Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2011, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2011, Blaðsíða 40
Jákvæðni Ekki láta stressið ná yfirhönd- inni, heldur hafðu jákvæðnina að leiðarljósi. 40 Lífsstíll 9.–11. desember 2011 Helgarblað É g fór á Kaffibarinn um síðustu helgi, í leit að ástinni, sem mér skilst að sé auðfundin þar. Sel það þó ekki dýrara en ég keypti það. Þetta var ekki fyrsta ferðin mín á Kaffibar- inn og ekki önnur. Nei, ég er alltaf að leita. Þrotlaus vinna síðustu ára hefur ekki borið tilætlaðan árangur en ég gefst ekki upp, síður en svo. Þarna var ég stödd, enn einu sinni í vonlausri leit minni að ást á pöbbinum, þegar ungur og ekki ómyndarlegur maður vatt sér upp að mér. Hann virtist hafa drukkið einum bjór of mikið og var ansi óstöðugur. Vaggaði fram og til baka og til að að ná einhverri festu í lífinu greip hann í höndina á mér. V ið stóðum saman um stund, héldumst í hendur í þvög- unni við klósettröðina og ég varð að styðja við hann svo hann dytti ekki á mig. Rómantískt í meira lagi. Hann leit í augun á mér og sagði þvoglumæltur en ákveð- ið: „Ég vil hafa mök við þig. Vilt þú hafa mök við mig?“ Ég tek ofan fyrir hreinskilni, en þetta var full frum- stætt fyrir minn smekk. Það fyrsta sem mér datt í hug var: „Me Tarzan. You Jane.“ Þetta var aug- ljóslega ekki ástin sem ég leitaði að. Fjöl- skylda mín hefur vissulega þrýst á að ég finni mann til að geta mér börn, en ég var efins með þennan. Hann hélt áfram í höndina á mér og beið á milli vonar og ótta. Ég svar- aði Tarzan jafn hreinskilið og hann spurði mig: „Nei takk, ómögulega.“ Hann virtist ekki ánægður með svarið, rumdi eins og frummaður og skjögraði sína leið í leit að næstu Jane. F rumlegar (í þessu tilfelli frum- stæðar) pikköpplínur gefa líf- inu vissulega lit og geta verið efniviður í góðar sögur. Eftir því sem þeim fjölgar fer trú mín á ást á pöbbinum þó hverfandi. Og trúin á mannkynið jafnvel líka. Aðeins nokkrum klukkutímum fyrr, á bar í næstu götu, fékk vinkona mín svipað tilboð. Það var reyndar ekki eins frumstætt og framhleypið, en hreinskilnin var svo sannarlega til staðar. „Hæ, viltu koma í sleik?“ sagði maðurinn sem vatt sér upp að henni. Þetta var fyrsta setningin í þeirra samskiptum. Sleikinn þáði hún ekki. Maðurinn tjáði henni þó í óspurðum fréttum að hann lang- aði bara að sleik og væri að væri að fikra sig áfram með það. Þ etta er vinnuumhverfið á bör- unum. Það er augljóslega ekki fyrir hvern sem er að ná fót- festu í þess- um frumskógi. Þeir hörðustu lifa af. Þegar fólk eins og ég stendur í þeirri trú að allir í kringum það séu að fella hugi sam- an og ástin liggi í loftinu, þá er þetta lið í raun bara að falla á hvert annað. Vegna ofur- ölvunar eða troðnings. „Me Tarzan. You Jane?“-rómantík er tekin í mis- gripum fyrir mökunardans og ást á pöbbinum er bara lag með Leoncie. „Ást á pöbbnum“ Sólrún Lilja Ragnarsdóttir skrifar Líf mitt í hnotskurn U m þessar mundir þreyta margir námsmenn próf og það getur oft verið mik- ill álagstími í lífi fólks. Að sögn námsráðgjafa er hreyfing og holl næring, ásamt já- kvæðni, mikilvæg á annatíma. Aðaláherslan er lögð á að gefa sér tíma til að næra sig líkamlega og andlega og kíkja þess á milli á minnispunkta,“ segir Hrönn Bald- ursdóttir, náms- og starfsráðgjafi, aðspurð um góð ráð fyrir náms- menn í prófum. Hún segir það skipta miklu máli að hvíla sig vel og hreyfa sig. „Það er gott að hvíla sig og slaka á. Fara út í göngutúr með- an það er bjart eða skella sér í heitu pottana og hugsa um eitthvað ann- að. Það er líka mikilvægt að teygja úr stóru vöðvunum yfir daginn. Fara svo snemma að sofa daginn fyrir próf til þess að vera úthvíldur í prófinu.“ Hrönn segir það vera mik- ilvægt að reyna ekki að komast yfir mikið efni daginn fyrir próf. „Það er ekki gott að reyna að lesa mik- inn og langan texta. Ég myndi frek- ar mæla með því að lesa úr vinnu- bókum, glósum eða glærum. Taka svona lotur og rifja upp stutt í einu.“ Jákvæðni segir hún líka vera mikil- væga. „Það á algjörlega að forð- ast neikvæðar hugsanir og alls ekki hugsa að maður geti þetta ekki. Það skiptir miklu máli að vera jákvæð- ur og leita til jákvæðra vina og ætt- ingja.“ Hrönn bendir einnig á að allt sé gott í hófi. „Koffíndrykkir eru í lagi í hófi en alls ekki eftir klukkan fimm á daginn. Þá getur það trufl- að svefninn. Eins er gott að borða næringarríkan mat og vera ekki í mikill óhollustu.“ Ekki láta próf- stressið ná þér n Nokkur góð ráð í prófum Nokkur góð ráð frá Hrönn: 1. Hvíla sig vel og slaka á 2. Treysta því að undirbún- ingur vetrarins hafi eitthvað um þetta að segja 3. Fara snemma að sofa daginn fyrir próf 4. Taka vinnulotur þar sem rifjað er upp stutta stund í einu 5. Ekki reyna að lesa mikinn texta rétt fyrir próf 6. Ekki drekka mikið af koff- índrykkjum og alls ekki eftir klukkan fimm á daginn 7.Ekki neyta mikillar óholl- ustu, einblína frekar á næringarríkan mat 8.Teygja á stærstu vöðvum líkamans yfir daginn 9. Forðast neikvæðar hugs- anir og hafa trú á sjálfum sér Ekki sofna yfir bókunum Hvíld og nægur svefn er nauðsynlegur í prófunum. Jólasveinninn sáttur í Finnlandi n Frá norðurpólnum til finnska Lapplands Þ að vita það ekki margir en töluvert er síðan jólasveinn- inn flutti sig um set frá norð- urpólnum til smábæjarins Rovaniemi í Finnlandi. Öld- um saman hafði sveinki búið sáttur á Norðurpólnum en þreyttist loks á ein- angruninni og hóf að leita að nýjum heimkynnum. Í dag býr hann raunar við norðurheimskautsbaug, í finnska Lapplandi, hæfilega langt úr alfaraleið þótt karlinn fái ívíð fleiri heimsóknir en áður. Milljón ferðalanga leggja ár hvert leið sína til jólasveinsins. Nöfn allra barna heimsins Að vera jólasveinn er mikill rekst- ur, í höfuðstöðvum Sveinka er stórt pósthús, þar sem 30 álfar starfa allt árið við að flokka póst frá börnum alls staðar að úr heiminum. Að auki rekur jólasveinninn mikla leikfanga- verksmiðju og vöruhús en þar geta gestir geta verslað, borðað og jafnvel hitt sveinka sé hann ekki of upptek- inn við jólaundirbúning. Vinsæll íbúi Finnsk yfirvöld voru fljót að bjóða sveinka að flytja til landsins þegar fréttist að hann væri einmana. Erfitt er að ímynda sér vinsælli og þekktari Finna. Sveinki er raunar löngu orðinn hluti af ímynd Finnlands og er dugleg- ur við að aðstoða utanríkisþjónustu landsins. Þegar hefur hann hitt fjölda opinberra gesta landsins, nægir þar að nefna Lyndon B. Johnson, forseta Bandaríkjanna, Leonid Brezhnev, að- alritari kommúnistaflokks Sovétríkj- anna, og Svíakonung svo dæmi séu nefnd. Tekið skal fram að hér er ekki átt við jólasveinana íslensku. Þeir búa enn í íslensku fjöllunum og hafa ekki sýnt á sér nokkuð fararsnið. Þá er ekki vitað til þess að þeir hafi starfað í þágu utanríkisráðuneytisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.