Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2010, Qupperneq 16
16 ERLENT 28. júlí 2010 MIÐVIKUDAGUR
AFHJÚPUN WIKILEAKS
Uppljóstranir WikiLeaks sýna fram á
að Bandaríkjastjórn og Alþjóðlegu ör-
yggissveitirnar í Afganistan hafa farið
leynt með raunverulegan gang stríðs-
ins í landinu sem staðið hefur í nær
níu ár. Skjölin sem WikiLeaks hefur
lekið í fjölmiðla, samanstanda af 92
þúsund skýrslum, frá janúar 2004 til
desember 2009. Skýrslurnar eru allar
aðgengilegar á vefsíðunni wikileaks.
org. Frestað hefur verið útgáfu 15.000
skýrslna vegna öryggisatriða sem þar
koma fram, en þær munu verða birtar
í nánustu framtíð.
Skjölin sýna ástæður þess að tali-
banar eru mun sterkari í dag en fyr-
ir níu árum, þrátt fyrir gríðarlega um-
fangsmikinn hernað Bandaríkjanna og
bandalagsþjóða í NATO, og að stríð-
ið gangi mun verr en áður hefur verið
haldið fram opinberlega.
Skjölin varpa ljósi á ljótar hlið-
ar stríðsins, segja sögur af skelfilegum
mistökum hermanna í Afganistan sem
hafa myrt hundruð almennra borgara
í óskráðum tilvikum. Skjölin draga upp
hræðilega mynd af stríði sem virðist
dæmt til að mistakast, og af stóraukn-
um áhrifum talibana. Þau upplýsa um
þungar áhyggjur æðstu yfirmanna af
ástandinu og að öfl í Pakistan og Íran
styðji vel við bakið á uppreisnarhópum.
Hafa fegrað ástandið
Eins og fram hefur komið í dagblöð-
unum Guardian, New York Times og
tímaritinu Spiegel, sem fengu aðgang
að gögnunum áður en þau voru birt,
sýna skjölin fram á ýmsar hliðar stríðs-
ins sem áður voru leynilegar. Þar sem
skjölin eru gríðarlega mörg og um-
fangsmikil reyna blaðamenn, ráða-
menn og almenningur enn að átta sig á
þeim. Ljóst er að Bandaríkjamenn hafa
fegrað mjög ástandið í stríðinu.
Við lestur skjalanna kemur
til dæmis í ljós:
Að talibanar hafa notað hitasæk-
in flugskeyti í árásum á flugvél-
ar bandamanna, en Bandaríkjaher
hefur haldið því leyndu. Íslömsku
stríðsmennirnir mújaheddin not-
uðu sömu vopn í stríðinu gegn Sov-
étmönnum.
Að leynileg dauðasveit, sérsveit
373, sem skipuð er sérþjálfuðum
bandarískum úrvalshermönnum
eltir uppi háttsetta yfirmenn í upp-
reisnarliðinu og handsamar þá eða
tekur af lífi án dóms og laga. Starf sér-
sveitanna hefur verið aukið eftir að
Obama komst til valda. Í skýrslunum
sést að sérsveit 373 hefur fyrir mistök
fellt almenna borgara sem flækst hafa
fyrir.
Að Bandaríkjaher notar í síaukn-
um mæli fjarstýrðar árásarflugvélar
til að kanna vígvelli og ráðast á skot-
mörk í Afganistan, en þær eru þó
mun ófullkomnari en opinberlega
hefur verið talið.
Að CIA, bandaríska leyniþjónust-
Skjöl WikiLeaks fella pótemkíntjöld sem Bandaríkjamenn hafa sett upp til að fegra ástandið í
Afganistan. Þetta er mat blaðamanna, fræðifólks og stjórnmálamanna um allan heim. Skjöl-
in sýna að fjölmargir saklausir borgarar í Afganistan hafa fallið vegna mistaka hermanna.
Þau sýna að sérsveit eltir uppi uppreisnarmenn og tekur þá af lífi án dóms og laga.
HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is
Skjölin sýna ástæður þess að
talibanar eru mun sterk-
ari í dag en fyrir níu
árum.
Stríðið fegrað WikiLeaks-skjölinþykjasýnaaðBandaríkjahersémunverrstaddurí
stríðinuíAfganistanenáðurhefurveriðhaldiðfram.Myndinvartekináföstudaginnog
sýnirbandarískahermennstyðjaviðsærðanfélagaviðbrennandistríðsvagn.REUTERS
1979
Sovétríkinráðastinní
Afganistan.Mújaheddin,
íslamskirbardagamenn,
komutillandsinsfrá
ýmsumlöndumtilað
berjastviðinnrásarher-
inn.Þeirnutustuðnings
Bandaríkjanna.
1989
Síðustusovésku
hermennirniryfirgefa
Afganistan.Tölurumþá
semfélluístríðinueru
áreiki,entalaðerum
aðalltfrásexhundruð
þúsundumtiltveggja
milljónaAfganahafifallið
oglandiðvarírústum.
1996
Talibanarnávöldum
ílandinuoginnleiða
strangabókstafstrú.
OsamabinLadensestað
íAfganistan.
2001
Eftirárásirnarátvíbura-
turnanna11.september
krefstGeorgeW.Bush
Bandaríkjaforsetiframsals
binLaden.Talibanar
neitaogíoktóberræðst
bandarískiherinninní
landiðoghrekurtalibana
úrhelstuborgum
landsinsíárslok.
2002
HamidKarzaierkosinn
bráðabirgðaforseti
Afganistan.Talibanar
stundaskæruhernað
nálægtlandamærum
Pakistan.
2004
Nýstjórnarskráer
samþykktsemgerir
Afganistanaðíslömsku
ríkimeðvaldamiklum
forseta.Síðarsamaárfer
HamidKarzaimeðsigur
afhólmiífyrstuforseta-
kosningumlandsins.
2009
Ágúst
Karzaierendurkjörinn
íkosningumsemer
harðlegamótmæltvegna
grunsumsvindl.
2009
Desember
Obamaákveðurað
30þúsundhermenn
verðisendirárið2010
tilviðbótarþeimsem
fyrireruíAfganistan.
Samtals100þúsund
bandarískirhermenn
verðaíAfganistanþegar
fyrirskipuninverðurað
fulluframkvæmd.
n Í AFGANISTANbúa28milljónirmannaenlandiðerum
sexfaltstærraenÍslandaðflatarmáli.Borgarastyrjöldhefurríkt
ílandinuíáratugimeðregluleguinngripierlendraherja.Sovét-
mennstunduðuhernaðíAfganistanáníundaáratugnumsem
hafðiskelfilegarafleiðingarfyrirlandsmenn.Bandaríkjamenn,
ogbandamennþeirraíNATO,hafastundaðstríðsreksturíAf-
ganistaníníuár,semupphaflegasneristumaðkomaíslamskri
bókstafstrúarstjórntalibanafrávöldum,oghafahenduríhári
OsamabinLaden.Stríðiðhefursíðanþróastígríðarlegaflókin
átökviðuppreisnarmenn,semvirðistvaxaásmeginmeð
hverjuárisemlíður.TaliðeraðBandaríkjastjórnhafieyttum
300milljörðumdollaraístríðsreksturinníAfganistan.
Stríðið í Afganistan