- dýrkunin er auðvitað í toppi, þetta kvöld og kynnarnir taka þátt í dans- inum. Skyldu leikhæfileikar Pilou duga honum í þann dans? Með Pilou á sviðinu verða Lise Rønne and Nikolaj Koppel, öllu vanari léttpoppaðri dægurmenn- ingu en Pilou. Lise hefur verið kynnir í danska X Factor og Niko- laj dómari í Denmark's Got Talent. Í þessum hópi virðist Borgen-stjarn- an utangarðs. Það er kannski ágætt að Pilou hefur fengið að kynnast heimi spunarefsins í Borgen, því einhvern veginn verður hann að halda and- liti. Ekki þekktur fyrir léttmeti Pilou er enda ekki þekktur fyrir létt- meti af nokkru tagi; hinn harm- ræni Kasper Juul sem glímir við af- leiðingar kynferðisofbeldis í æsku, aukahlutverkið í The Killing sem maður sem brennur til dauða í hjólastól og hlutverkið í The Borgi- as sem veikgeðja launmorðingi. Svo virðist sem hann eigi tölu- vert auðveldara með að tengja við skuggahliðar lífsins en þær sem eru lýstar upp með glimmeri og diskó- ljósum. Getgátur eru uppi um að ákvörðunin um að hafa Pilou með í kynnahópnum sé meðvituð. Danir vilji minna á sínar dekkri og alvar- legu hliðar. Noir-kvikmyndaiðnað- inn sem blómstrar sem aldrei fyrr. Var að gera númer 2 á kló- settinu Pilou sagði frá því í viðtali við breska dagblaðið The Guardian að hann hefði játað boði um að kynna á hátíðinni meðan hann sat á kló- settinu. „Ég var að gera númer tvö,“ bætti hann við í viðtalinu og sagði klósettið hina bestu skrifstofu. „Þar gerast töfrarnir.“ Auðvitað er Pilou ekki Kasper Juul en söguhetjan er svo eftir- minnileg að aðdáendur Pilou eiga erfitt með að skilja þá að. Upp- diktuðu persónuna og hann sjálf- an. „Hann er svartsýnn rasshaus, þannig er það nú bara,“ segir Pilou og bætir við að Eurovision sé í al- gjörri andstöðu við slíka afstöðu til lífsins. Elskum að hata Eurovision Í viðtalinu er hann einnig spurður hvort hann hafi verið Eurovision- aðdáandi áður en hann ákvað að vera kynnir. „Ég verð það,“ svar- aði Pilou eftir ansi góðan um- hugsunartíma. „Ég er heiðarlegur, ég hata þessa andskotans leikara sem ljúga og þykjast vera klárari en þeir eru – „Ég er svo djúpur“ – veistu hvað, þú ert það ekki. Þú ert að þykjast vera einhver annar af því þú ræður ekki við að vera þú sjálfur. Ég horfði á Eurovision og mér lík- aði sjóið. Mér líka vindvélar og allt glimmerklabbið, það er Eurovision. Við elskum að hata þetta.“ Má ekki klæðast regnbogum Pilou ræðir einnig í viðtalinu um- deild sjónarmið um Eurovision. „En mér er ekki leyfilegt að vera póli- tískur. Vegna þess að Austur-Evrópa er svo stór hluti af Eurovision. Þeir verða bara andskotans að slaka á,“ segir hann. Þá er hann spurður hvort Eurovision sé ekki pólitískur við- burður. „Ég spurði hvort ég mætti klæðast regnbogum. Nei. Við meg- um ekki vera pólitísk. Þetta snýst um tónlist, ekki stjórnmál. En tón- list og stjórnmál, það er ekki hægt að aðskilja þetta tvennt. Ekki í mín- um huga. Danmörk, Noregur, Sví- þjóð, Ísland og Finnland gefa til dæmis alltaf hvert öðru mörg stig í Eurovision. Ef það er ekki pólitík, þá veit ég ekki hvað hún er.“ n n „Við elskum að hata þetta“ n Segir Kasper Juul svartsýnan rasshaus„Ég var að gera númer tvö Rasshausinn Kasper Juul „Hann er svartsýnn rasshaus, þannig er það nú bara,“ segir Pilou og bætir við að Eurovision sé í algjörri andstöðu við slíka afstöðu til lífsins. Mynd MIKE KoLLoffEL Þetta eru kynnarnir í ár Nikolaj Koppel, Lise Rønne og Pilou Asbæk. Mynd LIndA JohAnsEn/AP Ætlar ekki að reyna að vera fyndinn H raðfréttamaðurinn Benedikt Valsson verður stigakynnir fyr- ir hönd Íslands í Eurovision. Benedikt kveðst afar spenntur fyrir því að fá að ávarpa áhorfendur um alla Evrópu en hann á alveg eft- ir að velja sér fatnað fyrir kvöldið. „Ég fattaði það í gær, þegar einhver spurði mig út í það, að ég þarf nú að vera í ein- hverju. Ég var ekkert búinn að pæla í því. Ég hlýt að finna einhverja lausn á því og þarf að gefa mér smá tíma í það því ég er á kafi í prófum,“ segir Bene- dikt sem er á lokasprettinum í stjórn- mála -og fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands. „Ýmsar sleggjur hafa tekist á við þetta djobb,“ segir hann og seg- ist þakklátur fyrir að vera treyst fyrir þessari ábyrgð og gantast með það að eiga möguleikann á að skoða gamlar upptökur af Ragnhildi Steinunni Jóns- dóttur, til að sjá hvernig á að nýta þess- ar 20 sekúndur á skjánum. „Við vorum að gera að gamni okkar um daginn að hún væri nú ákveðin fyrirmynd.“ Hann segist ekki ætla reyna að vera fyndinn. „Fólk er oft að reyna að vera fyndið og það tekst aldrei. Ég reyni af fremsta megni að verða þjóð- inni til sóma. Ég ætla að koma þessu vel til skila svo Eurovision-vinir mín- ir verði stoltir af mér. Þetta er töluvert skemmtilegra nú þegar strákarnir eru komnir áfram. n kristjana@dv.is Vill vera þjóðinni til sóma Benedikt Valsson segir Ragnhildi Steinunni ákveðna fyrirmynd og ætl- ar að reyna að vera þjóðinni til sóma. Benedikt Valsson er á kafi í prófum og kynnir stig í Eurovision Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.