Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2014, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2014, Síða 14
Helgarblað 15.–18. ágúst 201414 Fréttir Ís úr brjósta- mjólk og kotasælu Laugardaginn 16. ágúst verður hinn árlegi Ísdagur Kjöríss haldinn hátíðlegur en hann fer fram í áttunda sinn. Dagurinn er haldinn í samstarfi við bæjar­ hátíðina Blómstrandi daga og geta gestir því einnig heimsótt plöntu­ og grænmetismarkaði. Undanfarin ár hefur fjöldi fólks farið í ísbíltúr til Hveragerðis á þessum degi og í fyrra voru gest­ ir um 18 þúsund. Á Ísdeginum er lögð sérstök ísleiðsla úr verk­ smiðju Kjöríss og út á bílaplan. Þar er ísnum svo dælt ofan í gesti sem mega borða eins mikið af ís og þeir geta í sig látið. Ásamt hinum hefðbundna ís verður einnig, líkt og fyrri ár, boð­ ið upp á bragð af ýmsu tagi sem er hluti af vöruþróun fyrirtækis­ ins. Ísgerðarmenn Kjöríss hafa undanfarið prófað sig áfram með tugi óvenjulegra ístegunda eins og sveskjuís, kotasæluís, harð fiskís, Skittles­ís og Rauðan Ópalís, en óvenjulegasta bragðið er lík­ lega Búbísinn, sem unninn er úr brjóstamjólk. Í ár verður landaþema og á meðal þeirra landa sem ísgerðar­ mennirnir horfðu til eru Brasilía (kaffi), Írland (Guinness), Banda­ ríkin (hnetusmjör), Austurríki (Mozart­kúlur) og Indland (karrí, múskat og engifer). Gestir Ísdagsins geta tek­ ið þátt í vöruþróun fyrirtækis­ ins með því að smakka og gefa ísunum einkunn. Dæmi eru um að ístegundir sem kynntar voru á hátíðinni hafi farið í almenna framleiðslu hjá fyrirtækinu. Ingó Veðurguð sér um að halda uppi fjörinu og Lína lang­ sokkur og leikhópurinn Lotta verða á staðnum, ásamt fleiri skemmtiatriðum. Dagskráin hefst kl. 13 og lýkur kl. 16. Gætu þurft að greiða 12 milljarða n Stærstu einstöku hluthafar Bakkavarar n 20 milljarða hagnaður í fyrra B ræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssyni gætu þurft að greiða 12 milljarða króna fyrir tæplega 46 pró­ senta eignarhlut Arion banka og nokkurra lífeyrissjóða í matvælafyrirtækinu Bakkavör Group. Í ársreikningi félagsins sem heldur utan um eignarhlutinn fyr­ ir Arion banka og lífeyrissjóðina, samlagsfélagsins BG12 slhf., kemur fram að eignarhluturinn sé metinn á tæplega 11,8 milljarða króna. Þetta verð er hins vegar kostn­ aðarverð og er það líklega lægra verð en væntanlegir kaupendur þurfa að greiða fyrir hlutinn. Um þetta segir í ársreikningi samlags­ félagsins sem heldur utan um hlut­ inn: „Eignarhlutur í hlutdeildarfé­ lögum er færður á kostnaðarverði, í samræmi við 4. tl. 70. gr. laga um ársreikninga, þar sem eignarhlut­ arins var aflað eingöngu í þeim til­ gangi að selja hann.“ Eignarhlutur­ inn gæti því verið seldur á miklu hærra verði en því ef af viðskiptun­ um verður. Högnuðust um rúma 20 milljarða Hagnaður Bakkavarar Group nam rúmlega 20 milljörðum króna í fyrra, eða um 115 milljónum punda. Mið­ að við þennan hagnað er hins vegar líklegt að tæplega 50 prósenta hlutur í fyrirtækinu verði seldur á hærra verði en tólf milljarða króna. Bakkavararbræður eru stærstu einstöku eigendur Bakkavarar Group um þessar mundir eftir að hafa keypt hlutabréf í fyrirtækinu til baka af kröfuhöfum þess á síðast­ liðnum árum. Þeir bræður ráða yfir um 40 prósentum hlutafjár í fyrir­ tækinu. Hlutabréfin hafa þeir með­ al annars keypt með því að flytja inn fjármuni til Íslands með afslætti í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Hlutabréfin eiga þeir meðal annars í gegnum félagið Korkur In­ vest ehf. Tilfinningalegt gildi Líklegt má telja að Lýður og Ágúst séu líklegustu kaupendur hlutafjár í Bakkavör Group þar sem þeir stofn­ uðu það á sínum og virðast hafa ein­ sett sér það eftir hrunið 2008 að ná aftur undirtökunum í félaginu, mið­ að við uppkaup þeirra á hlutabréf­ um í Bakkavör Group síðastliðin ár. Þótt það kunni að hljóma einkenni­ lega þá má segja að fyrirtækið hafi tilfinningalegt gildi fyrir þá þar sem þeir stofnuðu það á sínum tíma, ásamt föður sínum, og eru kenndir við það. Haraldur Guðni Eiðsson, upplýs­ ingafulltrúi Arion banka, hefur ekki viljað tjá sig um hugsanleg viðskipti með hlutabréf bankans í Bakkavor Group. Í frétt sem Sky News flutti um viðskiptin hugsanlegu var breski bankinn Barclays sagður líklegur til að sjá um söluna fyrir hönd Arion banka. Milljarða arðgreiðsla – 22 milljarða tap Ef Bakkabræður kaupa bréfin af Arion banka og öðrum hluthöfum BG12 slhf. þá verður að setja við­ skiptin í samhengi við fyrri viðskipti þeirra bræðra við bankann. Félag þeirra, Exista, var stærsti einstaki hluthafi Kaupþings á árunum fyrir hrun og fengu þeir háar lánveitingar frá honum. Eitt af félögunum sem fengu lán í Kaupþingi var Bakkabraedur Holding BV, hollenskt eignarhalds­ félag sem þeir notuðu til að halda utan um hlutabréf í Exista meðal annars. Þetta hollenska félag fékk um 9 milljarða í arð út úr bankan­ um á árunum fyrir hrunið. Félagið var á endanum í eigu eignarhalds­ félags á Kýpur. Í lok árs 2011 námu skuldir þessa félags um 67 milljörð­ um króna. 22 milljarða króna skuldir Bakka­ braedur Holding við Kaupþing færð­ ust yfir í nýja bankann sem í dag heitir Arion en var bókfærð á krón­ ur 0 við yfirfærsluna síðla árs 2008. Arion banki hefur sömuleiðis reynt að setja félagið í þrot en það hefur ekki gengið þar sem hollensk lög kveða á um að minnsta kosti tveir kröfuhafar þurfi að fara fram á gjald­ þrotaskipti yfir félögum þar í landi. „Þar til annar kröfuhafi Bakka­ braedur Holding sækir á félagið gæti reynst erfitt að setja það í þrot,“ sagði einn af heimildarmönnum DV um hollenska félagið í fyrra. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Þar til annar kröfuhafi Bakka- braedur Holding sækir á félagið gæti reynst erfitt að setja það í þrot. Stærstir og líklegastir Bakkavararbræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir eru líkleg- astir til að vilja kaupa hlutabréfin í Bakkavör sem Arion banki og fleiri vilja selja. Þeir eru stærstu hluthafar félagsins í dag. Missti einn af bestu vinum sínum á Gaza „Ég hef aldrei grátið einn mann líkt og Ali Abu Afrash“ M issirinn er gífurlegur en við höldum áfram til heiðurs Ali,“ skrifar Sveinn Rúnar Hauksson, formaður fé­ lagsins Ísland­Palestína, á Face­ book þar sem hann minnist vin­ ar síns Alis Abu Afash sem lést í sprengingu á Gaza í vikunni. Ali starfaði með fjölmiðlamönn­ um á Gaza og var einn af betri vin­ um Sveins Rúnars sem kallaði hann Ali Baba. „Það fékk hann til að hlæja og gerði hann stoltan. Allt fjölmiðla­ liðið sem hann starfaði með kallaði hann það líka. Þeir voru meðvitaðir um hversu mikill töframaður hann var í daglegu lífi,“ segir Sveinn Rún­ ar sem hafði þekkt Ali í fimm ár. „Þrátt fyrir að hafa aðeins þekkst í fimm ár vorum við orðnir jafn nánir og eineggja tvíburar. Hann vissi hvað ég vildi segja áður en ég sagði það og færði mér hluti sem ég vildi áður en ég bað hann um það. Þetta var gagnkvæmt og ég var jafn næmur og hann. Líkt og við værum sami maðurinn. Ég hef aldrei grátið einn mann líkt og Ali Abu Afrash, mögulega vegna þess að ég græt einnig vegna allra þeirra sem hafa fallið í þessu skelfilega slysi,“ skrifar Sveinn Rúnar á Facebook. Mannfall á Gaza undanfarnar vikur er gífurlegt. Ísra el og Ham­ as­sam tök in samþykktu á miðviku­ dagskvöld að fram lengja vopna­ hléið á Gaza­strönd inni um fimm daga, en ekki hef ur tek ist að ná sam komu lagi um var an legt hlé á árásum. Viðræður halda hins veg ar áfram í Kaíró í Egypta landi. n ritstjorn@dv.is Ekki birt ákæran Kolbrún Benediktsdóttir sak­ sóknari sem fer með mál ákæru­ valdsins á hendur þrítugum lögreglumanni sem var til rann­ sóknar fyrir að leita að upplýs­ ingum um konur í LÖKE­mála­ skrárkerfi lögreglunnar og deila þeim, kannast ekki við að honum hafi verið birt ákæra í málinu. Í Fréttablaðinu á fimmtudag var fullyrt að honum hafi verið birt ákæran en aðspurð segist Kolbrún í samtali við DV ekki kannast við það. Hefur verjandi lögreglumannsins farið fram á að þinghald í málinu verði lokað og þarf dómari að taka afstöðu til þess áður en hægt verður að birta efni ákærunnar opinber­ lega. Þegar þinghald er lokað er ákæra ekki afhent fjölmiðlum. Í Fréttablaðinu segir að lög­ reglumaðurinn sé ákærður fyrir að fletta upp nöfnum 45 kvenna í LÖKE­kerfinu haustið 2013. Meðal kvennanna eru fórnar­ lömb kynferðisbrota. Enn fremur er fullyrt að hann sé ákærður fyrir að hafa í ágúst 2012 sent skilaboð á Facebook með lýsingu og nafni manns sem lögreglan hafði afskipti af. Alis Abu Afash Hann er einn fjölmargra sem látið hefur lífið í óöldinni á Gaza. Formaður félagsins Ísland-Palest- ína Sveinn Rúnar missti góðan vin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.