Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2014, Side 25
Umræða 25Helgarblað 15.–18. ágúst 2014
Ég flokka sorp Hún er svo miklu stærri
Líffræðingur segir óvenju margar tilkynningar um snæuglu. – DVGestur Pétursson, forstjóri Elkem, er náttúruunnandi. – DV
Við erum í hamingjukasti
Erna Bergmann fatahönnuður gekk að eiga Birgi Ísleif Gunnarsson um helgina. – DV
Mest lesið
á DV.is
1 „Mér er ótrúlega misboðið“ Katrín Lilja
Sigurðardóttir efnafræðingur hefur
ákveðið að kæra framkvæmd
Jökulsárhlaupsins til Jafnréttisstofu.
Ástæðan er sveitakeppnin en þar segir
Katrín Lilja konur ekki eiga neinn
möguleika.
55.937 hafa lesið
2 Hvers vegna er bremsufar í g-strengn-
um? Konur sem ganga í undirfötum í
formi g-strengs kannast sennilega við
að þegar farið er úr g-strengnum í
dagslok, leynist oft í honum örlítið
bremsufar.
48.441 hefur lesið
3 „Mér fannst þetta skítleg framkoma“ Sölvi
hefur áður rætt opinskátt um
uppsögnina á Stöð 2, meðal annars í
viðtali við DV árið 2009. Þar rifjaði
blaðamaður upp þegar Sölvi spurði Geir
H. Haarde að því í beinni útsendingu
hvort hann vissi til þess að lífeyris-
sjóðsmönnum hefði verið mútað af
fjármálafyrirtækjum. Aðspurður hvort
hann liti svo á að tengsl hafi verið á milli
þessa viðtals og uppsagnarinnar sagðist
Sölvi hafa öruggar heimildir fyrir því að
eftir þessa umfjöllun hafi verið haft
samband inn á æðstu staði á Stöð 2.
47.187 hafa lesið
4 Hilmar sendi kröfuna til lögfræðings Iðnaðarmaður
sem segir að sér hafi verið hótað af
Hilmari Leifssyni barst þann 25. október
árið 2012 krafa um endurgreiðslu á
innborgun frá Lögfræðistofu Reykja-
víkur og skrifar undir það þáverandi
lögmaður stofunnar.
40.985 hafa lesið
5 „1.800 þúsund eða heyrnin“ Ég hringi í Hilmar á
Sæbrautinni og hann öskraði á mig:
„Helvítis, djöfulsins hortugheit í þér
helvítis fíflið þitt. Þú skalt sko borga fyrir
þetta með einum eða öðrum hætti. Þú
rífur ekki kjaft við mig“.“ Svo lýsir
rafeindavirki, sem ekki vill koma fram
undir nafni, símtali sem hann átti við
Hilmar Leifsson árið 2012.
39.934 hafa lesið
Myndin Nýja hafmeyjan Komin á sinn stað eftir langt ferðalag.. MyNd ÞorMar ViGNir GuNNarssoN
Vanhæft fjárveitingavald?
Þ
ingmaður Sjálfstæðisflokks
ins veltir því fyrir sér hvort
ekki sé tími til kominn að
forstjórar ríkisstofnana sem
fari fram úr fjárlögum leiti
sér að starfi sem þeir ráði við. Þing
maður Framsóknarflokksins, for
maður fjárlaganefndar, lýsir því yfir
að nú verði forstöðumenn kallaðir á
teppið. Tilefnið er birting á hálfs árs
uppgjöri á fjárreiðum ríkisstofnana.
Nokkrar stofnanir hafa farið fram
úr áætlunum, þar á meðal Sjúkra
tryggingar og Landspítalinn.
Fyrir síðustu kosningar lofuðu
stjórnarflokkarnir að stórefla heil
brigðiskerfið. Sjálfstæðisflokkurinn
var vissulega blendnari í yfirlýsing
um sínum en Framsóknarflokkurinn
sem dró hvergi af sér og lagði á það
áherslu að hann myndi beita sér fyr
ir þjóðarsátt um eflingu heilbrigðis
þjónustunnar og tiltók Landspítal
ann sérstaklega; til hans yrði veitt
stórauknu fjármagni kæmist Fram
sóknarflokkurinn í ríkisstjórn.
Ekki hefur þetta gengið eftir.
Fram kemur hjá Páli Matthíassyni,
forstjóra Landspítalans, að spítalinn
sé rekinn fyrir minna fé nú en árið
2008, sé miðað við fast verðlag. Þurfa
hinir loforðaglöðu stjórnmálamenn
ekki að skýra fyrir okkur hvers vegna
þetta sé látið viðgangast á sama tíma
og fé er ausið út og suður til gæluver
kefna?
Hin hliðin á peningnum
Í þessu sambandi vil ég taka sér
staklega undir með varaformanni
Læknaráðs Landspítalans, Ebbu
Margréti Magnúsdóttur, sem sagði í
viðtali við RÚV í vikunni að hún ef
aðist um hæfni stjórnmálamanna til
að deila út fé skattborgaranna. Vís
aði hún til loforða þeirra fyrir kosn
ingar um að heilbrigðismál yrðu
í forgangi en önnur virtist ætla að
verða reyndin: „Ég verð að segja
það sem starfsmaður á gólfinu að
ég hef áhyggjur af ummælum þeirra
stjórnmálamanna sem hafa tjáð sig
að undanförnu. Við höfum vissu
lega þurft að snúa bökum saman,
starfsmenn spítalans, sama hvaða
störfum við gegnum og haft flotta
forystusveit þar. En formaður fjár
laganefndar Alþingis hótaði því að
menn yrðu jafnvel látnir taka pok
ann sinn og mig langar að velta
hinni hlið peningsins við og spyrja:
Er þetta fólk starfi sínu vaxið, sem
er í raun og veru að deila fjármun
um almennings í kannski einhver
nýpólitísk gæluverkefni?“ Í viðtalinu
nefnir hún síðan fleiri sendiherra
stöður og fleiri i jarðgöng sem dæmi.
„Ég held við séum nú komin að
þeim mörkum að við þurfum að fara
að forgangsraða alvarlega í íslensku
þjóðfélagi. Heilbrigðismálin áttu að
vera á oddinum en ég hef verulegar
áhyggjur af umræðu síðustu daga.“
stofnanir starfa
samkvæmt lögum
Þessi orð ættu að verða stjórnar
meirihlutanum á Alþingi tilefni til
að horfa í eigin barm. Gæti verið að
það sé einmitt þar sem sé að finna
fólk sem ekki er starfi sínu vaxið?
Gæti verið að fjárlög séu þannig úr
garði gerð af hálfu þessa fólks að úti
lokað sé fyrir stofnanir sem sinna
eiga lögbundnu hlutverki að halda
sig innan ramma? Ekki má gleyma
því að þetta sama Alþingi samþykkir
lögin sem heilbrigðisstofnunum er
ætlað að framfylgja. Hvað á bráða
deild Landspítalans að gera þegar
stórslys verður? Á hún að loka? Þess
er skemmst að minnast að vakin
var á því athygli að niðurskurður í
heilsugæslunni yki álagið á bráða
þjónustu stóru sjúkrahúsanna. Og
hvað Sjúkratryggingar varðar þá
eru þær einnig að starfa samkvæmt
lögum og samningum sem fram
kvæmdavaldið gerir við sérfræði
lækna. Þegar skorið er niður við al
menna heilbrigðisþjónustu má ætla
að fólk leiti fremur á þessi mið. Allt
þetta samhengi þarf að skoða áður
en rokið er upp til handa og fóta í
yfir lýsingum og upphrópunum.
Fjárveitingavaldið ber ábyrgð
Hvað embætti sérstaks saksóknara
áhrærir er vert að minnast varnaðar
orða Evu Joly sem hingað kom til ráð
gjafar í kjölfar hrunsins. Hún sagði
að þegar nær drægi skuldadögum í
málaferlum vegna fjármálamisferl
is mætti ætla að reynt yrði að bregða
fæti fyrir framgang mála. Gæti verið
að við séum að verða vitni að slíku?
Ekki ætla ég að mæla því bót ef
illa er farið með skattfé og að sjálf
sögðu er fráleitt annað en að ríkis
stofnanir sýni ráðdeild og fari að
lögum, líka fjárlögum. En það þarf
að horfa einnig til annarra laga sem
snúa að réttindum fólks til velferðar
þjónustu. Þar þarf fjárveitingavaldið
að skynja ábyrgð sína. Annars ber að
líta á það sem vanhæft. n
Þorleifur Gunnlaugsson
dúklagningameistari
Kjallari
„Hvað á bráðadeild
Landspítalans að
gera þegar stórslys verð-
ur? Á hún að loka?