Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Qupperneq 36
INNLENDAR PLÖTUR ÁRSINS Árið 2010 var þrælgott ár í íslensku tónlistarlífi og vandasamt að velja nokkrar plötur úr. Óhætt er þó að segja að plata Ólafar Arnalds, Inn- anundir, hafi slegið í gegn enda fékk hún afbragðsdóma í helstu miðl- um í Bretlandi og Bandaríkjunum. Sölutölur yfir mest seldu plötur árs- ins verða birtar í lok janúarmánaðar en þær plötur sem nutu mestra vin- sælda í útvarpi og seldust hvað best eru: Vinsælastar 1 Helgi Björns Plata Helga Björns hefur selst mjög vel í ár og vermir toppsætið í bili þang- að til lokatölur verða gerðar upp. 2 BaggalúturBaggalúti get- ur ekki mistekist og þjóðin verður seint þreytt á þessum húm- oristum. Það kom enda í ljós fyrir jólin þegar sala á plötu þeirra fór fram úr björtustu vonum. 3 Bubbi Morthens Bubbi rokselur eins og hans er vandi og plata hans vermir þriðja sæti innlendra platna. BÆKUR ÁRSINS Árið 2010 var metár í útgáfu á inn- lendum bókum og í ár komu út miklu fleiri bækur en í fyrra. Sjálfs- hjálparbækur fyrir stelpur, hnakka- bækur og krimmar Arnaldar og Yrsu eru söluhæstu bækurnar í ár. Bók Arnaldar hefur selst í rúmlega 30 þúsund eintökum. Ofarlega á listan- um má líka sjá bækur um eldgos og stelpur og skýrslu rannsóknarnefnd- ar Alþingis en í henni lásu Íslending- ar um ómenningu liðinna ára. Hástökkvarar í jólabókaflóðinu Systurnar Þóra og Kristín Tómasdæt- ur komu verulega á óvart og sönn- uðu að þörf er á ítarlegri fræðslu fyrir stelpur. Þær eru hástökkvarar jólabókaflóðsins og bók þeirra hef- ur verið endurprentuð að minnsta kosti þrisvar sinnum til að anna eft- irspurn. Metsöluhöfundur rakar inn seðlum Enn á ný selur Arnaldur glæpasögu sína grimmt og hefur selt rúm 30 þúsund eintök af bók sinni Furðu- strandir. Hryllingsamman Yrsa er þó skammt undan og aldrei að vita nema hún kræki í metsöluhöfundar- titilinn seinna meir. 1 FurðustrandirArnaldur Indriðason Vaka-Helgafell 2 Léttir réttir HagkaupsFriðrika Hjördís Geirsdóttir 3 Stóra Disney matreiðslu-bókin Ýmsir höfundar Edda 4 Ég man þigYrsa Sigurðardóttir Veröld 5 EyjafjallajökullAri Trausti Guðmundsson & Ragnar Th. Sigurðsson Uppheimar 6 Gunnar ThoroddsenGuðni Th. Jóhannesson JPV útgáfa 7 Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdir atburðir Rannsóknarnefnd Alþingis Alþingi 8 Bók fyrir forvitnar stelpur!Þóra Tómasdóttir/Kristín Tóm- asdóttir Veröld HÁPUNKTAR LEIKHÚSÁRSINS Leikhúsárið var líflegt og aðsókn í leikhúsin með mesta móti. Sýningin Jesús litli rakaði til sín verðlaunum á Grímunni og Vesturport sló í gegn í New York með uppfærslu sinni á Hamskiptunum. Leikhúsárið er ekki á enda því tvær stærstu sýningar leik- húsanna eru jólasýningarnar Ofviðr- ið og Lér konungur í leikstjórn mik- illa listamanna. SÝNING ÁRSINS Sýning ársins var valin leiksýning- in Jesús litli í leikstjórn Benedikts Er- lingssonar og í sviðssetningu Leik- félags Reykjavíkur. Sýningin var frumsýnd á Litla sviði Borgarleik- hússins þann 20. nóvember 2009. Höfundar verksins, þau Benedikt Erlingsson, Bergur Þór Ingólfsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir og Snorri Freyr Hilm- arsson hlutu verðlaun sem leikskáld ársins. LEIKARI ÁRSINS Ingvar E. Sigurðsson var verðlaunað- ur fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Íslandsklukkunni í sviðssetningu Þjóðleikhússins. Hann fer nú með burðarhlutverk í Ofviðrinu sem var frumsýnt miðvikudaginn 29. desem- ber. HEIÐRAÐUR Á ÁRINU Á uppskeruhátíð sviðslistanna, Grímunni var einum ástsælasta leik- ara þjóðarinnar, Árna Tryggvasyni, veitt heiðursverðlaun. LEIKKONA ÁRSINS Margrét Helga Jóhannsdóttir var valin leikkona ársins fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Fjölskyldunni – ágúst í Osage-sýslu í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleik- húsinu. ÚTRÁS ÁRSINS Gísli Örn Garðars- son sló í gegn á ár- inu og sýnir enn á ný að það er ekki ómögulegt að laða nýja áhorfendur í leikhúsið og fá þá gömlu og vana- föstu til að horfa á óhefðbundnar, poppaðar sýning- ar. Gísli fékk sérstaklega góða dóma í New York Times fyrir leik sinn og leikstjórn á verkinu Hamskiptin sem var nýlega fært upp á fjölum BAM- leikhússins í New York. ÍSLENSKT KVIKMYNDAÁR Mikill niðurskurður ógnar kvik- myndaiðnaðinum en þrátt fyrir allt lét kvikmyndagerðarfólk til sín taka og setti kraft í framleiðsluna. Ljóst er að þrátt fyrir þokkalega góða upp- skeru eru kvikmyndagerðarmenn upp til hópa daufir í bragði enda fá þeir nánast ekkert í sinn vasa og vinnast nánast fyrir hugsjónina eina. MYNDIR ÁRSINS The Good Heart Þriðja kvikmynd Dags Kára í fullri lengd og sú fyrsta á ensku. Stórleikar- ar úr Hollywood, Paul Dano og Brian Cox, fara með aðalhlutverk í mynd- inni sem frumsýnd var á Toronto Film Festival árið 2009, en frumsýnd á Íslandi í mars á þessu ári. Sumarlandið Íslensk grínmynd í leikstjórn Gríms Hákonarsonar um venjulega íslenska fjölskyldu sem rekur þó óvenju- lega, álfatengda ferðaþjónustu. Myndin var frum- sýnd 17. september en í aðalhlut- verkum voru þau Ólafía Hrönn Jóns- dóttir og Kjartan Guðjónsson. Órói Atli Óskar Fjalars- son lék í tveimur íslenskum kvik- myndum á árinu, en hann fór með aðalhlutverkið í Óróa auk þess að fara með auka- hlutverk í Gaura- gangi. Myndin Órói var frumsýnd um miðjan október og var hún fyrri unglingamyndin af tveimur sem frumsýnd var á árinu. Mamma Gógó Kvikmyndaleikstjóri er í fjárhags- kröggum vegna nýjustu kvikmynd- ar sinnar, Börn náttúrunnar, sem enginn hefur áhuga á að sjá, á með- an móðir hans, Gógó, greinist með Alzheimer. Friðrik Þór Friðriksson leikstýrir og skrifar handrit myndar- innar en það er Hilmir Snær Guðna- son sem fer með aðalhlutverk ásamt Kristbjörgu Kjeld. Kóngavegur 7 Stórskotalið ís- lenskra leikara auk þýska leik- arans Daniels Brühls kemur saman í þessari annarri kvikmynd Valdísar Óskars- dóttur. Valdís leik- stýrði bæði myndinni og skrifaði handritið en á heimasíðu myndar- innar er henni lýst sem háalvarlegri kómedíu með létt djössuðu spennu- ívafi. Brim Stórmyndin Brim fékk fimm stjörnur í DV frá Jóni Viðari Jónssyni. Árni Ól- afur Ásgeirsson leikstýrði myndinni, en þetta var hans önnur kvikmynd í fullri lengd. Hann skrifaði einn- ig handrit myndarinnar ásamt Ottó Geir Borg. Grínisti kollvarpar kerfinu Frambjóðendur í Reykjavík grunaði að eitthvað mikið stæði til þegar leik- stjórinn Gaukur Úlfarsson fylgdi Jóni Gnarr eftir með tökuliði alla kosn- ingabaráttuna. Heimildarmynd- in GNARR var frumsýnd í vetur og í henni er skyggnst á bak við tjöldin í kosningabaráttunni og fylgst með þeim sögulega atburði þegar grínisti kollvarpar stjórnmálakerfi. Gauragangur og ný stjarna Gauragangur var frumsýnd á annan í jólum. Aftur slær ungur maður í gegn en Alexand- er Briem fær stór- góða dóma fyrir túlkun sína á óða uppreisnarseggn- um Ormi Óðinssyni. 36 | Fókus 29. desember 2010 Áramótablað Sprengikraftur í menningarlífinu 2010 Menningarlífið blómstraði sem aldrei fyrr á árinu og mikið var um að vera á þeim vettvangi. Kreppan bítur greinilega ekki á listrænu eðli landans. Vesturport sló í gegn í vesturheimi, ný kvikmyndahús opnuðu í Reykjavík og menningarvitar kom- ust til valda í borginni eftir mikið pönk og grín. Hér er stiklað á því sem bar hæst í menningarlífi þjóðarinnar á þessu eftirminnilega ári.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.