Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2010, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2010, Síða 2
2 FRÉTTIR 28. júlí 2010 MIÐVIKUDAGUR Sparisjóðurinn í Keflavík þarf að af- skrifa rúmlega 500 milljóna króna hlutabréfaskuld eignarhaldsfélags Runólfs Ágústssonar, nýráðins um- boðsmanns skuldara og fyrrver- andi rektors Háskólans á Bifröst, samkvæmt heimildum DV innan úr bankakerfinu. Félagið heitir Obduro ehf. og skuldaði það sparisjóðn- um tæpar 530 milljónir króna í árs- lok 2008. Lánið var veitt til að kaupa hlutabréf í Icebank, Sparisjóðabanka Íslands. Runólfur var skipaður í emb- ætti umboðsmanns skuldara í síð- ustu viku eftir að níu höfðu sótt um embættið. Rektorinn fyrrverandi var hins vegar metinn hæfastur. Ekki var tekið fram í tilkynningu frá félags- og tryggingamálaráðuneytinu um ráðninguna hvernig hæfnismatið fór fram. Runólfur segir aðspurður að ekk- ert sé óeðlilegt við þessi viðskipti Ob- duro og aðkomu hans að þeim. „Ég átti þessi viðskipti á sínum tíma. Ég seldi þetta félag 2008 og hef algerlega dregið mig út úr fjárfestingum. Þessi viðskipti voru hefðbundin á sínum tíma og fóru fram á viðskiptalegum forsendum. Viðskiptin fóru fram að frumkvæði bankans. Ég hef ekkert meira um þetta að segja.“ Ljóst er að Runólfur fékk fyr- irgreiðsluna frá Sparisjóðnum í Keflavík í tengslum við fram- kvæmdastjórastöðu sína hjá menntafyrirtækinu Keili sem stað- sett er á gamla varnarliðssvæðinu við Reykjanesbæ. Mikil tengsl voru á milli Sparisjóðsins í Keflavík og Sparisjóðabankans og var spari- sjóðsstjórinn, Geirmundur Kristins- son, meðal annars stjórnarformað- ur Icebank auk þess sem Steinþór Jónsson sat í stjórnum beggja fyr- irtækjanna. Runólfur var jafnframt tæplega 10 prósenta hluthafi í fast- eignafélaginu Háskólavellir ehf. en það keypti eignir bandaríska varnar liðsins á svæðinu. Stærsti hluthafi Háskólavalla var Sparisjóð- urinn í Keflavík. Kannast við Steinberg Runólfur er ekki skráður eigandi Obduro í dag, samkvæmt ársreikn- ingi félagsins fyrir árið 2008, heldur Steinbergur Finnbogason lögmaður. Runólfur færði Obduro yfir á Stein- berg í fyrrasumar, þann 10. júni, samkvæmt tilkynningu þess efnis sem send var til fyrirtækjaskrár og hægt er að nálgast á vefsíðu Láns- trausts. Á sama tíma var heimilisfang fé- lagsins fært af heimili Runólfs á Ing- ólfsstræti 7b og yfir á heimilisfang Steinbergs á Grænásbraut. Þess- ar breytingar á stjórn félagsins voru gerðar í lok desember árið 2008 og voru breytingar tilkynntar fyrir ári. Ekki er vitað af hverju Runólfur færði félagið yfir á Steinberg eða hvort greitt hafi verið fyrir það. Runólfur var hins vegar skráð- ur eigandi félagsins samkvæmt árs- reikningi fyrir árið 2007 og átti hann hundrað prósent í félaginu. Stein- bergur var nemandi í lögfræði við Háskólann á Bifröst þegar Runólfur var rektor og sat meðal annars í há- skóla- og íbúaráði skólans. Aðspurð- ur hvernig hann tengist Steinbergi segir Runólfur: „Steinbergur Finn- bogason er lögmaður í Reykjavík.“ Aðspurður af hverju hann hafi selt félagið til Steinbergs segir Runólfur að hann hafi talið „... eðlilegt að selja félagið á þeim tíma.“ Spurður hvort hann hafi þekkt Steinberg á þessum tíma segir Runólfur: „Ég vissi alveg hver hann var.“ Runólfur keypti bréfin Í ársreikningi Obduro fyrir árið 2007, þegar Runólfur átti félagið einn, kemur fram að það hafi átt eignar- hlut í Icebank sem metinn var á tæp- lega 320 milljónir króna. Nafnverð hlutarins var hins vegar einungis rúmar 11 milljónir króna. Í þeim árs- reikningi voru skuldir félagsins sagð- ar 226,5 milljónir króna og voru þær í japönskum jenum og svissneskum frönkum. Þar kemur jafnframt fram að skuldirnar séu til greiðslu á árinu 2010. Þá kemur fram að eina eign Ob- duro í félögum hafi verið eignarhlut- urinn í Icebank og að þessi hlutur hafi verið keyptur fyrir tæplega 320 milljónir króna. Hlutafé félagsins nam rúmum hundrað milljónum króna, eins og segir í ársreikningn- um: „Hlutafé félagsins nam 101,5 milljón og var allt í eigu Runólfs Ág- ústssonar.“ Hlutaféð var notað til að kaupa bréfin í Icebank ásamt láns- fénu frá Sparisjóðnum í Keflavík eftir því sem Runólfur segir. Ljóst er út frá ársreikningnum að Runólfur stofnaði félagið árið 2007, fékk lán fyrir bréfunum í Icebank og keypti bréfin þetta ár. Skuldirnar rúmlega tvöfaldast Í ársreikningi fyrir 2008 kemur fram að Obduro hafi tapað rúmlega 610 milljónum króna á því ári og námu skuldir þess þá tæplega 530 milljón- um króna. Sem fyrr segir er Runólfur ekki skráður eigandi félagsins í árs- reikningnum 2008 en eigendaskiptin á félaginu áttu sér stað í lok árs 2008. Ástæða þessara miklu breytinga á stöðu félagsins á milli ára er með- al annars sú að eignarhluturinn í Ice- bank er færður til bókar á nafnverði, rúmlega 11 milljónir króna, en er ekki byggður á annars konar mati. Jafnframt spilar veiking á gengi krón- unnar miðað við aðra gjaldmiðla einnig inn í en skuldir Obduro eru sem fyrr segir í svissneskum frönk- um og japönskum jenum. En í árs- reikningnum kemur fram að gengis- munur upp á 276 milljónir sé ástæða hækkandi skulda félagsins. Þar kemur jafnframt fram að rúmur helmingur af tapi Obduro sé vegna 300 milljóna króna niður- færslu á eignarhlutanum í Icebank. Auk þess er tekið fram að eigið fé Obduro sé neikvætt um tæpar 518 milljónir króna. Runólfur segir aftur á móti að eigið fé Obduro hafi verið jákvætt þegar hann seldi félagið. „Ég seldi félagið 2008 og þá var jákvætt eigið fé eftir því sem ég best man... Þegar ég seldi félagið var það í plús.“ Þetta stenst hins vegar ekki af áð- urnefndri ástæðu en Runólfur skýl- ir sér á bak við það að gengið var frá eigendaskiptunum á stjórnarfundi Ég vissi alveg hver hann var. AFSKRIFA MILLJÓNASKULDIR RUNÓLFS Sparisjóðurinn í Keflavík þarf að afskrifa rúmlega 500 millj- ónir króna af skuldum eignarhaldsfélags umboðsmanns skuldara, Runólfs Ágústssonar. Félagið, Obduro, fjárfesti fyrir 300 milljónir í hlutabréfum Icebank árið 2007. Runólfur færði félagið af sínu nafni í fyrrasumar. Félagið er eignalaust í dag og er eigið fé þess neikvætt um rúman hálfan milljarð. Runólfur segir að um eðlileg viðskipti hafi verið að ræða sem verið hafi að frumkvæði sparisjóðsins. JÓN BJARKI MAGNÚSSON blaðamaður skrifar: jonbjarki@dv.is Tengslin við Icebank Mikiltengsl voruámilliSparisjóðsinsíKeflavík ogIcebankenGeirmundurKrist- insson,sparisjóðsstjóriíKeflavík, varstjórnarformaðurIcebank. Skipaði Runólf ÁrniPállÁrnason,félags-ogtryggingamálaráðherra,skipaðiRunólf Ágústssoníembættiumboðsmannsskuldaraísíðustuviku.EkkiervitaðhvortÁrna PálivarkunnugtumaðRunólfurhefðistofnaðtilhundraðamilljónaskulda. RUNÓLFUR ÁGÚSTSSONhrökklaðistúrstöðurektorsvið HáskólannáBifröstínóvember2006eftiraðnokkrirnemendur skólanskærðuhanntilsiðanefndarskólansvegnaembætt- isafglapa,ósæmilegrarhegðunarogóeðlilegssamneytisvið nemendur.Uppsögninkomíkjölfarmikilladeilnaískólanum semuppkomuvegnaþessamáls.Runólfurhafðiþástýrt skólanumfráárinu1999. Eftirþetta,árið2007,varRunólfurráðinnfram- kvæmdastjórihjámenntafyrirtækinuKeilií Reykjanesbæoggegndiþvístarfiþartilímars árið2009.Síðanþáhefurhannveriðstjórn- arformaðurVinnumálastofnunarogeinnig Atvinnuleysistryggingasjóðs.Bæðiþessistörf voruunninávegumfélags-ogtrygginga- málaráðuneytisÁrnaPálsÁrnasonar.Hiðþriðja bættistsvoviðísíðustuvikuþegarRunólfurvar skipaðurístarfumboðsmannsskuldara. FÓR FRÁ BIFRÖST MEÐ SKÖMM nObduroerekkieinafélagRunólfssemfékklánáárunumfyrirhrunið.Þannig fékkannaðfélagíeiguRunólfs,FjárfestingafélagiðTeigurehf.,50milljónakróna lánfráótilgreindrifjármálastofnunárið2007tilaðkaupahlutabréfífasteigna- félaginuHáskólavellirehf.ÞettakemurframíársreikningiTeigsfyrirárið2007. HáskólavellirkeyptufasteignirágamlavarnarliðssvæðinuogvarKeilirþartilhúsa meðalannars.HáskólavelliráttusömuleiðislítinnhlutíKeilisemRunólfurstýrði. FjárfestingRunólfsvarðtilþessaðTeigureignaðisttæplega9prósentahlutí Háskólavöllum. TeigurerekkilengurskráðuránafnRunólfshelduránafnSparisjóðabankans, Icebank,samkvæmtupplýsingumfráLánstrausti.Runólfurseldifélagiðtil Icebankárið2008ogsegirhannsjálfuraðhannhafiekkitapaðáviðskiptunum meðfélagið.ÁrsreikningurliggurekkifyrirumstarfsemiTeigsfyrirárið2008. Eneinsogáðursegirvoruskuldirnarrúmar50milljóniráðurenRunólfurseldi félagið.Runólfursegirsjálfuraðlániðhafiveriðgertuppogaðþaðhafiveriðvið SparisjóðMýrasýslu. ÁheimasíðuHáskólavallakemurframaðTeigureigiennþátæplega9prósenta hlutíHáskólavöllum. FÉKK LÁN UPP Á 55 MILLJÓNIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.