Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2010, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2010, Page 8
8 FRÉTTIR 28. júlí 2010 MIÐVIKUDAGUR Skiptastjóri þrotabús eignarhalds- félagsins Samsonar, Helgi Birgisson, rannsakar enn 580 milljóna króna lánveitingu Sam sonar til eignarhalds- félags á Tortóla sem heitir Opal Glo- bal Investments. Fullnægjandi upp- lýsingar hafa ekki fengist um lánið samkvæmt heimildum DV. Blaðið greindi frá því í upphafi þessa árs að þrotabúið rannsakaði lánveitinguna sem og þrjár aðrar upp á samtals um 800 milljónir króna. Þrotabúinu hefur gengið erfiðlega að fá upplýsingar um aflandsfélögin. Samson var eignarhaldsfélag Björg ólfs Guðmundssonar, sonar hans Björgólfs Thors og Magnúsar Þorsteinssonar sem hélt utan um kjölfestuhlut þeirra í Landsbankan- um á árunum 2003 til 2008. Í upphafi árs taldi þrotabúið að það myndi fá upplýsingar um þessar lán- veitingar frá fyrrverandi stjórnend- um Samsonar, samkvæmt heimildum DV. Þetta virðist ekki hafa gengið eft- ir samkvæmt þessum tíðindum af at- huguninni á Global-láninu. Þegar athugun skiptastjórans komst í hámæli í byrjun árs sendu for- svarsmenn Samsonar frá sér tilkynn- ingu þar sem fram kom að skýringar hefðu verið veittar á þessum viðskipt- um. Þar kom fram að ýmist væri um að ræða fjárfestingar eða viðskiptalán til félaga í eigu sömu eigenda vegna nýrra fjárfestinga sem í flestum tilfell- um voru í íslenskum félögum. Engar upplýsingar Þrotabúið fann eingöngu einn lána- samning vegna þessara fjögurra lán- veitinga. Þetta var samningurinn vegna lánsins til Opal Global Invest- ments. Sá lánasamningur var hins vegar ekki undirritaður. Upphæðirn- ar eru eignfærðar sem lán í bókhaldi Samsonar og því er ljóst að stjórnend- ur félagsins hafa litið á greiðslurnar sem lán jafnvel þó að engar nánari út- skýringar sé að finna fyrir lánveiting- unum. Einu gögnin, önnur en þau fyrr- nefndu, um lánveitingarnar sem finna má í bókhaldi Samsonar eru milli- færslubeiðnir þar sem stjórnendur Samsonar biðja um að tilteknar upp- hæðir verði millifærðar út af reikn- ingum félagsins og inn á reikninga aflandsfélaganna í gegnum Lands- bankann í Lúxemborg. Skiptastjóra þrotabús Samsonar hefur gengið betur að fá upplýsing- ar um hin lánin þrjú en lánið til Opal Global Investments. Engar skýring- ar hafa enn fundist á þessu láni þrátt fyrir að þrotabúið hafi gert ítrekaðar tilraunir til að komast að því hver til- gangurinn var með lánveitingunni. Talið var að lánið hefði runnið inn í félag sem heitir Samson Global Hold- ings Sarl. í Lúxemborg en heimildir DV herma að ekki sé hægt að sanna það með óyggjandi hætti. Félagið var til jafns í eigu Björgólfsfeðga og hélt félagið utan um eignarhluta þeirra í fjárfestingarbankanum Straumi. Fé- lagið var stærsti einstaki hluthafinn í Straumi. Rúmlega 30 prósenta hlutur félagsins í Straumi var metinn á rúm- lega 70 milljarða króna sumarið 2007. Ekki er því útilokað að lánið til Samson Global hafi verið notað til að fjárfesta í Straumi ef það rann þangað frá Opal. Enn frekari tengingar Hluti af skuldauppgjöri Björgólfs Thors Björgólfssonar, sem greint var frá í fjölmiðlum í síðustu viku, snérist um að Björgólfur veitti lán- ardrottnum sínum aðgang að þeim fjármunum sem hann á í sameign- arsjóðum á aflandseyjum eins og Jersey og Guernsey á Ermarsundi. Í yfirlýsingu frá talsmanni Björgólfs kom fram að allar eignir hans væru undir í skuldauppgjörinu, þar með taldar eignir í sameignarsjóðum og á aflandseyjum. Bæði Samson og Björgólfur Thor áttu því töluverð viðskipti við félög á aflandseyjum og sýna þessi tvö að- skildu en þó tengdu mál fram á að Björgólfur Thor og viðskiptafélagar hans virðast hafa notast mikið við slík félög fyrir hrunið. Áhugavert verður að fylgjast með því hvort skiptastjóri Samsonar nær að átta sig á því af hverju lánið var veitt. TORTÓLALÁNIÐ ENN Í SKOÐUN Skiptastjóri þrotabús Samsonar hefur enn ekki áttað sig á því af hverju Samson lánaði 580 milljónir til félags á Tortóla. Lánið var eitt af fjórum sem skiptastjórinn rannsak- aði í upphafi árs. Erfiðast hefur gengið fyrir hann að fá upplýsingar um þetta lán, sem er hæst þeirra. Engar skýringar hafa enn fundist á þessu láni. INGI F. VILHJÁLMSSON fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Rannsakar enn lán Skiptastjóri Samsonarrannsakarenn580 milljónakrónalánsemveittvar útúrSamsonogtileignarhalds- félagsáBreskuJómfrúareyjum. Lán Samsonar til aflandsfélaga sem eru til rannsóknar. AMBER45milljónir BENTIS HOLDING80milljónir ELDORIS85milljónir OPAL580milljónir LÁN SAMSONAR SAGAN Á BAK VIÐ STYRMIS- PÓSTANA MÁNUDAGUR OG ÞRIÐJUDAGUR 26. – 27. JÚLÍ 2010 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 85. TBL. 100. ÁRG. – VERÐ KR. 395 BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSON: SKÓLASTJÓRI Á 15 MILLJÓNA JEPPA AVANT HERJAR Á MÖMMU n SKAL BORGA SKULDIR SONARINS FRÉTTIR FÓLK FÖNDURKONUR VORU SKRÁÐAR Á ELLIHEIMILI FRÉTTIR n NÍGERÍUSVINDLARAR: SVONA FORÐASTU SVINDLIÐ FRÉTTIR n JÓNÍNA BEN ÆTLAR AÐ SEGJA ALLT Í NÝRRI ÆVISÖGU n EIGANDI HRAÐ- BRAUTAR GERIR VEL VIÐ SIG n FORSTÖÐUMAÐUR JÁTAR EN KENNIR UM RAFMAGNSREIKNINGUM NEYTENDUR n HALEY JOEL OSMENT: KRAFINN UM SKIL- RÍKI Á PRIKINU SÝNDI INN Í SKATTA- SKJÓLIN n SLAPP ÞANNIG VIÐ GJALDÞROT n SAMDI VIÐ LÁNARDROTTNA n „KRÖFUHAFAR FENGU MUN MEIRI FJÁRMUNI“ n EIGNALISTI EKKI GEFINN UPP n FÉKK 500 MILLJÓNIR FRÁ LANDSBANKANUM 2007 26. júlí 2010 Húsaleiga hefur hækkað Húsaleiga á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað undanfarna mánuði ef marka má nýja könnun sem Neyt- endasamtökin gerðu. Ef einungis er litið til fermetraverðs hafa tveggja herbergja íbúðir lækkað í verði á meðan stærri íbúðir hafa hækk- að í verði. Könnunin var gerð í gær, mánudag, og var einungis kannað verð á leiguíbúðum á höfuðborgar- svæðinu. Sumar eignanna eru aug- lýstar á tveimur eða fleiri stöðum, en gætt var að því að telja aðeins hverja eign einu sinni. Sala HS Orku „ólögleg“ „Staðreyndin er sú að þessi Magma- gjörningur virðist vera ólöglegur. Og ef hann er ólöglegur þá á ekki að staðfesta lögleysuna. Það er ekkert róttækt við að fara að landslögum.“ Þetta sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri-grænna, í Morg- unútvarpi Rásar 2 á þriðjudag, að- spurður hvort ekki þyrfti að grípa til róttækra aðgerða til að stöðva kaup Magma Energy á HS Orku. Ögmund- ur var gestur Morgunútvarpsins ásamt Sigurði Kára Kristjánssyni. Í fangelsi í Færeyjum Íslenskur karlmaður hefur verið dæmdur í fimmtíu daga óskilorðs- bundið fangelsi í Færyjum fyrir inn- flutning á hassi. Maðurinn, sem er 27 ára, var handtekinn við komuna til Færeyja fyrir tæpum tveimur vikum með hass í fórum sínum. Fíkninefna- leitarhundur lögreglu sýndi mann- inum áhuga og reyndist Íslending- urinn vera með 300 grömm af hassi innvortis. Eftir að maðurinn lýkur af- plánun verður honum vísað úr landi og bannað að koma aftur til landsins næstu þrjú árin. Hætta fram- leiðslu lyfja Sveinn Rúnar Hauksson heimilis- læknir segir Actavis hafa hætt að framleiða um þrjátíu lyf hér á landi undanfarin ár. Sveinn Rúnar benti á þetta í grein sem hann skrifaði í Fréttablaðið á þriðjudag. Sveinn Rúnar segir að fjöldi fólks sem á við fótakrampa og sinadrátt að stríða, ekki síst á nóttunni, hafi um langt árabil getað fengið lyf við þessu hjá sínum lækni. Er það gamla malaríu- lyfið kínin sem reynst hefur vel en nú hefur framleiðslu þess verið hætt á Íslandi og von á samheitalyfi. Meiðyrðamáli sem Steinþór Skúla- son, forstjóri Sláturfélags Suður- lands, höfðaði gegn Oddi Friðriks- syni, hefur verið vísað frá. Oddur segist nú ætla að snúa vörn í sókn og höfða skaðabótamál á hendur Steinþóri. Oddur segist hafa orðið fyrir bæði fjárhagslegu og heilsu- farslegu tjóni, en hann lá á spítala um tíma sem hann segir að rekja megi til andlegs álags vegna máls- ins. Forsaga málsins er sú að Stein- þór höfðaði mál á hendur Oddi vegna vefsíðu þar sem ráðist er mjög harkalega gegn Steinþóri, en hann taldi að Oddur stæði á bak við síðuna. Steinþór gerði tilraun til að leiða forsvarsmann síðunnar í gildru, eins og það var orðað í yfir- heyrslum hjá lögreglunni. Steinþór sendi inn mynd á umræddan vef og taldi að sá sem fyrstur myndi skoða myndina væri sá sem stæði fyr- ir síðunni. Oddur var þá farinn að vinna hjá öðru fyrirtæki en í tölvu tengdri netþjónum þess fyrirtæk- is var umrædd mynd fyrst opnuð. Steinþór fékk tölvuna afhenta hjá fyrirtækinu. Í gögnum frá lögreglunni kem- ur fram að Steinþór skilaði tölv- unni til lögreglunnar með vinnu- skjali þar sem tilgreind eru þau gögn sem hann óskaði eftir að lög- reglan skoðaði. Í greinargerð sem lögfræðingur Odds vann er bent á þetta. Oddur segist aldrei hafa verið látinn vita að Steinþór hefði vinnutölvu sína undir höndum og telur að það sé brot á lögum um persónuvernd. Hann hefur kom- ið á framfæri kvörtun til Persónu- verndar sem hefur málið til skoð- unar. Oddur segir að vinnuskjalið sem Steinþór lagði fram sýni fram á að Steinþór hafi leitað sjálfur í tölv- unni að gögnum. aðalsteinn@dv.is Oddur Friðriksson segist hafa orðið fyrir stöðugu einelti: Segistsnúavörnísókn Einelti segir Oddur Segisthafa orðiðfyrirstöðugueineltifráþví hannhættistörfumhjáSS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.