Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2014, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2014, Qupperneq 32
32 Fólk Viðtal M óttökur Sigrúnar Magnús­ dóttur voru með sanni í takt við veðrið þennan dag, en blíðan umvafði bæði Reykjavík og viðtök­ ur hennar. Hún hafði undirbúið fín­ legt kaffistell og súkkulaðirúsínur á björtum svölunum á heimili sínu og var afar létt í lund þegar blaðamann bar að garði, enda í sumarfríi frá þingstörfum. Sigrún hefur setið á þingi síðan 2013 og er elsti núsitjandi þingmað­ urinn á Alþingi. Hún fæddist rétt fyrir lýðveldisstofnun á Íslandi, nánar til­ tekið 15. júní 1944 og er því ný orðin sjötug. Hún segist öfunda jafnaldra sinn og næstelsta þingmanninn, Pétur H. Blöndal, á tíu daga aldurs­ mun vegna þess að hann fæddist inn í íslenska lýðveldið. Hún segir á létt­ um nótum að það hafi verið svekkelsi fyrir fjölskylduna að hún hafi ekki fæðst inn í lýðveldið Ísland. „Þú flýtt­ ir þér þegar þú áttir ekki að flýta þér,“ hefur Sigrún eftir móður sinni og hlær. „Hún var mjög lýðveldissinnuð og vinstri sinnuð. Ég er alinn upp á mjög vinstri sinnuðu heimili,“ segir Sigrún. Aðspurð hvort Sigrún sjálf upplifi sig sem vinstrikonu leikur þar enginn vafi á. „Absolút vinstri sinn­ aða Framsóknarkonu. Ég hef alltaf upplifað sjálfa mig þannig,“ segir Sig­ rún örugg. „Ég valdi Framsókn út af félags­ hyggjunni og út af ákveðnu öfga­ leysi. Ég var alin upp af mjög vinstri sinnuðum foreldrum og líkaði stund­ um ekki við ákefðina. Ég vil frekar rökræða og komast að samkomu­ lagi. Það er í mér,“ segir Sigrún. Að­ spurð hvort hún upplifi Framsóknar­ flokkinn í dag sem félagshyggjuflokk fyrir vinstri sinnaða konu eins og hana er Sigrún nokkuð viss um svar­ ið. „Já. Flokkurinn er náttúrlega ekk­ ert annað en fólkið sem er í honum hverju sinni. Stór flokkur auðvitað er með ýmsar skoðanir,“ segir hún. Er frjálslyndur framfarasinni Það virðist raunar eins og Sigrún hafi verið alin upp í pólitíkina en hún byrjaði snemma að hasla sér þar völl. „Ég bjó þá vestur á Bíldudal og byrjaði þar í sveitarstjórn 1970. Ég bjó þar til minn eigin lista ásamt öðrum. Það voru þrír flokkar í gangi og ég nefndi þann flokk sem ég var hjá í fyrsta sæti Frjálslyndir fram­ farasinnar. Þannig leit ég á mig, sem frjálslyndan framfarasinna. Þetta var upphaf minnar pólitísku baráttu,“ segir Sigrún en þær skoðanir hennar rúmuðust fljótt innan Framsóknar­ flokksins. „Steingrímur Hermannsson hafði mjög mikil áhrif á mig,“ segir hún en hann var að hasla sér völl í Vestfjarðakjördæmi þegar Sigrún bjó þar, og rökræddu þau gjarnan. „Við rökræddum og útskýrðum fram og til baka. Einu sinni var Steingrímur veðurtepptur hjá okkur fyrir vestan og eftir þá daga var ég orðin fram­ sóknarkona,“ segir Sigrún og hlær. Hún segir að hún hafi þó vitað það fyrir þann tíma, enda alltaf kosið Framsókn. „Ég alveg sannfærðist þá og mér líður hvergi betur en í hópi framsóknarmanna.“ „Framsókn varð jafnréttissinn- aðasti flokkurinn sem var“ Sigrún segir liðsheild eitt það mikil­ vægasta í stjórnmálum og að fram­ sóknarmönnum skorti hana ekki. „Ég trúi mjög mikið á liðsheild. Ég hef alla tíð verið mjög meðvituð um það og viljað ekki síst skoða leiðir til að efla Framsóknarflokkinn inn­ an frá. Ég stuðlaði að því sem til­ tölulega ung kona að stofna Lands­ samband framsóknarkvenna,“ segir Sigrún en sú tillaga var flutt í Félagi framsóknarkvenna í Reykjavík, sem Sigrún minnist sem síns helsta bak­ hjarls. „Ég gekk til liðs við þær tiltölu­ lega ung, á áttunda áratugnum.“ Þegar landssambandið var stofn­ að segir Sigrún að hlutur kvenna hafi aukist mjög. „Það varð sprenging eftir að við stofnuðum landssam­ bandið. Þá bara gerðist allt og Fram­ sókn varð jafnréttissinnaðasti flokk­ urinn sem var,“ segir Sigrún sem var Helgarblað 1.–5. ágúst 2014 „Þess vegna finnst mér ekkert sniðugt að við séum að flytja inn ruslfæði frá Bandaríkjunum „Ég trúi á landið mitt,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, sú kona sem hefur verið hvað lengst í pólitík á Íslandi, eða 44 ár. Hún valdi Framsóknarflokkinn vegna öfgaleysis og félagshyggju en segir íslenska þjóð gjarnan skorta aga. Hún segir Hrunið dæmi um það hvers vegna varast skal of mikið frjálsræði og telur það víti til varnaðar varðandi innflutning á erlendu kjöti. Hún er þó ekki einungis gallharður stjórnmálamaður, heldur vill hún líka flippa. Sigrún gerir upp umdeild- ar skoðanir og hina mörgu sigra. Frjálsræðið er haskaleikur Salka Margrét Sigurðardóttir salka@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.