Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Blaðsíða 42
Helgarblað 9.–12. maí 201442 Lífsstíll Eins og að fá Ferguson á Pæjumótið Fyrrverandi framkvæmdastjóri Iron Man keppir í Gullhringnum Þ etta er gaman, sannarlega gaman. Þetta eru í raun fyrstu erlendur keppendurnir sem skrá sig í keppnina og að fá þungavigtarmann eins og Kai inn sem fyrsta erlenda keppandann er svolítið eins og að fá Alex Fergu- son með lið í Pæjumótið í fótbolta í Kópavogi,“ segir Áslaug Einarsdótt- ir, eigandi hjólreiðamótsins Gull- hringsins, en fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Iron Man-keppnanna í Evrópu, Kai Walter, verður á meðal keppenda á mótinu í ár. Gullhringurinn fer fram aðra helgina í júlí, dagana 10. til 12. júlí ,en um eitt umfangsmesta hjólreiða- mót landsins er að ræða. Samkvæmt fréttatilkynningu frá forsvarsmönnum keppninnar setti Walter sig á dögunum í samband við skipuleggjendur keppninnar og bað um að fá lit sitt skráð í keppn- ina. Iron Man er stærsta þríþrautar- íþróttamót í heimi en Kai stýrði meðal annars Iron Man-keppninni í Frankfurt þar sem íslenskir járnkarl- ar hafa verið árlegir þátttakendur. Að sögn Áslaugar hefur orðið mikil vakning á Íslandi síðustu árin í hjólakeppnum og þríþrautarkeppn- um hvers konar. Hún segir keppendur í þessum íþróttagreinum um allan heim líta sífellt eftir skemmtilegri áskorun til að takast á við. Kai var hér á ferðinni á Íslandi í vor þar sem hann skoð- aði aðstæður fyrir Triple Extreme- keppnirnar sem hann stýrir húna. Áslaug segir hann og hans menn hafa kortlagt íslenska keppnislands- lagið í þeirri ferð. „Þetta sýnir að augu umheimsins í hjólreiðum eru að beinast að Íslandi.“ Gullhringurinn var fyrst haldinn árið 2012. Þá tóku 90 manns þátt. Í fyrra voru 200 keppendur mættir til leiks en í ár gera skipuleggjendur mótsins ráð fyrir um 400 keppendum. Hægt er að skrá sig í keppnina á vefsíðunni gullhringurinn.is. n indiana@dv.is Kai Walter Heimsfrægur hjólagarpur sem var um tíma framkvæmdarstjóri Iron Man. Sniðugt í Eurovision- veisluna Hollt Sollu-sælgæti í Eurovision-partíið Fyrir þá sem ætla að halda Eurovision-partí á laugardags- kvöldið á Sólveig Eiríksdóttir á Gló frábæra uppskrift að skemmtilegu sælgæti í hollari kantinum sem meira að segja börnin geta búið til. n 8 súkkulaði-banana-pinnar n 4 bananar, afhýddir og skornir í tvennt n 8 grillpinnar úr tré Aðferð: Pinnanum er stungið í miðjuna á banananum, gott að stinga honum svolítið langt upp til að hann gefi sem bestan stuðning. Veltið banananum upp úr fljót- andi súkkulaði og síðan hnetu- og kókosblöndu. Hægt er að bræða lífrænt dökkt súkkulaði yfir vatnsbaði eða blanda sitt eigið á einfaldan hátt: Súkkulaði: n 1/2 dl kókosolía í fljótandi formi (búið að láta krukkuna standa í skál með heitu vatni í smá stund) n 1/2 dl kakóduft n 1/4 dl hlynsíróp eða hunang eða agave n 1–2 tsk. vanilla (duft eða dropar) Aðferð: Allt hrært saman í skál. Hnetu- og kókosblanda n 1 dl hnetur/möndlur, malaðar smá- stund í matvinnsluvél en ekki of smátt n 1 dl kókosmjöl n 2–3 lífrænar döðlur, mjög smátt saxaðar Aðferð: Hnetum, kókosmjöli og söxuðum döðlum blandað saman á disk. Að lokum: Bönununum dýft í súkkulaðið og því næst velt upp úr blöndunni og síðan settir inn í frysti. Gott er að leggja þá á bök- unarpappír í frystinum á meðan þeir eru að frjósa. Þegar pinninn er frosinn þá er upplagt að setja hann í box og geyma í frystinum. Girnilegt Sælgæti, sem er í hollari kant- inum, úr hugmyndasmiðju Sollu á Gló. Varð ófrísk eftir frjósemisgaldur n Opna nýja norna- og galdraverslun n Segja fordóma gegn nornum A mma sagði alltaf að ég væri lítil norn. Svo datt ég inn í þetta þegar ég var svona 16 ára,“ segir Hafdís Heiðarsdóttir, sem ásamt Vilborgu Aldísi Ragnarsdóttur, var að opna verslunina Arca des- ign á nýjum stað og nú selur Arca ekki aðeins hönnunarvöru held- ur einnig ýmislegt þarfaþing fyrir galdra. Rúðustrikaður maki „Amma Vilborgar gaf og kenndi henni á sígaunaspil þegar hún var 13 ára og sjálf hef ég í rauninni alltaf verið að spá og verið í í kring- um þessa hluti eða frá því ég var lítil. Ég er „light“ norn en auðvitað trúi ég á þetta, annars væri ég varla að selja þetta,“ segir Hafdís og bæt- ir við að hún hafi framið frjósemis- galdur þegar hún og eiginmaður hennar voru að reyna að eignast barn án árangurs. „Maðurinn minn er rúðustrik- aðri en allt og vill lítið heyra um þetta en árið 2008 voru svo margar vinkonur mínar ófrískar og mig langaði svo mikið að vera samtaka. Það gekk illa, við misstum fóstur og áttum í erfiðleikum með þetta. Þar sem ég er með veikina dröslaði ég Vilborgu með mér niður í fjöru til að gera frjósemisgaldur. Og ég varð ófrísk um leið. Yrja mín er magn- aður krakki og það er ótrúlegt hvað hún er í raun lík Vilborgu. Hún á al- veg helling í henni.“ Fordómar gegn nornum Hafdís og Vilborg segja marga hafa fordóma gagnvart göldrum. „Það eru margir sem trúa ekkert á þetta og finnst þetta jafnvel asnalegt. Væntanlega eru þeir með fordóma gegn þessu. Auðvitað er þetta bara til gamans gert og hjá okkur er hægt að kaupa skemmtilegar og öðruvísi tækifærisgjafir. Svo er líka hægt að koma inn af götunni og fá spá sem er nýtt því hingað til hef- ur þurft að panta tíma símleiðis og vanalega bíða í margar vikur eftir að komast að.“ Göldruðu nýtt húsnæði Hafdís og Vilborg voru með versl- unina Arca í Grímsbæ en höfðu lengi daðrað við að stækka við sig og koma sér nær miðborginni. „Við vor- um hins vegar bara latar og nennt- um ekki að standa í því. Við viss- um að við þurftum að breyta til en vissum bara ekki hvað við ætt- um að gera. Það var að koma nýtt tungl svo við göldruðum aðeins og áhrifin létu ekki standa á sér,“ seg- ir Vilborg en tveimur dögum eft- ir galdurinn misstu stelpurnar hús- næðið í Grímsbæ. „Þar með vorum við komnar með spark í rassinn til að drífa okkur niður í bæ og gera eitt- hvað meira með fyrirtækið. Þegar þú galdrar verður þú að skilgreina vel hvað þú vilt. Þarna höfðum við óskina ekki niður njörv- aða; sögðum ekki hvað við vildum, bara að við vildum breytingar. Svo fengum við þetta húsnæði og fórum úr 30 fermetrum yfir í 90 fermetra. Þetta rými er svo hrátt og að okkur finnst það alveg ekta fyrir nornabúð svo við ákváðum að slá til.“ Svartigaldur hættulegur „Hér er nornahellir, fimm arma stjarna á gólfinu og alls kyns galdrar og nornaseiði til sölu auk þess sem við tökum á móti gæsahópum þar sem við gerum meðal annars norna- blessingu yfir gæsinni,“ segir Haf- dís sem er örmagna eftir flutning- ana og breytingarnar. „Það er fullt tungl 14. maí svo ætli við gerum ekki orkugaldur þá til þess að ná upp smá orku,“ segir hún og bætir við að galdr- ar séu ekki hættulegir séu þeir fram- kvæmdir rétt. „Auðvitað geta þeir orðið það ef þú ert í „dark magic“ en við komum ekki nálægt því. Margir halda að fimm arma stjarnan sé djöflatákn enda er hún oft notuð á þann hátt í kvikmyndum en hún er það alls ekki. Við biðjum til áttanna sem hver hefur sitt „el- ement“, jörð, eld, loft og vatn. Það fimmta er svo andinn. Fimm arma stjarnan er í raun fornt tákn fyrir þessi fimm frumefni og andann.“ Notaði ekki ástagaldur Á meðal vinsælla galdra eru ásta- galdur, fyrir þær sem vantar kærasta, peningagaldur og frjósemisgaldur. Hafdís þvertekur fyrir að hafa lagt á eiginmann sinn galdur þegar þau voru að draga sig saman. „Ætli hann hafi ekki bara gert það við mig,“ segir hún brosandi að lokum. n „Það gekk illa, við misstum fóstur og áttum í erfiðleikum með þetta. Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Snjallsíma- forrit fyrir ofnæmi All Alert, íslenskt snjallsímafor- rit, er nýsköpunarverkefni sjö nemenda úr Háskólanum í Reykjavík. Forritið er ætlað einstaklingum með fæðu óþol eða ofnæmi og getur aðstoðað þessa þá við að átta sig á þeim matvælum sem þeim ber að forðast. Um er að ræða þró- unarverkefni, en leitast er við að hægt sé að nota síma til þess að skanna vörur og strika- merki og komast þannig að því hvort vörurnar innihaldi efni sem einstaklingurinn hefur ofnæmi fyrir. Hægt er að fylgj- ast með framgangi forritsins á Facebook, en líkur eru á að fólk sem glímir við fæðuóþol geti nýtt sér þessa nýjung þegar hún kemst á markað. Nornir Vilborg og Hafdís galdra ýmis- legt saman. myNd SIGtRyGGuR ARI Nýtt húsnæði Þær stöllur göldruðu aðeins og fundu húsnæði. myNd SIGtRyGGuR ARI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.