Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2011, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2011, Side 44
44 Tíska 9.–11. desember 2011 Helgarblað Bílaverkstæði Varahlutaverslun Smurstöð Dekkjaverkstæði Bremsur, spindilkúlur, stýrisendar, o.fl., o.fl. Allar gerðir bætiefna fyrir vél, drif og gírkassa www.bilaattan.is Allt á einum stað Mila Kunis er heitust! Fimm efstu konurnar á lista GQ yfir kynþokkafyllstu konur ársins 2011. 1. Mila Kunis Leikkonan fæddist í Úkraínu árið 1983. Hún vakti fyrst athygli í That ‘70s Show en sló almennilega í gegn í The Swan. 2. Rashida Jones Jones er fædd 1976 og hefur starfað sem leikkona, teiknimyndasöguhöfundur og söngkona. Hún leikur þessa dagana í Parks and Recreation. 3. Alison Brie og Gillian Jacobs Alison er fædd árið 1983 og hefur til dæmis leikið í Mad Men. Jacobs er ári yngri og hefur leikið í fjölda þáttaraða. 4. Kat Dennings Leikkonan er fædd árið 1986 og hefur birst í þáttum á borð við Sex and the City og leikið í kvikmyndum, til dæmis The 40-Year-Old Virgin, Big Momma’s House 2 og Nick and Norah’s Infinite Playlist. 5. Minka Kelly Leikkonan og rokkaradóttirin er fædd 1980. Kelly vakti fyrst athygli í þáttunum Friday Night Lights. Hengdu slifsið um hálsinn. Hægri endinn ætti að vera ívið lengri en sá vinstri. Gerðu styttri endann láréttan Krossaðu lengri endanum yfir þann styttri. Gerðu lengri endann lóð- réttan yfir styttri endanum. Togaðu varlega samtímis í báða enda slaufunnar til að þétta hnútinn. Og undir. Lengri endinn á að koma upp undir styttri endanum við miðju hálsins. Settu lengri endann í lykkju á aftanverðri slaufunni. Lærðu að binda slaufu Í bókinni A–Z Book of Menswear eru leiðbeiningar um hvernig best er að binda slaufu. Margir karlmenn óttast það, halda að það sé flóknara en það er. Í raun er þetta nákvæmlega það sama og að binda skóreimar og það ættu flestir fullorðnir karlmenn að kunna. Grunnstef­ in eru þau sömu. Best er þó að gefa sér tíma til að æfa sig áður en þú ætlar út með slaufuna. Æfðu þig með leiðbeiningunum og reyndu svo án þeirra. Þetta kann að virðast flókið í fyrstu en þú nærð fljótlega tökum á þessu. Þá verður þetta jafnauðvelt og að binda skóreimarnar. Leiðbeiningarnar eru hér að neðan. Þar er gert ráð fyrir því að þú sért rétthent­ ur og sjónarhornið er það sama og þegar þú stendur fyrir framan spegil. Góða skemmtun. Rakstur fyrir herramenn S annir herramenn vita að með rakstri þar sem notaður er hníf­ ur, verður húðin silkimjúk og fín en nær aldrei að verða eins mjúk og góð ef þeir nota rafmagns­ vélar. Undirbúningur Lykillinn að góðum rakstri felst í und­ irbúningi. Best er að raka sig í heitri sturtu eða eftir hana, eða að setja vel heitt og rakt handklæði á andlitið í um það bil 2 mínútur fyrir raksturinn. Þetta mýkir skeggið, örvar og opnar húðina þannig að raksturinn verður léttari og þú rakar þig betur. Þegar undirbúningi er sleppt, verður rakvélar blaðið fljót­ lega skörðótt og bitlaust. Bitlaust blað er ein meginástæðan fyrir óþægileg­ um rakstri og skurðum. Raksápan Notið raksápu sem inniheldur glýser­ ín, eða sápu sem freyðir með vatni. Forðist froðu og gel eða efni sem inni­ halda deyfandi efni svo sem benzo­ cane eða mentól. Þessi efni loka húð­ inni og gera skeggið stífara. Notið hóflegt magn af raksápu, of mikið magn af sápu gerir raksturinn hvorki auðveldari né betri. Það jafnast ekk­ ert á við að nota góðan rakbursta sem mýkir og opnar húðina enn betur, ýfir skegghárið þannig að raksturinn verð­ ur enn fínni en annars. Raksturinn Notið aðeins góðar rakvélar með góðu skafti. Rakið alltaf í sömu stefnu og skegg­ ið vex, aldrei á móti. Að raka á móti skeggvextinum er algengasta orsök fyrir sviða og inngrónum hárum í and­ liti. Rakstur þvert á skeggvöxtinn er í lagi. Rennið sköfunni létt yfir hörundið, hafið eins strekkt á húðinni og mögu­ legt er. Hreinsið rakvélarblaðið oft og vel meðan á rakstrinum stendur, þannig að ekki safnist hár á milli blað­ anna því þá hætta þau að virka. Ef sáp­ an þornar meðan á rakstrinum stend­ ur, notið þá meira vatn og vinnið upp froðuna með burstanum, ekki meiri sápu. Eftir rakstur og sótthreinsun Strax að loknum rakstri skal setja kalt vatn á andlitið og þannig loka húðinni aftur eftir raksturinn. Þá fyrst skal bera á sig rakspíra eða krem til sótthreins­ unar og mýkingar. Veðreiðar og drykkja: Gróf karlmennska Rithöfundurinn Charles Bukowski gerir grófri karlmennsku skil í verkum sínum. Nú fyrir jólin hefur Uppheimar gefið út nýja þýðingu á bók hans; Hollywood. Í Hollywood er aðalsöguhetjan Henry „Hank“ Chinaski sem vill helst fara á veð- hlaupabrautina á daginn og fitla við ljóðagerð á kvöldin, gjarnan með vínflösku við hönd og útvarpið stillt á stöð sem leikur klassíska tónlist. Skrifa í mesta lagi smásögu. Skáldskapurinn heldur honum óbrjáluðum, veðreiðarnar minna hann á að hafa lífið einfalt – þannig komi sann- leikurinn í ljós, þannig komist hlutirnir í verk. Nú hefur hann hins vegar verið ráðinn til að skrifa kvikmyndahandrit sem skal til Hollywood. Charles Bukowski var einn af áhuga- verðari rithöfundum tuttugustu aldar, ótvíræður hæfileikamaður og stílisti en umdeildur vegna drykkjuskapar og óheflaðs orðfæris. n Tímalaust, töff og eins einfalt og að reima skóreimar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.