Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2011, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2011, Page 24
Pólitísk fjárfesting Gríðarleg pólitísk fjárfesting liggur að baki evrunni sem og reyndar öðr- um gjaldmiðlum. Innan Evrópu- sambandsins er litið á sameigin- legan gjaldmiðil sem táknmynd um evrópska einingu. „Það er algjörlega óhugsandi að öll evruríkin hætti með sameiginlegan gjaldmiðil og taki upp sinn gamla miðil en það er alveg jafn óhugsandi að ekkert breytist,“ seg- ir Eiríkur. Vafalaust velta fæstir fyrir sér pólitísku og menningarlegu gildi gjaldmiðla. Peningar eru þó meira en aðeins mælieining í viðskiptum heldur táknmynd þjóða, menningar og oft mikilvægt tákn í sjálfstæðis- baráttu landa. Hugmyndin um þjóð- argjaldmiðil er þó ekki nema um 200 ára gömul og raunar hafa þjóð- argjaldmiðlar almennt ekki verið á floti á frjálsum markaði nema frá því að gullfóturinn féll endanlega á hlið- ina fyrir tæpri hálfri öld. Segja má að evran standi því sterk á meðan póli- tískur vilji er fyrir gjaldmiðlinum meðal ráðamanna. Þótt efnahags- legar forsendur evrunnar séu ef til vill ótraustari en á árunum fyrir fjár- málakrísuna. Skilyrðum breytt fyrir Grikki Ef til vill er það einmitt sú mikla póli- tíska og menningarlega fjárfesting sem upphaflega var að baki evrunni sem einnig er helsti veikleiki hennar. Grikk- land er tiltölulega lítið og fámennt land en landið á sér merka sögu sem vagga siðmenningar og fæðingarstaður lýð- ræðis. „Evrópusambandið var tilbúið að líta í gegnum fingur sér hvað varð- ar slæmt efnahagsástand í Grikklandi. Sú ákvörðun var fyrst og fremst menn- ingarpólitísk áhersla um að hleypa inn fæðingarstað Sókratesar og vestræns lýðræðis í samstarfið. Það þótti mikil- vægt fyrir einingu gjaldmiðilsins,“ seg- A llt lítur út fyrir að Evrópu- sambandinu verði skipt í tvö lög þar sem evrulönd- in sautján myndi einhvers konar innri kjarna en í ytri kjarnanum verði hin ESB-löndin. Það er augljóst að eitthvað í þessa veru verði gert, þrátt fyrir að leið- togar Evrópusambandsins segi það enn ekki upphátt,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur og forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst, um stöðu evr- unnar. Hann segir löngu ljóst að sam- eiginlegur gjaldmiðill Evrópusam- bandsins sé í sinni mestu krísu frá stofnun. Krafan um breyttar leik- reglur og samstillt átak í ríkisfjármál- um evrulandanna verði einfaldlega ekki hunsuð. „Raunar vissu menn strax í upphafi að þetta yrði að gera en á þeim tíma var ekki pólitískur vilji til þess,“ segir Eiríkur og bæt- ir við að evrukrísan neyði stjórn- málamenn til að takast á við mál- ið. „Hingað til held ég að flestir hafi gert ráð fyrir að evran myndi hægt og rólega færast í þennan farveg en efnahagskrísan hefur neytt leiðtoga ríkjanna til að takast á við málin nú þegar.“ 24 Erlent 9.–11. desember 2011 Helgarblað Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is Pólitísk fjárfesting n Stjórnmálamenn vilja bjarga evrunni n Pólitískur vilji heldur krónunni uppi n Grikkland nýtur menningarlegrar stöðu sinnar Meira en hagfræði n Tilfinningar, menning og pólitík getur skipt sköpum um hvernig við lítum á og notum peninga Verðlaust klink Bandaríkjadollari er ekki aðeins gjaldmiðill Bandaríkjanna, á fimmta tug landa nýta dollarann í einhverj- um mæli sem gjaldmiðil sinn. Seðlabanki Bandaríkjanna gefur reglulega út eins dollara mynt í stað seðla. Opinberlega er virði myntarinnar sama og seðils en raunin er sú að margir Bandaríkjamenn þola myntina ekki og neita að taka við henni. Enn verra er að enda með fulla vasa af slíku klinki í löndum utan Bandaríkjanna sem nýta dollarann sem opinberan gjaldmiðil. Það ku til dæmis vera martröð að reyna að borga með klinkinu í El Salvador, þar sem verslunum dettur ekki í hug að taka við myntinni. Klinkið er því í raun verðlaust. 2.000 krónur Seðlabankinn gaf árið 1995 út tvö þúsund króna seðil. Þótt verðmæti hans sé sannarlega kr. 2.000 er hann afar óvinsæll og lítið notaður. „Í lok apríl 2007 voru rétt tæplega 200 þúsund slíkir seðlar í umferð á Íslandi en til samanburðar voru fimm þúsund krónu seðlar meira en átta sinnum fleiri,“ segir á Vísindavef Háskólans. Færa má rök fyrir því að „félagslegt virði“ seðilsins sé minna en annarra seðla í umferð. Evran mismunandi eftir löndum Einmitt vegna mikilvægi gjald- miðla sem þjóðareinkennis bera evrumyntir merki þess lands sem þær eru gefnar út fyrir. Á bakhlið myntanna má sjá kóngafólk, páfa, hörpu og furðuskepnur. „Seðl- arnir eru eins á öllu evrusvæðinu. Til þess að styggja engan eru þeir því skreyttir með óspennandi teikningum af byggingum og brúm sem eiga að vera einkennandi fyrir evrópskan arkitektúr,“ segir á vefritinu Lemúrinn. Krónuhönnuður vill evru Peningaseðlar íslensku krónunnar eru hannaðir af Kristínu Þorkelsdóttur, grafískum hönnuði. Kristín lýsir verkefninu sem afskaplega stóru í viðtali við tímaritið Mæna, sem gefið er út af nemendum í Listaháskóla Íslands. „Notar þú krítarkort eða seðla? Ég er með krítarkort en auð- vitað á maður stundum seðla. Ég er nú annars að vona að við tökum bara upp evru. Það er ómögulegt að vera með ónýtan gjaldmiðil,“ segir Kristín í samtali við blaðið. ir Eiríkur. Í alþjóðasamskiptum er vel- vild, líkt og sú sem Grikkland nýtur meðal annarra þjóða vegna sögu sinn- ar, kallað „mjúkt vald“. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Evrópusambandið lít- ur fram hjá efnahagslegri stöðu Grikk- lands. Árið 1981 ákvað til dæmis ráð- „Evrópusambandið var tilbúið að líta í gegnum fingur sér hvað varðar slæmt efnahags- ástand í Grikklandi. Mikil krísa Eiríkur segir að það sé ljóst að evran sé í sinni mestu krísu frá stofnun. Mjúkt vald n Harvard-prófessorinn Joseph Nye er sagður höfundur kenninga um mjúkt vald. Hugtakið kom fyrst fram í bók sem hann skrifaði árið 1990 um stöðu utanríkisstefnu Banda- ríkjanna. Fjórtán árum seinna kom bókin Soft Power: The means to Succes in World Politics, þar sem Nye gerir ítarlegri grein fyrir kenningunni. Í alþjóðasamskiptum býr Ísland yfir mjúku valdi eða nýtur velvildar vegna sögu sinnar og menningar. Smæð Íslands og fámenni gerir raunar að verkum að velvild er mesti styrkur landsins í samskiptum við önnur þjóðríki. herraráð ESB á pólitískum forsendum að hleypa landinu inn í sambandið þó svo að framkvæmdastjórn sambands- ins hefði áður komist að þeirri niður- stöðu að Grikkland uppfyllti ekki efna- hagsskilyrði. Stjórnmálin að baki krónunni Afar hæpið er að bera saman stöðu íslensku krónunnar og vanda evr- unnar, enda gjaldmiðlarnir ólíkir að stærð og gerð. Hitt er þó annað mál að styrkleiki krónunnar líkt og evr- unnar byggir ekki á efnahagsleg- um forsendum eingöngu. Krónan er umdeild í íslenskum stjórnmál- um og sífellt fækkar þeim sem telja hana vænlega sem framtíðargjald- miðil Íslands. Um evruna má segja það sama en núverandi krísa hefur ef til vill fækkað þeim sem telja Íslandi best borgið með evru sem framtíðar- gjaldmiðil. Á meðan íslenskir ráða- menn hafa ekki svarað hver fram- tíðar gjaldmiðill Íslands skuli vera, er og verður krónan okkar gjaldmiðill, óháð efnahagslegum forsendum. n n Alvarlegum flugslysum hefur fjölgað mjög í Rússlandi Skyrkonfekt er súkkulaði moli, gerður úr gæða hvítu súkkulaði framleiddu af Valrhona, með skyrfyllingu sem framleidd er af Rjómabúinu Erpsstöðum. Skyrkonfektið er handunnin vara og einstök í sinni röð, hvað varðar útlit og bragð! Með gómsætri skyrfyllingu! „Ótrúlega vel heppnuð samsetning þar sem súrt og sætt mætist“ Skyrkonfektið er samvinnuverkefni hönnuða og bænda undir handleiðslu Listaháskóla Íslands. Sími: 868 0357 www.erpsstadir.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.