Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Blaðsíða 60
60 Fólk Helgarblað 9.–12. maí 2014 4 Amanda Bynes Leikkonan Amanda Bynes hóf feril sinn sjö ára þegar hún lék í auglýs- ingum. Síðar hóf hún leikferil á sviði og lék í uppfærslum af Annie og Sound of Music. Stuttu síðar fékk Bynes hlutverk í sjónvarpsþáttum á barnarásinni Nickelodeon og árið 2002 fékk hún aðalhlutverkið í gamanþáttunum What I Like About You. Ferill Bynes gekk vel framan af, en árið 2012 tilkynni leikkonan að hún ætlaði að hætta að leika. Þá fór fyrst að halla undan fæti hjá leikkonunni. Í aprílmánuði sama ár var leikkonan handtekin fyrir að aka undir áhrifum vímuefna og í kjölfarið fylgdu fleiri lögreglumál. Endaði það með því að leikkonan fékk þriggja ára skilorðsbundinn dóm. Í júlí árið 2013 keyrði svo um þverbak þegar Bynes var handtekin fyrir tilraun til íkveikju fyrir utan einbýlishús hjá ókunnugum aðila. Í kjölfarið var leikkonan lögð inn á geðdeild. Bynes virðist þó vera á réttri braut en hún setti nýverið inn mynd af sér á Twitter þar sem hún var með fjölskyldu sinni og virtist henni farnast vel. Barnastjörnur sem frægðin eyðilagði n Fjórar ungar stjörnur sem misstu tökin á lífinu Frægðin getur leikið margan grátt og þá sérstaklega þegar ungar barnastjörnur eiga í hlut. Oft hefur öll athyglin skaðleg áhrif á viðkomandi og hafa margar ungar stjörnur farið illa út úr lífinu í Hollywood. Hér er fjallað um fjórar sem misstu tökin á lífinu eftir að hafa öðlast frægð og frama. 1 Macaulay Culkin Culkin öðlaðist heimsfrægð á örskots- stundu þegar hann lék hinn ráða- góða Kevin McCallister í myndinni Home Alone árið 1990 og framhaldi hennar nokkrum árum síðar. Árið 1995 lenti hann aftur í sviðs- ljósinu, í þetta skiptið vegna ásakana á hendur föður hans, sem sagður var stela og sólunda fjármunum sonar síns. Í kjölfarið fylgdi hörð forsjár- deila milli foreldra Culkins, sem snerust aðallega um hver réði yfir fjármunum hins unga leikara. Árið 2004 var Culkin handtekinn í Oklahoma fyrir vörslu fíkniefna og lyfseðilsskyldra lyfja. Leikarinn fékk eins árs skilorðsbundinn dóm og greiddi sekt. Culkin hefur sagt skilið við leik- listina og fæst aðallega við listsköp- un. Hann er meðal annars í hljóm- sveitinni Pizza Underground, sem spilar ábreiður af lögum eftir Velvet Underground og breytir textunum þannig að þeir fjalli um, eins og nafnið ber með sér, flatbökur. 2 Lindsay Lohan Lohan hóf feril sinn ung, aðeins þriggja ára að aldri, þegar hún starfaði sem ljósmyndamódel. Þegar leikkonan var ellefu ára lék hún aðalhlutverkið í Disney-myndinni The Parent Trap, þar sem hún lék tvíbura. Eftir að hún lék í myndunum Freaky Friday árið 2003 og Mean Girls árið 2004 skein frægðarstjarna hennar skært. En Adam var ekki lengi í Paradís. Árið 2006 var leikkonan handtekin fyrir að aka undir áhrifum og missti í kjölfarið ökuréttindin. Leiðin lá enn niður á við fyrir Lohan, en í ágúst sama ár var hún dæmd í samfélagsþjónustu fyrir ýmis brot. Steininn tók svo úr árið 2010 þegar hún mætti ekki í dómsal vegna brots sem hún var dæmd fyrir í þriggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Hún sat einungis inni í tvær vikur og var skipað að fara í meðferð. Síðan hefur leikkonan ítrekað lent upp á kant við lögin og var skipað að vera á meðferðarheimili þar til í nóvember næstkomandi. 3 Edward Furlong Edward Furlong er hvað þekktastur fyrir leik sinn í myndinni Terminator 2, þar sem hann lék á móti Arnold Schwarzenegger. Furlong var 14 ára þegar hann lék í myndinni, sem skaut honum upp á stjörnuhimininn, enda varð myndin gríðarlega vinsæl þegar hún kom út árið 1992. Aðeins 15 ára gamall hóf Furlong ástarsamband við 29 ára konu sem var aðstoðar kona hans við tökur á Terminator-myndinni Furlong bað í kjölfarið um að verða sjálfráða og féll sá úr- skurður honum í vil. Furlong og aðstoðarkonan voru saman í sex ár áður en leiðir þeirra skildi. Um aldamótin fór ferill Furlongs að dala og fóru sögu- sagnir um fíkniefnanotkun og ofbeldishneigð á kreik. Furlong kvæntist kærustu sinni, Rachael Bella, árið 2006 en þau skildu þremur árum síðar. Bella fékk nálgunarbann á eiginmanninn fyrrverandi, sem rauf það í tvígang, þar á meðal árið 2011 þegar hann var handtekinn fyrir að ráðast á hana og kýla. Furlong var í fyrra dæmdur til að sæta meðferð vegna fíkniefnaneyslu sem og of- beldishneigðar sinnar. Samdi lag sem Jackson hafnaði Söngvarinn Justin Timberlake greindi frá því í viðtali við sjón- varpsþáttinn ET á dögunum að hann hefði samið lag fyrir Micha- el Jackson á sínum tíma, en sagði að poppgoðinu hefði ekki litist á það og hafnað því. Timberlake sagðist upphaf- lega hafa samið lagið, sem ber heitið Gone, fyrir Jackson en eft- ir að hafa fengið höfnun endaði það á þriðju plötu hljómsveitar- innar Celebrity. Timberlake sagði einnig að Jackson væri ástæða þess að hann ákvað að hefja sólóferil, sem varð til þess að strákasveitin sykursæta 'N Sync lagði upp laupana á sínum tíma. „Vil ekki að amma og afi sjái brjóstin á mér“ Þrátt fyrir að leika nektardans- mær í framhaldi myndarinnar Sin City mun leikkonan Jessica Alba ekki sýna mikið hold í hlut- verki sínu. Alba hefur ávallt klausu í samningum sem hún skrifar undir um að hún komi ekki fram nakin. „Ég vil bara ekki að amma og afi sjái á mér brjóstin,“ sagði Alba í viðtali við tímaritið Glamour. „Það yrði vandræðalegt á jólun- um. Og þar að auki myndi nekt ekki bæta neinu við þær myndir sem ég hef leikið í,“ bætti leikkon- an við. „Ég tók ekki of stóran skammt“ Söngkonan Miley Cyrus var í við- tali við tímaritið People nýlega þar sem hún þvertók fyrir að hafa tekið of stóran skammt af fíkni- efnum, en hún var lögð inn á spítala á dögunum og þurfti hún að fresta tónleikaferðalagi sínu sökum þess. „Ég er örugglega sú eina í þessum hóp sem hvorki reyki né drekk fyrir tónleika. Ég tek þetta mjög alvarlega,“ sagði söngkon- an í viðtalinu en útskýringin sem gefin var fyrir innlögninni á spít- alann var að hún hefði fengið bráðaofnæmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.