Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Blaðsíða 18
Helgarblað 9.–12. maí 201418 Fréttir S amræmd próf hafa verið umdeild um árabil. Helstu gagnrýnendur þeirra segja þau stýra of miklu í skóla- starfi, þau séu úreltir mæli- kvarðar á námsgetu og ýti ekki und- ir sjálfstæða eða skapandi hugsun. Á Íslandi eru nemendur nú próf- aðir í fjórða bekk og sjöunda bekk í íslensku og stærðfræði, en í tí- unda bekk í stærðfræði, íslensku og ensku. Í gögnum sem DV hefur undir höndum hefur öllum skól- um landsins, sem hafa fleiri en tólf nemendur í árgangi, verið raðað upp í tölulega röð eftir árangri. Þetta eru skólarnir Hafa ber í huga að einkunnir nemenda á samræmdu prófun- um endurspegla fyrst og fremst frammistöðu nemenda í tilteknu prófi, en þau gefa vísbendingar um ástand nemendahópsins og stöðu skólans í þessum fögum. Tölurnar sem eru hér til hliðar eru frá Námsmatsstofnun Reykja- víkur. Skólunum hefur verið gef- in einkunn frá 0–60 og er þrjátíu því meðaltalið. Það þykir afburða- gott ef meðaleinkunn skóla er upp á 38,6. Eins og sjá má á tölunum er sjaldgæft að skólar fari yfir 40, en það gerist þó. Til dæmis má nefna að árangur nemenda í fjórða bekk í Ártúnsskóla í Reykjavík og Myllu- bakkaskóla í Reykjanesbæ í stærð- fræði. Báðir skólarnir fá yfir 42 í meðaltali. Oftast efstir Skólar á höfuðborgarsvæðinu, í Reykjavík og Reykjanesbæ skipa sér oftast í efstu sætin, en smærri skól- ar, þá sérstaklega á landsbyggð- inni, eru oftar í neðstu sætunum. Sem dæmi má nefna að grunnskól- ar í Kópavogi skipa sér í sjö sæti af fyrstu þrjátíu þegar kemur að sam- ræmdu prófi í sjöunda bekk í ís- lensku. Þó eru dæmi þess að skól- ar skipi sér reglulega ofarlega á listana, nema kannski í öðru próf- inu í einum árgangi. Þar má sem dæmi nefna Grunnskóla Þorláks- hafnar, sem iðulega á sæti í efstu tíu sætunum, nema hjá tíunda bekk í ensku þar sem skólinn er í sæti 73. Í neðstu sætum listanna er algengt að meðaltal skólanna sé í kring um 16–18, sem er ansi langt frá árangri þeirra skóla sem standa sig best. Grunnskólinn skiptir máli DV hefur rætt við sérfræðinga sem þekkja vel til íslenska menntakerf- isins. Þeir benda á að félagsleg staða barna og foreldra þeirra hef- ur mikið að segja um frammistöðu barna í grunnskóla. Þeir taka einnig fram að sá grunnur sem börn taka með sér úr grunnskóla hafi mik- il áhrif á framhaldsnám, enda eigi börn sem ekki hafa náð tökum á lestri eða íslensku erfitt með að fóta sig í áframhaldandi námi. Í niðurstöðum rannsóknar sem Kristjana Stella Blöndal, lektor í fé- lags- og mannvísindadeild, vann ásamt Jóni Torfa Jónassyni, fyrr- verandi forseta menntavísinda- sviðs Háskóla Íslands, kemur fram að samræmd próf í íslensku sem þá voru haldin við lok grunnskóla, hafi gefið betri vísbendingar um líklega námsframvindu heldur en úr hvaða framhaldsskóla nemend- ur komu. Það er að segja, að nem- endur sem sýndu góðan árangur á samræmdum prófum voru líklegri til að sýna fram á góðan árangur í áframhaldandi námi, hvort sem það er framhaldsskóli eða háskóli. Árangur í grunnskóla getur því haft mikið að segja varðandi áfram- haldandi námsframvindu – en seg- ir auðvitað ekki alla söguna. Rann- sókn Kristjönu Stellu og Jóns Torfa er frá árinu 2005 og var unnin úr gögnum um fólk sem fæddist árið 1975. Sýna niðurstöður könnunar- innar einnig að ef tekinn er sá hóp- ur nemenda sem fékk einkunnir á bilinu 7,1–8,0 í samræmdu prófi í íslensku þá ræðst það ekki af þeim framhaldsskóla sem þeir voru í hvernig þeim gengur í háskóla, heldur byggir á miklu leyti á niður- stöðum úr grunnskóla. Velgengni þeirra byggir einnig mikið á náms- getunni og því hvernig nemandi leggur sig fram. n Skólarnir Sem Standa Sig beSt Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is landsins bestu skólar Á næstunni mun DV rýna í þessar tölur og verða þær greindar frekar. Við byrjum á góða árangrinum og hér til hliðar má sjá hvaða skólar standa sig best á samræmdu prófunum í hverjum árgangi fyrir sig. 4. bekkur íslenska Nafn skóla Sveitarfélag Landsvæði Meðaltal Myllubakkaskóli Reykjanesbær Suðurnes 39,40 Árstúnsskóli Reykjavík Reykjavík 38,10 Gr. Vestmannaeyja Vestmannaeyjar Suðurland 38,10 Snælandsskóli Kópavogur Höfuðborgarsvæðið 37,30 Ísaksskóli Reykjavík Reykjavík 37,10 Vogaskóli Reykjavík Reykjavík 36,20 Melaskóli Reykjavík Reykjavík 35,90 Sjálandsskóli Hafnarfjörður Höfuðborgarsvæðið 35,60 BSK Hjallabraut Hafnarfjörður Höfuðborgarsvæðið 35,40 BSK Vífilsstöðum Hafnarfjörður Höfuðborgarsvæðið 34,80 4. bekkur stærðfræði Nafn skóla Sveitarfélag Landsvæði Meðaltal Árstúnsskóli Reykjavík Reykjavík 42,50 Myllubakkaskóli Reykjanesbær Suðurnes 42,20 BSK Hjallabraut Hafnarfjörður Höfuðborgarsvæðið 39,10 BSK Vífilsstöðum Hafnarfjörður Höfuðborgarsvæðið 38,70 Grundarskóli Akranes Vesturland 37,60 Smáraskóli Kópavogur Höfuðborgarsvæðið 37,50 Snælandsskóli Kópavogur Höfuðborgarsvæðið 37,30 Heiðarskóli Reykjanesbær Suðurnes 37,00 Kársnesskóli Kópavogur Höfuðborgarsvæðið 36,70 Ísaksskóli Reykjavík Reykjavík 36,50 7. bekkur íslenska Nafn skóla Sveitarfélag Landsvæði Meðaltal Tindaskóli Hvalfjarðarsveit Vesturland 40,70 Melaskóli Reykjavík Reykjavík 37,90 Gr. Borgarfjarðar Borgarnes Vesturland 35,80 Grandaskóli Reykjavík Reykjavík 35,70 Gr. í Þorlákshöfn Ölfus Suðurland 35,60 Árstúnsskóli Reykjavík Reykjavík 35,30 Varmahlíðarskóli Varmahlíð Norðurland vestra 35,20 Austurbæjarskóli Reykjavík Reykjavík 35,00 Fossvogsskóli Reykjavík Reykjavík 34,80 Breiðagerðisskóli Reykjavík Reykjavík 34,40 7. bekkur stærðfræði Nafn skóla Sveitarfélag Landsvæði Meðaltal Gr. í Þorlákshöfn Ölfus Suðurland 38,60 Hrafnagilsskóli Akureyri Norðurland eystra 38,10 Myllubakkaskóli Reykjanesbær Suðurnes 38,00 Grundarskóli Akranesi Vesturland 37,50 Melaskóli Reykjavík Reykjavík 36,90 Ártúnsskóli Reykjavík Reykjavík 36,60 Hörðuvallaskóli Kópavogur Höfuðborgarsvæðið 35,90 Grandaskóli Reykjavík Reykjavík 35,40 Njarðvíkurskóli Reykjanesbær Suðurnes 35,40 Gr. Seltjarnarnesi Seltjararnes Höfuðborgarsvæðið 35,20 10. bekkur íslenska Nafn skóla Sveitarfélag Landsvæði Meðaltal Vogaskóli Reykjavík Reykjavík 37,30 Kópavogsskóli Kópavogur Höfuðborgarsvæðið 36,60 Gr. Bláskógarbyggðar Suðurland Höfuðborgarsvæðið 36,20 Gr. Seltjarnarnesi Seltjararnes Höfuðborgarsvæðið 36,10 Gr. í Þorlákshöfn Ölfus Suðurland 36,00 Hlíðaskóli Reykjavík Reykjavík 35,90 Setbergsskóli Hafnarfjörður Höfuðborgarsvæðið 35,30 Egilsstaðaskóli Fljótsdalshérað Austurland 35,10 Snælandsskóli Kópavogur Höfuðborgarsvæðið 34,50 Vatnsendaskóli Kópavogur Höfuðborgarsvæðið 34,40 10. bekkur stærðfræði Nafn skóla Sveitarfélag Landsvæði Meðaltal Gr. Seltjarnarnesi Seltjararnes Höfuðborgarsvæðið 37,40 Gr. Bláskógarbyggðar Bláskógarbyggð Suðurland 36,50 Vatnsendaskóli Kópavogur Höfuðborgarsvæðið 36,30 Kópavogsskóli Kópavogur Höfuðborgarsvæðið 35,50 Setbergsskóli Hafnarfjörður Höfuðborgarsvæðið 34,70 Gr. í Þorlákshöfn Ölfus Suðurland 34,70 Háteigsskóli Reykjavík Reykjavík 34,60 Snælandsskóli Kópavogur Höfuðborgarsvæðið 34,40 Hagaskóli Reykjavík Reykjavík 34,20 Vogaskóli Reykjavík Reykjavík 33,90 10. bekkur enska Nafn skóla Sveitarfélag Landsvæði Meðaltal Gr. Bláskógarbyggðar Bláskógarbyggð Suðurland 38,60 Tjarnarskóli Reykjavík Reykjavík 36,00 Vatnsendaskóli Kópavogur Höfuðborgarsvæðið 36,00 Hagaskóli Reykjavík Reykjavík 35,50 Vogaskóli Reykjavík Reykjavík 35,30 Kópavogsskóli Kópavogur Höfuðborgarsvæðið 35,00 Snælandsskóli Kópavogur Höfuðborgarsvæðið 34,50 Setbergsskóli Hafnarfjörður Höfuðborgarsvæðið 34,40 Gr. Seltjarnarnesi Seltjararnes Höfuðborgarsvæðið 34,10 Háaleitisskóli RVK Reykjavík Reykjavík 33,90 n Svona standa grunnskólar landsins sig á samræmdu prófunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.