Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2014, Qupperneq 15
Helgarblað 15.–18. ágúst 2014 Fréttir 15
Missti einn af bestu vinum sínum á Gaza
Rangfærslur Vigdísar
í vikunni sem leið
V
igdís Hauksdóttir, for-
maður fjárlaganefndar
Alþingis, fór ítrekað með
rangt mál í umræðum um
ríkisfjármál og opinbera
stjórnsýslu í vikunni. DV kannaði
sannleiksgildi ummæla sem hún lét
falla, annars vegar í viðtali í þættin-
um Í bítið á Bylgjunni og hins vegar
í Speglinum á Rás 1.
Ekki æviráðnir
„Eins og við vitum þá eru ríkisstarfs-
menn æviráðnir,“ sagði Vigdís á
Bylgjunni.
Rangt. Mikill minnihluti ríkis-
starfsmanna er æviráðinn, eða um
5 prósent þeirra. Samkvæmt nýj-
ustu tölum eru 1.186 starfsmenn
hins opinbera æviráðnir, en sam-
tals vinna 21.102 hjá hinu opin-
bera. Flestir hinna æviráðnu starfa
við Háskóla Íslands og hjá lögreglu-
stjóranum á höfuðborgarsvæðinu.
Þetta kemur fram í svari fjármála-
og efnahagsráðherra við fyrirspurn
sem borin var upp á Alþingi fyrr á
árinu.
Ekki þrjár áminningar fyrir
sama brot
„Það er með forstöðumenn stofnana
að þeir þurfa að fá áminningar eigi
þeir að víkja,“ sagði Vigdís á Bylgj-
unni. Aðspurð hvað þyrfti til að hægt
væri að víkja embættismanni úr
starfi svaraði Vigdís: „Þrjár áminn-
ingar fyrir sama brot.“
Rangt. Embættismenn þurfa
ekki að fá þrjár áminningar fyrir
sama brot til að unnt sé að víkja
þeim frá störfum. Í sjötta kafla laga
um réttindi og skyldur starfsmanna
ríkisins er fjallað um lausn frá emb-
ætti. Fram kemur að veita skuli emb-
ættismanni lausn um stundarsakir
hafi hann gerst sekur um vanrækslu
eða misfellur í starfi. Áminna skuli
viðkomandi og gefa honum færi á
að bæta sig. Þá skuli mál hans rann-
sakað af nefnd sérfróðra manna svo
að upplýst verði hvort rétt sé að veita
honum lausn að fullu eða láta hann
taka aftur við embætti sínu. Um-
mæli formanns fjárlaganefndar gefa
ekki rétta mynd af hinu lögbundna
ferli sem þarf að fara fram til að víkja
megi embættismanni frá störfum.
Ekki ríkisfé
„Hefði síðasta ríkisstjórn ekki far-
ið í þessi gæluverkefni sem var farið
í, ég nefni stjórnlagaþing, ESB-um-
sóknina, umboðsmann skuldara og
fleiri verkefni sem var farið í, það var
ekki forgangsraðað í þágu þjóðar-
innar eða heilbrigðisþjónustu á síð-
asta kjörtímabili, og ég fullyrði að ef
það hefði verið gert værum við kom-
in tveimur árum framar í batanum,“
sagði Vigdís á Bylgjunni og bætti við:
„Lilja Mósesdóttir hagfræðingur var
á þingi, lét hún reikna það upp ein-
hvern tímann fjármagnið sem fór í
umboðsmann skuldara per úrlausn
hvers máls, þá kostaði hvert mál
16 milljónir, þannig þið sjáið það
að ríkisfé veitt í hvert mál upp á 16
milljónir, það hefði verið hægt að af-
skrifa nokkuð stórt húsnæðislán í
bönkunum fyrir það.“
Rangt. Umboðsmaður skuldara
er ekki gæluverkefni kostað af skatt-
greiðendum. Samkvæmt 5. grein laga
um umboðsmann skuldara standa
fjármálafyrirtæki straum af kostnað-
inum með greiðslu sérstaks gjalds
sem rennur beint til reksturs stofn-
unarinnar og er innheimt af henni.
Þá er hvorki hægt að kalla um-
boðsmann skuldara né stjórnlaga-
þing „gæluverkefni síðustu ríkis-
stjórnar“. Stofnun stjórnlagaþings
var baráttumál Framsóknarflokks-
ins árið 2009 og beinlínis skil-
yrði þess að hann styddi minni-
hlutastjórn Samfylkingar og Vinstri
grænna. Vigdís Hauksdóttir og aðrir
þingmenn Framsóknarflokksins, að
einum undanskildum sem var fjar-
verandi, greiddu lögum um stjórn-
lagaþing atkvæði sitt árið 2010. Sjálf-
stæðisflokkurinn var eini flokkurinn
sem ekki studdi málið. Enn breiðari
samastaða náðist um embætti um-
boðsmanns skuldara, en 45 þing-
menn greiddu atkvæði með því
máli, meðal annars allir þingmenn
Sjálfstæðisflokksins sem viðstaddir
voru atkvæðagreiðsluna.
Draga úr tekjum en auka ekki
„Tekjur ríkisins eru að stóraukast
vegna aðgerða þessarar ríkisstjórnar.
Eigum við að fara yfir skuldamálin,
eigum við að fara yfir skattalækkun,
eigum við að fara yfir atvinnustigið
sem hefur hækkað?“ Þannig spurði
Vigdís þegar rætt var við hana og
Oddnýju G. Harðardóttur, fyrrver-
andi fjármálaráðherra, í Speglinum
á Rás 1.
Rangt. Þær aðgerðir sem Vigdís
nefnir auka ekki tekjur ríkisins.
Skuldaniðurfellingar ríkisstjórnar-
innar munu þvert á móti kosta rík-
ið að minnsta kosti 80 milljarða
næstu fjögur árin. Við þetta mun
bætast kostnaður vegna hærri vaxta
og uppgreiðslu lána hjá Íbúðalána-
sjóði auk þess sem skattafsláttur
við inngreiðslu séreignarsparnaðar
inn á húsnæðislán mun valda ríki
og sveitarfélögum tekjumissi upp á
tugi milljarða í framtíðinni.
Skattalækkanir auka yfirleitt ekki
tekjur ríkissjóðs heldur lækka þær.
Skattar þurfa að vera gríðarlega háir
fyrir, hærri en almennt tíðkast í hin-
um vestræna heimi (fyrir ofan há-
markið í svokallaðri Laffer-kúrvu,
hagfræðilíkani Arthurs Laffer), til
þess að lækkun þeirra auki skatt-
tekjur. Aðgerðir ríkisstjórnarinn-
ar í skattamálum, svo sem lækkun
sérstaka veiðigjaldsins, afnám auð-
legðarskatts, lækkun vörugjalda og
sú ákvörðun að falla frá hækkun
virðisaukaskatts á gistinætur, hafa
ekki aukið tekjur ríkisins heldur
þvert á móti kostað ríkissjóð millj-
arða.
Atvinnustig hefur farið hækk-
andi frá því árið 2010 og er atvinnu-
leysi nú lægra en það hefur nokkurn
tímann verið frá hruni. Ýmsir ólík-
ir þættir hafa áhrif á atvinnustig og
er hæpið að halda því fram að það
sé beinlínis vegna aðgerða ríkis-
stjórnarinnar sem það hefur haldið
áfram að hækka. Vigdís nefndi
engin dæmi um aðgerðir máli sínu
til stuðnings. n
n Formaður fjárlaganefndar illa að sér n Ummæli um ríkisfjármál og stjórnsýslu standast ekki skoðun
Veitir Hönnu Birnu lögfræðiráðgjöf
n Jón Steinar aðstoðar ráðherrann í Lekamálinu n Vill ekkert tjá sig um málið
J
ón Steinar Gunnlaugsson,
fyrrverandi hæstaréttardóm-
ari, hefur síðustu vikur veitt
Hönnu Birnu Kristjánsdóttur
innanríkis ráðherra lögfræðiráð-
gjöf vegna Lekamálsins. Hann neit-
ar að tjá sig um málið við DV og vill
ekki svara því hvort hann fái greitt
fyrir verkefnið. Hæstaréttardómar-
inn fyrrverandi er einn af þeim sem
tekið hefur til varna fyrir Hönnu
Birnu opinberlega. Í aðsendri grein
sem birtist í Morgunblaðinu þann
8. ágúst hélt hann því fram að um-
boðsmaður Alþingis hefði gerst
liðsmaður í flokki ófagnaðarmanna
og „farið offari“ með því að krefja
innanríkisráðherra um nánari svör
vegna afskipta hennar af lögreglu-
rannsókn þar sem aðstoðarmenn
ráðherrans eru með réttarstöðu
grunaðs.
Beðið eftir svari
Heimildir DV herma að Jón Steinar
hafi verið talsvert innanríkisráðu-
neytinu í tengslum við þá lögfræði-
ráðgjöf sem hann hefur veitt innan-
ríkisráðherra. Sjálfur vill Jón Steinar
ekkert segja um málið eða eðli ver-
kefnisins í samtali við DV. Aðspurð-
ur um það hvort hann hafni því að
hann hafi veitt ráðherra ráðgjöf
vegna Lekamálsins segir hann: „Ég
svara ekki spurningunni og hættu
þessu nú. Þú átt ekki að láta svona
við mig, ég er ekki fæddur í gær.“
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmað-
ur Alþingis, sendi Hönnu Birnu bréf
þann 30. júlí og krafði hana svara
um samskipti hennar við Stefán
Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóra
vegna rannsóknar Lekamálsins.
Svör Hönnu Birnu voru ekki full-
nægjandi. Hún sagðist hafa rætt
málið á fundum með lögreglustjór-
anum en svaraði því ekki hvenær
fundirnir fóru fram, hvert efni
þeirra hafi verið og hver hafi boð-
að til þeirra af hálfu ráðuneytisins.
Umboðsmaður ítrekaði því kröfu
sína um að hún svaraði þessum
spurningum. Ætla má að lögfræði-
ráðgjöf Jóns Steinars síðustu miss-
eri hafi reynst ráðherranum vel en
hann þarf að svara bréfi umboðs-
manns í síðasta lagi í dag, föstudag.
Gagnrýnir umboðsmann
Eins og fyrr segir hefur Jón Steinar
gagnrýnt umboðsmann harka-
lega vegna málsins. Í grein sinni í
Morgunblaðinu sagði hann: „Með
ómálefnalegri þátttöku sinni í til-
efnislausri aðför að ráðherranum
grefur umboðsmaður Alþingis und-
an embættinu sem honum hefur
verið trúað fyrir. Það er eins og emb-
ættismaðurinn vilji koma höggi
á ráðherrann.“ Jón Steinar er sem
kunnugt gamall vinur Davíðs Odds-
sonar, ritstjóra Morgunblaðsins, en
hann var skipaður hæstaréttardóm-
ari árið 2004. Davíð var þá forsætis-
ráðherra. Davíð hefur sjálfur fjall-
að mikið um Lekamálið í leiðurum
Morgunblaðsins. Hann hefur sagt
það „pólitískan spuna“ og fullyrt að
Hanna Birna hafi ekkert gert til að
torvelda rannsókn málsins. Þá hef-
ur hann opinberað þá skoðun sína
að eðlilegt sé að leka persónuupp-
lýsingum um hælisleitendur í þeim
tilgangi að veita almenningi „alla
myndina.“ n jonbjarki@dv.is
Jóhann Páll Jóhannsson
johannp@dv.is
„Eins og við vitum
þá eru ríkisstarfs-
menn æviráðnir.
Fór með
rangt mál
Vigdís sagði
sitthvað í vik-
unni sem ekki
stenst skoðun.
MynD SiGtRyGGuR ARi
Aðstoðar ráðherrann Jón Steinar hefur
undanfarið veitt Hönnu Birnu lögfræðilega
ráðgjöf vegna Lekamálsins. Hann vill ekki
tjá sig um málið við DV.