Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2014, Blaðsíða 32
Helgarblað 15.–18. ágúst 201432 Fólk Viðtal
Þ
að er mikið um að vera í
Borgarleikhúsinu þegar
blaðamaður fer á fund við
leikhússtjóra um miðja síð
ustu viku, þó svo að leik
ararnir mæti ekki til æfinga fyrr en
eftir helgi. Sumrin eru notuð til þess
að sinna viðhaldi og ber umhverfið
þess merkis. Veggir hafa verið mál
aðir og lagnir endurnýjaðar. Meðan
á viðtalinu stendur kemur maður og
tengir netið við tölvuna hennar Krist
ínar. Skrifstofa leikhússtjóra er ekki
undanskilin raski og viðgerðum. „Við
nýtum sumrin í þetta því það er svo
mikil dagskrá yfir vetrartímann,“ út
skýrir Kristín. Þegar við höfum náð
okkur í sitthvorn kaffibollann í al
menningi svokölluðum, þröngu rými
fyrir utan vistarverur leikaranna,
göngum við inn á skrifstofu Kristínar,
setjumst niður og spjöllum saman.
Við byrjum á upprunanum.
Tónlistin heillaði fyrst
Kristín er uppalin á Seltjarnarnesi
og er yngst þriggja systkina. Al
gjört örverpi að eigin sögn. Þeir sem
trúa á áhrif systkinaraðar á mótun
persónuleika vita að yngstu systkinin
eru gjarnan bæði félagslynd og upp
full af sköpunargleði – þar er Kristín
engin undantekning. „Ég átti mjög
týpískan barndóm á Nesinu. Svæð
ið var að mörgu leyti óbyggt og beint
á móti blokkinni okkar var til dæm
is mýri þar sem við lékum okkur á
skautum á veturna,“ segir hún. „Það
sem einkennir æskuminningarnar
er frelsið sem maður hafði sem barn.
Samfélagið var mjög lítið. Í grunn
skólanum mínum voru til að mynda
bara þrír bekkir þannig ég þekkti alla
krakkana í skólanum. Þetta var bara
eins og lítill bær í stórri borg.“
Listin var aldrei langt undan hjá
Kristínu og í fyrstu var það tónlistin
sem heillaði. Hún var í kór hjá Mar
gréti J. Pálmadóttur, Möggu Pálma, frá
níu ára aldri og byrjaði síðan að spila
á gítar þrettán ára. „Þá fór ég að semja
mín eigin lög,“ segir Kristín. „Þegar ég
var í Kvennó spilaði ég svo í nokkrum
hljómsveitum og þegar ég var 21 árs
gaf ég út plötu. Ég hafði alltaf hugsað
mér að leggja tónlist fyrir mig en hef
lítið getað sinnt henni síðastliðin ár.“
Það var einmitt í gegnum tón
listina sem Kristín kynntist síðan
eigin konu sinni, Katrínu Oddsdóttur
lögfræðingi.
Stórkostleg breyting
Í menntaskóla kom Kristín út úr
skápnum. „Ég velti þessu aldrei neitt
sérstaklega fyrir mér. Svo þegar ég
var svona sautján, átján ára varð ég
bara skotin í konu. Þá einhvern veg
inn áttaði ég mig á því að það væri
hægt – að þetta væri til,“ segir Kristín
sem segist aldrei hafa mætt fordóm
um vegna kynhneigðar sinnar. „Ég
á mjög margar góðar minningar frá
þessum árum. Þetta var tíminn þar
sem ég var að uppgötva sjálfa mig. Á
þessum tíma var samfélag samkyn
hneigðra ákveðinn menningarkimi,
en í dag er þetta allt öðruvísi. Þetta er
orðið mikið opnara. Þegar ég var að
gefa út plötuna mína talaði ég mjög
mikið um þetta opinberlega en hvað
réttindabaráttu samkynhneigðra
varðar þá skiptir svo miklu máli að
hafa sterkar fyrirmyndir. Það er svo
mikilvægt að vera heill í því sem mað
ur gerir og standa með sjálfum sér.“
Kristín segir margt hafa breyst í ís
lensku samfélagi frá því hún kom út
úr skápnum. Hún nefnir sem dæmi
fyrstu Gleðigönguna sem hún tók
þátt í, þá nítján ára, en þá fór minna
fyrir gleði og meira fyrir kröfum um
sjálfsögð mannréttindi. „Á þessum
tíma gengum við niður Hverfis
götuna sem er mjög táknrænt því
þetta var mjög mikið í felum enn
þá. Við vorum um þrjátíu manns og
öll með kröfuspjöld. Nokkrum árum
síðar gengum við niður Laugaveginn
og þúsundir manns horfðu á. Það
er alveg stórkostlegt hvað umræðan
og viðhorfin sem maður mætir hafa
breyst frá því ég kom út úr skápnum.“
Rómantík í Neskaupstað
Kristín og Katrín hafa verið saman
í tólf ár en þær kynntust í gegnum
sameiginlega vini á miklum um
rótstíma í lífi þeirra beggja. „Ég var í
hljómsveit með vinkonum mínum á
þessum tíma sem hét Rokkslæðan.
Það sem byrjaði sem eitthvert grín
í vinahópi vatt upp á sig og við vor
um fengnar til að spila á fjölmörgum
pöbbum í bænum og meira að segja
úti á landi. Katrín var að vinna sem
blaðamaður í Neskaupstað, á Austur
glugganum, og bjó þar í eitt ár. Við
kynntumst síðan í gegnum sameigin
lega vinkonu þegar við fórum að spila
fyrir austan. Við urðum ástfangnar
og höfum verið saman síðan,“ seg
ir Kristín og það leynir sér ekki að
sagan af fyrstu kynnum þeirra hjúa
er henni afar dýrmæt. „Þetta gerðist
mjög hratt. Ég var að vinna við sýn
ingu í Iðnó á þessum tíma og var sýn
ingarstjóri um helgar. Á mánudögum
flaug ég austur og var hjá henni alla
vikuna. Þetta var mjög skemmtileg
ur tími. Hún var alltaf að keyra um
og taka viðtöl við einhverja bændur
milli þess sem við áttum góðar stund
ir saman. Tilhugalífið var mjög fallegt
og skemmtilegt og því er Neskaup
staður okkar rómantíski staður.“
Reyndu í sex ár
Barneignir komu til tals fljótlega eft
ir að Kristín og Katrín fóru að rugla
saman reytum. Þær giftu sig árið 2006
og ákváðu síðan að reyna fyrir alvöru
að eignast barn árið 2007. Það átti
hins vegar eftir að taka alls sex ár að
fá óskina um barn uppfyllta. „Við lít
um á það sem ótrúlega gjöf að hafa
eignast barn,“ segir Kristín. „Báðar
vorum við búnar að fara í ótal með
ferðir og vorum mjög nálægt því að
taka ákvörðun um að hætta að reyna.
Ég held að þessi reynsla hafi styrkt
samband okkar því við stóðum mjög
vel saman í gegnum þetta. Það eru
ekki sjálfsögð mannréttindi að eign
ast barn og við reyndum að nálgast
þetta með jákvæðum hætti. Báðar
blómstruðum við í því sem við vorum
að gera og þá vorum við svo heppnar
að hafa fundið hvor aðra. Þegar gjöf
in kom síðan loksins til okkar urðum
við þakklátari fyrir vikið og tókum
henni síður sem sjálfsagðri.“
Dóttir þeirra Katrínar, Día Ben, er
nú nýorðin eins árs. Kristín talar af
mikilli ástríðu og eldmóði um leik
húsið en hægir á sér þegar hún segir
mér frá dóttur sinni. Þakklætið leyn
ir sér ekki. „Ég gekk með hana en
við notuðum egg frá Kötu. Þetta var
því fullkomin samvinna. Día er samt
mjög lík mér og það trúa því fáir að
við séum í raun ekki genalega tengd
ar. En svo er hún að líkjast konunni
minni meira og meira núna. Þær eru
mjög líkar í sér, uppátækjasamar og
afar glaðlyndar. Þvílík gæfa sem það
er að fá að eyða lífinu með þeim.“
Þakklát fyrir traustið
Kristín var því nýkomin úr fæðingar
orlofi þegar hún var ráðin leikhús
stjóri Borgarleikhússins í mars á
þessu ári. Flestir þekkja forsöguna.
Magnús Geir Þórðarson, fyrrver
andi leikhússtjóri, ákvað að sækja
um starf útvarpsstjóra Ríkisútvarps
ins eftir skyndilegt brotthvarf Páls
Magnússonar, og fékk starfið. Um
brotthvarf Magnúsar segir Kristín að
Fyrsta heila leikhúsár
nýs leikhússtjóra
Borgar leikhússins
er handan hornsins.
Kristín Eysteins
dóttir tók eftirminni-
lega við starfi Magnúsar
Geirs Þórðarsonar þegar
hann hvarf skyndilega
á nýjan vettvang fyrr á
þessu ári. Kristín segist
full tilhlökkunar fyrir
nýju leikári og lofar
sannkallaðri flugelda-
sýningu í vetur. Áslaug
Karen Jóhannsdóttir
settist niður með Krist-
ínu á skrifstofu hennar
í Borgarleikhúsinu og
ræddi meðal annars
um nýja starfið, áhersl-
ur hennar innan leik-
hússins, ástina, listina
og umdeildar ákvarð-
anir.
Áslaug Karen Jóhannsdóttir
aslaug@dv.is
„Málinu er
algjörlega
lokið með fullum
sáttum
„Við lítum á það sem ótrúlega
gjöf að hafa eignast barn“