Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2014, Blaðsíða 22
22 Fréttir Erlent Helgarblað 15.–18. ágúst 2014
Spilaborg MalikiS
n Herskáir íslamistar hagnast á valdabaráttu n Bandaríkjamenn skilyrtu herstuðning í Írak
F
orsætisráðherranum Nouri
al-Maliki er að stórum hluta
kennt um það algjöra stjórn-
leysi sem nú ríkir í Írak. Ríkis-
stjórn hans hefur þegið jafn-
virði meira en tíu þúsund milljarða
króna til að þjálfa öryggissveitir sem
taka áttu við keflinu þegar Banda-
ríkjaher yfirgaf landið árið 2011. Engu
að síður hafa þær reynst gagnslaus-
ar gegn herskáum íslamistum og rétt
þeim hverja borgina á fætur annarri á
silfurfati síðustu mánuði.
„Eftir innrás Bandaríkjanna í Írak
árið 2003 var búinn til öryggisgeiri
sem var smitaður sama sjúkdómi og
svo margir aðrir í nærliggjandi ríkj-
um. Þar ráða stjórnmál, feðraveldið
og verndargreiðar ríkjum. Almennt er
velgengni herskárra íslamista vitnis-
burður um að öryggismál eru nátengd
stjórnmálum í Írak,“ segir Andreas
Krieg, prófessor við King’s College í
Lundúnum.
Sjálfur hefur Maliki skellt skuldinni
á Bandaríkin, sem hafi ekki staðið við
skuldbindingar vegna sölu F-16-orr-
ustuflugvéla. Þegar íslamistar tóku yfir
borgina Mosul sagði Maliki að hann
hefði betur keypt flugvélar af Bretum,
Frökkum eða Rússum en Bandaríkja-
mönnum. „Ef við gætum varið okkur
úr lofti hefðum við komið í veg fyrir
þetta.“
Stjórnar öryggissveitum
En síðustu ár hefur forsætisráðherr-
ann verið sakaður um persónuleg af-
skipti af öryggissveitum landsins og
að skipa þar menn í stjórnunarstöð-
ur sem eru hliðhollir ríkisstjórn hans.
Maliki komst upphaflega til valda
vegna stuðnings við Bandaríkin og
andspyrnu gegn Saddam Hussein.
Nú hefur Maliki misst traust Banda-
ríkjastjórnar, sem hefur ekki skipt sér
af spillingarmálum Malikis frá upp-
hafi og vill nú sjá á eftir honum sem
fyrst.
Stjórnarkreppa hefur ríkt í Írak
frá þingkosningum þar í apríl þar
sem samfylking undir forystu Malikis
hlaut 92 þingsæti af 328. Er því erfitt
að mynda starfhæfa ríkisstjórn án að-
komu hans eða flokks hans.
Pólitískt átök
Þingið vildi ekki veita Maliki áfram
umboð og samkvæmt stjórnarskrá bar
forseta Íraks að veita leiðtoga stærstu
stjórnmálafylkingarinnar umboð til
að skipa nýja ráðherra á sunnudag.
Þetta gerði hann ekki heldur veitti
óvænt Haider al-Abadi, varaforseta
þingsins, umboðið. Umboðið var veitt
á grundvelli samkomulags milli póli-
tísks arms sjíta-múslíma sem hafa
snúist gegn Maliki.
Nokkrum klukkustundum áður
hafði Maliki sakað forsetann, Fuad
Masum, um brot gegn stjórnar-
skránni. Hann myndi kæra Masum og
leita réttar síns fyrir dómstólum. Þessi
afstaða Malikis hefur ekki breyst og
munu dómstólar því líklega skera úr
um hvort forsetinn mátti veita Abadi
umboðið. Þangað til hyggst Maliki
sitja sem forsætisráðherra.
Frá því á sunnudag hafa öryggis-
og lögreglusveitir verið áberandi á
götum Bagdad til að koma í veg fyrir
að óeirðir eða mótmæli brjótist út
gegn ríkisstjórn Malikis.
Prófsteinn á lýðræðið
Á meðan Maliki reynir að tryggja sér
forsætisráðherrastólinn í þriðja sinn,
hafa íslamistar sótt hratt í suðurátt
að höfuðborginni Bagdad og barist
við öryggissveitir í um þrjátíu kíló-
metra fjarlægð. Í norðaustri hafa þeir
sótt að landsvæði Kúrda í átt að Íran,
sem hingað til hafa veitt þeim harðari
mótspyrnu en öryggissveitir Íraks
með stuðningi bandarískra flugsveita.
Íslamistarnir hafa setið um Yazidi-
fólk í Norður-Írak, sem hefur átt á
hættu að verða útrýmt vegna trúar-
bragða þess. Yazidi-fólkið náði að
hörfa til fjalla þar sem beðið er átekta.
Hingað til hefur tekist að koma stór-
um hluta þess frá átakasvæðinu og
hafa bandarískar flugveitir varpað
matar- og vatnsbirgðum til fólksins.
Stjórnarkreppan í Írak er ein
þyngsta þolraunin í þessari tilraun
Bandaríkjanna til að koma á lýð-
ræðislegu stjórnarfari þar á með-
an Maliki stjórnar með valdi í krafti
eigin þingstyrks þótt hann njóti að-
eins trausts í Suðaustur-Írak. Súnní-
múslímar, Kúrdar og margir sjítar, þar
sem stuðningur við Maliki er mestur,
hafa krafist þess að hann segi af sér.
Nauðsynlegt sé að leiðtogi Íraks tali
fyrir hagsmunum allra Íraka ef koma
eigi á samstöðu til lengri tíma litið.
Áður hefur Maliki þó staðið af sér
tilraunir andstæðinga til að steypa
honum af stóli. Árið 2013 samþykkti
þingið lög sem hefðu fyrirbyggt að
hann starfaði lengur en tvö kjör-
tímabil. Þessum lögum var hnekkt
fyrir dómstólum.
Hjálpa bara ef Maliki fer
Bandaríska ríkisstjórnin sendi frá sér
yfirlýsingu á mánudag þar sem hún
studdi hlutverk Masums í að vernda
stjórnarskrá landsins. Hún skilyrti
jafnframt frekari herstuðning við Írak
við farsæl stjórnarskipti. „Við ítrekum
stuðning okkar við ferli þar sem for-
sætisráðherra verður valinn og getur
táknað vonir Íraka, byggt þjóðarsam-
stöðu og stjórnað með samheldni að
leiðarljósi … Við höfnum hvers lags
tilraunum til að hafa áhrif á þetta
stjórnarskrárbundna og réttarfars-
lega ferli með kúgunum eða öðrum
afskiptum.“
Eftir að Abidi hóf stjórnarmynd-
unarviðræður sendu Bandaríkin 130
hernaðarráðgjafa til hjálpar Kúrdum.
John Kerry, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, hefur þrýst á Abidi að
mynda nýja stjórn hratt og þá helst
þjóðstjórn, þar sem tekið verði tillit til
allra stjórnmálahreyfinga í Írak.
Örlagastund Malikis
Talið er að örlagastund Malikis sé
handan hornsins og að fljótlega komi
í ljós hvort hann haldi sæti sínu.
Bandarískir fjölmiðlar hafa haldið því
fram að Maliki hafi nú þegar undir-
búið flóttaleið, þar sem hann óttist að
hann verði gerður að blóraböggli svo
hægt verði að auka traust á ríkisstjórn
Íraks. Hann hafi rætt við sína nánustu
bandamenn um að hann njóti áfram
friðhelgi frá lögum og verði tryggt
pólitískt hæli fari allt á versta veg. n
riðar til fallS
Content: ISW Iraq Team and Jessica Lewis
Graphics: Jennifer Cafarella
Abu Kamal
Yarubiyah
at-Tanf
100km
Northern Babil
Khalis/Sudur mini-dam
Átakasvæði
Kúrdar (Peshwar)
Jalula
Fallujah
Baqubah
Mosul
Basra
An Nasriyah
An Najaf
Karbala
Al Kut
Ar Ramadi
Samarra
Tikrit
Kirkuk
Baghdad
Al Amarah
Al Hillah
Ad Diwaniyah
Tal Afar
Sinjar
Baiji
Qaim
Camp Ashraf
Taji
Balad
Udhaim
Tuz Khurmatu
Suleiman Beg
Hawija
Sharqat
Muqdadiyah
Rawa
Abu Ghraib
Nebai
Mada’in
Hit
Khanaqin
Haditha
Habbaniyah
ISF Öryggissveitir Íraks
Íslamska ríkið (ISIS)
Óvissusvæði
Yrráð ólíkra fylkinga í Írak: 10. ágúst 2014
Skýringar
Sadia
Rabia
Ana
Alam
Rutba
Mansouriyah
Dhuluiya
Daquq
Badush dam
Bashiqa, Qaraqoush, Tilkif, & Wana
Arbil
Gwer/ Makhmour
Nýlegar breytingar á korti
Trebil
Al Waleed
Nukhaib
Ajil eld
Andstæðingar ISIS (Súnní-múslímar)
Írakskir ættbálkar
Yusuyah
Mashahda
Mishag /Zowiya
Mosul dam
Íslamska ríkið (ISIS)
Herská samtök múslíma hafa
lagt undir sig meirihluta
landsvæðisins Nineveh,
þar á meðal borgirnar
Sinjar og Zumar. Þeir hafa
einnig sótt inn í Austur-Sýr-
land, þar sem uppreisnarhópar
hafa haldið til, og suður að Bagdad, höfuð-
borg Íraks. Harðir bardagar geisa nú milli
Kúrda og liðsmanna ISIS í Norður-Írak.
Liðsmenn ISIS eru upp til hópa súnní-
múslímar sem eru andvígir Íraksstjórn og
vilja koma á nýju kalífadæmi sem byggt
er á sharía-lögum og rekur trúarlegt stríð
gegn öðrum þjóðfélagshópum. Talið er
að ISIS hafi orðið til þegar öfgasinnuð-
ustu liðsmenn al-Kaída klufu sig frá
hreyfingunni í aðgerðum Bandaríkjanna
og ríkisstjórnar Íraks undir forystu sjíta-
múslíma.
Sameinuðu þjóðirnar telja að 5.500
Írakar hafi látið lífið í þessum átökum
fyrstu sex mánuði þessa árs og hefur
verið óttast um líf tugi þúsunda nú í júlí
og ágúst þegar þau náðu hápunkti sínum.
Þar á meðal er Yazidi-fólk, fjörutíu þúsund
talsins, sem ISIS hefur hótað að útrýma
vegna trúar þess. Ríkisstjórn Íraks segir að
sannanir séu fyrir því að ISIS hafi nýlega
myrt að minnsta kosti fimm hundruð
Yazida með köldu blóði í einni svipan og
komið fyrir í fjöldagröf.
Nouri al-Maliki
Fæddur 1950 í Hilla
Er sjíta-múslími sem skipulagði aðgerðir
gegn stjórn Saddams Hussein á áttunda
áratugnum þegar hann var meðlimur í
Dawa-stjórnmálahreyfingunni. Hann flúði
til Sýrlands þegar hann fór að óttast um
öryggi sitt en hélt áfram að vinna gegn
hagsmunum Husseins í útlegðinni.
Maliki sneri aftur til Íraks eftir innrás
Bandaríkjanna í Írak árið 2003 og varð
fljótlega einn helsti pólitíski áhrifamaður
landsins.
Hann var talsmaður flokksins og kom á
breiðara samstarfi milli stjórnmálaflokka
sjíta-múslíma. Þessir flokkar buðu sig
fram saman og unnu flest þingsæti í kosn-
ingunum í desember 2005. Árið 2006 tók
Maliki svo við stöðu forsætisráðherra.
Maliki átti stóran þátt í gerð stjórn-
arskrár Íraks, í nefnd sem skipuð var af
bandarískum stjórnvöldum, og útilokaði
skipulega Baath-hreyfingu Saddams
Hussein frá því að koma frekar að stjórn
landsins.
Bandaríkin studdu Maliki vegna harðrar
framgöngu hans gegn al-Kaída og Baath,
sem voru upp til hópa súnní-múslímar.
Árið 2008 upprættu íröksk og bandarísk
stjórnvöld jafnframt róttæka hreyfingu
trúarleiðtogans Moqtada Sadr.
Frá árinu 2009 hefur Maliki verið undir
auknum þrýstingi um að auka samstarf
við súnní-múslíma og Kúrda sem finnst
þeir vera áhrifalausir í stjórn landsins.
Þvert á móti stofnaði Maliki nýja stjórn-
málafylkingu sjíta-múslíma sem jók enn á
óánægju annarra þjóðfélagshópa.
Allt frá því bandarískar hersveitir voru
fluttar í áföngum frá Írak frá 2009 til 2011,
hefur Maliki verið sakaður um ofsóknir
gegn pólitískum andstæðingum sem
margir hafa verið handteknir og sumir
dæmdir til dauða. Maliki hefur verið sak-
aður um valdafíkn og að hafa tileinkað sér
þá stjórnarhætti sem hann barðist sjálfur
gegn hjá Hussein. Þetta hafi einangrað
marga stóra þjóðfélagshópa sem hafi
aukið tortryggni í garð ríkisstjórnarinnar
og lýðræðis og gert þá hliðhollari öfga-
kenndum hugmyndum, eins og Íslamska
ríkinu (ISIS).
ISIS-samtökin Eða ISIL eins og þau eru einnig nefnd sjást hér veifandi fánum og hlaðnir vopnum.
Róbert Hlynur Baldursson
skrifar frá Brussel
HeIMIld: InStItute foR tHe Study of WaR, 10. ágúSt 2014