Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Blaðsíða 60
60 Fólk Helgarblað 9.–12. maí 2014
4 Amanda Bynes
Leikkonan Amanda Bynes hóf feril sinn sjö ára þegar hún lék í auglýs-
ingum. Síðar hóf hún leikferil á sviði og lék í uppfærslum af Annie og Sound
of Music. Stuttu síðar fékk Bynes hlutverk í sjónvarpsþáttum á barnarásinni
Nickelodeon og árið 2002 fékk hún aðalhlutverkið í gamanþáttunum What I
Like About You.
Ferill Bynes gekk vel framan af, en árið 2012 tilkynni leikkonan að hún
ætlaði að hætta að leika. Þá fór fyrst að halla undan fæti hjá leikkonunni. Í
aprílmánuði sama ár var leikkonan handtekin fyrir að aka undir áhrifum
vímuefna og í kjölfarið fylgdu fleiri lögreglumál. Endaði það með því að
leikkonan fékk þriggja ára skilorðsbundinn dóm.
Í júlí árið 2013 keyrði svo um þverbak þegar Bynes var handtekin fyrir
tilraun til íkveikju fyrir utan einbýlishús hjá ókunnugum aðila. Í kjölfarið var
leikkonan lögð inn á geðdeild.
Bynes virðist þó vera á réttri braut en hún setti nýverið inn mynd af sér á
Twitter þar sem hún var með fjölskyldu sinni og virtist henni farnast vel.
Barnastjörnur sem
frægðin eyðilagði
n Fjórar ungar stjörnur sem misstu tökin á lífinu
Frægðin getur leikið margan grátt og þá sérstaklega þegar ungar barnastjörnur eiga í hlut. Oft hefur öll
athyglin skaðleg áhrif á viðkomandi og hafa margar ungar stjörnur farið illa út úr lífinu í Hollywood. Hér er
fjallað um fjórar sem misstu tökin á lífinu eftir að hafa öðlast frægð og frama.
1 Macaulay Culkin Culkin
öðlaðist heimsfrægð á örskots-
stundu þegar hann lék hinn ráða-
góða Kevin McCallister í myndinni
Home Alone árið 1990 og framhaldi
hennar nokkrum árum síðar.
Árið 1995 lenti hann aftur í sviðs-
ljósinu, í þetta skiptið vegna ásakana
á hendur föður hans, sem sagður var
stela og sólunda fjármunum sonar
síns. Í kjölfarið fylgdi hörð forsjár-
deila milli foreldra Culkins, sem
snerust aðallega um hver réði yfir
fjármunum hins unga leikara.
Árið 2004 var Culkin handtekinn
í Oklahoma fyrir vörslu fíkniefna og
lyfseðilsskyldra lyfja. Leikarinn fékk
eins árs skilorðsbundinn dóm og
greiddi sekt.
Culkin hefur sagt skilið við leik-
listina og fæst aðallega við listsköp-
un. Hann er meðal annars í hljóm-
sveitinni Pizza Underground, sem
spilar ábreiður af lögum eftir Velvet
Underground og breytir textunum
þannig að þeir fjalli um, eins og
nafnið ber með sér, flatbökur.
2 Lindsay Lohan Lohan hóf feril sinn ung, aðeins þriggja ára að
aldri, þegar hún starfaði sem ljósmyndamódel. Þegar leikkonan var
ellefu ára lék hún aðalhlutverkið í Disney-myndinni The Parent Trap, þar
sem hún lék tvíbura. Eftir að hún lék í myndunum Freaky Friday árið 2003
og Mean Girls árið 2004 skein frægðarstjarna hennar skært.
En Adam var ekki lengi í Paradís. Árið 2006 var leikkonan handtekin fyrir
að aka undir áhrifum og missti í kjölfarið ökuréttindin. Leiðin lá enn niður á
við fyrir Lohan, en í ágúst sama ár var hún dæmd í samfélagsþjónustu fyrir
ýmis brot.
Steininn tók svo úr árið 2010 þegar hún mætti ekki í dómsal vegna brots
sem hún var dæmd fyrir í þriggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Hún sat
einungis inni í tvær vikur og var skipað að fara í meðferð.
Síðan hefur leikkonan ítrekað lent upp á kant við lögin og var skipað að
vera á meðferðarheimili þar til í nóvember næstkomandi.
3 Edward Furlong
Edward Furlong er hvað
þekktastur fyrir leik sinn í
myndinni Terminator 2, þar
sem hann lék á móti Arnold
Schwarzenegger. Furlong
var 14 ára þegar hann lék í
myndinni, sem skaut honum
upp á stjörnuhimininn,
enda varð myndin gríðarlega
vinsæl þegar hún kom út árið
1992.
Aðeins 15 ára gamall
hóf Furlong ástarsamband
við 29 ára konu sem var
aðstoðar kona hans við tökur á
Terminator-myndinni
Furlong bað í kjölfarið um
að verða sjálfráða og féll sá úr-
skurður honum í vil. Furlong
og aðstoðarkonan voru saman
í sex ár áður en leiðir þeirra
skildi.
Um aldamótin fór ferill
Furlongs að dala og fóru sögu-
sagnir um fíkniefnanotkun og
ofbeldishneigð á kreik.
Furlong kvæntist kærustu
sinni, Rachael Bella, árið 2006
en þau skildu þremur árum
síðar. Bella fékk nálgunarbann
á eiginmanninn fyrrverandi,
sem rauf það í tvígang, þar á
meðal árið 2011 þegar hann
var handtekinn fyrir að ráðast
á hana og kýla.
Furlong var í fyrra dæmdur
til að sæta meðferð vegna
fíkniefnaneyslu sem og of-
beldishneigðar sinnar.
Samdi lag
sem Jackson
hafnaði
Söngvarinn Justin Timberlake
greindi frá því í viðtali við sjón-
varpsþáttinn ET á dögunum að
hann hefði samið lag fyrir Micha-
el Jackson á sínum tíma, en sagði
að poppgoðinu hefði ekki litist á
það og hafnað því.
Timberlake sagðist upphaf-
lega hafa samið lagið, sem ber
heitið Gone, fyrir Jackson en eft-
ir að hafa fengið höfnun endaði
það á þriðju plötu hljómsveitar-
innar Celebrity.
Timberlake sagði einnig að
Jackson væri ástæða þess að
hann ákvað að hefja sólóferil,
sem varð til þess að strákasveitin
sykursæta 'N Sync lagði upp
laupana á sínum tíma.
„Vil ekki að
amma og afi sjái
brjóstin á mér“
Þrátt fyrir að leika nektardans-
mær í framhaldi myndarinnar
Sin City mun leikkonan Jessica
Alba ekki sýna mikið hold í hlut-
verki sínu. Alba hefur ávallt
klausu í samningum sem hún
skrifar undir um að hún komi
ekki fram nakin.
„Ég vil bara ekki að amma og
afi sjái á mér brjóstin,“ sagði Alba
í viðtali við tímaritið Glamour.
„Það yrði vandræðalegt á jólun-
um. Og þar að auki myndi nekt
ekki bæta neinu við þær myndir
sem ég hef leikið í,“ bætti leikkon-
an við.
„Ég tók ekki
of stóran
skammt“
Söngkonan Miley Cyrus var í við-
tali við tímaritið People nýlega
þar sem hún þvertók fyrir að hafa
tekið of stóran skammt af fíkni-
efnum, en hún var lögð inn á
spítala á dögunum og þurfti hún
að fresta tónleikaferðalagi sínu
sökum þess.
„Ég er örugglega sú eina í
þessum hóp sem hvorki reyki né
drekk fyrir tónleika. Ég tek þetta
mjög alvarlega,“ sagði söngkon-
an í viðtalinu en útskýringin sem
gefin var fyrir innlögninni á spít-
alann var að hún hefði fengið
bráðaofnæmi.