Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2014, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2014, Blaðsíða 10
10 Fréttir Helgarblað 15.–18. ágúst 2014 Umdeildi sýslUmaðUrinn n Hvert hitamálið á fætur öðru hefur skekið feril Ólafs Helga Kjartanssonar n Óánægja T alsverð óánægja ríkir á Suðurnesjum vegna skipunar Ólafs Helga Kjartans sonar í embætti lögreglustjóra. Sigríður Björk Guðjónsdóttir var vinsæl í Reykjanesbæ, ekki síst vegna ár- angurs hennar í baráttunni gegn heimilisofbeldi og kynferðisbrot- um en nú hefur hún verið flutt til og mun gegna embætti lögreglu- stjóra á höfuðborgarsvæðinu. Hanna Birna Kristjánsdóttir inn- anríkisráðherra skipaði Ólaf í Sig- ríðar stað og tekur hann við starf- inu eftir áramót. Ólafur Helgi hefur starfað sem sýslumaður og lögreglustjóri á Selfossi frá 2002, en þar áður var hann sýslumaður og bæjarfó- geti á Ísafirði. Ólafur hefur hvað eftir annað komist í fjölmiðla fyrir störf sín. Árið 2007 þvingaði lög- reglan á Selfossi þvaglegg inn í konu sem neitaði að gefa þvag- sýni en Ólafur varði þá aðgerð, sem konunni voru seinna greiddar skaðabætur vegna. Jafnframt hefur hann sætt gagnrýni vegna harka- legra innheimtuaðgerða og fram- göngu sinnar gegn gerðarþolum við nauðungarsölur. Raunar hefur hvert hitamálið á fætur öðru skek- ið starfsferil Ólafs sem líklega er einn umdeildasti sýslumaður á Ís- landi. DV náði ekki tali af Ólafi við vinnslu fréttarinnar, en haft er eftir honum á Mbl.is að hann sé þakk- látur ráðherra fyrir að hafa skipað sig. Hanna Birna hafi sýnt sér mik- inn sóma. Ólafur hefur gegnt ýms- um trúnaðarstörfum fyrir Sjálf- stæðisflokkinn í gegnum tíðina. Hann var efsti maður á lista flokks- ins á Ísafirði, sat í flokksráði um árabil og í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna á yngri árum. n Jóhann Páll Jóhannsson johannp@dv.is Boðaði fjöldahandtökur Björn sagði stopp Þann 19. janúar árið 2009, þegar Íslendingar voru í æ ríkari mæli farnir að kynnast hruni fjármálakerfisins á eigin skinni, tilkynnti Ólafur Helgi sem sýslu- maður á Selfossi að hann ætlaði að gefa lögreglu fyrirmæli um að handtaka 370 einstaklinga í Árnessýslu sem ekki hefðu mætt í fjárnám. Ætlaðist hann til að fólk yrði handtekið á heimilum sínum eða við vinnu. Björn Bjarnason, þáverandi dóms- málaráðherra, greip í taumana daginn eftir og lét senda út fréttatilkynningu þar sem hann setti ofan í við sýslumanninn. „Vill dómsmálaráðherra taka fram, að hann telur ekki skynsamlegt af sýslumanni að kynna ákvörðun sína með þeim hætti, sem hann hefur gert í fjölmiðlum. Þá sé það ekki í samræmi við ákvarðanir ríkisstjórn- arinnar, að nú sé gripið til óvenjulegra og harkalegra innheimtuaðgerða af hálfu sýslumanns,“ sagði í tilkynningu ráðherra. Í kjölfarið dró Ólafur Helgi yfirlýsingar sínar til baka og greindi frá því að vinnubrögð hans yrðu tekin til endurskoðunar. Ákæra vakti furðu Gáleysisbrot eiginmanns Árið 2008 skrifaði Helga Jónsdóttir lögfræðingur opið bréf í Fréttablaðið þar sem hún sagði frá árekstri sem hún varð fyrir á Suðurlandsvegi og afleiðingum slyssins. „Við vorum þrjú í bílnum: ég, maðurinn minn, sem keyrði, og dóttir okkar sem þá var þriggja mánaða. Það slasaðist enginn í slysinu nema ég og maðurinn minn. Ökumaður hins bílsins meiddist ekkert,“ skrifaði hún og bætti því við að nokkru síðar hefði eiginmanni hennar verið afhent ákæra vegna slyssins. „Sýslumaðurinn á Selfossi hafði sem sagt ákært hann fyrir að hafa valdið því að ég slasaðist, nánar tiltekið fyrir brot gegn 219. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Það ákvæði kveður efnislega á um að refsa eigi þeim sem veldur öðrum af gáleysi tjóni á líkama eða heilbrigði, sams konar og því sem fellur undir ákvæði laganna um meiri háttar líkamsárás.“ Eftir birtingu ákærunnar gerðu hjónin allt sem í þeirra valdi stóð til að fá sýslumann til að falla frá ákærunni. „Ég sendi honum bréf þar sem ég lýsti því hvaða áhrif svona dómsmál myndi hafa á okkur og sendi honum m.a. vottorð frá lækninum sem hefur annast endurhæfingu mína þar sem kom fram að fólk sem hefði fengið heilaáverka eins og ég, væri í aukinni hættu á að fá kvíða og þunglyndi auk þess sem lítið þyrfti til að koma slíkum sjúklingum úr jafnvægi. Í vottorðinu kemur enn fremur fram að ákæra og allt það álag sem málaferlum fylgir myndi vafalítið hafa mjög slæm áhrif á bata minn,“ skrifaði Helga. Allt kom fyrir ekki og var maðurinn hennar látinn greiða sekt og dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Sjaldgæft er að ákært sé á grundvelli lagaákvæðisins þegar gerandi og þolandi eru nánir ástvinir. Barnaníðingur gekk laus Ekkert gæsluvarðhald þrátt fyrir myndefni Barnaníðingur í Vestmannaeyjum gekk laus í um það bil ár eftir að myndbands- upptaka af honum að nauðga stjúp- dóttur sinni komst í hendur lögreglu. Var maðurinn grunaður um kynferðisbrot gegn þremur stúlkum og fannst gríðarlegt magn barnakláms í fórum hans. Þrátt fyrir allt þetta krafðist Ólafur Helgi ekki gæslu- varðhalds yfir honum. Taldi hann manninn ekki ógna almannahagsmunum og sagði í hádegisfréttum RÚV að hver maður væri saklaus uns sekt væri sönnuð. Maðurinn var ekki úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrr en málið kom á borð saksóknara sem krafðist þess fyrir Héraðsdómi Suðurlands. Í kröfugerð sinni gagnrýndi settur saksóknari lögreglustjór- ann fyrir að hafa ekki sjálfur farið fram á gæsluvarðhald. Í niðurstöðu dómstóls- ins í lok júní árið 2011 kom fram að ríkir almannahagsmunir stæðu til þess að menn sem grunaðir væru um alvarleg og ítrekuð brot gegn ungum börnum gengju ekki lausir. „Vegna alvarleika, umfangs og eðli brotanna þykir engu breyta við mat á skilyrðum fyrir gæsluvarðandi af þessum toga þó ekki hafi verið farið fram á gæsluvarðhald vegna almannahags- muna meðan á lögreglurannsókn stóð,“ sagði í úrskurðinum. Eftir að hann var kveðinn upp var haft eftir Ólafi Helga að ef Hæstiréttur staðfesti niðurstöðuna hlyti lögreglustjórinn á Selfossi, þ.e. hann sjálf- ur, að hafa gert mistök. Þegar Hæstiréttur staðfesti úrskurðinn birtist tilkynning á vef lögreglunnar á Selfossi þar sem fjölmiðlar og álitsgjafar voru gagnrýndir fyrir harka- leg viðbrögð. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, gagnrýndi Ólaf Helga harðlega í fréttum RÚV og fullyrti að hann hefði átt að krefjast gæsluvarðhalds. Málið vakti mikla reiði og var höfð uppi krafa um afsögn Ólafs. „Ég hef ekki íhugað það og ætla ekki að fara klóra ofstækis- mönnum út í bæ öfugt með því,“ svaraði sýslumaðurinn þegar Vísir spurði hvort hann hygðist segja af sér. Ári síðar dæmdi Hæstiréttur Vestmannaeyjaníðinginn í 8 ára fangelsi og var honum gert að greiða fórnarlömbum sínum 4,2 milljónir króna í miskabætur. „Staðið réttilega að verki“ Lögregla þvingaði þvaglegg inn í konu Uppi varð fótur og fit þegar lögreglan á Selfossi þvingaði þvaglegg inn í konu í mars árið 2007. Samkvæmt 102. grein umferðarlaga ber að svipta einstakling ökuleyfi ef hann neitar að veita sýni, en í staðinn fyrir að beita þessu ákvæði var gripið til valdbeitingar. Ólafur Helgi varði ákvörðunina í samtali við Blaðið og sagði meðal annars: „Það hefur margoft gerst hjá okkur að settur hafi verið upp þvagleggur hjá karlmönnum. Ég minnist þess hins vegar ekki að áður hafi þurft að setja upp þvaglegg hjá kvenmanni. Ég kannast ekki við það að nokkur karlmannanna hafi talið að um kynferðislega áreitni hafi verið að ræða.“ Konan kærði lögregluna til ríkissaksóknara fyrir kynferðisofbeldi og lýsti atvikum þannig að girt hefði verið niður um hana og henni haldið nauðugri af karlkyns lögregluþjónum þegar sýnatakan fór fram. Ríkissaksóknari hóf ekki opinbera rannsókn á málinu, og túlkaði Ólafur Helgi það sem svo að lögregla hlyti að hafa „staðið réttilega að verki“. Umboðsmaður Alþingis tók hins vegar málsmeðferð lögreglu til skoðunar að eigin frumkvæði og sendi dómsmála- og mann- réttindaráðherra bréf þann 26. ágúst árið 2010. Þar vitnaði settur umboðsmaður til pyntingarákvæðis stjórnarskrárinnar, samsvarandi greinar í mannréttindasáttmála Evrópu og grundvallarreglunnar um meðalhóf. Ráðuneytið féllst á að meðalhófs hefði ekki verið gætt, viðurkenndi mistök og greiddi konunni skaðabætur. Nýr lögreglustjóri Ólafur Helgi Kjartans- son tekur við embætti lögreglustjórans á Suður- nesjum eftir áramót. Stöðvaður á Hraðbraut „I am a sheriff from Iceland“ Ólafur Helgi er einn metnaðarfyllsti Rolling Stones-aðdáandi Íslands, á hundruð platna með hljómsveitinni og hefur margsinnis séð hana á sviði. DV fylgdi sýslumanninum á Stones-tónleika í Denver árið 1999, en þá var hann með VIP-miða, hitti Mick Jagger og skemmti sér konunglega. Eftir tónleikana hafði lögreglan afskipti af Ólafi á hraðbraut. Ólafur, sem ekki var staðinn að neinu saknæmu, lauk samtalinu við lögreglu- menn með orðunum „I am a sheriff from Iceland“. Þetta þótti heillandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.