Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2011, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2011, Blaðsíða 17
Erlent | 17Mánudagur 29. ágúst 2011 B arnalæknir frá Delaware í Bandaríkjunum var dæmd- ur í lífstíðarfangelsi fyrir að misnota sjúklinga sína. Brot- in voru framin á tíu ára tíma- bili og mun hann eyða því sem hann á ólifað á bak við lás og slá. Læknirinn heitir Earl Bradley og er 58 ára. Hann sýndi engin svipbrigði þegar dómur var kveðinn upp yfir honum síðastlið- inn föstudag. Hann fékk fjórtán lífs- tíðardóma fyrir að hafa nauðgað fjór- tán börnum. Hann var handtekinn í desember árið 2009 eftir að tveggja ára gömul stúlka kvartaði yfir verkjum eftir að hafa verið hjá Bradley. Hún lét móður sína vita af því að hún væri ekki sátt við lækninn. Tók upp myndbönd Bradley tók upp myndbönd af mis- notkuninni sögðu saksóknarar í málinu sem sýndu dómara í mál- inu meira en þrettán klukkutíma af myndefni þar sem brot Bradleys gegn meira en áttatíu börnum sjást. Málið fór sem eldur í sinu í smá- bænum Lewes. Mikil sorg ríkti í bæn- um eftir að málið komst upp og einn- ig reiði og sektarkennd meðal fólks sem kenndi sjálfu sér um að hafa skil- ið börnin sín eftir hjá lækninum. Leikföng og litríkar skreytingar Stofa Bradleys í bænum var þekkt fyrir fjölda leikfanga. Á stofunni var meðal annars hringekja og önn- ur leiktæki. Bradley tók upp mynd- bönd á laun í skoðunarherbergjum sem voru skreytt með karakterum úr Disney-teiknimyndum. Alvarlegustu brotin áttu sér þó stað í bakherbergj- um og kjallara stofu hans. Þangað lokkaði hann börnin með loforði um sælgæti og leikföng. Handtaka Bradleys kom í kjölfar rannsóknar lögreglunnar og margra ára gruns foreldra. Kollegar hans settu einnig spurningarmerki við hegðun hans. Þeim fannst hann full blíður við börnin og forðast ávallt augnsamband við fullorðið fólk. Þögnin gagnrýnd Eftir handtöku hans var það gagn- rýnt hvers vegna ekki var tilkynnt um hann til yfirvalda líkt og æðstu yfir- manna landlæknisembættis Banda- ríkjanna. Bradley varð því fordæmi fyrir löggjafann í Bandaríkjunum en fyrir liggur að herða eigi refsingar við því að tilkynna ekki meint brot lækna gegn börnum til yfirvalda. Barnalæknir fékk 14 lífstíðardóma n 58 ára barnalæknir nauðgaði börnum n Þótti einum of blíður og horfði aldrei í augu foreldra Blíður við börn Læknirinn þótti full blíður við börnin „Þeim fannst hann full blíður við börnin og forðast ávallt augnsam- band við fullorðið fólk Seint frjáls Ekki eru taldar miklar líkur á að Earl Bradley verði frjáls maður á ný. Birgir Olgeirsson birgir@dv.is Bandaríkin Berst gegn hryðjuverkum Forseti Nígeríu, Goodluck Jona- than, hefur heitið því að halda aftur af hryðjuverkastarfsemi í landinu. Það gerði hann þegar hann heimsótti höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í Abuja en þær urðu fyrir sprengjuárás á föstudaginn. Hann sagði hryðju- verkin ekki einungis árás á Níger- íu heldur líka á alþjóðasamfélagið í heild sinni. Íslamistasamtökin Boko Haram segjast bera ábyrgð á tilræðinu en 23 féllu í því og 81 særðist. Jonat- han sagði samtökin vera „staðbundið vandamál“ sem þyrfti að glíma við. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, að- stoðar nígerísk stjórnvöld við rann- sókn málsins en samtökin þykja nú ósvífnari í árásum sínum en áður. „Hélt ég myndi deyja“ Unglingur sem lifði af árás hvítabjörns sem drap vin hans hefur nú sagt frá þessu hrikalega atviki. Unglingurinn heitir Patrick Flinders og er sextán ára. Í árásinni lést sextán ára vinur hans, Horatio Chapple. Fjórtán manns voru í ferðinni þegar 250 kílóa hvítabjörn réðst á hópinn klukkan hálf átta að morgni, 5. ágúst síðastliðinn, á Svalbarða. Sauma þurfti tuttugu spor í höfuðið á Patrick eftir árásina. Hann heyrði einhvern um- gang fyrir utan tjaldið sitt áður en það féll yfir hann, Horatio og vin þeirra Scott Bennell-Smith. „Tjaldið féll á mig. Ég togaði svefn- pokann yfir mig og lokaði augunum. Ég öskraði: „Ég vil ekki vera hérna.“ Ég sá björninn draga einn af stjórnendum hópsins á höfðinu. Ég vildi fela mig en komst ekki neitt. Björninn réðst þá á okkur,“ sagði Patrick. Björninn réðst á Patrick og beit hann í höfuðið. Patrick náði að fæla hann burt með höggi. „Ég leit upp og sá hann glefsa í mig. Nefið hans var alblóðugt. Ég hélt ég myndi deyja. Dýrið sló mig og reif svefn- pokann. Ég fann síðan fyrir tönnum þess í olnboganum mínum. Allt í einu var höfuð mitt komið í gin dýrsins og ég fann hvernig það beit í höfuðkúpuna. Ég heyrði smell. Ég sló það ítrekað í höfuð- ið til að reka það í burtu. Scott hlýtur að hafa ákveðið að hlaupa því dýrið sleppti mér og fór á eftir honum. Scott öskraði og svo heyrði ég skothvell,“ segir Patrick en þá hafði dýrið verið fellt. Allt á einum stað! Bílaverkstæði | Dekkjaverkstæði | Smurstöð | Varahlutir Þú færð fría olíusíu ef þú lætur smyrja bílinn hjá okkur Komdu með bílinn til okkar og þú færð fría ástandsskoðun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.