Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2014, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2014, Side 11
Fréttir 11Helgarblað 15.–18. ágúst 2014 Umdeildi sýslUmaðUrinn Harður við skuldara Framkvæmdi nauðungar- sölu án lagaheimildar Ólafur Helgi lét framkvæma nauðungarsölu án lagaheimildar árið 2011. Annar sækjandi málsins átti hús í Þorlákshöfn og hafði leitað til umboðsmanns skuldara, en hinn sækjandinn átti helmingshlut í eigninni. Íbúðalána- sjóður og Byko fóru fram á nauð- ungarsölu, en drógu beiðnina til baka eftir að hafa fengið upplýsingar frá umboðsmanni skuldara. Ólafi Helga barst jafnframt tilkynning um þetta en ákvað engu að síður að framkvæma nauðungarsöluna. Sýslumanninum á Selfossi var því gert að greiða sóknar- aðilum 200.000 krónur í málskostnað, að meðtöldum virðisaukaskatti og nauðungarsalan dæmd ógild. Ólafur Helgi var aftur gagn- rýndur harðlega fyrir framkvæmd nauðungaruppboða á Selfossi í fyrra. Myndbönd gengu um netið sem sýndu Ólaf gefa gerðarþola fyrirheit um að uppboði yrði frestað til klukkan níu um kvöldið. Nokkru síðar skipti hann um skoðun og sagði: „Það hefur aldrei verið sagt að uppboðinu verði frestað.“ Bjarni Harðarson, bóksali og fyrrverandi þingmaður, var viðstaddur og lýsti framhaldinu á þessa leið: „Hélt sýslumaður áfram löglausum gerningi og þóttist framkvæma uppboð án þess að nokkuð heyrðist til þeirra verka og fékk svo viðstadda lögmenn og fulltrúa banka til að undirrita hina ímynduðu uppboðsgerð sína sem svo sannarlega fór ekki fram í heyranda hljóði.“ Um svipað leyti vakti mál Sverris Sverrissonar athygli, en hann sakaði sýslumanninn um að hafa þver- tekið fyrir að bóka athugasemdir sínar, sem settar voru fram á grundvelli laga um nauðungarsölu, og neitað vitnum að vera viðstödd gerðina. á Suðurnesjum Helstu námsgreinar - Grunnur og inngangur að forritun - Bakendaforritun skýjalausna - Framendaforritun skýjalausna - Lokaverkefni Lengd námskeiðs: - 222 kennslustundir - Kennt þrisvar í viku Verð: - 269.000 kr. (allt innif.) - Hægt er að dreifa greiðslum Næsta námskeið: - Kvöld- og helgarnámskeið - Hefst 2. sept. og lýkur 20. des. LÆRÐU SKÝJAFORRITUN og auktu vinsældir þínar á vinnumarkaði Kvöld- og helgarnám með vinnu Breyttir tímar hafa aukið eftirspurn eftir fólki sem hefur þekkingu í skýjaforritun. Á þessu námskeiði, sem er hannað með nýjustu tólin í huga, læra nemendur að beita þeim tólum og aðferðum sem þarf til að búa til nútíma skýjalausnir. Námið byggir á stöðluðum námskeiðum frá Microsoft sem miða að því að veita nemendum góða undirstöðu og yfirsýn yfir þær aðferðir sem helst eru notaðar í nútíma skýjahug- búnaðargerð. Að auki er unnið með forritunarramma á borð við AngularJS og Bootstrap. Námið er undirbúningur undir alþjóðlegt próf 70-480 sem er innifalið í verði námskeiðsins. Prófið er grunnurinn að þrem alþjóðlegum vottunum: - MCSD: Web Applications - MCSD: SharePoint Applications - MCSD: Windows Store Apps – HTML5 Norskur lax í íslenskum ám 21 norskur lax í Kleifaá í Patreksfirði Greining Veiðimálastofnunar á uppruna tuttugu og eins lax sem veiddur var í Kleifaá í Patreksfirði í júlí leiddi í ljós að þeir voru allir af norsku kyni. Frá þessu er greint á RUV.is en miklar líkur eru á að þarna sé á ferðinni lax sem slapp úr eldiskví Fjarðalax í nóvember í fyrra. Þá sluppu um 200 eldislaxar úr sláturkví fyrirtækisins í Patreks- firði en forsvarsmenn fyrirtækisins gerðu lítið úr áhrifum þess í frétt- um í vor. Í samtali við Vísir í apríl sagði Jónatan Þórðarson, eldis- stjóri Fjarðalax, að fiskurinn væri ókynþroska og að hann myndi aldrei ganga í laxveiðiár fyrr en eftir mörg ár. Því væru „líkurnar á því að hann drepist í sjó í millitíð- inni yfirþyrmandi miklar.“ Í frétt RÚV er rætt við Guðna Guðbergsson, sviðsstjóra auð- lindasviðs Veiðimálastofnunar, og segir hann atvikið geta skap- að villtum laxastofnum hættu. „Reynsla annarra þjóða er að fiskar sem sleppa úr fiskeldi eiga það til að blandast með villt- um stofnum. Það getur þýtt að breytingar og aðlaganir sem hafa verið um langan tíma geta riðlast. Það getur haft áhrif á stofnstærðir og samsetningu stofna.“ Þá kom í ljós að þroski kynkirtla nokkurra fiskanna sýndi að þeir stefndu á hrygningu í haust. „Það var gjarnan að menn töldu að fiskar slyppu ekki úr eldi, en það gerist, þá sögðu menn, þeir ganga ekki upp í ár, það gerist líka. Þeir hrygna, þeir eru að vaxa hraðar en náttúrulegu fiskarnir og þeir eru að hafa erfðafræðileg áhrif. Það er alla vega það sem er að koma fram, en hversu mikið fer eftir um- fanginu og stærð stofnanna.“ „Almenningi stafar ekki hætta af flúorlosun“ Fjarðabyggð fjallar ekki um áhrif flúorlosunar frá álverinu í Reyðarfirði á gróður og dýr E igna-, skipulags- og umhverfis- nefnd Fjarðabyggðar telur að almenningi stafi ekki hætta af flúorlosun frá Alcoa Fjarða- áli. Þetta kemur fram á vef- síðu sveitarfélagsins og byggir á fundi nefndarinnar með starfsmönnum Umhverfisstofnunar og Matvælastofn- unar. Tilkynningin er dagsett 13. ágúst. Orðrétt segir á vefsíðunni: „Nefndin telur ljóst, miðað við þær upplýsingar sem fyrir liggja, að al- menningi stafar ekki hætta af flúor- losun frá Alcoa Fjarðaáli í Reyðarfirði. Stefnt er á íbúafund á Reyðarfirði um miðjan september.“ Athygli vekur að í tilkynningunni frá sveitarfélaginu er einblínt á áhrif flúorlosunar á fólk en ekki talað um áhrif þess á dýr, eins og til dæmis sauð- fé. Umhverfisstofnun sjálf hefur hins vegar fyrir löngu bent á að flúorlosun- in frá álverinu hafi slæm áhrif á sauð- fé. Árið 2012 sagði til dæmis á vefsíðu stofnunarinnar: „Umhverfisvöktun vegna álvers Alcoa Fjarðaál í Reyðar- firði í sumar hefur leitt í ljós hækkaðan styrk á flúor í grasi í firðinum. Gildin eru umfram viðmið fyrir grasbíta. Að mati Umhverfisstofnunar er ekki um að ræða hættu fyrir fólk en full ástæða til að bregðast við, kanna hvort áhrifa gæti í búfé í firðinum og hver styrkur flúors sé í heyi áður en teknar verði ákvarðanir um frekari aðgerðir.“ Af tilkynningu sveitarfélagsins að dæma mætti ætla að flúorlosun hafi engin skaðleg áhrif, hvorki á menn né dýr, þar sem eingöngu er rætt um áhrif hennar á menn. Ef flúormengun- in hefur hins vegar áhrif á gróður, eins og til dæmis gras, og þar með dýrin sem bíta gras, þá má ætla að með tíð og tíma hafi hún einnig áhrif á menn sem borða skepnurnar sem éta grasið. Um þetta atriði er hins vegar ekki fjallað í tilkynningunni heldur segir: „Mælingar hafa staðið óslitið yfir frá því að álverið í Reyðarfirði hóf starf- semi og er ekkert í þeim niðurstöðum sem bendir til þess að íbúum sé hætt vegna flúorlosunar álversins.“ Þetta er sagt þrátt fyrir að Umhverfisstofnun hafi greint frá hækkuðum styrk flúors í grasi í firðinum og svo borðar sauðfé grasið og mennirnir sauðféð. n Engin áhrif Fjarðabyggð telur að flúorlosun úr álverinu í Reyðarfirði hafi engin áhrif á menn. Ekkert er minnst á áhrif flúors á dýr. MyndSigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.