Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2010, Side 25
kristín nálægt sínu besta Kristín Birna
Ólafsdóttir, frjálsíþróttakona úr ÍR og einn af íslensku keppendun-
um á Evrópumeistaramótinu í Barcelona, var nálægt sínu besta
í 400 metra grindahlaupi á þriðjudaginn. Hún hljóp á 58,34 sek-
úndum sem er aðeins þremur hundruðustu frá hennar besta tíma.
Kristín endaði í sjötta sæti af átta keppendum í undanriðlinum
en alls endaði hún í 27. sæti af 32 keppendum. Kristín hefði þurft
að hlaupa töluvert hraðar, eða á 56,55 sekúndum, til að komast í
undanúrslitin þar sem 16 bestu konurnar keppa.
Peningarnir eru til David Gill fram-
kvæmdastjóri Manchester United segir að félagið búi yfir
sjóðum til að kaupa fleiri leikmenn áður en leiktíðin hefst á
Englandi. Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri liðsins, ákveði
þó hvort þeir verði notaðir. United hefur látið lítið fyrir sér
fara á markaðinum en þó eytt 20 milljónum punda í tvo unga
leikmenn, Chris Smalling frá Fulham og Mexíkóann Javier
Hernandez. „Peningarnir eru til staðar en við höfum ekki fundið
leikmann sem mun styrkja okkar hóp,“ segir David Gill.
MOlar
Breytingar
hjá Brasilíu
n Mano Menezes, nýráðinn þjálfari
Brasilíu, tilkynnti í gær 24 manna
hóp sinn fyrir vináttuleik gegn
Bandaríkjunum
í ágúst. Margir af
leikmönnunum
sem spiluðu
á HM fá hvíld
í þessum leik
en Menezes
er greinilega á
sömu skoðun
og forveri hans,
Dunga, hvað varðar Ronaldinho og
Adriano. Hvorugur er í hópnum og
ekki heldur Ronaldo sem margir
vonuðust eftir að fengi tækifæri
aftur með liðinu. Alexandre Pato
sem hlaut ekki náð fyrir augum
Dunga á HM hefur þó verið kallaður
inn hópinn en leikurinn fer fram í
Bandaríkjunum.
Úrvalsgamlingi
n Javier Zanetti, argentínski fyrirliði
Inter á Ítalíu, fékk um helgina Prem-
io Scirea-verðlaunin frá ítölskum
blaðamönnum.
Þau verðlaun
eru á hverju
ári veitt einum
leikmanni eldri
en þrítugt sem
talinn er hafa átt
fyrirmyndarferil.
Verðlaunin hafa
verið veitt árlega
frá árinu 1992 en hingað til hafa
aðeins leikmenn frá Ítalíu komið til
greina. Því er það borðleggjandi að
Zanetti er fyrsti erlendi leikmað-
urinn sem hlýtur þessi verðlaun.
Viðkomandi verður að hafa leikið á
Ítalíu í að minnsta kosti tíu ár.
heiðarleiki
kostaði titilinn
n Liðstjóri McLaren í Formúlu 1,
Martin Whitmarsh, hefur tjáð sig
um Ferrari-málið sem kom upp á
Hockenheim um
helgina þegar
Felipe Massa var
skipað að hleypa
Fernando
Alonso fram úr.
Árið 2007 varð
Kimi Raikkonen
meistari á
Ferrari en
báðir ökumenn McLaren, Lewis
Hamilton og Fernando Alonso,
urðu stigi á eftir. Hefðu þeir því gert
sama hlut og Ferrari í annarri af
síðustu tveimur keppnunum hefði
annar ökumanna McLaren orðið
meistari. En það gerðu þeir ekki.
„Ég vildi að annar ökumaðurinn
fengi forgang og þá hefðum við
unnið og það var mikið rætt. En á
endanum vorum við heiðarlegir og
það kostaði okkur titilinn,“ segir
Whitmarsh.
nýr þjálfari
roger federer
n Besti tenniskappi sögunnar,
Roger Federer, hefur fengið sér nýj-
an þjálfara í viðleitni til að komast
upp úr lægðinni
sem hann hefur
verið í. Federer
hefur síðustu
vikur og mánuði
tapað í átta liða
úrslitum opna
franska meist-
aramótins, ekki
komist í úrslit
Wimbledon í fyrsta skipti í átta
ár og fallið niður í þriðja sæti
heimslistans, á eftir Rafael Nadal
og Novak Djokovic. Nýi þjálfarinn
er fyrrverandi þjálfari bandarísku
tennisstjörnunnar, Pete Sampras.
MIÐVIKUDAGUR 28. júlí 2010 sPOrt 25
Ný regla hvað varðar leikmanna-
hóp liðanna í ensku úrvalsdeildinni
veldur Sir Alex Ferguson, knatt-
spyrnustjóra Manchester United,
nokkrum áhyggjum vegna tveggja
leikmanna sem eiga við meiðsli að
stríða. Tuttugu og fimm leikmenn
verða að vera skráðir til leiks, þar af
átta sem voru hjá félaginu í þrjú ár
áður en þeir urðu 21 árs gamlir.
Leikmennirnir tveir sem um
ræðir eru Englendingurinn Owen
Hargreaves og Brasilíumaðurinn
Anderson en Ferguson er ekki viss
um hvort hann þori að hafa þá í
hópnum vegna meiðsla. Listan-
um verður að skila in fyrir klukk-
an 17.00 að breskum tíma þann 1.
september. Engar breytingar má
gera á hópnum fyrr en í janúar þeg-
ar félagaskiptaglugginn opnar.
Owen Hargreaves hefur verið
meira eða minna meiddur í átján
mánuði og enn og aftur kom bak-
slag í endurkomu hans um daginn.
Hann ferðaðist því ekki með liðinu
til Bandaríkjanna þar sem United
er nú í æfingaferð. Að sama skapi
er ólíklegt að Anderson verði orð-
inn heill af meiðslum sínum fyrr en
undir lok september.
„Þetta veldur mér áhyggjum en
ég verð bara að bíða eins lengi og
ég get með að velja hópinn,“ segir
Ferguson. „Ég þarf að taka ákvörð-
un á endanum og hvort þeir verði
með fer auðvitað eftir því hvenær
þeir eru áætlaðir til baka. Ég er með
hópinn nokkurn veginn kláran en
það eru eitt til tvö atriði sem ég á
eftir að fara betur yfir,“ segir Sir Alex.
tomas@dv.is
Sir Alex Ferguson þarf að taka ákvörðun:
Hargreaves og Anderson utan hóps?
Owen Hargreaves Hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarin tvö ár. MyND AFP
eða FH. Ég veit að það verður fullt af
fólki sem kemur frá okkur þannig að
þetta verður bara eintóm gleði,“ segir
Einar.
Það er hægt að skora
á þessa djöfla
Einar veit þó vel hversu verðugt verk-
efni Ólsara er á morgun enda hefur
FH-vélin verið að taka við sér en FH
hafði betur gegn nágrönnum sínum,
Haukum, á sunnudagskvöld. „Þeir
eru farnir að líta ansi vel út, af þess-
um myndum af dæma,“ segir Einar
sem horfði á svipmyndir úr leiknum
í Íslensku mörkunum, áður Bang og
mark! „Þeir eru náttúrulega með Gulla
í markinu og ég held að þú finnir ekki
betri markvörð á landinu. Svo virðist
vörnin vera traust núna. Þeir eru al-
veg helvíti flottir,“ segir Einar en hvað
þurfa Ólsarar að gera til að komast yfir
þessa miklu hindrun?
„Í fyrsta lagi er það að mæta á völl-
inn með sömu trú og gegn Stjörnunni.
Í öðru lagi er það að vinna okkar vinnu
og vera duglegir til baka. Við þurfum
að stöðva Ólaf Pál og þá félaga að fara
upp vænginn og gefa einhverja auð-
velda bolta fyrir en að sama skapi þeg-
ar við erum með boltann verðum við
aðeins að ýta á þá. Við erum líka með
hraða stráka þannig að við ættum að
geta farið upp á þá stundum. Það er
alveg hægt að skora á þessa djöfla,“
segir Einar.
Eins og Leeds að
mæta Man. United
Þó Ólsarar eigi að heita annarrar
deildar lið þýðir lítið fyrir FH-inga að
hugsa á þeim nótum því gestir þeirra
eru að rúlla upp annarri deildinni og
eru með styrkleika góðs liðs í 1. deild-
inni. „Eins og þetta hefur gengið hjá
okkur virðumst við ekkert vera 2.
deildar lið. Þar erum við samt og þar
við situr. FH er með miklu stærri hóp
og meiri gæði en ég get bent á það að
Leeds gerði góða hluti í fyrra og vann
Manchester United í bikarnum. Er
þetta ekki svipað dæmi?“ spyr Einar.
„Við vitum að það er ekkert ómögu-
legt í þessu. Við megum samt ekki fara
fram úr sjálfum okkur þannig að við
förum að fá á okkur einhvern aragrúa
af mörkum. Gengi okkar á árinu hjálp-
ar klárlega og það er alveg örugglega
styttra síðan FH tapaði leik. Þetta hef-
ur gefið okkur mikið sjálfstraust og
það er vonandi að við betum byggt
á því, vegna þess að þetta er sögu-
legt fyrir okkur og félagið,“ segir víta-
baninn Einar Hjörleifsson.
„Styttra Síðan FH tapaði leik“
HættULEgUR Víkingar
verða að stöðva Ólaf Pál og
félaga í FH sem eru á góðri
siglinu þessa dagana.