Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Blaðsíða 58
58 Menning Sjónvarp Helgarblað 9.–12. maí 2014 Skaðbrunninn kótelettukarl H elvíti er hann orðinn kallalegur.“ Þetta hefur maður heyrt sagt um karlmenn sem einhver hefur kannski ekki séð í áratug. Sá sem mælir er oftar en ekki hissa á því að aldurinn hafi unnið sína vinnu með tilheyr- andi líkamlegum þroska. Hann felst oftar en ekki í því að viðkom- andi hefur gildnað dálítið, vigtin kann að sýna þriggja stafa tölu og andlitið er ekki lengur jafn speg- ilslétt, eða eftir atvikum þak- ið unglingabólum og það var síðast þegar þeir hittust. Hrukkur hafa látið sjá sig og það er kannski orðið ei- lítið léttskýjað á koll- inum á viðkomandi, eða hann tekinn að safna kollvikum. Ég hef staðið sjálf- an mig að því að muldra þessi orð í huganum þegar ég hitti gamlan skólafélaga. Ég ætl- aði aldrei að verða þessi gaur. Hvorki sá sem hugsar svona né sá sem verður svona. En í hé- góma okkar blundar einhver þrá- hyggja að valda fólki ekki von- brigðum með útliti okkar. „Æi, hann var alltaf svo sætur.“ Hver vill láta segja svona um sig? Í þátíð? Ég vaknaði því upp við vondan draum vikunni þegar ég uppgötv- aði að ég væri að fara á svokallað „reunion“ um helgina. Ár- gangsmót með fólkinu sem ég gekk í grunn- skóla með og sem ég gekk með flestum í fjölbrautaskóla á Akranesi í þokkabót. Fimmtán ára endur- fundir! Við þessa uppgötvun fann ég hvernig aldurinn helltist yfir mig. Mér leið eins og ég yrði að grípa í staf til að ganga og umsvifalaust henda sixpensara á nýgrásprengdan kollinn. Ég hafði nefnilega ekkert ætl- að að fara en var plataður til að mæta af gömlum, góðum vinum. Með viku til stefnu leit ég í speg- il og við mér blasti efni í einhver epískan kótelettukarl ef ég hef slíkan nokkurn tímann augum litið. Þetta var ekki sami náungi og fólkið sem ég er að fara að hitta um helgina kvaddi í grunn- skóla og hvað þá fjölbrautaskóla. Þetta er ekki einu sinni sami maður og þau kvöddu á síðasta árgangsmóti. Við erum flest ný- skriðin yfir þrítugt. Komin með fjölskyldu, drekkhlaðin vinnu og lífsins alvöru svo hégómlegir hlutir eins og útlit hefur í mörg- um tilfellum setið á hakanum, þó hégóminn blundi undir niðri. Mér var litið á sjálfan mig í speglinum. Náfölur, kyrrsetu- maður sem unnið hefur í streitu- fullum heimi blaðamennsk- unnar í hátt í sjö ár. Ósofinn í tæp tvö ár eftir að frumburð- urinn kom í heiminn. Frá ákveðnum sjón- arhornum gat ég talið mér trú um að ég hefði ekki fitnað en það var auðvit- að haugalygi. Tvær sýnilegar ennis- hrukkur, fínar hrukk- ur undir augunum auk poka og bauga sem voru eins og ég væri með tvær plötur af 70% súkkulaði und- ir augunum. Ég hef sloppið við hármissi og gráa lokka en að- gerða var þörf! En aðeins fimm dagar til stefnu! Þetta yrði eitt- hvað „extreme makeover-skíta- mix edition.“ Ég dreif mig út að hlaupa til að brenna einhverju lýsi í neyð. Því næst klippti ég á mér hár- ið. Ég geri það sjálfur og hef gert um árabil með ágætis ár- angri. Ég henti mér í ljós í von um að vera allavega trú- verðugur sem mað- ur með púls og fela poka og bauga með einhverju móti. Ég henti mér í minn fyrsta ljósatíma um árabil. Ég reyndi að passa mig eins og ég gat en auðvitað skað- brann ég eins og skinka á skíðlogandi pönnu. Ég hef vart getað hreyft mig síðan vegna brunasára og vonir mín- ar um að missa 10–15 kíló með útihlaupum á fimm dögum eru með öllu horfnar. Ef svo ólíklega vill til að þessi kótelettukarl nái að halda sér vakandi til miðnættis á laugar- dag og takist að blekkja einhvern gömlu bekkjarfélaganna til að trúa því að hann hafi haldið sér sæmilega við síðan síðast þá bið ég aðeins um eitt: Ekki klappa mér á bakið, það er ennþá rosa- lega aumt. Þið hin getið bara kallað mig kallalegan. Ég hef haft nokkra daga til að sætta mig við það. n „Auðvitað skaðbrann ég eins og skinka á skíð- logandi pönnu. Sjónvarpsdagskrá RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport Þ ær fregnir berast frá Hollywood að Woody Allen sé búinn að ráða Emmu Stone og Joaquin Phoenix til að leika í næstu mynd sinni, sem hefur ekki enn feng- ið nafn. Tímaritið Variety greinir frá þessu. Allen mun að öllum líkind- um sjá um framleiðslu, leikstjórn og handrit myndarinnar líkt og svo oft áður en tökur á myndinni hefjast í júlí. Phoenix og Allen hafa ekki unnið saman áður en Stone hefur leik- ið í einni mynd leikstjórans, Magic in the Moonlight. Leikstjórinn er þekktur fyrir að ráða sömu leikara mörgum sinnum í hlutverk og það er spurning hvort hann og Phoenix komi til með að vinna að fleiri verk- efnum í framtíðinni. Myndir Allens hafa fengið mis- góða dóma en leikkonan Cate Blanchett hlaut þó Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í síðustu mynd Allens, Blue Jasmine, og þar að auki hlaut Sally Hawkins tilnefningu sem besta leikkona í aukahlutverki. Allen komst einnig í fréttir í kring- um síðustu Óskarsverðlaunahátíð þegar Dylan Farrow, ættleidd dótt- ir leikstjórans, sakaði hann um mis- notkun og fordæmdi einnig þá leikara sem kjósa að vinna með honum. n Woody Allen fær Emmu Stone og Joaquin Phoenix til liðs við sig Undirbýr næstu mynd Sunnudagur 11. maí Stöð 2 Sport 2 Bíóstöðin Gullstöðin Stöð 3 ÍNN 07.00 Morgunstundin okkar 07.01 Smælki (9:26) 07.04 Háværa ljónið Urri (25:52) 07.14 Tillý og vinir (36:52) 07.25 Múmínálfarnir 07.35 Hopp og hí Sessamí 07.59 Sara og önd (31:40) 08.06 Kioka (8:52) 08.13 Kúlugúbbarnir (2:18) 08.35 Tré-Fú Tom (2:26) 08.57 Disneystundin (18:52) 08.58 Finnbogi og Felix (17:26) 09.20 Sígildar teiknimyndir 09.27 Herkúles (18:21) 09.50 Hrúturinn Hreinn (9:20) 09.57 Chaplin (42:52) 10.04 Undraveröld Gúnda 10.15 Listahátíð 2014 888 e 10.45 Skólahreysti (5:6) 888 e 11.30 Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva 2014 e 14.45 Í garðinum með Gurrý II (2:6) e 15.15 Leiðin á HM í Brasilíu e 15.45 Úrslitakeppnin í hand- bolta kvenna (Stjarnan- Valur) 17.15 Táknmálsfréttir 17.25 Stella og Steinn (2:42) 17.37 Friðþjófur forvitni (2:10) 18.00 Stundin okkar 888 e 18.25 Camilla Plum - kruð og krydd (1:10) 19.00 Fréttir 19.20 Veðurfréttir 19.25 Íþróttir 19.40 Landinn 888 20.10 Ferðastiklur 888 (5:8) (Sunnanverðir Vestfirðir) Lára Ómarsdóttir ferðast ásamt föður sínum Ómari Ragnarssyni um landið. Þau hitta skemmtilegt fólk, skoða náttúruperl- ur í alfaraleið og segja áhugaverðar sögur af fólki og fyrirbærum. 20.50 Dansað á ystu nöf 7,5 (1:5) (Dancing on the Edge) Bresk sjónvarpsþáttaröð um þeldökka jazzhljóm- sveit í London á fjórða áratug síðustu aldar. Hljóm- sveitin er á hraðri uppleið upp vinsældalistann, þegar röð atvika fer af stað sem gæti eyðilagt gæti allt. Að- alhlutverk: Chiwetel Ejiofor, Matthew Goode, Angel Coulby, John Goodman og Jacqueline Bisset sem hlaut Golden Globe verðlaun fyrir hlutverk sitt í þáttunum. 22.25 Alvöru fólk (3:10) (Äkta människor) Sænskur myndaflokkur sem gerist í heimi þar sem ný kynslóð vélmenna hefur gerbreytt lífi fólks og vart má á milli sjá hverjir eru mennskir og hverj- ir ekki. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi ungra barna. 23.25 Jace: Harður heimur (J.A.C.E.) Átakanleg grísk sakamálamynd. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. 01.50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 08:30 Þýski handboltinn 10:00 Reykjavíkurmótið í hestaíþróttum 11:30 Formula 1 2014 13:55 Premier League 2013/14 16:50 Spænski boltinn 2013-14 19:00 Meistaradeild Evrópu 19:30 Hestaíþróttir 20:00 Reykjavíkurmótið í hestaíþróttum 21:35 Spænski boltinn 2013-14 23:15 NBA úrslitakeppnin (Brooklyn - Miami) 01:05 Formula 1 2014 08:20 Enska 1. deildin 10:00 Premier League 2013/14 13:20 Enska úrvalsdeildin 13:50 Premier League 2013/14 16:10 Enska 1. deildin 18:10-02:30 Premier League 08:00 How To Make An American Quilt 09:55 I Don't Know How She Does It 11:25 Oceans 13:10 Bjarnfreðarson 15:00 How To Make An American Quilt 16:55 I Don't Know How She Does It 18:25 Oceans 20:10 Bjarnfreðarson 22:00 Source Code 23:30 Django Unchained 02:10 The Resident 03:45 Source Code 13:50 Premier League 2013/14 16:00 Top 20 Funniest (16:18) 16:40 Amazing Race (10:12) 17:25 Lying Game (8:10) 18:05 Men of a Certain Age (12:12) 18:50 Bleep My Dad Says (3:18) 19:15 Bob's Burgers (14:23) 19:40 American Dad (17:18) 20:00 The Cleveland Show (15:22) 20:25 Napoleon Dynamite (4:6) 20:50 Brickleberry (7:13) 21:15 Bored to Death (8:8) 21:40 The League (11:13) 22:05 Deception (9:11) 22:50 Glee 5 (14:20) 23:30 The Vampire Diaries (13:22) 00:10 Bob's Burgers (14:23) 00:35 American Dad (17:18) 13:50 Premier League 2013/14 17:20 Strákarnir 17:50 Friends (12:25) 18:15 Seinfeld (12:24) 18:40 Modern Family (15:24) 19:05 Two and a Half Men (1:24) 19:30 Viltu vinna milljón? 20:15 Nikolaj og Julie (5:22) 21:00 The Killing (2:13) 21:45 Hostages (3:15) 22:30 Sisters (5:7) 23:20 Viltu vinna milljón? 00:05 Nikolaj og Julie (5:22) 00:50 The Newsroom (1:10) 18:00 Björn Bjarnason 18:30 Tölvur,tækni og kennsla 19:00 Í návígi 19:30 Á ferð og flugi 20:00 Hrafnaþing 21:00 Auðlindakistan 21:30 Suðurnesjamagasín 22:00 Hrafnaþing 23:00 Reykjavíkurrölt 23:30 Eldað með Holta 07:00 Barnatími Stöðvar 2 07:01 Strumparnir 07:25 Waybuloo 07:45 Ævintýraferðin 08:00 Algjör Sveppi 09:35 Ben 10 10:00 Kalli kanína og félagar 10:05 Victorious 10:30 Nágrannar 10:50 Nágrannar 11:10 Nágrannar 11:30 Nágrannar 11:50 Nágrannar 12:15 60 mínútur (31:52) 13:00 Mr Selfridge (2:10) 13:50 Premier League 2013/14 15:55 Heimsókn 16:20 Modern Family (10:24) 16:50 Á fullu gazi 17:25 Höfðingjar heim að sækja 17:48 Stóru málin 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (37:50) 19:10 Sjálfstætt fólk (29:30) 19:45 Britain's Got Talent (2:18) 20:50 Íslenskir ástríðuglæpir (3:5) 21:15 24: Live Another Day (1:12) 22:00 24: Live Another Day (2:12) 22:45 Shameless 8,7 (7:12) Bráðskemmtileg þáttaröð um skrautlega fjölskyldu. Fjölskyldufaðirinn er forfallinn alkóhólisti, mamman löngu flúin að heiman og uppátækjasamir krakkarnir sjá um sig sjálfir. 23:40 60 mínútur (32:52) Glænýr þáttur í virtustu og vinsælustu fréttaskýringa- þáttaröð í heimi þar sem reyndustu fréttaskýrendur Bandaríkjanna fjalla um mikilvægustu málefni líðandi stundar og taka einstök viðtöl við heims- þekkt fólk. 00:25 Daily Show: Global Edition 00:55 Suits (13:16) 01:40 Game Of Thrones 9,5 (5:10) Fjórða þáttaröðin um hið magnaða valdatafl og blóðuga valdabaráttu sjö konungsfjölskyldna í Westeros en allar vilja þær ná yfirráðum yfir hinu eina sanna konungssæti, The Iron Throne. 02:35 The Americans (9:13) 03:25 Vice (3:12) 03:55 Another Earth 05:25 Britain's Got Talent (2:18) 06:25 Íslenskir ástríðuglæpir (3:5) 06:00 Pepsi MAX tónlist 11:40 Dr. Phil 12:20 Dr. Phil 13:00 Dr. Phil 13:40 7th Heaven (18:22) 14:20 Once Upon a Time (18:22) 15:05 90210 (17:22) 15:50 Gordon Ramsay Ultima- te Home Cooking (17:20) 16:15 Design Star (3:9) 17:00 Unforgettable (11:13) 17:45 The Good Wife (13:22) 18:30 Hawaii Five-0 (19:22) 19:15 Læknirinn í eldhúsinu (4:8) 19:40 Judging Amy (15:23) 20:25 Top Gear Best of (3:4) Einn vinsælasti sjónvarp- þáttur í heimi. Að þessu sinni velja þeir félagar brot af því besta úr Top Gear þáttum liðiinnar seríu. 21:15 Law & Order (13:22) Spennandi þættir um störf lögreglu og saksóknara í New York borg. Starfsstöð hersins í borginni verður fyr- ir sprengjuárás. Í fyrstu er talið að sprengingin tengist hernum sjálfum en þegar líður á rannsóknina kemur annað í ljós. 22:00 Leverage 7,8 (2:15) Þetta er fimmta þáttaröðin af Leverage, æsispennandi þáttaröð í anda Ocean’s Eleven um þjófahóp sem rænir þá sem misnota vald sitt og ríkidæmi og níðast á minnimáttar. 22:45 Elementary (18:22) Sher- lock Holmes og Dr. Watson leysa flókin sakamál í New York borg nútímans. Síð- ustu þáttaröð lauk með því að unnusta Sherlocks, Irine Adler var engin önnur en Moriarty prófessor. Þegar frægur vísindamaður á sviði krabbameinsrannsókna finnst látinn þurfa Sherlock og Watson að rannsaka hvort dauði hans tengist nýjustu uppfinningu hans. 23:30 Agents of S.H.I.E.L.D. 7,3 (4:22) Hörkuspennandi þættir úr smiðju teikni- myndarisans Marvel. Bandaríska ríkisstjórnin bregður á það ráð að láta setja saman sveit óárenni- legra ofurhetja til að bregð- ast við yfirnáttúrulegum ógnum á jörðinni. Frábærir þættir sem höfða ekki bara til ofurhetjuaðdáenda. Allir þættirnir eru aðgengilegir í SkjáFrelsi og SkjáFrelsi á netinu á heimasíðu Skjásins. 00:15 Scandal (16:22) 01:00 Beauty and the Beast (6:22) 01:45 The Tonight Show 02:30 Leverage (2:15) 03:15 Pepsi MAX tónlist Woody Allen Leikstjórinn umdeildi vinnur að nýrri mynd.Bjórvömb Eitt helsta einkenni kótelettukarlsins er bjórvömbin. MyND PHOTOS Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Helgarpistill
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.