Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2014, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2014, Side 20
20 Fréttir Helgarblað 15.–18. ágúst 2014 Átakanlegar sögur Á bak við marga hlaupara n Hlaupa fyrir góðan málstað í Reykjavíkurmaraþoni n 30 milljónir hafa safnast Fjölmargir hlauparar munu láta gott af sér leiða með þátttöku í Reykjavíkurmaraþoninu sem fer fram þann 23. ágúst næstkomandi. Nú þegar hafa safnast um þrjátíu milljónir króna til styrktar hinum ýmsu góðgerðafélögum og styrktarsjóðum. Margir hlauparanna hafa sjálfir notið stuðnings af félögunum, eða þekkja til einhvers sem hefur gert það. Vinir, foreldrar, börn, systkini og aðrir ættingjar vilja láta gott af sér leiða í nafni þeirra sem þeim þykir vænt um, eða aðstoða beint í gegnum styrktarsjóði. DV fékk sögur á bak við nokkra hlaupara sem segja frá því hvers vegna þeir ákváðu að styrkja þessi ákveðnu félög. solrun@dv.is Dóttirin vó 650 grömm við fæðingu Jessica hleypur fyrir Hringinn og nýtir reynsluna til góðs „Við dvöldum samtals 99 daga á vökudeildinni,“ segir Jessica Leigh Andrésdóttir sem eign- aðist dótturina Elísabetu Önnu þann 6. janúar síðastliðinn eft- ir aðeins 25 vikna meðgöngu. Elísabet Anna vó aðeins 650 grömm og var 32 sentimetrar, eða 2,8 merkur þegar hún fæddist. „Við gátum haldið á henni í öðrum lófanum, hún var svo lítil.“ Litla stúlkan hefur þó spjarað sig ótrúlega vel og þurfti aldrei að fara í öndunarvél, sem er sjaldgæft með börn af þessari stærð. „Okkur var sagt í byrjun að búast við tveimur skrefum áfram og einu til baka, og það er svo- lítið innprentað í fyrirburafor- eldra. Við vorum því alltaf að bíða eftir þessu skrefi til baka. En hjá okkur hefur þetta gengið al- veg ofboðslega vel.“ Jessica segir í raun ekkert stórvægilegt hafa komið upp á síðan dóttir hennar fæddist. „Jú, hún lenti einu sinni í öndunarstoppi hérna heima og maðurinn minn þurfti að blása og hnoða í hana lífi. Og við fór- um með sjúkrabíl upp á spítala þar sem við dvöldum í viku. Það er í raun eina bakslagið sem hef- ur komið.“ Öll tækin merkt sem gjafir Jessica segist ekki eiga nógu stór orð til að lýsa þakklætinu til vökudeildar Barnaspítala Hringsins. „Ef það væri ekki fyr- ir Hringinn og vökudeildina þá væri þetta ekki hægt. Öll tækin sem hún þurfti á að halda fyrstu dagana, um sjö tæki, plús hita- kassinn, kosta á annað hundrað milljónir. Og hvert einasta tæki er merkt: gjöf frá Hringum.“ Eftir að hafa dvalið með dóttur sína á vökudeildinni var Jessica strax staðráðin í því að gefa eitthvað til baka. Hún er sannfærð um að það sé tilgangur með þessum raunum og vill nýta sína reynslu til góðs. Þannig fór hún að hugsa eftir að hafa glímt við ófrjósemi í nokkurn tíma. Þetta er hennar tilgangur „Ég tók þá ákvörðun að nýta mína reynslu til góðs og hef ver- ið mjög opin með það. Ég hugs- aði það sama þegar ég eignaðist fyrirbura, að ég ætti greinilega bara að vekja athygli á þessu líka. Kannski er það tilgangur- inn,“ segir Jessica sem ætlar að hlaupa þrjá kílómetra í Reykja- víkurmaraþoninu til styrktar Hringnum. Hún segist ekki hafa sett sér neitt markmið í tengsl- um við áheitasöfnunina því hún hafði í raun engar væntingar. Söfnunin hefur því farið fram úr hennar björtustu vonum. „Þetta sýnir hvað margir vilja gefa af sér og svo eru margir sem hafa reynslu af vökudeildinni,“ seg- ir Jessica. En allt að 20 prósent fæddra barna á Íslandi þurfa að dvelja á vökudeildinni í lengri eða skemmri tíma, og er þar pláss fyrir 22 börn í einu. Missti dóttur úr hjartagalla Sandra hleypur fyrir Neistann í minningu litlu hetjunnar sinnar „Ég viljað geta hlaupið fyrir tvö eða þrjú félög. Neistann, Leiðar- ljós og Umhyggju, því þetta eru allt okkar hagsmunafélög. En Neistinn er sérstaklega fyrir hjartveiku börnin og það stendur okkur eðlilega næst,“ segir Sandra Valsdóttir sem hleypur tíu kíló- metra í Reykjavíkurmaraþoninu í minningu dóttur sinnar, Bryn- dísar Huldu Garðarsdóttur, og til styrktar Neistanum, styrktarfélagi hjartveikra barna. Bryndís Hulda lést þann 22. janúar á þessu ári, aðeins fjórtán mánaða gömul. „Þótt maður sé ekki í besta hlaupaforminu eftir að hafa setið heima eða uppi á spítala með veikt barn, þá næ ég allavega að gefa eitthvað af mér.“ Var með hálft hjarta Þegar Bryndís Hulda kom í heim- inn voru foreldrar hennar undir það búnir að hún væri hjartveik. „Við fengum greiningu á 20. viku meðgöngu. Þá kom í ljós hjarta- galli og við vissum að hún þyrfti að fara strax til Svíþjóðar í aðgerð. Þetta áttu að vera þrjár aðgerðir í allt, á tveimur til þremur árum. En eftir að hún fæddist kom í ljós að gallinn var meiri en talið var, og í rauninni var hún bara með hálft hjarta.“ Læknarnir voru þó vongóð- ir um að ferlið myndi ganga vel, sem það gerði, allt þar til síð- asta haust. Þá þurfti Bryndís litla að fara í þriðja skipti til Svíþjóðar, í aukaaðgerð. Þar fór hún í hjartastopp og fjölskyldan dvaldi úti í þrjá mánuði á meðan hún jafnaði sig. Þann 20. janú- ar var fjölskyldan svo send heim til Íslands, en Bryndís lést aðeins tveimur dögum síðar eftir að hafa fengið hjartastopp í annað sinn. „Þá var ekkert hægt að gera,“ út- skýrir Sandra. „Ástandið var mjög tvísýnt þegar við fórum heim, en þeir bjuggust ekki við því að hún myndi deyja svona snögglega. Það bjóst enginn við því.“ Orðlaus yfir stuðningnum „Við fengum rosalega mikinn stuðning í gegnum Neistann,“ segir Sandra þakklát. Neistinn heldur meðal annars úti heima- síðu, Hjartagáttinni, þar sem for- eldrar hjartveikra barna geta sótt sér ýmsar nauðsynlegar upplýs- ingar. En Sandra og fjölskylda nýttu sér síðuna mikið. Þá veit- ir félagið fjárhagsstyrki til fjöl- skyldna sem þurfa að fara með börn í aðgerðir erlendis. „Það er mjög gott starf unnið þarna og maður kynnist fólki í svipuðum aðstæðum. Okkur var líka komið í samband við fjölskyldu sem hafði reynslu af því að fara út í aðgerð.“ Sandra segist hafa komist að því, eftir að hún eignaðist Bryndísi Huldu, að mun fleiri börn grein- ast með hjartagalla en hún hélt. En árlega fæðast um 70 börn á Íslandi með hjartagalla, eða um það bil 1,7 prósent lifandi fæddra barna hér á landi. Tilfellin eru misalvarleg, en um helmingur þessara barna þarf að gangast undir aðgerð og sum oftar en einu sinni. Starf Neistans er því mikil- vægt og snertir marga. Sandra lagði upp með að safna 100 þúsund krónum og hefur nú þegar náð því markmiði og gott betur. „Ég er eiginlega bara orð- laus yfir þessu. Hvað margir vilja hjálpa til við að ná markmiðinu og styrkja Neistann,“ segir Sandra að lokum. Lítil hetja Bryndís Helga lést í janúar á þessu ári. Hún fæddist með hjartagalla og fór þrisvar til Svíþjóðar í hjartaaðgerð. Hleypur fyrir Hringinn Elísabet Anna, dóttir Jessicu, fæddist eftir aðeins 25 vikna meðgöngu og dvaldi á vökudeild Barnaspítala Hringsins í 99 daga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.