Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2011, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2011, Qupperneq 25
Sport | 25Mánudagur 29. ágúst 2011 J amaíkinn Usain Bolt, besti spretthlaupari heims, var dæmdur úr leik fyrir þjóf- start á heimsmeistara- mótinu í 100 metra sprett- hlaupi í Daegu. Landi hans Yohan Blake sigraði á 9,93 sek- úndum. Bandaríkjamaðurinn Walter Dix kom annar í mark á 10,08 sekúndum og hinn 35 ára Kim Collins frá St. Kitts og Nev- is var í þriðja sæti á 10,09 sek- úndum. Það var hins vegar hinn bráðláti Bolt sem vakti mikla athygli á mótinu. Eftir að hann var dæmdur úr leik, tætti hann af sér treyjuna í bræði. Bolt var dæmdur úr leik samkvæmt nýj- um reglum sem kveða á um að fyrsti maðurinn sem þjófstart- ar verði dæmdur úr leik. Bolt barði hendinni upp við bláan vegg fyrir aftan ráslínuna þeg- ar hann var dæmdur úr leik. Bolt hefur skiljanlega ástæðu til að vera reiður, en samkvæmt gömlu reglunum máttu menn þjófstarta einu sinni án þess að það hefði áhrif á þátttökurétt þeirra í hlaupinu. Bolt róaði sig hins vegar fljótt og í viðtölum við frétta- menn skömmu síðar, virtist hann vera nokkuð kátur. „Eruð þið að bíða eftir að ég fari að gráta? Það er ekki að fara að gerast.“ „Eruð þið að bíða eftir að ég fari að gráta?“ n Usain Bolt dæmdur úr leik fyrir að þjófstarta Usain Bolt Grenjaði ekki yfir því að hafa verið dæmdur úr leik fyrir að þjófstarta. Á gúst hefur senni- lega verið ömurleg- asti mánuðurinn sem Arsene Wenger hefur upplifað sem knatt- spyrnustjóri Arsenal. Ekki að- eins hefur hann neyðst til að selja tvær stærstu stjörnur sín- ar, þá Cesc Fabregas til Barce- lona og Samir Nasri til Manc- hester City, heldur var hann gjörsamlega niðurlægður á Old Trafford á sunnudaginn. Heimavöllur Manchester Uni- ted er kallað leikhús draum- anna, en á sunnudaginn var það leikhús martraðarinnar fyrir Wenger. Það hefði enginn trúað því að Manchester Uni- ted ætti eftir að slátra Arsenal 8–2 í stærsta leik helgarinnar, en glæsileg þrenna frá Wayne Rooney, tvö mörk frá Ashley Young og mörk frá Danny Wel- beck, Ji-Sung Park og Nani gerðu það að verkum að koddi og sængurver Wengers hafa trúlega verið tárvot á sunnu- dagskvöldið. „Þér finnst þú vera niður- lægður þegar þú færð á þig átta mörk. Þetta var hræði- legur dagur fyrir okkur. Þetta var sambland af lélegu liði og veikum leikmönnum. Við hrundum gjörsamlega í seinni hálfleik. Þeir voru miklu sterk- ari,“ sagði Wenger eftir leikinn. Spurður hvort hann ætlaði að segja af sér, sagði hann: „Nei, alls ekki.“ Átakanlegur varnarleikur Varnarleikur Arsenal í leikn- um gegn Manchester United var vægast sagt hörmulegur. Varnarmaðurinn ungi Carl Jenkinson aulaðist á afturfót- unum alveg þar til hann var rekinn af velli á 77. mínútu fyr- ir sitt annað gula spjald. Jenk- inson átti svo hræðilegan leik að sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan, sem er harður stuðn- ingsmaður Arsenal, lýsti því á Twitter-síðu sinni að það væru vonbrigði að hann hefði verið rekinn út af fyrir tvö gul spjöld, því það þýddi aðeins eins leiks bann fyrir varnarmanninn. Félagar hans í vörninni, þeir Johan Djourou, Laurent Koscielny og Armand Traore, voru álíka skelfilegir. Vafa- laust hefur Wenger aldrei á sínum langa ferli hjá Arsenal stillt upp jafn hræðilegri vörn og á sunnudaginn. Wojciech Szczesny markvörður átti þó skárri leik en vörnin, þrátt fyrir að hafa þurft að sækja boltann átta sinnum í netið. Hrun Arsenal Tímabil Arsenal í ensku úr- valsdeildinni byrjar skelfilega. Eftir þrjár umferðir er liðið með 1 stig í 17. sæti deildar- innar með markatöluna nei- kvæða um 8 mörk. Fyrir leik- inn á móti United hafði liðið ekki náð að skora í úrvalsdeild- inni. Liðið var ósannfærandi í fyrsta leiknum á móti New- castle og átti síðan vægast sagt slakan leik í annarri umferð- inni á móti Liverpool. Arsenal náði hins vegar að komast inn í Meistaradeild Evrópu í vik- unni og gaf það tilefni til bjart- sýni. Engin innistæða reynd- ist vera fyrir þessari bjartsýni, því lærisveinar Wengers gátu ekkert, þrátt fyrir að hafa skor- að tvö mörk í leiknum á móti United. Wenger hefur nú stýrt Arse- nal í sex ár í röð án þess að vinna bikar og miðað við það lið sem hann er með í hönd- unum nú, þá er ekki að sjá að Arsenal muni gera tilkall til nokkurs einasta titils. Slátrun Fyrsta mark leiksins skoraði Danny Welbeck eftir átakan- legt samskiptaleysi á milli Johans Djourou og Wojciech Szczesny. Fjórum mínút- um síðar hefði Arsenal get- að jafnað þegar Johnny Ev- ans braut á Robin van Persie svo úr varð vítaspyrna. Mark- vörðurinn David de Gea varði hins vegar vel og aðeins mín- útu síðar skoraði Ashley Yo- ung glæsimark sem kom Uni- ted í 2–0. Á 41. mínútu skoraði svo Wayne Rooney úr auka- spyrnu sem var óverjandi fyr- ir Szczesny. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks minkaði The Walcot muninn þegar hann skoraði laglegt mark, þar sem David de Gea sýndi slaka fótavinnu. Í upphafi seinni hálfleiks sótti Arsenal af krafti en á 64. mín- útu kom endanlegt röthögg þegar Rooney skoraði sitt ann- að mark – aftur úr aukaspyrnu. Þremur mínútum síðar skor- aði Nani svo eftir aumkunar- verðan varnarleik Arsenal. Staðan var orðin 5–1 og Wen- ger sat stjarfur á bekknum. Martröðin var rétt að byrja því á 70. mínútu skoraði Park svo með hnitmiðuðu skoti á milli fóta Djourou í vörn Arsenal. Klaufagangur og sofanda- háttur í vörn United varð svo til þess að Robin van Persie var einn á auðum sjó og gat þrykkt boltanum í þaknetið á 75. mínútu. Staðan orðin 6–2. Rooney skoraði svo úr víta- spyrnu undir lok leiksins en á lokamínútunni var tími fyr- ir annað glæsimark frá As- hley Young. 8–2 fyrir United og Wenger vissi ekki hvort hann var að koma eða fara. n Arsene Wenger hefur aldrei verið eins niðurlægður n Hræðilegur varnar- leikur og vængbrotið lið n Ætlar ekki að segja af sér þrátt fyrir slátrunina Valgeir Örn Ragnarsson valgeir@dv.is Fótbolti Martröð Wengers „Engin inni- stæða reyndist vera fyrir þessari bjart- sýni, því lærisveinar Wengers gátu ekkert. Bugaður Aldrei áður hefur Arsene Wenger verið niðurlægð- ur jafn illilega og í 8–2 tapi á móti Manchester United.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.