Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Page 58

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Page 58
58 Menning Sjónvarp Helgarblað 9.–12. maí 2014 Skaðbrunninn kótelettukarl H elvíti er hann orðinn kallalegur.“ Þetta hefur maður heyrt sagt um karlmenn sem einhver hefur kannski ekki séð í áratug. Sá sem mælir er oftar en ekki hissa á því að aldurinn hafi unnið sína vinnu með tilheyr- andi líkamlegum þroska. Hann felst oftar en ekki í því að viðkom- andi hefur gildnað dálítið, vigtin kann að sýna þriggja stafa tölu og andlitið er ekki lengur jafn speg- ilslétt, eða eftir atvikum þak- ið unglingabólum og það var síðast þegar þeir hittust. Hrukkur hafa látið sjá sig og það er kannski orðið ei- lítið léttskýjað á koll- inum á viðkomandi, eða hann tekinn að safna kollvikum. Ég hef staðið sjálf- an mig að því að muldra þessi orð í huganum þegar ég hitti gamlan skólafélaga. Ég ætl- aði aldrei að verða þessi gaur. Hvorki sá sem hugsar svona né sá sem verður svona. En í hé- góma okkar blundar einhver þrá- hyggja að valda fólki ekki von- brigðum með útliti okkar. „Æi, hann var alltaf svo sætur.“ Hver vill láta segja svona um sig? Í þátíð? Ég vaknaði því upp við vondan draum vikunni þegar ég uppgötv- aði að ég væri að fara á svokallað „reunion“ um helgina. Ár- gangsmót með fólkinu sem ég gekk í grunn- skóla með og sem ég gekk með flestum í fjölbrautaskóla á Akranesi í þokkabót. Fimmtán ára endur- fundir! Við þessa uppgötvun fann ég hvernig aldurinn helltist yfir mig. Mér leið eins og ég yrði að grípa í staf til að ganga og umsvifalaust henda sixpensara á nýgrásprengdan kollinn. Ég hafði nefnilega ekkert ætl- að að fara en var plataður til að mæta af gömlum, góðum vinum. Með viku til stefnu leit ég í speg- il og við mér blasti efni í einhver epískan kótelettukarl ef ég hef slíkan nokkurn tímann augum litið. Þetta var ekki sami náungi og fólkið sem ég er að fara að hitta um helgina kvaddi í grunn- skóla og hvað þá fjölbrautaskóla. Þetta er ekki einu sinni sami maður og þau kvöddu á síðasta árgangsmóti. Við erum flest ný- skriðin yfir þrítugt. Komin með fjölskyldu, drekkhlaðin vinnu og lífsins alvöru svo hégómlegir hlutir eins og útlit hefur í mörg- um tilfellum setið á hakanum, þó hégóminn blundi undir niðri. Mér var litið á sjálfan mig í speglinum. Náfölur, kyrrsetu- maður sem unnið hefur í streitu- fullum heimi blaðamennsk- unnar í hátt í sjö ár. Ósofinn í tæp tvö ár eftir að frumburð- urinn kom í heiminn. Frá ákveðnum sjón- arhornum gat ég talið mér trú um að ég hefði ekki fitnað en það var auðvit- að haugalygi. Tvær sýnilegar ennis- hrukkur, fínar hrukk- ur undir augunum auk poka og bauga sem voru eins og ég væri með tvær plötur af 70% súkkulaði und- ir augunum. Ég hef sloppið við hármissi og gráa lokka en að- gerða var þörf! En aðeins fimm dagar til stefnu! Þetta yrði eitt- hvað „extreme makeover-skíta- mix edition.“ Ég dreif mig út að hlaupa til að brenna einhverju lýsi í neyð. Því næst klippti ég á mér hár- ið. Ég geri það sjálfur og hef gert um árabil með ágætis ár- angri. Ég henti mér í ljós í von um að vera allavega trú- verðugur sem mað- ur með púls og fela poka og bauga með einhverju móti. Ég henti mér í minn fyrsta ljósatíma um árabil. Ég reyndi að passa mig eins og ég gat en auðvitað skað- brann ég eins og skinka á skíðlogandi pönnu. Ég hef vart getað hreyft mig síðan vegna brunasára og vonir mín- ar um að missa 10–15 kíló með útihlaupum á fimm dögum eru með öllu horfnar. Ef svo ólíklega vill til að þessi kótelettukarl nái að halda sér vakandi til miðnættis á laugar- dag og takist að blekkja einhvern gömlu bekkjarfélaganna til að trúa því að hann hafi haldið sér sæmilega við síðan síðast þá bið ég aðeins um eitt: Ekki klappa mér á bakið, það er ennþá rosa- lega aumt. Þið hin getið bara kallað mig kallalegan. Ég hef haft nokkra daga til að sætta mig við það. n „Auðvitað skaðbrann ég eins og skinka á skíð- logandi pönnu. Sjónvarpsdagskrá RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport Þ ær fregnir berast frá Hollywood að Woody Allen sé búinn að ráða Emmu Stone og Joaquin Phoenix til að leika í næstu mynd sinni, sem hefur ekki enn feng- ið nafn. Tímaritið Variety greinir frá þessu. Allen mun að öllum líkind- um sjá um framleiðslu, leikstjórn og handrit myndarinnar líkt og svo oft áður en tökur á myndinni hefjast í júlí. Phoenix og Allen hafa ekki unnið saman áður en Stone hefur leik- ið í einni mynd leikstjórans, Magic in the Moonlight. Leikstjórinn er þekktur fyrir að ráða sömu leikara mörgum sinnum í hlutverk og það er spurning hvort hann og Phoenix komi til með að vinna að fleiri verk- efnum í framtíðinni. Myndir Allens hafa fengið mis- góða dóma en leikkonan Cate Blanchett hlaut þó Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í síðustu mynd Allens, Blue Jasmine, og þar að auki hlaut Sally Hawkins tilnefningu sem besta leikkona í aukahlutverki. Allen komst einnig í fréttir í kring- um síðustu Óskarsverðlaunahátíð þegar Dylan Farrow, ættleidd dótt- ir leikstjórans, sakaði hann um mis- notkun og fordæmdi einnig þá leikara sem kjósa að vinna með honum. n Woody Allen fær Emmu Stone og Joaquin Phoenix til liðs við sig Undirbýr næstu mynd Sunnudagur 11. maí Stöð 2 Sport 2 Bíóstöðin Gullstöðin Stöð 3 ÍNN 07.00 Morgunstundin okkar 07.01 Smælki (9:26) 07.04 Háværa ljónið Urri (25:52) 07.14 Tillý og vinir (36:52) 07.25 Múmínálfarnir 07.35 Hopp og hí Sessamí 07.59 Sara og önd (31:40) 08.06 Kioka (8:52) 08.13 Kúlugúbbarnir (2:18) 08.35 Tré-Fú Tom (2:26) 08.57 Disneystundin (18:52) 08.58 Finnbogi og Felix (17:26) 09.20 Sígildar teiknimyndir 09.27 Herkúles (18:21) 09.50 Hrúturinn Hreinn (9:20) 09.57 Chaplin (42:52) 10.04 Undraveröld Gúnda 10.15 Listahátíð 2014 888 e 10.45 Skólahreysti (5:6) 888 e 11.30 Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva 2014 e 14.45 Í garðinum með Gurrý II (2:6) e 15.15 Leiðin á HM í Brasilíu e 15.45 Úrslitakeppnin í hand- bolta kvenna (Stjarnan- Valur) 17.15 Táknmálsfréttir 17.25 Stella og Steinn (2:42) 17.37 Friðþjófur forvitni (2:10) 18.00 Stundin okkar 888 e 18.25 Camilla Plum - kruð og krydd (1:10) 19.00 Fréttir 19.20 Veðurfréttir 19.25 Íþróttir 19.40 Landinn 888 20.10 Ferðastiklur 888 (5:8) (Sunnanverðir Vestfirðir) Lára Ómarsdóttir ferðast ásamt föður sínum Ómari Ragnarssyni um landið. Þau hitta skemmtilegt fólk, skoða náttúruperl- ur í alfaraleið og segja áhugaverðar sögur af fólki og fyrirbærum. 20.50 Dansað á ystu nöf 7,5 (1:5) (Dancing on the Edge) Bresk sjónvarpsþáttaröð um þeldökka jazzhljóm- sveit í London á fjórða áratug síðustu aldar. Hljóm- sveitin er á hraðri uppleið upp vinsældalistann, þegar röð atvika fer af stað sem gæti eyðilagt gæti allt. Að- alhlutverk: Chiwetel Ejiofor, Matthew Goode, Angel Coulby, John Goodman og Jacqueline Bisset sem hlaut Golden Globe verðlaun fyrir hlutverk sitt í þáttunum. 22.25 Alvöru fólk (3:10) (Äkta människor) Sænskur myndaflokkur sem gerist í heimi þar sem ný kynslóð vélmenna hefur gerbreytt lífi fólks og vart má á milli sjá hverjir eru mennskir og hverj- ir ekki. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi ungra barna. 23.25 Jace: Harður heimur (J.A.C.E.) Átakanleg grísk sakamálamynd. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. 01.50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 08:30 Þýski handboltinn 10:00 Reykjavíkurmótið í hestaíþróttum 11:30 Formula 1 2014 13:55 Premier League 2013/14 16:50 Spænski boltinn 2013-14 19:00 Meistaradeild Evrópu 19:30 Hestaíþróttir 20:00 Reykjavíkurmótið í hestaíþróttum 21:35 Spænski boltinn 2013-14 23:15 NBA úrslitakeppnin (Brooklyn - Miami) 01:05 Formula 1 2014 08:20 Enska 1. deildin 10:00 Premier League 2013/14 13:20 Enska úrvalsdeildin 13:50 Premier League 2013/14 16:10 Enska 1. deildin 18:10-02:30 Premier League 08:00 How To Make An American Quilt 09:55 I Don't Know How She Does It 11:25 Oceans 13:10 Bjarnfreðarson 15:00 How To Make An American Quilt 16:55 I Don't Know How She Does It 18:25 Oceans 20:10 Bjarnfreðarson 22:00 Source Code 23:30 Django Unchained 02:10 The Resident 03:45 Source Code 13:50 Premier League 2013/14 16:00 Top 20 Funniest (16:18) 16:40 Amazing Race (10:12) 17:25 Lying Game (8:10) 18:05 Men of a Certain Age (12:12) 18:50 Bleep My Dad Says (3:18) 19:15 Bob's Burgers (14:23) 19:40 American Dad (17:18) 20:00 The Cleveland Show (15:22) 20:25 Napoleon Dynamite (4:6) 20:50 Brickleberry (7:13) 21:15 Bored to Death (8:8) 21:40 The League (11:13) 22:05 Deception (9:11) 22:50 Glee 5 (14:20) 23:30 The Vampire Diaries (13:22) 00:10 Bob's Burgers (14:23) 00:35 American Dad (17:18) 13:50 Premier League 2013/14 17:20 Strákarnir 17:50 Friends (12:25) 18:15 Seinfeld (12:24) 18:40 Modern Family (15:24) 19:05 Two and a Half Men (1:24) 19:30 Viltu vinna milljón? 20:15 Nikolaj og Julie (5:22) 21:00 The Killing (2:13) 21:45 Hostages (3:15) 22:30 Sisters (5:7) 23:20 Viltu vinna milljón? 00:05 Nikolaj og Julie (5:22) 00:50 The Newsroom (1:10) 18:00 Björn Bjarnason 18:30 Tölvur,tækni og kennsla 19:00 Í návígi 19:30 Á ferð og flugi 20:00 Hrafnaþing 21:00 Auðlindakistan 21:30 Suðurnesjamagasín 22:00 Hrafnaþing 23:00 Reykjavíkurrölt 23:30 Eldað með Holta 07:00 Barnatími Stöðvar 2 07:01 Strumparnir 07:25 Waybuloo 07:45 Ævintýraferðin 08:00 Algjör Sveppi 09:35 Ben 10 10:00 Kalli kanína og félagar 10:05 Victorious 10:30 Nágrannar 10:50 Nágrannar 11:10 Nágrannar 11:30 Nágrannar 11:50 Nágrannar 12:15 60 mínútur (31:52) 13:00 Mr Selfridge (2:10) 13:50 Premier League 2013/14 15:55 Heimsókn 16:20 Modern Family (10:24) 16:50 Á fullu gazi 17:25 Höfðingjar heim að sækja 17:48 Stóru málin 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (37:50) 19:10 Sjálfstætt fólk (29:30) 19:45 Britain's Got Talent (2:18) 20:50 Íslenskir ástríðuglæpir (3:5) 21:15 24: Live Another Day (1:12) 22:00 24: Live Another Day (2:12) 22:45 Shameless 8,7 (7:12) Bráðskemmtileg þáttaröð um skrautlega fjölskyldu. Fjölskyldufaðirinn er forfallinn alkóhólisti, mamman löngu flúin að heiman og uppátækjasamir krakkarnir sjá um sig sjálfir. 23:40 60 mínútur (32:52) Glænýr þáttur í virtustu og vinsælustu fréttaskýringa- þáttaröð í heimi þar sem reyndustu fréttaskýrendur Bandaríkjanna fjalla um mikilvægustu málefni líðandi stundar og taka einstök viðtöl við heims- þekkt fólk. 00:25 Daily Show: Global Edition 00:55 Suits (13:16) 01:40 Game Of Thrones 9,5 (5:10) Fjórða þáttaröðin um hið magnaða valdatafl og blóðuga valdabaráttu sjö konungsfjölskyldna í Westeros en allar vilja þær ná yfirráðum yfir hinu eina sanna konungssæti, The Iron Throne. 02:35 The Americans (9:13) 03:25 Vice (3:12) 03:55 Another Earth 05:25 Britain's Got Talent (2:18) 06:25 Íslenskir ástríðuglæpir (3:5) 06:00 Pepsi MAX tónlist 11:40 Dr. Phil 12:20 Dr. Phil 13:00 Dr. Phil 13:40 7th Heaven (18:22) 14:20 Once Upon a Time (18:22) 15:05 90210 (17:22) 15:50 Gordon Ramsay Ultima- te Home Cooking (17:20) 16:15 Design Star (3:9) 17:00 Unforgettable (11:13) 17:45 The Good Wife (13:22) 18:30 Hawaii Five-0 (19:22) 19:15 Læknirinn í eldhúsinu (4:8) 19:40 Judging Amy (15:23) 20:25 Top Gear Best of (3:4) Einn vinsælasti sjónvarp- þáttur í heimi. Að þessu sinni velja þeir félagar brot af því besta úr Top Gear þáttum liðiinnar seríu. 21:15 Law & Order (13:22) Spennandi þættir um störf lögreglu og saksóknara í New York borg. Starfsstöð hersins í borginni verður fyr- ir sprengjuárás. Í fyrstu er talið að sprengingin tengist hernum sjálfum en þegar líður á rannsóknina kemur annað í ljós. 22:00 Leverage 7,8 (2:15) Þetta er fimmta þáttaröðin af Leverage, æsispennandi þáttaröð í anda Ocean’s Eleven um þjófahóp sem rænir þá sem misnota vald sitt og ríkidæmi og níðast á minnimáttar. 22:45 Elementary (18:22) Sher- lock Holmes og Dr. Watson leysa flókin sakamál í New York borg nútímans. Síð- ustu þáttaröð lauk með því að unnusta Sherlocks, Irine Adler var engin önnur en Moriarty prófessor. Þegar frægur vísindamaður á sviði krabbameinsrannsókna finnst látinn þurfa Sherlock og Watson að rannsaka hvort dauði hans tengist nýjustu uppfinningu hans. 23:30 Agents of S.H.I.E.L.D. 7,3 (4:22) Hörkuspennandi þættir úr smiðju teikni- myndarisans Marvel. Bandaríska ríkisstjórnin bregður á það ráð að láta setja saman sveit óárenni- legra ofurhetja til að bregð- ast við yfirnáttúrulegum ógnum á jörðinni. Frábærir þættir sem höfða ekki bara til ofurhetjuaðdáenda. Allir þættirnir eru aðgengilegir í SkjáFrelsi og SkjáFrelsi á netinu á heimasíðu Skjásins. 00:15 Scandal (16:22) 01:00 Beauty and the Beast (6:22) 01:45 The Tonight Show 02:30 Leverage (2:15) 03:15 Pepsi MAX tónlist Woody Allen Leikstjórinn umdeildi vinnur að nýrri mynd.Bjórvömb Eitt helsta einkenni kótelettukarlsins er bjórvömbin. MyND PHOTOS Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Helgarpistill

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.