Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Page 36
INNLENDAR PLÖTUR ÁRSINS Árið 2010 var þrælgott ár í íslensku tónlistarlífi og vandasamt að velja nokkrar plötur úr. Óhætt er þó að segja að plata Ólafar Arnalds, Inn- anundir, hafi slegið í gegn enda fékk hún afbragðsdóma í helstu miðl- um í Bretlandi og Bandaríkjunum. Sölutölur yfir mest seldu plötur árs- ins verða birtar í lok janúarmánaðar en þær plötur sem nutu mestra vin- sælda í útvarpi og seldust hvað best eru: Vinsælastar 1 Helgi Björns Plata Helga Björns hefur selst mjög vel í ár og vermir toppsætið í bili þang- að til lokatölur verða gerðar upp. 2 BaggalúturBaggalúti get- ur ekki mistekist og þjóðin verður seint þreytt á þessum húm- oristum. Það kom enda í ljós fyrir jólin þegar sala á plötu þeirra fór fram úr björtustu vonum. 3 Bubbi Morthens Bubbi rokselur eins og hans er vandi og plata hans vermir þriðja sæti innlendra platna. BÆKUR ÁRSINS Árið 2010 var metár í útgáfu á inn- lendum bókum og í ár komu út miklu fleiri bækur en í fyrra. Sjálfs- hjálparbækur fyrir stelpur, hnakka- bækur og krimmar Arnaldar og Yrsu eru söluhæstu bækurnar í ár. Bók Arnaldar hefur selst í rúmlega 30 þúsund eintökum. Ofarlega á listan- um má líka sjá bækur um eldgos og stelpur og skýrslu rannsóknarnefnd- ar Alþingis en í henni lásu Íslending- ar um ómenningu liðinna ára. Hástökkvarar í jólabókaflóðinu Systurnar Þóra og Kristín Tómasdæt- ur komu verulega á óvart og sönn- uðu að þörf er á ítarlegri fræðslu fyrir stelpur. Þær eru hástökkvarar jólabókaflóðsins og bók þeirra hef- ur verið endurprentuð að minnsta kosti þrisvar sinnum til að anna eft- irspurn. Metsöluhöfundur rakar inn seðlum Enn á ný selur Arnaldur glæpasögu sína grimmt og hefur selt rúm 30 þúsund eintök af bók sinni Furðu- strandir. Hryllingsamman Yrsa er þó skammt undan og aldrei að vita nema hún kræki í metsöluhöfundar- titilinn seinna meir. 1 FurðustrandirArnaldur Indriðason Vaka-Helgafell 2 Léttir réttir HagkaupsFriðrika Hjördís Geirsdóttir 3 Stóra Disney matreiðslu-bókin Ýmsir höfundar Edda 4 Ég man þigYrsa Sigurðardóttir Veröld 5 EyjafjallajökullAri Trausti Guðmundsson & Ragnar Th. Sigurðsson Uppheimar 6 Gunnar ThoroddsenGuðni Th. Jóhannesson JPV útgáfa 7 Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdir atburðir Rannsóknarnefnd Alþingis Alþingi 8 Bók fyrir forvitnar stelpur!Þóra Tómasdóttir/Kristín Tóm- asdóttir Veröld HÁPUNKTAR LEIKHÚSÁRSINS Leikhúsárið var líflegt og aðsókn í leikhúsin með mesta móti. Sýningin Jesús litli rakaði til sín verðlaunum á Grímunni og Vesturport sló í gegn í New York með uppfærslu sinni á Hamskiptunum. Leikhúsárið er ekki á enda því tvær stærstu sýningar leik- húsanna eru jólasýningarnar Ofviðr- ið og Lér konungur í leikstjórn mik- illa listamanna. SÝNING ÁRSINS Sýning ársins var valin leiksýning- in Jesús litli í leikstjórn Benedikts Er- lingssonar og í sviðssetningu Leik- félags Reykjavíkur. Sýningin var frumsýnd á Litla sviði Borgarleik- hússins þann 20. nóvember 2009. Höfundar verksins, þau Benedikt Erlingsson, Bergur Þór Ingólfsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir og Snorri Freyr Hilm- arsson hlutu verðlaun sem leikskáld ársins. LEIKARI ÁRSINS Ingvar E. Sigurðsson var verðlaunað- ur fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Íslandsklukkunni í sviðssetningu Þjóðleikhússins. Hann fer nú með burðarhlutverk í Ofviðrinu sem var frumsýnt miðvikudaginn 29. desem- ber. HEIÐRAÐUR Á ÁRINU Á uppskeruhátíð sviðslistanna, Grímunni var einum ástsælasta leik- ara þjóðarinnar, Árna Tryggvasyni, veitt heiðursverðlaun. LEIKKONA ÁRSINS Margrét Helga Jóhannsdóttir var valin leikkona ársins fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Fjölskyldunni – ágúst í Osage-sýslu í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleik- húsinu. ÚTRÁS ÁRSINS Gísli Örn Garðars- son sló í gegn á ár- inu og sýnir enn á ný að það er ekki ómögulegt að laða nýja áhorfendur í leikhúsið og fá þá gömlu og vana- föstu til að horfa á óhefðbundnar, poppaðar sýning- ar. Gísli fékk sérstaklega góða dóma í New York Times fyrir leik sinn og leikstjórn á verkinu Hamskiptin sem var nýlega fært upp á fjölum BAM- leikhússins í New York. ÍSLENSKT KVIKMYNDAÁR Mikill niðurskurður ógnar kvik- myndaiðnaðinum en þrátt fyrir allt lét kvikmyndagerðarfólk til sín taka og setti kraft í framleiðsluna. Ljóst er að þrátt fyrir þokkalega góða upp- skeru eru kvikmyndagerðarmenn upp til hópa daufir í bragði enda fá þeir nánast ekkert í sinn vasa og vinnast nánast fyrir hugsjónina eina. MYNDIR ÁRSINS The Good Heart Þriðja kvikmynd Dags Kára í fullri lengd og sú fyrsta á ensku. Stórleikar- ar úr Hollywood, Paul Dano og Brian Cox, fara með aðalhlutverk í mynd- inni sem frumsýnd var á Toronto Film Festival árið 2009, en frumsýnd á Íslandi í mars á þessu ári. Sumarlandið Íslensk grínmynd í leikstjórn Gríms Hákonarsonar um venjulega íslenska fjölskyldu sem rekur þó óvenju- lega, álfatengda ferðaþjónustu. Myndin var frum- sýnd 17. september en í aðalhlut- verkum voru þau Ólafía Hrönn Jóns- dóttir og Kjartan Guðjónsson. Órói Atli Óskar Fjalars- son lék í tveimur íslenskum kvik- myndum á árinu, en hann fór með aðalhlutverkið í Óróa auk þess að fara með auka- hlutverk í Gaura- gangi. Myndin Órói var frumsýnd um miðjan október og var hún fyrri unglingamyndin af tveimur sem frumsýnd var á árinu. Mamma Gógó Kvikmyndaleikstjóri er í fjárhags- kröggum vegna nýjustu kvikmynd- ar sinnar, Börn náttúrunnar, sem enginn hefur áhuga á að sjá, á með- an móðir hans, Gógó, greinist með Alzheimer. Friðrik Þór Friðriksson leikstýrir og skrifar handrit myndar- innar en það er Hilmir Snær Guðna- son sem fer með aðalhlutverk ásamt Kristbjörgu Kjeld. Kóngavegur 7 Stórskotalið ís- lenskra leikara auk þýska leik- arans Daniels Brühls kemur saman í þessari annarri kvikmynd Valdísar Óskars- dóttur. Valdís leik- stýrði bæði myndinni og skrifaði handritið en á heimasíðu myndar- innar er henni lýst sem háalvarlegri kómedíu með létt djössuðu spennu- ívafi. Brim Stórmyndin Brim fékk fimm stjörnur í DV frá Jóni Viðari Jónssyni. Árni Ól- afur Ásgeirsson leikstýrði myndinni, en þetta var hans önnur kvikmynd í fullri lengd. Hann skrifaði einn- ig handrit myndarinnar ásamt Ottó Geir Borg. Grínisti kollvarpar kerfinu Frambjóðendur í Reykjavík grunaði að eitthvað mikið stæði til þegar leik- stjórinn Gaukur Úlfarsson fylgdi Jóni Gnarr eftir með tökuliði alla kosn- ingabaráttuna. Heimildarmynd- in GNARR var frumsýnd í vetur og í henni er skyggnst á bak við tjöldin í kosningabaráttunni og fylgst með þeim sögulega atburði þegar grínisti kollvarpar stjórnmálakerfi. Gauragangur og ný stjarna Gauragangur var frumsýnd á annan í jólum. Aftur slær ungur maður í gegn en Alexand- er Briem fær stór- góða dóma fyrir túlkun sína á óða uppreisnarseggn- um Ormi Óðinssyni. 36 | Fókus 29. desember 2010 Áramótablað Sprengikraftur í menningarlífinu 2010 Menningarlífið blómstraði sem aldrei fyrr á árinu og mikið var um að vera á þeim vettvangi. Kreppan bítur greinilega ekki á listrænu eðli landans. Vesturport sló í gegn í vesturheimi, ný kvikmyndahús opnuðu í Reykjavík og menningarvitar kom- ust til valda í borginni eftir mikið pönk og grín. Hér er stiklað á því sem bar hæst í menningarlífi þjóðarinnar á þessu eftirminnilega ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.