Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Blaðsíða 15
Helgarblað 9.–12. maí 2014 Fréttir 15 KapítalistaKirKja Belforts J ordan Belfort er 51 árs og kannski er best að lýsa hon- um einfaldlega sem „athafna- manni“, en hann var dæmdur fyrir umsvifamikil fjársvik árið 1999 og fékk fjögurra ára fang- elsi, eftir að hafa veitt bandarísku alríkis lögreglunni upplýsingar um vini sína og samstarfsfélaga. Var hann einnig dæmdur til að greiða fórnarlömbum sínum 110,4 millj- ónir dala, en af þeim hafði hann greitt rúmlega ellefu milljónir í október síðastliðnum. Af þeim höfðu tíu milljónir fengist með beinni eignaupptöku. Belfort starfaði á Wall Street á níunda og tíunda áratugnum og stofnaði sitt eigið fyrirtæki, Stratt- on Oakmont, sem sýslaði með svokölluð „penníbréf“ (e. Penny stocks), bréf sem fengust fyrir lágar fjárhæðir og voru lítils virði, og það réttilega. Fyrirtækin sem Belfort seldi bréf í voru í flestum tilfellum afar slæmir fjárfestingarkostir en hann tók ógnarháa söluþóknun fyrir að sýsla með þau. Eftir að Belfort losnaði úr fang- elsi skrifaði hann tvær bækur þar sem hann lýsti endurminningum sínum. Hefur hann reglulega haldið hvatningarfyrirlestra og sölunámskeið síðan þá. „Fégráðugur brjálæðingur“ Líkt og kunnugt er leikstýrði Martin Scorsese kvikmyndinni The Wolf of Wall Street, sem út kom í fyrra, en myndin er byggð á endurminning- um Belforts. Leonardo DiCaprio fer með aðalhlutverkið í myndinni, en Belfort er í kvikmyndinni nánast samfellt á eiturlyfjum, hefði réttilega átt að vera kærður allnokkrum sinn- um fyrir kynferðislega áreitni og er sannkallaður drullusokkur. Kvikmyndin er ansi nærri því sem fullyrt er í endurminningum Belforts en hann gekkst við því á ráðstefn- unni að hafa verið „fégráðugur brjál- æðingur“ á þessum tíma, en kveðst hafa snúið við blaðinu, hann hafi verið edrú í 17 ár og einblíni nú á siðlegt líferni. Kvikmyndin góð auglýsing Belfort virðist ekki skammast sín sérstaklega fyrir kvikmyndina. Þvert á móti vitnaði hann nokkrum sinn- um orðrétt í myndina og sýndi tvö myndbrot úr henni. Það er kannski ekki einkennilegt. Belfort sagði í Háskólabíói að hann muni þéna 50 milljónir dala á þessu ári af hvatn- ingarfyrirlestrum sínum. Það er margfalt meira en hann hefur þén- að á fyrirlestrum sínum allar götur frá því að hann losnaði úr fangelsi. Kvikmyndin hefur því verið góð auglýsing. Belfort segir að téðar 50 millj- ónir muni allar renna til fórn- arlamba hans. Bætir hann þó við: „En ég er ekki hálfviti, því eins og þið getið ímyndað ykkur þá mun ég þéna töluvert meira en það á þessu ári. Ég græði nú meira en nokkru sinni fyrr.“ „Besti sölumaður í heimi“ Á þessu ári koma svo út raun- veruleikaþættir sem heita „The Greatest Salesman in the World“, eða „Besti sölumaður í heimi“. Þar munu tólf keppendur keppa um að vera krýnd- ur heimsins besti sölu- maður af Belfort, sem mun vera læri- meistari þeirra. Belfort hvatti ráð- stefnugesti til að horfa á þættina, og minnti þá á að þótt að í salnum væru eflaust margir góðir sölu- menn, væri enginn jafn góður og hann. Hver er Jordan Belfort? „Fégráðugur brjálæðingur“ og „besti sölumaðurinn í heimi“ „Ég er ekki fégráðugur brjálæðingur, en ég er góður í að græða pening. Fóru saman í þyrluferð Jón Gunnar Geirdal, stofnandi markaðsfyrir­ tækisins Ysland, flutti Belfort inn og varði með honum tíma fyrir ráðstefnuna. Þeir fóru í þyrluflug þar sem Belfort fékk meira að segja að fljúga. „Ég var svolítið stressaður, eins og þeir sem hafa séð myndina ættu að skilja,“ sagði Jón Gunnar, og uppskar hlátur áhorfenda. Er hann kynnti Belfort lýsti hann honum sem hreinskilnum og kvaðst hafa fengið að heyra sögurnar sem voru „of krassandi“ fyrir myndina og bækurnar. „Hann er mjög opinn og hreinskilinn,“ sagði Jón Gunnar og bætti við að undanfarnar vikur hafi verið „mjög lærdómsríkar“, meðal annars í ljósi gagnrýni sem hann hefur fengið á netinu fyrir að flytja inn dæmdan fjársvikara til að kenna fólki sölutækni og peppa það upp. Jón Gunnar og Belfort gerðu ýmislegt skemmtilegt og skeggræddu mál Kann vel við athyglina Belfort kann vel við athyglina að eigin sögn og óttast í raun að vera ekki miðpunktur hennar. Mynd SiGtryGGur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.